Við styðjum ekki að lækka skatta, en við lofum að hækka þá ekki

Ég held að flestir hljóti að fagna því að enginn stjórnmálaflokkur virðist stefna að því að hækka álögur á Íslensk fyrirtæki.

En það hlýtur samt að teljast nokkuð athyglisvert að núverandi stjórnarandstaða, sem lýsir því nú yfir að hún hyggist ekki hækka þessar álögur, var eindregið á móti því að þær væru lækkaðar á sínum tíma.

Samfylkingin lagðist til dæmis eindregið á móti því að skattar á fyrirtæki væru lækkaðir úr 30% í 18, en taldi hæfilegt að fara niður í 25%.

Vinstri græn vildu þá alls ekki lækka þessar álögur.

Það má því velta því fyrir sér hversu trúverðugur sá málflutningur er, þegar þessir flokkar segjast ekki vilja hrófla við eða auka álögur á Íslensk fyrirtæki. 

Ef til vill má binda við það vonir að þeir hafi skipt um skoðun á þeim árum sem hafa liðið og séu nú sammála stjórnarflokkunum um gagnsemi og skynsemi þessara breytinga.

Hitt er þó líklega ekki síður líklegt, að þeir viti sem er, að það er ekki vænlegt til vinsælda að tala mikið um skattahækkanir.


mbl.is Engin áform um að hækka álögur á íslensk fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Gott að heyra að það vilji enginn hækka skatta á fyrritæki, en skv OECD hefur skattheimta á almenning hækkað mest á Íslandi af öllum löndum einmitt á stjórnartíma núverandi ríkistjórnar.. þannig að mér finnst mjög fyndið að reyna nota skattheimtugríluna gegn stjórnarandstöðunni. Áherslur vinstri flokkana hafa sannarlega verið almenningur frekar en fyrirtækin, og það er kannski spurning hvort það sé ekki bara að verða nauðsynlegt að huga aðeins að almenningi.    

Íslensku fyrirtækin eru núna að biðja um stöðuga mynt t.d., og það er bara einn stjórnmálaflokkur á Íslandi sem er með Evru-aðild á stefnuskránni sinni - þar væri miklu kostnaði létt af fyrirtækjum landsins og fjármálafyrirtæki þyrftu ekki að flýja land.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 28.3.2007 kl. 10:39

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er alveg rétt að það má gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki gengið harðar fram í skattalækkunum.  En það verður samt að hafa það í huga að skattheimtan væri enn meiri ef farið hefði verið eftir því sem stjórnarandstaðan vildi, og skattar ekki lækkaðir.  Það má sömuleiðis benda á að það gerir stjórninni vissulega erfiðara fyrir að lækka skatta þegar bæði stjórnarandstaðan og stærstu samtök launþega berjast gegn slíkum lækkunum.  Hvort að sú andstaða tengist því að forystumenn samtaka launþega sitja annaðhvort á þingi fyrir stjórnarandstöðuna, eða hafa gælt við framboð á hennar vegum verður hver að dæma um fyrir sig.

Svo er það ekki svo að skattar hafi hækkað, skatttekjur hafa hækkað.  En það er heldur ekki fyrst og fremst af tekjusköttum sem tekjur ríkisins hafa aukist, heldur öðrum álögum.  Hitt er rétt að það má sömuleiðis gera gangskör í því að lækka þær, en ég er þess fullviss að núverandi stjórnarandstaða eru ekki réttu aðilarnir til þess verks.

G. Tómas Gunnarsson, 28.3.2007 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband