Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Enga vopnaða Breta - Fellum niður loftrýmisgæslu um óákveðinn tíma

Mér þykir sjálfsagt að Íslendingar afþakki komu Breska flughersins til Íslands.  Það hefur reyndar þegar verið gert, ef marka má þessa frétt á Vísi.  Þetta er reyndar ekki eina tilfellið á undanförnum dögum þar sem Íslenska stjórnsýslan talar "tungum tveim", og er það eitthvað sem þörf er á að bæta.

Ég held reyndar að þörf sé á róttækari aðgerðum.  Ég held að Ísland eigi að lýsa því yfir að ekki verði óskað eftir frekari loftrýmisgæslu á næstunni, að Íslendingar vilji að það hún verði felld niður.

Ég held að Íslendingar verði að taka áhættuna af því að fella eftirlitið niður.  Árásarhættan er ekki það mikil nú um stundir, þó vissulega sé þörf á eftirliti, en þjóðin hefur annað við gjaldeyrinn að gera en að borga fyrir loftrýmiseftirlit.

Ég held að Íslendingar eigi sömuleiðis að koma því á framfæri við NATO að við teljum okkur hafa orðið fyrir efnhagslegri árás af bandalagsþjóð.  Það sama á að gera hjá "Sambandinu".

 

 


mbl.is Bretar sjá um varnirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

14%

Það getur varla talist gott að fá til baka 14% af upprunalegu kaupverði fyrirtækisins, en ég er ekki frá því að það geti talist ásættanlegt í því ástandi sem ríkir nú.

Það er líklega engum það betur ljóst en Íslendingum að verðmæti fjármálafyrirtækja (gildir reyndar um flest fyrirtæki) er ekki það sama og áður, og aðstæður á Íslenskum fjármálamarkaði færir verðið ennþá neðar, enda tæplega hægt að segja að viðskiptavild fylgi með í kaupunum.

En það er líka gamla sagan að það er dýrt að stækka í góðæri og gott að kaupa þegar kreppir að.  Spyrjið bara Buffet.

 


mbl.is Glitnir í Svíþjóð seldur á útsölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til fyrirmyndar

Það er alltaf ánægjulegt að lesa að fyrirtæki láti starfsfólk njóta þess þegar vel gengur og geri sér grein fyrir því hve mikil verðmæti er fólgin í góðu, jákvæðu og "stabílu" starfsfólki.

Þess utan er auðvitað gleðilegt þegar fyrirtækjum sem stand í útflutningi frá Ísland gengur vel.  Við þurfum meira af slíkum fyrirtækjum.


mbl.is Starfsmenn Norðuráls fá auka mánaðarlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framlag Íslendinga og framlag Breta

Hack_Gordon_BrownÞegar tveir deila er auðvitað mikilvægt að báðir aðilar leggi eitthvað af mörkum og mæst sé á miðri leið og reyna að ná niðurstöðu sem báðir geta sætt sig við og léttir andrúmsloftið.

Nú eru Íslendingar búnir að koma upp Sirkus í London og þá hljótum við að bíða eftir því að Bretar leiði fram Brown the Clown.


mbl.is Listin vinsælli en bankarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópusambandið leggur blessun sína yfir beitingu hryðjuverkalaga gegn Íslandi

Ég get ekki skilið þessa yfirlýsingu á annan hátt en að "Sambandið" leggi í raun blessun sína yfir beitingu Breta á hryðjuverkalöggjöf sinni gegn Íslandi.

Það sér í það minnsta ekki neina ástæðu til að minnast á að slíkt framferði stangist á við lög eða reglugerðir sambandsins, t.d. hvað varðar frjálst fjármagnsflæði.

Hvaða samstöðu hyggst "Sambandið" sýna Íslendingum, og hví þykir því ástæða til að gefa það í skyn að Íslendingar hafi ekki og hyggist ekki standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar?

Mér best vitanlega er það ekki alþjóðlegar skuldbindingar Íslendinga að ábyrgjast erlendar skuldir bankanna.  Innistæðutryggingar eru vissulega annað mál, en mig rekur ekki minni til þess að Íslensk stjórnvöld hafi gefið til kynna að við þær yrði staðið af fremsta megni.  Þess vegna var lagabreyting sú sem gerð var um forgang sparifjáreigenda svo mikilvæg.

Enn og aftur sýnir "Sambandið" hverjir ráða ferðinni þar.  Það eru "Flash Gordon" ásamt leiðtogum stóru ríkjanna.  Smærri ríkin (sem mörg hver eru afar hliðholl Íslendingum) hafa þar lítið að segja.

 


mbl.is Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög og reglur verða að gilda

Það er með eindæmum að lesa og heyra hvernig Evrópskir bankar leyfa sér að haga sér gagnvart Íslendingum.

Margir virðast taka krók á sig til að gera Íslendingum erfiðara fyrir.  Viðurstyggilegast er framferði Breta, en fleiri gera hvað þeir geta til að gera Íslendingum erfiðara fyrir og þar með erfiðara að rísa upp og standa við skuldbindingar sínar.

En ein af grunnstoðum "Sambandsins" og EES (EEA) er fjórfrelsið svokallaða, þar á meðal frjáls flutningur fjármagns.

En þessi lög og þessar reglugerðir virka ekki. 

Réttlætið sem Íslendingar finna í "Sambandinu" er réttlæti hins sterkari.

"Sambandinu" kemur það ekki við þegar eitt aðildarríki hins Evrópska efnahagssvæðis beitir hryðjuverkalögum gegn öðru aðildarríki.

Þeim kemur það ekki við að margir Evrópskir bankar virðast frysta Íslenska fjármuni.  Með hvaða lagabókstaf veit ég ekki, eða hvort að hér er einfaldlega lögleysi á ferðinni, en "Sambandinu" kemur þetta ekki við.

Á næstu árum hljóta Íslendingar að þurfa að endurskoða samskipti sín við þessar þjóðir og reyna að byggja viðskipti sín á breiðari grunni, reyna að draga úr mikilvægi Evrópu í viðskiptum.  Vissulega hægara sagt en gert, en það hlýtur flestum að vera ljóst að á slíka "vini" er lítt treystandi.

Ef ekki er hægt að treysta á að lögum sé framfylgt er illa komið fyrir samstarfinu.  Íslendingar geta ekki átt sitt undir því að lög og reglugerðum sé framfylgt, eða ekki framfylgt eftir duttlungum einstakra ríkja eða einstakra manna.

 


mbl.is Hryðjuverkalögin skemma fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að kjósa ekki sparar opinbert fé

Eins og margir eflaust vita er nýlokið kosningum hér í Kanada.  Breytingar urðu ekki stórvægilegar, Íhaldsflokkurinn sem setið hefur í minnihlutastjórn jók þingmannafjölda (fékk í raun færri atkvæði en síðast), en er ennþá í minnihlutastjórn.

Aðrir flokkar töpuðu sömuleiðis atkvæðum, en enginn beið afhroð í þingmannafjölda nema Frjálslyndi flokkurinn, sem tapaði stórt, en hann fékk um 850.000 færri atkvæði en í síðustu kosningum.  Nýi lýðræðisflokkurinn tapaði einnig atkvæðum, en jók þingmannafjölda sinn og það sama má segja um Quebec blokkina, þ.e. hann tapaði atkvæðum en þingmannafjöldinn breyttis lítið.  Eini flokkurinn sem jók atkvæðafjölda sinn var Græni flokkurinn, en hann kom ekki manni að.

Ástæða þess að því sem næst allir flokkar fengu færri atkæði er sú að kosningaþátttaka dróst saman og hefur aldrei verið lægri.  Eitthvað um 56% prósent atkvæðabærra mætti á kjörstað.  44% eða þar um bil sáu ekki ástæðu til þess.

Eðlilegt er að hafa áhyggjur af því að hve kjörsókn er orðin lítil, en jákvæði punkturinn er líklega að léleg kjörsókn minnkar ríkisútgjöld.

Hið opinbera greiðir stjórnmálaflokkunum framlög eftir atkvæðafjölda, rétt tæpa 2. dollara á atkvæði (það er talað um u.þ.b. CAD 1.95).

Þau 44% sem heima sitja hafa því sparað skattgreiðendum umtalsvert fé, sem vonandi (og næsta örugglega :-) verður notað til uppbyggilegra mála

En þetta fyrirkomulag gerir tap Frjálslynda flokksins þeim enn þungbærara, flokkurinn fær u.þ.b einni og hálfri milljón dollara minna en eftir síðustu kosningar og útlit er fyrir að flokkurinn fari sömuleiðis í kostnaðarsama baráttu til að skipta um formann.

Þannig tapaði Frjálslyndi flokkurinn í fleiri en einum skilningi, því ríkisrekin stjórnmál gerir atkvæðin enn verðmætari.

Grein Globe and Mail um þetta má finna hér.

 


Stuðningur, en til hvers?

Cartoon 415137aAuðvitað ber að fagna öllum stuðningi sem Íslendingar fá. Auðvitað eiga Íslendingar margar og góðar vinaþjóðir í "Sambandinu".  Þar ber fyrst að nefna Norðurlöndin, en Eystrasaltsríkin og önnur ríki í Austur Evrópu bera ekki síður hlýjan hug til Íslands.  Það sama má segja um mörg önnur lönd.

En Íslendingar þurfa ekki hvað síst stuðning til þess að takast á við afleiðingar árásar súperhetju "Sambandsins" "Flash Gordon" á landið.  Tjónið var vissulega mikið fyrir, en Gordon Brown kaus að snúa hnífnum í sárinu.

Ég veit ekki hvað á að segja um vangaveltur eins og sjá má á vefsíðu The Times í dag:

The Government’s call to E&Y at the weekend comes as the retail magnate Sir Philip Green seeks ministerial support to help him to buy Baugur, whose assets include House of Fraser, a stake in Debenhams and high street chains, including Whistles and Karen Millen.

It is understood that Sir Philip has approached Gordon Brown, Lord Mandelson, the Business Secretary, and Treasury officials to ask them to support his move for Baugur. He wants assurances that if he buys assets from the Icelandic Government he will not have to deal with the International Monetary Fund (IMF) if Iceland, as expected, turns to the IMF to stave off national bankruptcy.

Sources said that Sir Philip and rival bidders for Baugur’s assets - including Alchemy, Permira and TPG - fear that the IMF could try to claw back businesses sold by the Icelandic Government if the country went into default.

Íslendingar hafa verið aðilar að EES (EEA) í mörg ár, það kom ekki í veg fyrir þessa árás Breta á landið þegar það mátti síst við því.  Líklega hefur Breski verkamannaflokkurinn (hvílík öfugmæli) meiri áhyggjur af því hvort að vinveittur kaupsýslumaður skyldi bera einhvern skaða, en hvort að Ísland tapi einhverjum hundruðum milljarða.

Ég veit ekki hvers kyns aðstoð eða stuðning "Sambandið" vill, eða hefur í hyggju að veita Íslendingum, það á líka eftir að sjá hvort að slíkur stuðningur verður samþykktur.  En Íslendingum veitir ekki af vinum og auðvitað eigum við ekki á slá á neina útrétta hönd, en mér er til efs að við eigum að þiggja aðstoð sem felur hugsanlega í sér að við afsölum okkur t.d. lagalegum rétti.

Besta aðstoðin sem "Sambandið" gæti veitt Íslendingum væri við að koma böndum á Brown.  Að "Sambandið" fordæmi beitingu hryðjuverkalaga og lýsi slíkt lögleysu.

Eru menn bjartsýnir á slíkt?

Hvaða merkingu væri hægt leggja í setninguna:

„Ráðherraráðið lýsir yfir samstöðu við aðgerðir Íslands... sem þurfa stuðning alþjóðasamfélagsins," segir í uppkastinu, sem Reutersfréttastofan hefur undir höndum. 

Hvaða aðgerðir?


mbl.is ESB-leiðtogar styðja Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparifjáreigendur eru mikilvægur hlekkur

Það eru tvær hliðar á hverri krónu og í þessu tilfelli er ég sammála Gylfa Magnússyni, það verður að fara varlega í frekari vaxtalækkanir.  Það er vextir séu um eða undir verðbólgustigi er ákaflega varasamt.

Auðvitað er mikilvægt að lánsfé fari að streyma til fyrirtækja og einstaklinga og þeir hafa svo sannarlega þörf fyrir vaxtalækkun, en sparifjáreigendur eru ekki síður mikilvægur hlekkur.  Margur sparifjáreigandinn hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum undanfarnar vikur og þykir þá líklega ekki á það bætandi ef þeim verður boðið að horfa á fé sitt rýrna í verðbólgu.

Nú þegar aðgangur að lánsfé á heildsölumarkaði er lítill eða engin fyrir Íslendinga er sparnaður nauðsynlegri en nokkru sinni fyrr.  Hvaðan á lánsféð, sem menn vilja lána með lægri vöxtum en nemur verðbólgu að koma?

Ef vextir ná ekki verðbólgustigi, og ríkið tekur í ofanálag til sín 10% af þeim neikvæðu vöxtum, er ég hræddum um að margur sparifjáreigandinn reyni að finna aðrar leiðir til að geyma og varðveita fé sitt.

Þegar og ef gjaldeyrisviðskipti verða með eðlilegu móti er sömuleiðis hætta á því að flótti bresti á, sparifjáreigendur munu flytja fé sitt annað.

Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að hvetja til sparnaðar og vinna í því að endurvekja traust almennings á sparnaði.

Vaxtalækkanir undir verðbólgustig eru ekki til þess fallnar.

Þjóðfélagið á ekki fyrst og fremst að snúast um þá sem skulda.  Vissulega eru þeir stærri hópur og þar af leiðandi fleiri atkvæði, en hey,  þeir sem spara eru líka fólk.

 


mbl.is Seðlabankinn stígi varlega til jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stutt ráðgjöf

Það hlýtur að vekja athygli þegar efnahagsráðgjafi forsætisráðherra vinnur ekki þann tíma sem talað var um, en kýs að hverfa úr starfi.

Hins vegar er starf forsætisráðherra ekki auðvelt á tímum sem þessum og margar erfiðar ákvarðanir sem þarf að taka.  Þegar um samsteypustjórnir er að ræða vandast málið svo enn frekar.

Persónulega tel ég ekkert vandamál þó að ráðgjafi og forsætiráðherra séu ekki alltaf sammála, því eðli málsins er að ráðgjafinn gefur álit, en forsætisráðherra tekur ákvörðunin og ber á henni pólítíska ábyrgð.  Ráðgjafinn ber í raun enga ábyrgð, nema að leggja fram það sem hann telur best.

Því er oft gott að hafa fleiri en einn ráðgjafa og hlusta á það sem þeir segja, en ábyrgðina leggst ekki á þá, þeir eru ráðgjafar en ekki stjórnendur.

Ég er þess fullviss að Tryggvi hafði margt gott fram að færa og tel því eftirsjá að honum, en ef menn geta ekki starfað saman, þá verður svo að vera.


mbl.is Tryggvi: Ekkert persónulegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband