Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Þessi nýjasta skoðanakönnun er allrar athygliverð. Það er þó rétt að hafa í huga að hún er gerð áður en Íslandshreyfingin tilkynnti framboð sitt. En það er einnig einn af þeim hlutum sem gera hana athygliverða, það verður svo fróðlegt að bera hana saman við þá næstu, og sjá þá hvaða fylgi "Hreyfingin" fær og hvaðan það kemur.
Það er engum blöðum um það að fletta að sigurvegari þessarar könnunar (og kannana síðustu vikna) eru VG. Ekki nóg með það að þeir fái 17 þingmenn, heldur eru VG stærsti stjórnmálaflokkur landsins á meðal kvenna og sömuleiðis gerist það að ég held í fyrsta skipti að VG er stærsti flokkur í kjördæmi.
Þessi könnun markar því nokkur tímamót hvað VG varðar.
Sjálfstæðisflokkurinn er á þokkalegu róli á Suðvesturhorninu, en fylgi hans í landsbyggðarkjördæmunum hlýtur að teljast áhyggjuefni. Þá vekur það auðvitað sérstaka athygli að VG er stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í NA og því stærsti flokkurinn.
Niðurlæging Samfylkingar heldur áfram og mælist flokkurinn nú rétt í sherryfylgi og virðist flokknum ekkert ganga í haginn. Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að enn geti sigið á síðri hliðina fyrir flokkinn þegar Íslandshreyfiningin kemur til skjalanna í næstu könnun, en það gildir vissulega um fleiri flokka.
Framsókn og Frjálslyndir síga báðir örlítið á, en það er spurning hvað Íslandshreyfingin nær að höggva af Frjálslyndum, en ég hef ekki trú á því að þeir haggi Framsókn mikið.
En hver er þá líklegasta ríkisstjórnin að kosningum loknum?
Auðvitað verður ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks með annaðhvort VG eða Samfylkingu að teljast nokkuð líkleg en það eru fleiri möguleikar sem eru vert að gefa gaum.
Margir tala um VG, Samfylkingu og Framsókn, og vissuleg væri það líklega óskastaða VG, enda ættu þeir lang sterkasta tilkallið til forsætis.
En ef Íslandshreyfingin nær þokkalegum þingstyrk þá yrði að teljast afar líklegt að nýtt vinstristjórnarmynstur yrði til. VG, Samfylking og "Hreyfingin".
Allir þessir flokkar leggja ríka áherslu á "Stoppið" og ættu því að vera sterkur samhljómur þar. Ég held að önnur "smámál" s.s. ESB ættu ekki að þvælast fyrir samkomulagi.
Spurningin sem vaknar þá er auðvitað, yrði þá hleypt úr Hálslóni? Ómar er því fylgjandi, Steingrímur hefur lýst því að hann myndi styðja slíkt og sumir Samfylkingarmenn gætu ábyggilega stutt slíka feigðaflan.
Vonandi fá fjölmiðlamenn fram svör við slíkum spurningum á næstu vikum.
En það er ljóst að spennan fer vaxandi.
Þorgerður: Þátttaka okkar forsenda umburðarlyndrar miðjustjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2007 | 03:05
Að vera grænn í gegn?
Ég get ekki varist þeirri hugsun að finnast umræða um umhverfismál á Íslandi að mörgu leyti komin út í nokkrar öfgar. Menn keppast við að yfirbjóða hvern annan í því að vera "grænni og betri" en náunginn. Meðal annars hef ég heyrt yfirlýsingar frá Íslandshreyfingunni um að þeir séu "grænir í gegn".
En hvað er að vera grænn í gegn, þarf ekki að skilgreina það? Ég er ekki viss um að allir yrðu á eitt sáttir um hvernig sú skilgreining væri.
Sjálfur er ég ekki "grænn í gegn", þó flokka ég sorp, 3. flokkar, rotnanlegt, plast, gler og pappír og svo annað sorp. Ég fer með rafhlöðurnar á viðurkennda staði, rafmagnstæki og annað slíkt safnast fyrir í bílskúrnum þangað til hægt er að skila því af sér á umhverfisdögum og öll heimilistæki eru keypt með því sjónarmiði að þau noti sem minnsta orku og vatn (vegið á móti því sem þau skila í notagildi). Keypti mér mannknúna sláttuvél og moka snjóinn með skóflu.
En listinn yfir það sem kæmi í veg fyrir það að ég teldist "grænn í gegn" yrði langur líka. Ég nota pappírsbleyjur (fyrir börnin nota bene), ég grilla stundum á kolum, keyri minn bíl, borða mikið kjöt (sumir vilja meina að mengun frá nautgripum sé stórt umhverfisvandamál, líklega væri verulega umhverfisvænt að skipta yfir í hvalsteikur), ég kaupi vatn á flöskum í stórum stíl (klórblandað vatn er bara ekki að gera sig), geng meira að segja svo langt að kaupa gjarna innflutt vatn frá Ítalíu (San Pellegrino er bara svo skratti gott). Líklega mætti bæta lengi við þennan lista.
En hvað skyldu margir geta sagt með góðri samvisku að þeir séu "grænir í gegn?
En eru menn grænir í gegn ef þeir vilja stórauka ferðamannastraum til Íslands, með tilheyrandi aukningu á flugi og útblæstri tengdu því?
Eru menn grænir í gegn ef þeir vilja stórauka ferðamannastraum til Íslands með tilheyrandi álagi á náttúruna? Eru ekki margir sem vilja meina að margir ferðamannastaðir séu komnir að þanþoli sínu hvað á álag varðar?
Það má ekki misskilja þetta, sjálfur hef ég ekkert á móti ferðaiðnaðinum, tel hann tvímælalaust af hinu góða. En gallinn við hann er þó að hann er nokkuð sveiflukenndur á milli ára og árstíða og svo hefur hann ekki beint orð á sér fyrir að skila miklu af hálaunastörfum.
Ég heyrði líka í viðtali við Ómar Ragnarsson að hann vildi stórauka veiðar krókabáta, vegna þess að það væri umhverfisvænt, efldi sjávarbyggðir og fljótlega færi að fást mikið betra verð fyrir þær afurðir vegna þess hvað þær væru umhverfisvænar.
Ekki ætla ég að draga það í efa að slíkar veiðar eru umhverfisvænar, en sjálfsagt er hagkvæmnin stærri spurning. Hitt dreg ég ekki í efa, að ef að verð á slíkum afurðum fer að verða miklu hærra en t.d. þeirra sem veiddar eru með trolli, þá treysti ég Íslenskum kvótaeigendum til þess að færa aflaheimildir sínar í slíkar veiðar án afskipta stjórnmálamanna. Þeir eru jú í bisness. "Hægriflokkur" hlýtur að treysta markaðnum til að færa aflaheimildirnar þangað sem þær skila mestum arði, en það er einmitt það sem Íslenskt þjóðfélag þarf.
23.3.2007 | 04:52
Minna vinstri græn?
Ég hef nú ekki getað fylgst mikið með fréttum frá Íslandi síðustu vikurnar, en það hefur þó ekki farið fram hjá mér að nýr stjórnmálaflokkur er kominn fram á sjónarsviðið.
Þó að ég verði að viðurkenna að mér finnst það alltaf hálf orwellískt og um leið hjákátlegt þegar þessi leið er valin í nafngiftum (sbr. Þjóðarhreyfingin) þá er best að láta það liggja á milli hluta.
En ég get ekki gert að því að ég velti því fyrir mér þegar ég les fullyrðingar um að þetta eigi að vera flokkur hægra megin við miðju, hvaðan hægri stefnan komi í flokkinn?
Þó að vissulega sé miðjan ekki "naglföst" eða verulega vel þekkt stærð eða staðsetning í stjórnmálum verð ég að viðurkenna að Margrét Sverrisdóttir hefur aldrei komið mér fyrir sjónar sem hægri manneskja, það hefur Jakob Frímann Magnússon ekki gert heldur.
Ég hendi ekki ekki alveg reiður á pólítískri staðsetningu Ómars Ragnarssonar, ef til vill er það hann sem kemur með hægri stefnuna inn í pakkann?
Aðrir sem ég hef frétt að hafi verið á stofnfundinum hafa heldur ekki verið taldir miklir hægrimenn hingað til.
Væri ef til vill betra nafn á framboðið Minna vinstri græn?
23.3.2007 | 04:39
Endurgreiðsla frá sparisjóðnum
Það er ekki algengt að það berist skemmtilegur "gluggapóstur" inn á heimilið. En það gerðist þó fyrir fáeinum dögum.
Það barst hér bréf frá Eistneska sparisjóðnum hér í Toronto þess efnis að vegna góðrar afkomu sjóðsins fengju allir viðskiptavinir sjóðsins dálitla upphæð sem þökk fyrir viðskiptin.
Til grundvallar eru lagðar bæði innistæður sem og vaxtagreiðslur. Þar sem húsnæðislánið okkar er hjá sparisjóðnum auk hluta af almennum viðskiptum okkar þá lagði sparisjóðurinn jafngildi u.þ.b. 40.000 Íslenskra inn á reikninginn okkar.
Er það ekki svona sem fyrirtæki byggja upp viðskiptavild?
23.3.2007 | 04:33
Ekkert bloggað
Hér hefur ekkert verið bloggað í háa herrans tíð, líklega í um það bil 3 vikur. Líklega verður sökum anna, frekar stopult bloggað á næstunni, en þó verð ég að reyna að gera einhverja bragarbót á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2007 | 03:30
Klám, internet, kennari og lögreglan
Það hefur verið rætt mikið um klám að undanförnu, og jafnvel borið við að internetið og lögreglan skyti upp í sömu andrá. En kennarar hafa sömuleiðis verið í umræðunni á Íslandi en það hefur verið vegna "klassísks" málefnis, launadeilna og tengist ekki klámi, interneti eða lögreglunni.
En öll þessi element koma fyrir í dómsmáli í Bandaríkjunum.
Þar er kennari ásakaður um að hafa leyft skólabörnum að sjá klám af netinu í kennslustund, en kennarinn ber að tölvukerfið hafi smitast af "veiru" sem hafi skotið upp klámefninu og hún hafi ekki ráðið við að stöðva það.
Það er eiginlega með eindæmum að lesa frétt um þetta mál, mér þykir með ólíkindum að málið hafi farið eins langt og raun ber vitni og að kennarinn eigi hugsanlega yfir höfði sér langan fangelsisdóm.
Vitanlega þarf að taka á málum sem þessum, raunhæfasta lausnin hefði líklega verið að fjárfesta í betri öryggisbúnaði. En "glæpurinn" átti sér vissulega stað, en "internetlöggan" virðist ekki hafa vandað til rannsóknarinnar. Þetta leiðir líka hugann að því hve auðvelt það er fyrir þá sem betri þekkingu hafa á tölvum, að leiða þá sem minni kunnáttu hafa í gildrur, jafnvel taka yfir tölvurnar þeirra.
Í frétt á vef The Times má m.a. lesa eftirfarandi:
" teacher faces up to 40 years in jail for exposing her pupils to online pornography, amid an outcry from computer experts that she is the innocent victim of malicious software.
In a case that has become a cause célãbre in the online world, where millions of rogue websites appear unsolicited on computer screens every day, Julie Amero is gathering a network of supporters who claim that she has been wrongly convicted over an incident she says has destroyed her life.
Amero, a supply teacher in the small Connecticut town of Windham, was convicted last month for exposing her class of 12-year-olds to graphic sexual images on the classroom computer. She contends the images were inadvertently thrust onto the screen by malicious software that she was powerless to stop. Im scared, said Amero, 40. Im just beside myself over something I didnt do. "
"In October 2004 Amero was assigned to a seventh-grade class at Kelly Middle School in Norwich, a city of about 37,000. The regular teacher had logged on that morning. Amero says that before the class started, she sent a quick e-mail to her husband, and then went to the lavatory. She returned to find the permanent teacher gone and two students viewing a hairstyle site.
Shortly afterwards, she says, pornographic advertisements flooded the screen. She says she tried to click them off, but they kept popping up, and the barrage lasted all day. She tried to stop the students looking at the screen, but several saw sexually explicit photographs. It was school policy not to turn off computers.
Two days later she was suspended and was then arrested and charged with risk of causing injury to a minor. She rejected a plea-bargain deal that would have kept her out of jail. At her three-day trial, prosecutors argued that Amero was actively searching the web for pornography during the class.
Prosecutors relied heavily on testimony from a computer crimes police officer, Mark Lounsbury, who admitted that the software used to analyse the computer could not distinguish between mouse clicks and automatic redirects caused by malicious software. Herb Horner, a defence witness and computer expert, said that the children had visited an innocent hairstyle website and were then redirected to another site with pornographic links. It can happen to anybody, Mr Horner said.
Crucially to Ameros case, the school has admitted that the computer had no firewall because it had not paid the bill. "
"But Mark Steinmetz, who served on the jury, insists that Amero is guilty. I would not want my child in her class. All she had to do was throw a coat over it or unplug it. She says she panicked and did not know how to switch off the computer.
Scott Fain, the school principal, said that Amero was the only teacher to report a problem with the computer. Weve never had a problem with pop-ups before or since.
Sentencing was adjourned yesterday until March 29. The maximum sentence is 40 years, although lawyers suggest that an 18-month jail term is possible. Amero and her husband have opened a blog, julieamer. blogspot.com, asking for contributions to her defence fund so that she can appeal.
She wrote: One day you have the world on a string and the next day the string is cut and you are left falling into an abyss of legal, ethical and social upheaval. Why am I being persecuted for something I had no control over? "
Frétt The Times má finna hér.
1.3.2007 | 14:31
Að tapa peningum
Þegar ég var að skondra hér á Moggablogginu, vakti færsla á bloggsíðunni Góðar fréttir athygli mína á þessari frétt á vef Ruv.
Eins og bloggsíðan vekur réttilega athygli á er fréttin að ýmsu leiti nokkuð skringileg. En þar segir m.a.:
"Líffræðingurinn Steven Dillingham var einn þeirra sem vann að skýrslunni fyrir Samtök líftæknifyrirtækja. Fram kom í máli hans að til að líftækniiðnaður á Íslandi verði samkeppnishæfur og að lokum arðbær þurfi mun meira fjármagn en nú er lagt í greinina. Það þurfi að koma frá ríkinu enda sé erfitt fyrir fjárfesta að veðja á einstök líftæknifyrirtæki. Því fylgi mikil áhætta enda geti liðið allt að 15 ár frá því líftæknifyrirtæki er stofnað og þangað til það verður arðbært.
Mörg líftæknifyrirtæki muni ekki lifa af og því geti fjarfestar ekki sett stórar upphæðir í slík fyrirtæki, upp á von og óvon. Það sé hlutverk stjórnvalda að fjármagna rannsóknir í líftækni sem nýtist fyrirtækjunum. Enda geti þjóðhagslegur ávinningur af einu aðbæru líftæknifyrirtæki orðið mikill."
Þetta er auðvitað stórmerkileg niðurstaða. Þar sem fjárfestar eiga á hættu að tapa fé sínu er rétt að ríkið stórauki framlög sín.
Nú er ég með ýmsar stórgóðar hugmyndir (þó ekki í líftæknigeiranum) sem geta ef vel tekst til skapað mikil verðmæti og fjölmörg störf. Hinu ber þó ekki að leyna að þær eru áhættusamar og gæti jafnvel talist líklegra en ekki að þær myndu aðeins brenna upp fé. Sumar þeirra gætu þó komist á legg.
En spurningin er hvar hjá hinu opinbera ég get sótt fé? Eða finnst einhverjum ef til vill betra að markaðurinn sé látin dæma hugmyndirnar?
Persónulega finnst mér ég heyra röksemdina að það þurfi aðeins að koma atvinnugrein á ríkisstyrki til að hún skili stórum ávinningi fyrir þjóðarbúið, einum og oft?
1.3.2007 | 05:15
Endurgreidd uppgreiðslugjöld
Það er víðar en á Íslandi sem hagnaður banka og annara lánastofnana hefur verið í "skotlínunni". En það er ekki endilega vextirnir sem verða skotspónninn heldur er ráðist á "þóknanirnar" eða "gjöldin".
Perónulega held ég að það sé mun þarfara verk, enda eykur það og auðveldar samkeppni, og vextir eru í sjálfu sér ekki óeðlilegir, ef vaxtamunur er ekki of mikill. Það verður líka að hafa í huga að ef eftirspurn eftir fjármagni er mikil, ýtir það vöxtum upp, gerir reyndar líka auðveldar að setja á gjöld. En þau gera það líka að verkum að það kann ekki að borga sig að skipta um lánastofnun, ef lægri vextir bjóðast og greiða upp eldra lán. Uppgreiðslugjöld, lántökugjöld eru því stór hindrun í samkeppninni.
En hér má finna grein af vef The Times, þar sem fjallað eru um endurgreiðslu á uppgreiðslugjöldum í Bretlandi, eftir aðfinnslur hins opinbera.
Í greininni má m.a. lesa eftirfarandi:
"Mortgage lenders will repay tens of millions of pounds paid by homeowners in unfair mortgage exit fees.
Most banks and building societies said yesterday that they would compensate millions of borrowers over exit fees, levied when they moved to a rival lender. They announced their decision in response to a challenge from the Financial Services Authority, which gave them until yesterday to either charge the original exit fees that customers signed up for, or to justify the new, higher fees.
Melanie Bien, of Savills Private Finance, the mortgage broker, said: Anyone who has remortgaged in the past few years and that is a lot of people will be able to make a claim, depending on their lenders stance. Lenders are concerned about the scale of claims they are likely to see regarding exit fees, which may be why borrowers will have to make a claim themselves, rather than wait to be contacted by their former lender.
Some mortgage lenders have more than doubled their exit fees since 2003 and the highest charge is £295. Customers who were forced to pay higher fees than they had agreed to when taking out their mortgage deal are eligible for a refund.
For example, a borrower who signed up for a three-year mortgage deal with Abbey in 2003 will have agreed to pay an exit fee of £99. But when they redeemed the mortgage last year, they would have been charged £225, as the lender increased its fee in May 2005. This customer could reclaim £126 from Abbey. "
"The watchdogs demands came as a blow to banks, which are being deluged with demands from customers seeking refunds for illegal overdraft charges, some of which are as high as £39.
Some experts said that this could cost the banking industry billions of pounds. The Office of Fair Trading is investigating the charges and is expected to announce its findings later this month. Last year the OFT ordered banks to reduce penalty charges on credit cards.
Most lenders refused to budge on their exit fees after the FSA announced its investigation. Only two lenders said that they were cutting their charges. Portman Building Society cut its fee from £199 to £145 last month, while Skipton Building Society will cut its fee from £175 to £125 from April 1. Other lenders said that their fees were under review.
Ray Boulger, of John Charcol, said: The big plus from the FSA report is that it has made things a lot more transparent.
The fightback gathers strength
Cost of the customer campaigns
Exit fees are the latest in a sustained consumer backlash against financial institutions
Last year the OFT capped credit card penalty charges at £12, limiting a lucrative source of income for the issuing companies Customers have also been displaying their displeasure at bank charges for going into the red without permission
Consumer bodies have encouraged them to reclaim these charges and banks have been paying up before the cases reach court or the Financial Ombudsman
More than a million template letters to help people to reclaim overdraft charges have been downloaded from one consumer website. The OFT will rule on overdraft charges this month "
1.3.2007 | 04:38
Last Night A DJ Saved My Life... - Ríkisútvarpið með "stórum staf".
Þeir gerast ekki öllu þekktari útvarps "dídjeyarnnir" en Hugo Chavez. En eftir því sem fréttir herma er hann með daglegan þátt í ríkisútvarpinu í Venezuvela, "Aló Presidente", eða "Halló forseti".
En eins og hefur komið fram víða, vakti það mikla athygli þegar Fidel Castro hrindi inn í þáttinn "í beinni".
Þeir félagar spjölluðu víst góða stund, Castro sagðist vera hress, þeir tóku "rant" á Bush, spjölluðu um ethanólframleiðslu, byltinguna á Kúbu og fall fjármálamarkaða sem Castro sagði víst bera siðferðislegum yfirburðum sósíalismans vitni.
Þáttur Chavezar var víst 7 tíma sjónvarpsþáttur hvern sunnudag, en fyrir u.þ.b. mánuði breytti hann þáttinum yfir í daglegan útvarpsþátt., en er með 90 mínútna sjónvarpsþátt á fimmtudögum.
Einhvern veginn gefur þetta orðinu "ríkisútvarp" nýja og dýpri merkingu.
Það er spurning hvort við megum ekki eiga von á grein í Lesbókinni, um hvernig Chavez sé að færa ríkisútvarpið í Venezuvela til betri vegar? En aðdáendur Chavezar á meðal Íslenskra stjórnmálamanna hljóta altént að vera að undirbúa breytingartillögur hvað varðar Íslenska ríkisútvarpið og mun þá Kanadíska hljómsveitin Bachman Turner Overdrive hljóma nokkuð reglulega. Ekki skemmir að sveitin er frá "Íslendingaborginni" Winnipeg.
En hér má lesa frétt á vef The Times um útvarpsþátt Chavezar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2007 | 03:09
Skítug barátta í Frakklandi
Frönsk stjórnmál hafa ekki endilega þótt þau "hreinlegustu", þó að Frakkar geti verið merkilega umburðarlyndir gagnvart frambjóðendum á ýmsum sviðum.
Eins og fram kemur í frétt mbl.is sem tengd er þessari færslu, hafa nú komið fram nokkuð alvarlegar ásakanir gegn Sarkozy varðandi húsakaup hans.
Það er ekki langt síðan komu fram ásakanir gegn Royal um að hún hefði vanmetið "villu" sína við Miðjarðarhafið, þegar hún taldi fram til skatts.
Blaðið Le Canard, sem frétt mbl.is er byggð á, hefur jafnframt tilkynnt að blaðamenn þess vinni að grein um húsnæðismál Royal, sem eigi að birtast í næstu viku.
Það er því líklegt að þetta sé langt í frá það síðasta sem við heyrum og lesum í þessum dúr.
Húsnæðismál hafa reyndar spilað þó nokkra rullu gegnum tíðina í Frönskum stjórnmálum, og má lesa aðeins frekar um það í þessari frétt The Times.
Húsnæðismál Sarkozy í sviðsljósinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |