Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Bestustu kokkar í heimi?

Þetta er auðvitað frábær árangur og undistrikar þær framfarir sem Íslenskir matreiðslumenn hafa sýnt á undanförnum árum. 

Það er enda svo að mér er það til efs að miðað við höfðatöluna margfrægu megi finna jafn marga, jafn góða veitingastaði í nokkkurri borg og Reykjavík.

Nú ættu Íslensk ferðmálayfirvöld að notfæra sér þessa sigra og auglýsa með kokkunum.  Til dæmis með stórri mynd af viðkomandi matreiðslumanni, his name is .....  and he won  a gold medal at the Culinary Olympics (eða hvað þetta heitir) , he works at the restaurant ..... in downtown Reykjavik, Iceland.

And he is ready to cook for you (as long as your name is not Gordon Brown).

Það hefur aldrei verið ódýrara að ferðast til Íslands og að borða úti á Íslandi (fyrir útlendinga). 

Nú er lag.


mbl.is Kokkalandsliðið sigursælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlekk fyrir hlekk - Fjárfestingabankamenn hafa ekkert að græða nema hlekki sína

Efnahagskreppan er það sem rætt er um hvar sem komið er, hvað veldur henni, hverjum er um a kenna, þarf ekki að setja nýjar og strangari reglur um fjármálalífið, þarf ekki að reka einhvern?

Ég vil benda á afar fróðlega grein sem finna má á vef The Economist, sem fer stuttlega yfir þróun fjármálamarkaða frá 1970, greinin heitir Link by link og má finna hér.

En greinin er virkilega góð og skrifuð á vel skiljanlegu máli (það er ekki einfalt að skilgreina mörg þau tól eða "afurðir" sem tilheyra nútíma fjármálamarkaði) og er vel þess virði.

En í greininni má lesa m.a.:

"THE autumn of 2008 marks the end of an era. After a generation of standing ever further back from the business of finance, governments have been forced to step in to rescue banking systems and the markets. In America, the bulwark of free enterprise, and in Britain, the pioneer of privatisation, financial firms have had to accept rescue and part-ownership by the state. As well as partial nationalisation, the price will doubtless be stricter regulation of the financial industry. To invert Karl Marx, investment bankers may have nothing to gain but their chains.

The idea that the markets have ever been completely unregulated is a myth: just ask any firm that has to deal with the Securities and Exchange Commission (SEC) in America or its British equivalent, the Financial Services Authority (FSA). And cheap money and Asian savings also played a starring role in the credit boom. But the intellectual tide of the past 30 years has unquestionably been in favour of the primacy of markets and against regulation. Why was that so?"

"It all began with floating currencies. In 1971 Richard Nixon sought to solve the mounting crisis of a large trade deficit and a costly war in Vietnam by suspending the dollar’s convertibility into gold. In effect, that put an end to the Bretton Woods system of fixed exchange rates which had been created at the end of the second world war. Under Bretton Woods, capital could not flow freely from one country to another because of exchange controls. As one example, Britons heading abroad on their annual holidays in the late 1960s could take just £50 (then $120) with them. Investing abroad was expensive, so pension funds kept their money at home.

Once currencies could float, the world changed. Companies with costs in one currency and revenues in another needed to hedge exchange-rate risk. In 1972 a former lawyer named Leo Melamed was clever enough to see a business in this and launched currency futures on the Chicago Mercantile Exchange. Futures in commodities had existed for more than a century, enabling farmers to insure themselves against lower crop prices. But Mr Melamed saw that financial futures would one day be far larger than the commodities market. Today’s complex derivatives are direct descendants of those early currency trades."

"After the economic turmoil of the 1970s, the Chicago school found a willing audience in Ronald Reagan and Margaret Thatcher, who were elected at the turn of the decade. The duo believed that freer markets would bring economic gains and that they would solidify popular support for the conservative cause. A nation of property-owners would be resistant to higher taxes and to left-wing attacks on business. Liberalised markets made it easier for homebuyers to get mortgages as credit controls were abandoned and more lenders entered the home-loan market.

Another consequence of a system of floating exchange rates was that capital controls were not strictly necessary. Continental European governments still feared the destabilising effect of hot money flows and created the European Monetary System in response. But Reagan and Mrs (now Lady) Thatcher took the plunge and abolished controls. The initial effects were mixed, with sharp appreciations of the dollar and pound causing problems for the two countries’ exporters and exacerbating the recession of the early 1980s.

But the result was that institutions, such as insurance companies and pension funds, could move money across borders. In Britain that presented a challenge to the stockbrokers and marketmakers (known as jobbers) who had controlled share trading. Big investors complained that the brokers charged too much under an anti-competitive system of fixed commissions. At the same time, big international fund-managers found that the tiny jobbing firms had too little capital to handle their trades."

"The next great development in risk management was the swap. Bond markets had been domestic, with buyers focusing on issuers from their home markets. That created the potential for arbitrage, issuing bonds in one currency and swapping them for another, creating lower interest rates for both borrowers.

It was a short step from currency swaps to interest-rate swaps. Borrowers on floating (variable) rates could swap with those on a fixed rate. This allowed company finance directors (and speculators) to change their risk exposure depending on their view of where rates would go. Rather than pay each other’s interest costs directly, the payments would be netted out.

The final stage emerged only in the past decade. A credit-default swap (CDS) allows investors to separate the risk of interest-rate movements from the risk that a borrower will not repay. For a premium, one party to a CDS can insure against default. From almost nothing just a few years ago, CDSs grew at an explosive rate until recently (see chart 2).

Futures, options and swaps all have the same characteristic: a small initial position can lead to a much larger exposure. Futures contracts are bought with only a small deposit or margin; option sellers have to cover buyers’ losses, which may be many times the value of the premium; the net exposure of a swap counterparty may be smaller but the gross position will be huge, a problem if the counterparty defaults.

This made it hard for regulators to keep track of a firm’s exposure. For years, therefore, they concentrated on improving the infrastructure of the market, making sure that deals were well documented or settled through a central clearing house (something yet to be achieved for CDSs)."

"Derivatives caused more embarrassment in the 1990s as naive local authorities, such as Orange County in California, and corporate treasury departments lost fortunes in contracts they did not understand. But gradually the authorities learnt to love these markets; Frankfurt, for example, competed hard to win trading in German government-bond futures away from London. The theory was that, by allowing business and investors to spread risk, both markets and economies would become more robust.

Alan Greenspan, the chairman of the Fed from 1987 to 2006, was in the vanguard of this view. In his book, “The Age of Turbulence” (2007), he welcomed the growth of CDSs, arguing: “Being able to profit from the loan transaction but transfer credit risk is a boon to banks and other financial intermediaries which, in order to make an adequate rate of return on equity, have to heavily leverage their balance sheets by accepting deposit obligations and/or incurring debt. A market vehicle for transferring risk away from these highly leveraged loan originators can be critical for economic stability, especially in a global environment.”

Securitisation, which has been at the centre of the current crisis, is another child of the 1970s. It involves bundling loans into packages that are then sold to outside investors. The first big market was for American mortgages. When homeowners pay their monthly payments, these are collected by the servicing agent and passed through to investors as interest payments on their bonds."

"While all this was happening, regulators were not wholly passive. They had to deal with crises such as the failures of Drexel Burnham Lambert, which dominated the junk-bond market, and Baring Brothers, a British bank brought low by a rogue trader. But these were regarded as individual instances of mismanagement or fraud, rather than as evidence of a systemic problem. Even the American savings-and-loan crisis, an early deregulation disaster, was tidied up with the help of a bail-out plan and easy monetary policy, and dismissed as an aberration.

Rather than question the principle of deregulation, some governments redesigned their regulatory structures. Britain devised the FSA in 1997 (even taking away banking regulation from the Bank of England) in a conscious attempt to create a single supervisory body. In America the SEC shares authority with the Commodities Futures Trading Commission, the Federal Deposit Insurance Corporation, state insurance commissioners and so on.

The authorities did make a more fundamental attempt to regulate the banks with the Basel accord. The first version of this, in 1988, established minimum capital standards. Banks have always been a weak link in the financial system because of the mismatch between their assets and liabilities. The assets are usually long-term loans to companies and consumers. The liabilities are deposits by consumers and investors that can be withdrawn overnight. A bank run is hard to resist, since a bank cannot realise its assets quickly; worse still, doing so—by calling in loans—may cause economic havoc by prompting bankruptcies and job losses.

The Basel accord was designed to deal with a different problem: that big borrowers might default. It required banks to set aside capital against such contingencies. Because this is expensive, banks looked for ways around the rules by shifting assets off their balance-sheets. Securitisation was one method. The structured investment vehicles that held many subprime-mortgage assets were another. And a third was to cut the risk of borrowers defaulting, using CDSs with insurers like American International Group. When the markets collapsed, these assets threatened to come back onto the balance-sheets, a prime cause of today’s problems. "

"It would be a mistake to argue that, had politicians rather than bankers been in charge, policy would have been more prudent. Indeed, politicians encouraged banks to make riskier loans. This was particularly true in America, where a series of measures, starting with the Community Reinvestment Act of 1977, required banks to meet the credit needs of the “entire community”. In practice, this was social policy: it meant more lending to poor people. Fannie Mae and Freddie Mac, the two government-sponsored giants of the mortgage market, were encouraged to guarantee a wider range of loans in the 1990s.

The share of Americans who owned their homes rose steadily. But more buyers meant higher prices, making loans even less affordable to the poor and requiring even slacker lending standards. The seeds of the subprime crisis were sown, and the new techniques of securitisation allowed banks to make these loans and then offload them quickly.

Initially, the growth of homeownership was seen as a benign effect of deregulation, as was the ability of consumers to borrow on their credit cards, a habit they took to enthusiastically. The authorities largely welcomed this boost to consumer demand. In the 1970s and 1980s, they might have worried about the effect on inflation or the trade deficit. But technological change in the 1990s, and the impact of China and India in the 2000s, kept headline inflation down, while liberalised capital markets and Asian savings made external deficits easy to finance.

In addition, those countries with big financial centres were delighted to have them because of the tax revenues they yielded. That hardly encouraged them to look too closely at the financial industry. Nor did it hurt that political parties in both America and Britain received a lot of contributions from financiers.

Liberalisation happened for many reasons. Often, regulators were simply trying to catch up with the real world—for instance, the rapid development of offshore markets. In addition, deregulation provided things that voters wanted, such as cheap loans. Each financial innovation that came along became the object of speculation that was fuelled by cheap money. Bankers and traders were always one step ahead of the regulators. That is a lesson the latter will have to learn next time.

Amid the crisis of 2008, it is easy to forget that liberalisation had good consequences as well: by making it easier for households and businesses to get credit, deregulation contributed to economic growth. Deregulation may not have been the main cause of the rise in living standards over the last 30 years, but it helped more than it harmed. Will the new, regulated world be as benign? "


Eins og tár í tómið

Ég hef verið einn af talsmönnum þess að ekki eigi að greiða skuldir Íslensku bankanna.  Ríkið ber ekki ábyrgð á bönkunum og skuldum þeirra.

En þetta vil ég að Íslendingar greiði.  Hér er ekki verið að greiða skuldir Íslensku bankanna, hér er verið að greiða til baka hluta af innlánum sem einstaklingar eiga í Íslensku bönkunum, í þessu tilfelli Landsbankanum.

Á þessum er reginmunur.  Skuldir og innlán, debts og deposits.  Hafa ber í huga að með þessu eru Íslensk stjórnvöld heldur ekki að ábyrgjast eða borga út innlánin, heldur aðeins að borga út þá innlánstryggingu sem sagt er að sé í gildi á Evrópska efnahagssvæðinu (EEA).  Ég veit að uppi er lagaleg túlkun sem gæti minnkað þessa ábyrgð, en ég held að hér eigi Íslendingar ekki að skjóta sér undan.

Hér er um að ræða sparnað Bresks almennings, hinna Bresku "Jóns og Gunnu", almennings sem Íslensk stjórnvöld stigu lofsvert skref til að vernda þegar þau breyttu lögum og settu kröfur innlánseigenda í forgang.  Þeim er sjálfsagt að standa skil á þeirri tryggingu sem nefnd hefur verið (20.000 euro að hámarki).

En lítum á stærðir í þessu sambandi.  Talað er um að til að greiða þessar tryggingar þurfi 3. milljarða punda, rétt tæpa 600 milljarða Íslenskra króna.  Til samanburðar má nefna að talað hefur verið um að skuldir Baugs Group við Íslensku bankanna nemi á bilinu 1 til 2 milljarða punda, eða á bilinu 200 til 400 milljarða Íslenskra króna.  Þessi skuld Baugs Group er auvitað langt í frá einu eignir Íslensku bankanna og verður að teljast afar líklegt að þessir 3. milljarðar punda náist inn við eignasölu og ríflega það.  Samkvæmt breyttu lögunum (sem ég tel að gildi um IceSave reikningana, þar sem þeir voru "chartered" frá Íslandi), væru þessar kröfur hvort eð er í forgangi þegar bú "gamla" Landsbankans verður gert upp.

En þessi upphæð er eins og tár í tómið þegar rætt er um heildarskuldbindingar bankanna.

Til samanburðar má geta að skuldabréf útistandandi á Íslensku bankana eru talin vera um $60 milljarðar, eða lauslega reiknað u.þ.b. 6600, eða ríflega 10 sinnum stærri upphæð.  Þá eigum við eftir að bæta við innistæðum sem fara yfir 20.000 euro, innistæðum sem eru eign annarra en einstaklinga og innistæðutryggingin nær ekki yfir.  Ég hef ekki heyrt neinar tölur um hvað þessi síðasti liður er hár, en ef marka má fréttir eru um að ræða hundruði milljarða Íslenskra króna.

Það eru þessar skuldir sem Íslendingar eiga að standa fastir á að þeir beri ekki ábyrgð á og ætli ekki að greiða, ekki nema að því marki sem peningar kunna að verða til í búi "gömlu" bankanna.  Þar eiga innlán að vera í forgangi, en Íslenska ríkið getur ekki tekið ábyrgð á skuldum bankanna.  Punktur.

Íslendingar hafa verið þátttakendur í Evrópska efnahagssvæðinu í á annan áratug. Þótt að rangt hafi verið af Jóni Baldvini að lýsa því yfir að Íslendingar hafi fengið allt fyrir ekkert, hefur þjóðin notið þess að vera aðili að þessu samstarfi. 

Við þurfum því að fara eftir þeim reglum sem gilda innan svæðisins, t.d. hvað varðar innistæðutryggingar.  Íslenskir bankar spiluðu eftir reglum svæðisins hvað varðaði starfrækslu útibúa í ríkjum svæðisins, og "smáa letrið" segir að það sé ábyrgð Íslendinga.

Hvað Íslendingar gætu unnið með því að fara dómstólaleiðina, til að reyna að komast hjá því að greiða innlánstryggingu, eftir að þeir sjálfir hafa breytt lögum á þann veg að innlán skipi forgang við skiptin, er mér hulið.

P.S.  Ef Bretar hefðu komið með tillögu í þessa átt  í upphafi (að lána og aðstoða Íslendinga við að greiða út innlán) hefði margt skipast á annan veg.  Það versta við það að samþykkja þetta er að "Flash Gordon", kemur út sem súperhetja í Bretlandi.  Hann verður maðurinn sem "went to Iceland and got our money". 

Það er það "brownsædið" á þessum "díl".

 


mbl.is Líkir Bretaláni við fjárkúgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldeyrissveiflur

Það hefur verið mikið rætt um gengissveiflur á Íslandi undanfarin misseri og hefur á mörgum mátt skilja að slíkt sé með öllu óásættanlegt.  Það verði að binda endi á þann ófögnuð og helst að taka upp aðra mynt til þess að gjaldmiðilsflökt verði afnumið.

En það er ekki bara á Íslandi sem gjaldmiðillinn sveiflast upp og niður.  Þannig hefur til dæmis dollarinn okkar hér í Kanada misst u.þ.b. 17% af verðgildi sínu gagnvert "starfsbróður" sínum þeim Bandaríska á örfáum vikum.

Hvað skyldi valda?  Er öll efnahagsstjórn í rúst hér í Kanada?

Skýringuna er fyrst og fremst að leita í því hvernig efnahagurinn er samansettur hér í Kanada.  Hér er "hrávara" gríðarlega stór hluti hagkerfisins.  Hér er mikill olíuiðnaður, hér er mikil málmvinnsla, hér er mikill landbúnaður.

Þegar verð á þessum afurðum var í hámarki endurspeglaðist það í verði Kanadíska dollarans.  Nú þegar verð er á hraðri niðurleið fylgir dollarinn með.  Vaxtaákvarðanir Kanadíska seðlabankans spilar sömuleiðis með, nú nú lækkaði hann vexti um 0.25%, sem var minna en margir höfðu reiknað með.  Núna standa vextirnir í 2.25%.

Hér er enda spáð minnkandi hagvexti, spáin er komin niður í 0.6% fyrir yfirstandandi ár, og sama vöxt á næsta ári.

Það er því ekki nema eðlilegt að Kanadadollarinn láti undan síga, efnahagsástandið er ekki honum að kenna, heldur mælir hann ástandið og væntingarnar.

Reyndar má sjá að Euroið hefur sömuleiðis látið verulega undan síga á móti hinum Bandaríska dollar, hefur misst u.þ.b. 10% af verðgildi sínu gagnvart þeim Bandaríska síðastliðin mánuð, svo dæmi séu tekin.

Enn og aftur er rétt að taka fram að það er ekki euroinu að kenna, það sýnir einfaldlega ástandið og væntingar.

Það er rétt að geta þess að margir í Kanada (og sjálfsagt í Eurolandi líka) fagna þessarri veikingu dollarans okkar.  Það gerir útflutningsaðilum hér (en Bandaríkin eru lang stærsta viðskiptaland Kanada) auðveldara um vik, en styrkur dollarans háði þeim þegar hann stóð sem hæst.  Hér er ég að tala um þá sem fluttu út annað en hrávöru, þetta á auðvitað sértaklega við um iðnaðarframleiðslu ýmiskonar.

Við hinir almennu Kanadabúar viljum auðvitað gjarna að dollarinn okkar sé sterkur, það gerir kaupmátt okkar (á innfluttum vörum og þegar við förum erlendis) meiri.  En ég held að það flestir geri sér grein fyrir því að það er skammgóður vermir.

Þannig sveiflast svo gjaldmiðlar upp og niður eftir því hvernig efnahagurinn og væntingarnar eru til hans.

 Línuritin hér að neðan eru fengin að láni á vef Kaupþings og sýna gengisþróun dollaranna tveggja síðastliðið ár (það efra) og gengisþróun milli euro og USdollars síðastliðið ár (neðra).

USCAD 1 ar

 

 

 

 

 

 

 

 

EURUS 1 ar


Kauptækifæri? Viltu kaupa 100.000 kall - á þrjú þúsund?

Þessi frétt frá Bloomberg segir auðvitað ekki nema eitt.  Þeir sem eiga skuldabréf á "gömlu" Íslensku bankanna telja líkurnar á því að skuldir þeirra verði greiddar séu u.þ.b. engar.  Þeir telja að þó að einhver möguleiki sé á því að eitthvað fáist upp í kröfurnar séu til staðar en allt yfir 3% sé afar ólíklegt.

En skuldabréf Íslensku bankanna eru upp á háar fjárhæðir, ef marka má frétt Bloomberg, eru upphæð þeirra í kringum 60 milljarða dollara.  Það er all nokkurt fé.  Ekki síst ef það er borið saman við það lán sem er verið að tala um að slá upp á 6 milljarða dollara.

En það má þá leiða getum að því að þessi skuldabréf upp á $60 milljarða fengjust keypt á $1.8 milljarða, þ.e. ef við beitum 3.% tilboðinu á upphæðina.

Fyrir þá sem hafa haft hæst um að Íslendingar ættu að borga skuldir bankanna ætti þetta auðvitað að líta út sem gríðarlegt kauptækifæri.

Líklega er vænlegast fyrir eigendur þessarra skuldbréfa að selja þau með þessum afföllum á Íslandi. 

Búta þau niður á milljón krónu stykki og selja á 30.000.  Þeir sem hafa haft sem hæst um að Íslendingar eigi ekki að hlaupa frá skuldunum hlýtur að lítast vel á slík viðskipti. 

Líklega þarf ekki nema að reka Davíð, og þá verða Íslendingar auðvitað allir sammála um að greiða þetta.

Persónulega vil ég hins vegar taka undir það að Íslendingar eigi ekki að borga skuldir bankanna erlendis.  Þeir voru ekki ríkisfyrirtæki, þeir störfuðu ekki með ábyrgð hins opinbera, hvað þá almennings.

Hér má lesa frétt Bloomberg


mbl.is Ódýrari en Enron og Parmalat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glöggasta gestsaugað

Ég sá á Eyjunni að vitnað var í viðtal við forsetafrú Íslendinga, sem er víst birt í Morgunblaðinu.

Þar segir m.a:

Og forsetafrúin gagnrýnir efnishyggju Íslendinga: „Þjóðfélagið er orðið mun peningadrifnara og fólk er ekki eins meðvitað um arfleifð sína – það var svo ánægt með landið og stolt af sögu þjóðarinnar en gildin urðu óljósari og viku sumpart fyrir efnishyggjunni. Kannski er það augljósara þeim sem horfir gestsaugum á samfélagið.

Mig setti eiginlega hljóðan en hló við og velti því fyrir mér hvort að hún hefði sagt Ólafi frá þessarri niðurstöðu sinni.  Eða hvort hann væri úrtakið sem þessi glöggskyggna niðurstaða byggir á?


Erfitt og leiðinlegt í Kína

Kínverski kappaksturinn olli vonbrigðum, eiginlega á allan hátt.

Ekki nóg með það að kappaksturinn væri í raun leiðinlegur áhorfs, heldur gekk mínum mönnum alls ekki nógu vel.

Hamilton ók vel, mínir menn komust ekki nálægt honum og hann ók algerlega á eigin forsendum og þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur af því að einhver truflaði keppnisáætlun hans.

Sem betur fer eigum við ennþá möguleika á titlinum, en hann er þó ekki stór.  Hamilton þarf að ljúka keppni í Brasilíu aftar en í 5. sæti og Massa að sigra til þess að það geti orðið.  Ekki beint það sem hægt er að telja líklegt.

Jákvæði punkturinn er að Ferrari styrkti stöðu sína í keppni bílsmiða, en það er ekki mikil huggun, það er ökumannstitillinn sem skiptir mestu máli.

En Hamilton var vel að sigrinum kominn, ók mikið betur en nokkur annar.


mbl.is Hamilton ók fullkomnlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í þessu fína í Kína

Ég hökti á fætur kl. 3. síðastliðna nótt til þess að horfa á tímatökurnar.  Ekki auðvelt en tókst þó.  Tímatökurnar eru reyndar ekki í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér, en það er betra að vita hvernig röðin er strax.

Þetta er ekki alveg nógu gott, en gefur samt mikla möguleika á Ferrari sigri.

Auðvitað hefði ég kosið að Hamilton væri fyrir aftan þá félaga Massa og Raikkonen, en það að hafa 2. og þriðja sætið, en Kovalainen ekki fyrr en í 5. gæti gefið mínum mönnum vissa möguleika.  Raikkonen reynir eftir fremsta megni að trufla Hamilton í startinu, hugsanlega að komast fram fyrir hann.  Massa er líklega (alltaf erfitt að spá) með heldur meira bensín og keyrir nokkrum hringjum lengra.

Það er aðeins ef Hamilton nær að stinga af í ræsingunni og keppa alfarið á eigin forsendum sem málið fer að vandast.

Svo er líka spurning hvað Alonso gerir, en það er ljóst að ef sú staða kemur upp að hann eigi möguleika á því að gera Hamilton lífið leitt, þá gerir hann það og kemur það Ferrari vissulega til góða.

Reyndar eru alltaf kviksögur í gangi um að Hamilton sé með leiðinlegri framkomu að fá flesta ef ekki alla ökumenn á móti sér, en ég á þó ekki von á því að slíkt spili inn í svo að afgerandi verði.

En nú eru ekki nema tæpir 3 tímar til stefnu, keppnin hefst kl. 2 að mínu tíma, og verður án efa hörku spennandi.


mbl.is Hamilton á ráspól í Kína og Massa í þriðja sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðalsamstarf Íslendinga og Breta er gegnum Evrópusambandið/EFTA

Samskipti Breta og Íslendinga hafa verið með kaldasta mót undanfarna daga, það er óþarfi að rekja það nánar, það er þekkt.

Íslendingar hafa farið heldur halloka í þessum viðskiptum og ef til vill ekki síður í fjölmiðlastríðinu sem hefur geysað samhliða.  Það er því afar mikilvægt að Íslenskar raddir heyrist í fjölmiðlum og reynt sé að útskýra og koma okkar hlið að.

Einn þeirra sem hefur staðið sig vel hvað þetta varðar er Eiríkur Bergmann og skrifaði ég stutt blogg þar sem ég lyfti hatti mínum fyrir honum.  Ég er ennþá þeirrar skoðunar að Eiríkur hafi staðið sig vel og viðtökurnar sem greinar hans hafa vakið eru af hinu góða, þó að þau séu eins og reikna mátti með misjöfn.  Það mikilvægasta er að koma á framfæri hinum Íslenska málstað, útskýra og sýna að Íslenska þjóðin er ekki brotin þó að hún hafi vissulega orðið fyrir stórum áföllum.

Í dag var Eiríkur í stuttu spjalli við Fréttablaðið og ræddi um greinar sínar og viðbrögð við þeim.  Þar segir hann m.a.:

"Ég, eins og aðrir Íslendingar, er í áfalli yfir vegna þeirra atburða sem riðið hafa yfir og ekki síður skorti á viðbrögðum íslenskra stjórnvalda við því að bandalagsþjóð okkar í Nató noti á okkur hryðjuverkalöggjöf. Og síðan með ummælum, sem eru að mínu viti glæpsamleg, hafið áhlaup á Kaupþing, langstærsta fyrirtæki landsins, sem í kjölfarið riðar til falls," segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.

Ég er að mestu leyti sammála því sem kemur fram hjá Eiríki í fréttinni, en furða mig á því að hann skuli ekki nefna þann samstarfsvettfang Breta og Íslands sem er fyrirferðarmestur dags daglega og skiptir hvað mestu máli í viðskiptalegu og fjármálalegu tilliti.  Þar er ég að tala um Evrópska efnahagssvæðið (EES/EEA).  Það að eitt af forysturíkjum Evrópusambandsins noti með þessum hætti hryðjuverkalöggjöf gegn aðildarríki EES/EEA, hlýtur sömuleiðis að vekja undrun, furðu og fordæmingu.  Sambandið virðist sömuleiðis leggja blessun sína yfir þessa valdbeitingu Bretanna og ekkert hefur komið frá sambandinu þess eðlis að því finnist það óeðlilegt að eitt aðildarríki EES/EEA beiti hryðuverkalöggjöf gegn öðru aðildarríki.  Réttlætið sem gildir innan EES/EEA virðist vera réttlæti hins sterka, ef tekið er mið að þeirri ályktun sem kom frá "Sambandinu".

Þessi áhersla á aðild Íslendinga og Breta að NATO kom mér nokkuð á óvart, því fyrirfram hefði ég reiknað með því að forstöðumaður Evrópufræðaseturs, liti svo á að EES/EEA væri jafn mikilvægur eða mikilvægari hvað varðari vináttu og viðskipti Íslendinga og Breta.

 


Eins og efni stóðu til

Þá er það ljóst.  Kom fæstum á óvart að ég tel.  Sjálfur hef ég talið að Ísland hefði átt að hætta við þetta framboð fyrir löngu síðan, bestu hefði verið að þessu hefði aldrei verið fleytt.

En þjóðin getur andað léttar, kostnaðurinn af setu í Öryggisráðinu bætist ekki ofan á allt annað, þó að segja megi að vissulega hafi ríki með atkvæð í ráðinu stundum náð upp í kostnaðinn, jafnvel ríflega.  En slík framkoma er ekki til eftirbreytni eða það hlutskipti sem Íslandi er óskandi.

Næsta örugglega eigum við eftir að heyra að það hafi verið bankakreppan sem hafi komið í veg fyrir að Íslendingar hlutu sætið.  Persónulega hef ég ekki trú á því.  Sjálfsagt bætti hún ekki úr skák, en ég hef enga trú á því að slíkt hafi ráðið úrslitum.

Það var ekki eins og þau lönd sem voru í framboði hafi verið hvítþvegnir englar, samanber árásir Tyrkja á Kúrda fyrir þremur dögum.

Persónulega er ég þeirrar skoðunar að Ísland hefði átt að sjá sóma sinn í því að draga framboð sitt til baka þegar sett voru neyðarlög á landinu um starfsemi Íslensku bankanna.  Íslenskir stjórnmálamenn áttu að lýsa því yfir að þeir hefðu öðrum hnöppum að hneppa.

P.S.  Annar möguleiki eru auðvitað sá að kenna Davíð um þetta tap :-)  Hann var jú utanríkisráðherra í einhverja mánuði.


mbl.is Ísland náði ekki kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband