Hvert sækja ný framboð fylgið?

Það er þess vert að skoða þessar niðurstöður könnunar Capacent og verður fróðlegt að sjá niðurstöðu næstu könnunar hjá Capacent.

Þessar niðurstöður virðast benda til að "Hreyfingin" eigi hljómgrunn á meðal nokkuð stórs hóps Íslendinga.

Niðurstaða þessarar könnunar bendir þó til þess að "Hreyfingin" hafi ekki náð að nýta sér þann hljómgrunn, þ.e.a.s. að breyta honum í fylgi.  5% í fyrstu könnun getur varla talist góður árangur, enda líklega eitthvað lélegasta "debut" stjórnmálaflokks á Íslandi, alla vegna svo að ég muni eftir.  En eins og Capacent könnunin gefur til kynna, eru möguleikarnir fyrir hendi.

Það er eins og svo margir áttu von á að líklegt fylgi "Hreyfingarinnar" komi að stærstum hluta frá stjórnarandstöðunni, VG og svo "Fylkingunni".  Sömuleiðis er líklegt að "Hrefyingin höggvi vel af Frjálslyndum.  Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að stjórnarflokkarnir fari ekki mikið neðar heldur en þeir hafa verið að mælast í nýlegum könnunum, enda hafa þeir ekki mikið meira en "kjarnafylgi" í þeim.  Það er því spennandi að sjá næstu Capacent könnun (Fréttablaðskönnunin gefur vísbendingar, en það er þó betra að bera saman Capacent við Capacent).

Svo er það líka spurning hvað gerist þegar "Hreyfingin" fer að kynna fleiri frambjóðendur og stefnumál.  Það er auðveldara að setja fram lítinn hóp sem kjósendur geta sætt sig við, en þegar hópurinn stækkar vandast málið oft.

Þessi niðurstaða í könnuninni finnst mér líka athygliverð:  "Sömuleiðis er ungt fólk opnara fyrir því að kjósa þessi framboð. 32% fólks á aldrinum 18–29 ára segja líklegt að þau kjósi framboð eldri borgar og öryrkja, en 16,9% fólks á aldrinum 60–75 ára."

Það virðist því vera meiri stuðningur við framboð aldraðra og öryrkja á meðal ungs fólks heldur en aldraðra, ef til vill ekki sú niðurstaða sem ég hefði reiknað með fyrirfram.

 


mbl.is 15% sýna nýjum framboðum áhuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru tvær leiðir til að túlka svörin við spurningunni um framboð aldraðra. Annars vegar er hægt að draga þá ályktun að framboðið njóti dúndrandi fylgis meðal fólks á þrítugsaldri - sem væri vissulega óvænt.

Hin skýringin er sú að yngsti hópurinn segist almennt vera reiðubúinn til að styðja hvern sem er í könnunum, meðan eldra fólkið er með fastmótaðri skoðanir. Það þyrfti því ekki að koma á óvart að þessi þriðjungur fólks 18-29 ára sem er til í að kjósa aldraða, sé sami hópur og segist til í að kjósa Íslandsframboðið - og myndi líklega segjast vera til í að kjósa flesta eða alla flokkana þegar á reynir.

Eðlilegast er þó að reikna með því að þegar á hólminn er komið muni þessi hópur í stórum dráttum skiptast niður á flokka í sömu hlutföllum og aðrir aldurshópar.

Ef þessi skýring er rétt, þá gefur hún ekki tilefni til bjarstýni fyrir nýju framboðin.

Stefán (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 09:00

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er alveg sammála því að staðan eins og hún er í dag, virðist ekki gefa neina sérstaka ástæðu til bjartsýni fyrir nýrri framboðin.  Reyndar virðist "fjórflokkurinn" vera býsna lífseig skepna.

En það er líka spurning, rétt eins og ég minntist á í blogginu, hvort að flokkum takist að breyta hljómgrunni eða velvilja í fylgi, það er stóra spurningin.  Málstaður og frambjóðendur geta notið velvilja, og kjósendur geta borið velvilja til margra flokka eða frambjóðenda, það er svo spurning hver hlýtur atkvæðið að lokum.

En skýring þín er ágætlega trúverðug.

G. Tómas Gunnarsson, 27.3.2007 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband