Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
30.3.2007 | 04:24
Hvað má virkja, hvenær má virkja, fyrir hvern má virkja. Eða ætla Íslendingar að vera "grænir í gegn"?
Eins og flestum Íslendingum ætti að vera kunnugt hefur umræða um umhverfismál verið fyrirferðarmikil á Íslandi undanfarin misseri.
En það ýmsar gerðir af umhverfisverndarsinnum og málflutningur þeirra er mismunandi. Sumir virðast helst vera gegn stóriðju, aðrir gegn virkjunum, aðrir gegn hvoru tveggja. Þannig heyrast margar misvísandi röksemdir.
Þannig virtist t.d. Ómar Ragnarsson eiga mun auðveldar með að sætta sig við stóriðju heldur en Kárahnjúkavirkjun. Ég gat alla vegna ekki skilið málflutning hans með það að hafa Hálslón autt og leiða rafmagn frá Norð-Austurlandi til Reyðarfjarðar (með þá tilheyrandi háspennulínum), öðruvísi.
Hvernig er það annars veit einhver hvort að "Íslandshreyfingin" er með það á stefnuskránni að hleypa úr Hálslóni?
Tekur Steingrímur J. ennþá undir þann málflutning?
Aðrir virðast vera þeirrar skoðunar að það megi virkja (bara ekki strax) og að Íslendingar megi ekki flýta sér um of að nýta orku sína, hún komi til með að hækka í verði.
Þannig tala margir umhverfisverndarsinnar, og mér heyrðist t.d. Andri Snær tala þannig í Kastljósi, að Google eða svipaðar "netveitur" gætu vel hugsanlega viljað koma til Íslands og nota hreina orku fyrir hluta starfsemi sinnar.
Látum það liggja á milli hluta að hér er verið að spila á vonir sem eru ákaflega óljósar, ekki hef ég heyrt að nokkurt fyrirtæki hafi sett fram alvarlega fyrirspurn til Íslensks orkufyrirtækis í þessa veru. Látum það liggja á milli hluta hvaða breytingar yrðu að verða í öryggi netsambands við Íslands áður en stórfyrirtæki á þessu sviði fara að íhuga að setja hluta sinnar upp á Íslandi.
Segjum að Google eða Yahoo komi í haust og vilji athuga að setja upp útibú á Íslandi. Hvert verður þá svarið?
Verður svarið að hér sé virkjanastopp og þeir beðnir að koma aftur eftir 5 ár, þegar verður lokið öllum athugunum og vinnu við "rammaáætlanir"?
Eða verður svarið að Íslendingar séu hættir að virkja, nema rétt si svona til að eiga rafmagn fyrir ljósum? Síðan ætli Íslendingar að athuga málið frekar þegar hægt verði að keyra rafmagnsbíla?
Eða hvar mætti virkja fyrir þessa starfsemi?
Staðreyndin er sú að þó að vissulega væri æskilegt að renna fleiri stoðum undir atvinnulíf og orkunotkun Íslendinga, þá er það stóriðja og fyrst og fremst álver, einu fyrirtækin sem hafa sóst eftir Íslenskri orku með ákveðnum hætti.
Það má sömuleiðis deila um hversu hratt á að fara í þessum efnum, en stopp er ekki rétta leiðin. Uppbyggingin þarf að halda áfram.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.3.2007 | 03:46
Aldrei sá ég Krónikuna
Krónikan er víst komin og farin án þess að ég hafi séð eintak, líklega verður aldrei neitt af því, því ekki telst það líklegt að ég leggi leið mína á bókasöfnin til að grafa upp eintak þegar ég kem næst til Íslands.
En fjölmiðlarekstur á Íslandi (sem víðast hvar annars staðar) er erfiður bisness. Það er enda mikið talað um erfiða stöðu fjölmiðla á Íslandi, sérstaklega reyndar þegar Ruv-frumvörp eru til meðferðar á Alþingi.
En undanfarin ár hafa ekki verið góð fyrir fjölmiðla ef ég hef skilið rétt, sífellt tap og óáran. Þó hefur fjölmiðlum fjölgað á undanförnum árum.
Það leiðir enn og aftur hugann að því hvort að "hagnaðurinn" af Íslenskum fjölmiðlum sé mældur annars staðar en í bókhaldinu?
DV kaupir Krónikuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2007 | 03:35
Dágóður selbiti
Það er nokkuð árviss atburður hér í Kanada að selveiðar valda deilum. Mótmælendum, gjarna með einhver "celebrity" með sér, lendir saman við selveiðimenn.
Þetta er líklega eins og nokkuð ýktari útgáfa af hvalveiðum Íslendinga.
Samt man ég ekki eftir því að veruleg hreyfing hafi verið fyrir því að "boycotta" Kanadískar vörur eða að safnað hafi verið undirskriftum þeirra sem lofi að heimsækja Kanada.
Ég man heldur ekki eftir því að einstök Kanadísk fyrirtæki hafi tjáð sig um veiðarnar.
En þetta getur auðvitað allt hafa farið fram hjá mér.
En það gildir það sama um selina og hvalina, flestar tegundir þeirra eru langt frá því að vera í útrýmingarhættu. Það er enda sjálfsagt að náttúran sé nýtt með skynsamlegum hætti.
Selakvótinn við Kanada 270.000 á þessu ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2007 | 14:56
Afstaða til Evrópusambandsins 1990 eða 1995?
Þeir kunningjar mínir sem hafa mikinn áhuga á því að Ísland gangi í ESB hafa sumir hverjir sent mér tölvupóst með þeim upplýsingum að nú sé mikið rætt um meinta umbreytingu viðhorfs Davíðs Oddsonar til Evrópusambandsins á árunum 1990 til 1995.
Bók Eiríks Bergmanns (sem ég hef auðvitað ekki lesið) á víst að leiða þetta í ljós.
Þar sem þeir vita að mín viðhorf hafa ekki verið hliðholl sambandinu og jafnframt að ég hef borið mikla virðingu fyrir stjórnmálamanninum Davíð og framlagi hans til Íslenskra stjórnmála, þykir þeim nú að hafi þeir komið mér í klípu, jafnvel ýtt mér aðeins upp að vegg.
Því er auðvitað til að svara að ég get ekki svarað fyrir Davíð Oddsson, það er hann enda fullfær um sjálfur ef hann kærir sig um.
Hitt er svo ef til vill ekki undarlegt að afstaða margra hafi breyst til "Sambandsins" á þessum árum, enda tók "Sambandið" sjálft gríðarlegum breytingum á þessum árum.
Í raun má segja að Evrópusambandið, í það minnsta eins og það var árið 1995 hafi ekki verið til árið 1990.
Evrópusambandið varð í raun ekki til fyrr en með "Maastricht sáttmálanum" árið 1991. Þar var mörkuð leiðin að því Evrópusambandi sem við þekkjum í dag, gegn t.d. vilja Breta. Þetta má lesa um t.d. á vef BBC hér og hér.
Tímalínu sambandsins má einnig sjá hér.
Í þessu tímabili gerðist það einnig að Íslendingar gerðust aðilar að EES samningnum. Þá lýsti ágætur stjórnmálaforingi því yfir að allt hefði fengist fyrir ekkert. Auðvitað má deila um sannleiksgildi þeirra orða, en var einhver ástæða til þess árið 1995 (eða nú) að "borga" meira fyrir "allt"?
28.3.2007 | 05:57
Þeir kætast hér fyrir Vestan
Það má fullyrða það að þessar fréttir munu ábyggilega gleðja marga hér fyrir "Westan" Fáir staðir á Íslandi eru fólkinu hér ofar í huga en Vesturfarasetrið.
Margir hafa komið þangað og bera því vel söguna, en þeir eru líklega enn fleiri sem hafa áhuga á að fara þangað.
Ættfræðiáhuginn er býsna sterkur hér og margir hafa komið við á Hofsósi í "pílagrímsferðum" sínum bæði þeir sem ferðast á eigin vegum og svo auðvitað þeir sem hafa farið í "Snorra prógramið".
Það má því fullyrða að hér verði menn kátir með að fjárhagsleg framtíð Vesturfarasetursins sé trygg.
Hitt er svo auðvitað umdeilanlegra hvort að ættfræðirannsóknir eigi að vera reknar af ríkinu?
Samið um fjárveitingar til Vesturfarasetursins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2007 | 05:46
Við styðjum ekki að lækka skatta, en við lofum að hækka þá ekki
Ég held að flestir hljóti að fagna því að enginn stjórnmálaflokkur virðist stefna að því að hækka álögur á Íslensk fyrirtæki.
En það hlýtur samt að teljast nokkuð athyglisvert að núverandi stjórnarandstaða, sem lýsir því nú yfir að hún hyggist ekki hækka þessar álögur, var eindregið á móti því að þær væru lækkaðar á sínum tíma.
Samfylkingin lagðist til dæmis eindregið á móti því að skattar á fyrirtæki væru lækkaðir úr 30% í 18, en taldi hæfilegt að fara niður í 25%.
Vinstri græn vildu þá alls ekki lækka þessar álögur.
Það má því velta því fyrir sér hversu trúverðugur sá málflutningur er, þegar þessir flokkar segjast ekki vilja hrófla við eða auka álögur á Íslensk fyrirtæki.
Ef til vill má binda við það vonir að þeir hafi skipt um skoðun á þeim árum sem hafa liðið og séu nú sammála stjórnarflokkunum um gagnsemi og skynsemi þessara breytinga.
Hitt er þó líklega ekki síður líklegt, að þeir viti sem er, að það er ekki vænlegt til vinsælda að tala mikið um skattahækkanir.
Engin áform um að hækka álögur á íslensk fyrirtæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.3.2007 | 04:36
Helgartilboð - 2 tennur dregnar á verði einnar?
Auðvitað á að leyfa tannlæknum, rétt eins og öðrum að auglýsa þjónustu sína. 'Eg held að því samfara séu ekki miklar hættur. Það er heldur ekki miklar líkur á því að við sjáum tilboð í líkingu við það sem ég setti hér í fyrirsögn.
Sjálfur bý ég þar sem tannlæknum er leyft að auglýsa, og þeir gera það í þó nokkrum mæli. Þó verð ég að taka fram að ég man ekki eftir því að hafa nokkru sinni séð minnst á verð í tannlæknaauglýsingum hér. Auglýsingarnar eru allar fullar af fallegu fólki sem var með ljótar tennur áður en það heimsótti viðkomandi tannlækni.
Eftir þær heimsóknir er það með fallegt bros, fullt sjálfstrausts og gengur mikið betur í lífinu.
Reyndar hef ég það eftir nokkuð góðum heimildum að hér í Kanada gefi samtök tannlækna út viðmiðunarverð fyrir félagsmenn sína, en að sjálfsögðu er þeim frjálst að vera fyrir ofan eða neðan það verð. Samkeppnisyfirvöld hér láta sér þetta í léttu rúmi liggja.
Hins vegar væri það auðvitað til bóta, bæði hér í Kanada og á Íslandi, ef tannlæknar auglýstu nokkur verðdæmi, t.d. hvað skoðun, röntgenmynd, hreinsun o.s.frv kostaði.
Allar upplýsingar sem neytendur fá eru tvímælalaust af hinu góða.
Svo er auðvitað spurning hvort að neytendasamtökin geti ekki gert verðkannanir á þessum vettvangi sem öðrum?
Mikill verðmunur á þjónustu tannlækna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.3.2007 | 13:57
Dagvist, óþekkt og orðaforði
Niðurstöður úr viðamikilli rannsókn á áhrifum dagvistar á börn í Bandaríkjunum hafa vakið nokkuð mikla athygli. Alla vegna hef ég fengið greinina "emailaða" til mín frá 3. mismunandi aðilum.
Í stuttu máli sagt eru niðurstöðurnar þær að dvöl barna á dagvistarstofnunum hafi skaðleg áhrif á hegðun þeirra.
Það kemur einnig fram í niðurstöðunum að börn sem hafa verið í dagvist hafi gjarna betri orðaforða en börn sem ekki hafa dvalið á slíkum stofnunum.
Það hefur reyndar vakið athygli mína að fjölmiðlar virðast sitt á hvað kjósa að hampa þessum niðurstöðum, en það er þó líklega ekki óeðlilegt, en stundum myndast þó sá grunur að það fari nokkuð eftir pólítískri afstöðu fjölmiðlanna hvoru er vakin meiri athygli á.
Þetta er óneitanlega athyglivert innlegg í umræður í þjóðfélögum sem leggja á meiri áherslu á dagvistir og æ stærri hópur barna eyðir á meiri tíma á dagvistarstofnunum. "Vinnudagur" barnanna á dagvistarstofnunum enda gjarna lengri en vinnudagur foreldranna.
Ég myndi líka þyggja tengla ef einhver hefur upplýsingar um aðrar slíkar rannsóknir, ég tala nú ekki um ef einhverjar hafa farið fram á Íslandi.
En í frétt NYT má m.a. lesa eftirfarandi:
"A much-anticipated report from the largest and longest-running study of American child care has found that keeping a preschooler in a day care center for a year or more increased the likelihood that the child would become disruptive in class and that the effect persisted through the sixth grade.
The effect was slight, and well within the normal range for healthy children, the researchers found. And as expected, parents guidance and their genes had by far the strongest influence on how children behaved.
But the finding held up regardless of the childs sex or family income, and regardless of the quality of the day care center. With more than two million American preschoolers attending day care, the increased disruptiveness very likely contributes to the load on teachers who must manage large classrooms, the authors argue.
On the positive side, they also found that time spent in high-quality day care centers was correlated with higher vocabulary scores through elementary school."
"The findings are certain to feed a long-running debate over day care, experts say.
I have accused the study authors of doing everything they could to make this negative finding go away, but they couldnt do it, said Sharon Landesman Ramey, director of the Georgetown University Center on Health and Education. They knew this would be disturbing news for parents, but at some point, if thats what youre finding, then you have to report it.
The debate reached a high pitch in the late 1980s, during the so-called day care wars, when social scientists questioned whether it was better for mothers to work or stay home. Day care workers and their clients, mostly working parents, argued that it was the quality of the care that mattered, not the setting. But the new report affirms similar results from several smaller studies in the past decade suggesting that setting does matter.
This study makes it clear that it is not just quality that matters, said Jay Belsky, one of the studys principal authors, who helped set off the debate in 1986 with a paper suggesting that nonparental child care could cause developmental problems. Dr. Belsky was then at Pennsylvania State University and has since moved to the University of London.
That the troublesome behaviors lasted through at least sixth grade, he said, should raise a broader question: So what happens in classrooms, schools, playgrounds and communities when more and more children, at younger and younger ages, spend more and more time in centers, many that are indisputably of limited quality?"
Fréttina má finna hér. Heimasíðu rannsóknarinnar hér.
26.3.2007 | 07:38
Hvert sækja ný framboð fylgið?
Það er þess vert að skoða þessar niðurstöður könnunar Capacent og verður fróðlegt að sjá niðurstöðu næstu könnunar hjá Capacent.
Þessar niðurstöður virðast benda til að "Hreyfingin" eigi hljómgrunn á meðal nokkuð stórs hóps Íslendinga.
Niðurstaða þessarar könnunar bendir þó til þess að "Hreyfingin" hafi ekki náð að nýta sér þann hljómgrunn, þ.e.a.s. að breyta honum í fylgi. 5% í fyrstu könnun getur varla talist góður árangur, enda líklega eitthvað lélegasta "debut" stjórnmálaflokks á Íslandi, alla vegna svo að ég muni eftir. En eins og Capacent könnunin gefur til kynna, eru möguleikarnir fyrir hendi.
Það er eins og svo margir áttu von á að líklegt fylgi "Hreyfingarinnar" komi að stærstum hluta frá stjórnarandstöðunni, VG og svo "Fylkingunni". Sömuleiðis er líklegt að "Hrefyingin höggvi vel af Frjálslyndum. Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að stjórnarflokkarnir fari ekki mikið neðar heldur en þeir hafa verið að mælast í nýlegum könnunum, enda hafa þeir ekki mikið meira en "kjarnafylgi" í þeim. Það er því spennandi að sjá næstu Capacent könnun (Fréttablaðskönnunin gefur vísbendingar, en það er þó betra að bera saman Capacent við Capacent).
Svo er það líka spurning hvað gerist þegar "Hreyfingin" fer að kynna fleiri frambjóðendur og stefnumál. Það er auðveldara að setja fram lítinn hóp sem kjósendur geta sætt sig við, en þegar hópurinn stækkar vandast málið oft.
Þessi niðurstaða í könnuninni finnst mér líka athygliverð: "Sömuleiðis er ungt fólk opnara fyrir því að kjósa þessi framboð. 32% fólks á aldrinum 1829 ára segja líklegt að þau kjósi framboð eldri borgar og öryrkja, en 16,9% fólks á aldrinum 6075 ára."
Það virðist því vera meiri stuðningur við framboð aldraðra og öryrkja á meðal ungs fólks heldur en aldraðra, ef til vill ekki sú niðurstaða sem ég hefði reiknað með fyrirfram.
15% sýna nýjum framboðum áhuga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2007 | 05:41
Ef ...
... sú hugsun að við höfum landið aðeins að láni frá afkomendum okkar og rétt sé að hrófla sem minnst við því, hefði verið ríkjandi frá því að landið hóf að byggjast, hvernig liti Ísland þá út í dag?
Hver væru lífskjörin? Hvað gæti landið brauðfætt marga? Hvað byggju margir á Íslandi?
Þetta svona flaug í gegnum hugann.