Allt í þessu fína í Kína

Ég hökti á fætur kl. 3. síðastliðna nótt til þess að horfa á tímatökurnar.  Ekki auðvelt en tókst þó.  Tímatökurnar eru reyndar ekki í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér, en það er betra að vita hvernig röðin er strax.

Þetta er ekki alveg nógu gott, en gefur samt mikla möguleika á Ferrari sigri.

Auðvitað hefði ég kosið að Hamilton væri fyrir aftan þá félaga Massa og Raikkonen, en það að hafa 2. og þriðja sætið, en Kovalainen ekki fyrr en í 5. gæti gefið mínum mönnum vissa möguleika.  Raikkonen reynir eftir fremsta megni að trufla Hamilton í startinu, hugsanlega að komast fram fyrir hann.  Massa er líklega (alltaf erfitt að spá) með heldur meira bensín og keyrir nokkrum hringjum lengra.

Það er aðeins ef Hamilton nær að stinga af í ræsingunni og keppa alfarið á eigin forsendum sem málið fer að vandast.

Svo er líka spurning hvað Alonso gerir, en það er ljóst að ef sú staða kemur upp að hann eigi möguleika á því að gera Hamilton lífið leitt, þá gerir hann það og kemur það Ferrari vissulega til góða.

Reyndar eru alltaf kviksögur í gangi um að Hamilton sé með leiðinlegri framkomu að fá flesta ef ekki alla ökumenn á móti sér, en ég á þó ekki von á því að slíkt spili inn í svo að afgerandi verði.

En nú eru ekki nema tæpir 3 tímar til stefnu, keppnin hefst kl. 2 að mínu tíma, og verður án efa hörku spennandi.


mbl.is Hamilton á ráspól í Kína og Massa í þriðja sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband