Dágóður selbiti

Það er nokkuð árviss atburður hér í Kanada að selveiðar valda deilum.  Mótmælendum, gjarna með einhver "celebrity" með sér, lendir saman við selveiðimenn.

Þetta er líklega eins og nokkuð ýktari útgáfa af hvalveiðum Íslendinga.

Samt man ég ekki eftir því að veruleg hreyfing hafi verið fyrir því að "boycotta" Kanadískar vörur eða að safnað hafi verið undirskriftum þeirra sem lofi að heimsækja Kanada.

Ég man heldur ekki eftir því að einstök Kanadísk fyrirtæki hafi tjáð sig um veiðarnar.

En þetta getur auðvitað allt hafa farið fram hjá mér.

En það gildir það sama um selina og hvalina, flestar tegundir þeirra eru langt frá því að vera í útrýmingarhættu.  Það er enda sjálfsagt að náttúran sé nýtt með skynsamlegum hætti.

 


mbl.is Selakvótinn við Kanada 270.000 á þessu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband