Aldrei sá ég Krónikuna

Krónikan er víst komin og farin án þess að ég hafi séð eintak, líklega verður aldrei neitt af því, því ekki telst það líklegt að ég leggi leið mína á bókasöfnin til að grafa upp eintak þegar ég kem næst til Íslands.

En fjölmiðlarekstur á Íslandi (sem víðast hvar annars staðar) er erfiður bisness.  Það er enda mikið talað um erfiða stöðu fjölmiðla á Íslandi, sérstaklega reyndar þegar Ruv-frumvörp eru til meðferðar á Alþingi.

En undanfarin ár hafa ekki verið góð fyrir fjölmiðla ef ég hef skilið rétt, sífellt tap og óáran.  Þó hefur fjölmiðlum fjölgað á undanförnum árum.

Það leiðir enn og aftur hugann að því hvort að "hagnaðurinn" af Íslenskum fjölmiðlum sé mældur annars staðar en í bókhaldinu?


mbl.is DV kaupir Krónikuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband