Siðferði lært í Sjóð 9?

Menn hafa sagt mér og ég lesið um það að tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi skrifað grein og hvetji til aðildarviðræðna og inngöngu í "Sambandið".  Greinin birtist í Fréttablaðinu, og verð ég að viðurkenna að hafa ekki lesið hana.

En það hlýtur að vekja sérstaka athygli að annar þessara þingmanna er Illugi Gunnarsson.  Illugi sat síðast er ég vissi í varastjórn samtakanna Heimssýn, sem eins og flestum er kunnugt berst einarðlega gegn "Sambandsaðild".  Enn er Illugi talinn í varastjórn á heimasíðu samtakanna.

Sú spurning hlýtur því að koma upp í hugann hvort að Illugi hafi sagt sig úr varastjórn samtakanna og jafnvel samtölunum sjálfum áður en hann gekk frá fyrrnefndri grein til birtingar?

Eða er hann að flytja eitthvað siðferði sem hann lærði í Sjóð 9 inn í stjórnmálin?


mbl.is Hvetja til viðræðna og atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lúmskur er hann Illugi,engum kemur það á óvart.Hann er hinn mesti tækifærissinni.

Númi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 00:10

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ótrúlegt eftir aðkomu hans að sjóði 9 að hann skuli en sitja á þingi - ef að öll löggjöf á að vera í samræmi við siðferði hans þá líst mér ekki á það og ég held að menn ættu að bola pilti frá hið snarasta.

Gísli Foster Hjartarson, 14.12.2008 kl. 21:46

3 Smámynd: corvus corax

Það eru ekki öll kurl komin til grafar og koma kannski aldrei. En ef svo ólíklega færi er ég ekki frá því að þarna sé kominn einn af fjárglæframönnunum sem stóðu að þjófnaði á sparifé almennings fyrir sig og sína.

corvus corax, 15.12.2008 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband