Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
27.10.2008 | 14:37
A Rainy Day
Rakst á þessa góðu mynd þegar ég var að krúsa vefinn. Hreinlega snilld. Skipar sér í flokkinn "mynd segir meira en 1000 orð".
26.10.2008 | 15:37
Þegar bankar taka völdin af seðlabönkum.
Eins og allir þekkja hefur verið mikið rætt um orsakir bankakreppunnar og sýnist sitt hverjum. Það hefur sömuleiðis verið mikið rætt um "hvað ef þetta eða hitt" hefði verið til staðar. Hvað ef við hefðum verið í "Sambandinu", hvað ef euroið hefði verið tekið upp.
Auðvitað er ekki hægt að svara þessu, en það getur verið fróðlegt að velta því fyrir sér hvað er að gerast annars staðar.
Á vef sænska blaðsins Dagens Nyheter má lesa fróðlega grein eftir Patriciu Hedelius, en pistillinn er um Baltneskt efnahagslíf og hvernig lánaveislunni sem Sænskir bankar hafa boðið upp á þar er að ljúka.
Pistillinn er það góður að ég tek mér það bessaleyfi að birta hann í heild sinni hér fyrir neðan (Þeim sem eiga erfitt með Sænskuna, bendi ég á http://translate.google.com/translate_t
Hér höfum við lönd sem eru í "Sambandinu", þau ætla að taka upp euroið og eru búin að binda gjaldmiðil sinn við það.
Þeirra staða er betri en Íslands að einu leiti, bankarnir þeirra eru því sem næst alfarið í erlendri eigu.
En ástandið er eins og við er að búast ekki gott, gjaldmiðillinn er ofmetinn, húsnæðisverð er að hrynja, innanlandseftirspurn að skreppa saman og atvinnuleysi eykst hröðum skrefum. Atvinnuleysið er líklegt að verði langvarandi og erfitt, þar sem það er því sem næst pólítískt ómögulegt að "fella" gjaldmiðilinn og auka samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja, sérstaklega útflutningsfyrirtækja.
Mæli með pistlinum sem fer hér á eftir.
"De svenska bankerna har i praktiken tagit på sig rollen att vara centralbanker i de baltiska staterna. En roll som de misskött. I stället för en nödvändig restriktiv penningpolitik har de låtit utlåningen växa med 60-70 procent flera år i rad. Swedbank, SEB och Nordea har tillsammans lånat ut cirka 380 miljarder kronor, en stor del i form av lån i euro.
Estland och Lettland men också Litauen dras nu med ett stort bytesbalansunderskott som byggts upp med hjälp av de lånade pengarna.
Det innebär i praktiken att ländernas import är betydligt större än exporten, en ohållbar situation i längden.
I normala fall skulle de baltiska valutorna tappa i värde. Men eftersom länderna har ambitioner att gå med i det europeiska valutasamarbetet har man fasta växelkurser.
På grund av obalanserna i ekonomin uppskattas nu de baltiska valutorna vara övervärderade med 15 procent.
När tillväxten i utlåningen sjunker mot noll så sinar också källan som finansierar ländernas relativt sett stora import. Många inhemska företag har redan fått problem eftersom efterfrågan sjunker när finansieringen försvinner. Det i sin tur väntas leda till stigande arbetslöshet och en svårare situation för hushållen.
Stigande kreditförluster för bankerna, i det här fallet de svenska, är redan ett faktum men nivåerna kan bli betydligt högre och hålla i sig under flera år när tillväxten stryps medan obalanserna rätar ut sig.
Ett alternativ för Estland och Lettland som har de största problemen är att överge sina fasta växelkurser och devalvera. Men det skulle skapa ett gigantiskt skuldberg eftersom länderna har stora lån i utländska valutor. Även företag och hushåll har lån i andra valutor än den inhemska.
Att skriva ned den egna valutan är därmed i princip en politisk omöjlighet, men risken är stor att Estland och Lettland ändå tvingas devalvera eftersom få andra åtgärder genomförs eller går att genomföra för att komma till rätta med problemen. Den baltiska skuldkrisen hamnar då i de svenska bankernas knä.
Oavsett vilken väg som Estland, Lettland och Litauen går så innebär det kostnader för de svenska bankerna och deras ägare. Men även kunderna i Sverige kan tvingas vara med och betala för de senaste årens utlåningsfest i Baltikum. "
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.10.2008 | 12:31
Hverju er kreppan að kenna?
Það er mikið rætt um orsakir fyrir kreppunni sem geysar þessa dagana á Íslandi (og vissulega víðar) og eirir fáu. Sitt sýnist hverjum, en það er engin skortur á ástæðum sem nefndar eru.
Til sögunnar eru nefnd, Íslenska krónan, háir vextir, fljótandi gengi, allt of hátt gengi, stórir bankar sem hafi vaxið þjóðfélaginu yfir höfuð, gríðarlegur viðskiptahalli, hækkun húsnæðislána, húsnæðisbóla, að bankarnir hafi verið of háðir erlendum lánum, óvarleg innlánsviðskipti hluta Íslensku bankanna erlendis, gríðarleg einkaneysla, gríðarleg skuldasöfnun heimila, útlánaþennsla, krosseignatengsl Íslenskra fyrirtækja og samkrull Íslensku bankanna og eigenda þeirra, ofþennsla ríkisfjármála, slæmar fjárfestingar, skuldsetning Íslenskra fyrirtækja, alheimskreppa og svo mætti lengi áfram telja.
Líklegasta skýringin er hins vegar þetta allt, og sjálfsagt meira til, því jafn sakleysisleg og léttvæg sum þessarra atriða kunna að vera ein og sér, mynda þau gríðarlega sprengihættu þegar þau koma öll saman. Önnur, eins og stóraukin innlánaviðskipti Íslensku bankanna ættu að hringja bjöllum í hvaða árferði sem er. Það er rétt að hafa það í huga að IceSave í Hollandi byrjaði starfsemi sína síðastliðið vor.
En það má líka nefna að bankar eiga ekki heimtingu á því að efnahagsumhverfið lagi sig að þeim, rökréttara er að þeir lagi sig að því efnahagsumhverfi sem þeir starfa í, það gefst betur til lengri tíma litið. Það er ekki þar með sagt að þeir geti ekki og megi ekki benda á það sem þeim finnst að betur megi fara, en það er betra að sníða sig að því sem er, heldur en að því sem æskilegt er að sé.
Margir halda því fram að euroið hefði verið "pillan" sem allt hefði lagað. Margt hefði ábyggilega verið öðruvísi, en ekki nauðsynlega betra á öllum sviðum.
Það má til dæmis halda því fram að það síðasta sem Íslendingar hefðu þurft væru lægri vextir, nóg var nú lánagleðin samt. Hefðu lægri vextir þýtt miklu þandari húsnæðisbólu, sem hefði sprungið með ennþá hærri hvelli? Sú varð raunin t.d. á Írlandi og Spáni. Þeir sem héldu vinnunni sinni héldu meiri kaupmætti, en kaupmáttur þeirra sem missa vinnuna, sem líklega væru fleiri, ykist ekki heldur drægist saman.
En ég held að órökrétt sé að einblína á eitt eða tvö atriði og telja að þau sé rót vandans, þjóðfélagið var hreinlega komið úr jafnvægi og það á svo mörgum sviðum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.10.2008 | 21:55
Vert að hafa í huga
Það er margt sem hlýtur að þurfa að velta fyrir sér þegar kemur að því hvernig rétt sé að haga hlutum á "Nýja Íslandi".
Tvö af þeim atriðum sem vert er að hafa í huga eru:
Ekkert Evrópusambandsland hefur fordæmt eða mótmælt því að Bresk stjórnvöld hafi beitt hryðjurverkalögum gegn Íslandi. Það sama gildir um EFTA löndin. Engum virðist þykja það athugavert að eitt aðildarland EEA (Evrópska efnahagssvæðisins) hafi beitt hryðjuverkalögum gegn öðru aðildarlandi.
Ályktun Evrópusambandsins þar sem Norðurlöndin reyndu að styðja Ísland breyttist verulega í meðförum "Sambandsins" og virtist ef eitthvað er frekar enduróma skoðanir og hagsmuni Breta. Áhrif smáríkja ná ekki í gegn.
Annað sem vert er að hafa í huga að það sama gildir um NATO. Ekkert NATOríki hefur fordæmt eða mótmælt því að eitt NATO ríki hafi beitt hryðjuverkalögum gegn öðru NATO ríki. Það er rétt eins og það þyki sjálfsagt.
Þessi atriði hljóta að vera umhugsunarverð, þegar "Nýja Ísland" hugar að utanríkisstefnu sinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.10.2008 | 04:51
Er ekki rétt að reka flóttann?
Það er auvitað "undarlegt" hvernig þetta afrit af samtali Árna og Darlings hefur komist í fjölmiðla, en það verður ekki fram hjá því litið að þetta er besta vörn sem fram hefur komið fyrir hinn Íslenska málstað.
Sannleikurinn er beitt vopn. Það sést vel á þeim pól sem sum Bresku blöðin taka nú í hæðina, þegar þú hafa útskrift af samtalinu undir höndum. Ef þau snúast gegn Bresku ráðherrunum verður það ekkert "elsku Darling".
En það er spurningin hvort að það sé ekki rétt að reka flóttann?
Er ekki rétt að birta bréfið sem viðskiptaráðuneytið sendi til Breta og vitnað er til í samtalinu? Ég held að það gæti verið vel þess virði að einhver embættismaðurinn gleymdi því á hentugum stað.
Hvað varðar fundinn sem viðskiptaráðherra átti með "Elskunni" ríflega mánuði áður, þá er erfitt að meta hvort að eitthvað geti betur hafa farið þar, enda breyttist staða bankanna hratt á þeim vikum sem liðu.
En hitt er þó ljóst, að það sem gerðist mánuði áður, getur ekki verið réttlæting á þeirri misbeitingu valds sem Bretar fóru af stað með þegar vika var liðin af október. Slík röksemdafærsla getur ekki gengið upp í mínum huga.
Það sem Bretar hafa í höndunum, er bréfið frá viðskiptaráðuneytinu og samtalið við Árna Matt. Út frá því hljóta viðbrögð þeirr að hafa miðast, annað er ekki rökrétt.
Furðulegt að samtalið skyldi leka í fjölmiðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2008 | 04:39
Að semja við "hryðjuverkamenn"
Þetta er stórundarlegt mál og samskipti Íslendinga og Breta virðast fara í æ furðulegri farveg.
Þó að fram komi að Bretar hafi umræðarétt yfir félaginu, þar sem það er dótturfélag Landsbankans sáluga og því innan lögsögu Breska fjármálaeftirlitsins, þá hlýtur val þeirra á viðskiptavinum að vekja athygli.
Þeir eiga viðskipti við banka sem er að stærstum hluta í eigu sömu aðila og áttu banka sem þeir settu á lista yfir hryðjuverkasamtök.
Hvað næst?
Bretar selja eignir Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2008 | 02:35
Ekki eru allir Bretar Brown
Stundum eru fyrirsagnir í fjölmiðlum hrein snilli. Meitlaðar eins og góðir málshættir. Ég sá meðhangandi frétt á Eyjunni.
Hér er fyrirsögn sem er ekki ólíklegt að eigi eftir að verða að málshætti þegar fram líða stundir.
Ekki eru allir Bretar Brown.
Segir allt sem segja þarf. Þó að Brown (og reyndar Darling einnig) hafi komið níðingslega fram við Ísland, eiga Íslendingar ekkert sökótt við Breskan almenning.
23.10.2008 | 22:13
Umræða á skrýtnum forsendum, eða hvað? Vilja Íslendingar taka Brown á þetta?
Ég reyni eftir fremstu getu að fylgjast með umræðunni á Íslandi, og meira nú en áður. En það er tvennt sem ég ekki skil til fullnustu sem ber hæst í umræðunni akkúrat núna.
Það fyrra er umræðan um lán sem Bretar vilja bjóða Íslendingum, sem notað yrði til að greiða innlánatryggingar á IceSave reikningunum svokölluðu. Ég hef séð útreikinga um hvað þetta er mikið og hvert mannsbarn og hverja fjögurra manna fjölskyldu og að þessi skuldsetning verði sem myllusteinn um háls Íslendinga. Ég heyri að þetta sé harðari kostir en Þjóðverjum var boðið upp á í Versalasamningunum og þar fram eftir götunum.
Enginn talar um að einhverjar eignir séu til í bönkunum sem gætu dekkað þetta að einhverju, eða fullu leyti.
Er það 3. milljarða punda górillan í herberginu sem enginn þorir að minnast á að eignasafn Íslensku bankanna sé því sem næst einskis virði? Er eignasafnið meira og minna innan "fjölskyldunnar"? Er það borin von að einhverjar upphæðir sem skipta máli fáist út úr Landsbankanum, það er jú fyrst og fremst hans reikningar sem eru vandamálið.
Spurningin sem hlýtur að þurfa að fá svar við og inn í umræðuna er, hvernig er eignastaðan.
Það er að vísu erfitt að henda reiður á slíkt á tímum sem þessum, en þó hlýtur að vera hægt að fara nokkuð nærri slíku, reyna að meta áhættu hvað eignir varðar (það er jú ein meginstoð bankaviðskipta) og reyna að búa til áætlun hvernig bestu verður að því staðið að koma þeim í verð. Líklega væri ekki úr vegi að leita til erlendra aðila til að aðstoða við það verk.
En miðað við að skuldbindingar Íslensku bankanna hafi verið áætlaðar einhversstaðar í kringum 8000 milljarða króna, hlýtur eignasafnið að hafa verið nálægt 9000 milljörðum í mati, því einhversstaðar minir mig að ég hafi heyrt að hrein eign þeirra hafi verið metin á bilinu 900 til 1000 milljarða. (Endilega leiðréttið mig ef þið hafið betri og áreiðanlegri tölur en þetta).
Hitt atriðið sem ég á erfitt með að skilja er umræðan um að frysta eignir "auðmanna". Þessi krafa heyrist nú á bloggum, í fjölmiðlum og í lýðskrumi stjórnmálamanna.
Í fyrsta lagi er ótrúlega ódýrt að nefna til sögunnar óskilgreindan hóp "auðmanna". Þeir sem krefjast frystingar ættu þá að sjá sóma sinn í því að nefna þá einstaklinga til sögunnar sem þeir vilja láta frysta eigur hjá.
Í öðru lagi er ótrúlegt að hlusta á kröfur um frystingu eigna einstaklinga án þess að neinn rökstuðningur komi fram. Því er ekki haldið fram að um lögbrot séu að ræða, eða rökstuddan grun þess efnis.
Ef einstaklingar eru uppvísir að lögbrotum þá er auðvitað sjálfsagt og eðlilegt að gripið sé til ráðstafana. Jafnvel þó að aðeins sé um rökstuddan grun að ræða.
En þær tillögur að frysta eignir án nokkur halds í lagabókstaf getur í mínum huga ekki gengið upp. Alveg burtséð frá því hvað okkur kann að þykja um viðkomandi einstaklinga.
Þjóðfélagið verður að byggjast á lögum og lög verða að byggja á rökum og skynsemi.
Íslendingar urðu æfareiðir, og það með réttu, þegar Gordon Brown og Breska ríkisstjórnin frysti Íslenskar eignir með afar vafasömum lagalegum tilvísunum í hryðjuverkalög.
Vilja Íslendingar taka "Brown" á "auðmennina"? Frysta eigur þeirra með óskýrum neyðarlögum, án þess að nokkrar sannanir eða grunur sé um ólöglegt athæfi? Eða hafði Brown rétt fyrir sér allan tíman og eðlilegt að hann frysti eigur Íslenskra "auðmanna"?
Ég er ekki þeirrar skoðunar.
Hverjir eru þetta sem Íslendingar vilja frysta eigur hjá og hvað vilja þeir meina að þeir hafi gert af sér?
Það er sorglegt að horfa upp á einstaklinga sem starfa á löggjafarsamkundu Íslendinga hvetja til hálfgerðs "heykvíslalýðræðis".
23.10.2008 | 13:35
6. mest lesna fréttin á vefsíðu Globe and Mail
Ísland er venjulega ekki fyrirferðarmikið í Kanadískum fjölmiðlum. Vissulega hefur þó mikið verið fjallað um Ísland undanfarnar vikur, oftast umfjöllun sem Íslendingar hefðu getað verið án.
En í dag er 9. mest lesna fréttin (þegar þetta er skrifað) á vef Globe and Mail um Íslendinga og hvernig þeir takast á við þá staðreynd að hafa verið stimplaðir hryðjuverkamenn af Gordon Brown og Bretum.
Fréttin (sem er að hluta til eða öll komin frá Reuters) segir frá framtaki Þorkels Þorkelssonar ljósmyndara, þegar hann myndaði "Íslenska hryðjuverkamenn".
Þetta framtak virðist hafa gefið ákaflega góða raun, vekur athygli á þeim órétti sem Íslendingar voru beittir af Bretum og umfjöllunin kemur frá Íslenskum sjónarhól, sem því miður hefur vantað nokkuð upp á.
Ákaflega lofsvert framtak hjá Þorkatli. Það er spurning hvort að hann ætli ekki að setja upp vef þannig að umheiminum gefist tækifæri til þess að berja "hryðjuverkamennina" augum.
Íslendingar þurfa að nota öll tækifæri til að koma sínum málstað á framfæri.
P.S. Þegar ég bæti þessu við, þegar klukkan er rétt ríflega 2. hér í Toronto (ríflega 6. á Íslandi) hefur greinin færst upp í 6. sæti. Það þýðir að hún er lesin (og langt í frá bara af Íslendingum) og boðskapurinn kemst til skila.
Ég breytti því fyrirsögninni, úr 9 í 6.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2008 | 05:06
Humar var það heillin
Ef menn hafa ekki verið sannfærðir um það hve samþættur efnahagur heimsins er ætti þessi frétt sem ég rakst á á vefsíðu Forbes að sannfæra þá um það.
Aðalefni fréttarinnar er að verð á humri sem veiddur er undan ströndum Maine ríkis í Bandaríkjunum hefur hrunið. Veldur það verulegum vandræðum í efnahag svæðisins, en humarveiðar þar hafa verið stór ríkur þáttur í efnahagnum og humar eftirsóttur og í háu verði.
Ástæðan fyrir þessari snörpu verðlækkun er tvíþætt. Í fyrsta lagi er um að ræða minnkandi eftirspurn frá veitingahúsum, þar sem neytendur halda að sér höndum (og hnífapörum) vegna óvissu í efnahagsmálum.
En önnur ástæða er sú að Kanadískir verkendur humarsins, (en stór hluti humarsins sem veiddur er í Maine hefur venjulega verið seldur til Kanadískra verkenda) hafa lent í fjármögnunarerfiðleikum. Því haf humarbirgðir safnast upp hjá veiðimönnum í Maine.
Og hvers vegna eru Kanadískir humarhöndlarar í fjármögnunarerfðiðleikum?
Jú það er vegna þess að þeir hafa treyst á fjármögnun frá Íslenskum bönkum, sem nú er ekki lengur til staðar af ástæðum sem ættu að vera Íslendingum vel kunnar.
Án þess að ég þekki til þessa, þá reikna ég með að hér sé um að ræða "gamla" Landsbankann og "gamla" Glitni, sem báðir voru með starfsemi á austurströnd Kanada, báðir í Halifax að mig minnir.
Þannig að ef þú átt leið um Bandaríkin á næstu dögum og snæðir humar á hagstæðu verði, hugsaðu þá hlýtt til "gömlu" Íslensku bankanna. Það er þeim að "þakka" hvað verðið er hagstætt.