Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Hring-iða/ekja stjórnmálanna

Það þarf góðan tíma til að fylgjast með og vita hver er í hvaða flokki og hverjir fara í framboð fyrir hvern í Íslenskum stjórnmálum þessa dagana.  Svo ekki sé nú talað um hverjir ætla í framboð og fyrir hvað þeir standa. 

Ef marka má þær fréttir sem ég hef séð er Frjálslyndi flokkurinn byggður á stefnuskrá Framsóknarflokksins (sem Framsóknarflokkurinn fer ekki eftir, ef marka má fréttirnar) og getur sömuleiðis komið í stað Samfylkingarinnar, ja alla vegna svona málefnalega séð ef marka má sumar yfirlýsingar.

Hverjir eru til vinstri og hverjir eru hægrimenn virðist verða óskýrara og óskýrara, flokkar eru of pólítískir (bara sagt í gríni) og allt snýst í hringi.

Er það furða þó að stór hópur kjósenda sé óákveðinn?

En það er víðar en á Íslandi sem menn hafa orð á því að skil á milli flokka og stjórnmálamanna séu að verða óljós og jafnvel að mönnum þyki hin pólítíska veröld hafa umpólast eða snúist í hringi.

Ég bloggaði fyrir nokkru um bók eftir Nick Cohen, sem heitir What´s Left (sjá blogg hér) þar sem hann fjallar um hvernig þessir "snúningar" komu honum fyrir sjónir frá sjónarhóli vinstri manns.

En nú las ég dálk í Kanadíska tímaritinu Mcleans þar sem breskur blaðamaður er að fjalla um sambærilega hluti frá sjónarhorni hægri manns.  Bæðir virðast þeir vera þeirrar skoðunar að Bresk stjórnmál hafi í það minnsta að hluta til "umpólast".

En hér er dálkurinn, skrifaður af Martin Newland:

"My wife has forbidden me from talking about politics at family meals. If I nevertheless manage to navigate myself into an argument over Israel or the importance to global stability of a strong U.S., she leaves the table because she knows the bread rolls will soon start flying.

My broadly pro-U.S., pro-Israel stance has relegated me to the cultural and ideological fringes. The hatred of the U.S. and Tony Blair is so intense here in the U.K. that many sections of the right have found themselves in an unlikely alliance with elements of the hard left. Thus, the Daily Mail in London seems to be in competition with the left-wing Guardian and the BBC to see who can heap the most ordure on the U.S. and Mr. Blair.

It is strange that, as a conservative, I feel more politically in tune with the outgoing Labour Prime Minister than with the new-ish Conservative leader. The latter, David Cameron, finger held aloft to test the political wind, has made a point of criticizing U.S. foreign policy, and has attacked Mr. Blair for being too "slavish" to Washington's dictates.

The Conservatives took advantage of the recent war in southern Lebanon to adopt the language of "proportionality" when speaking of Israel and to talk up their "soft power" credentials. Malcolm Rifkind, a former minister and a bit of a "Tory wet," was dispatched to speak to the media about Iraq as a greater foreign policy disaster than either Vietnam or Suez. I don't remember any such talk when the party, its new leader included, voted to invade Iraq in the first place. The Conservatives were fully signed up to "shock and awe" tactics then, as were the British military.

There has always been a streak of anti-Americanism in British conservatism, which probably has something to do with the replacement of British world hegemony by American influence in the last century. Many conservatives now adopt an air of patronizing exasperation when talking about the U.S., as though Americans were well-meaning rednecks with more power than sense. This is pure idiocy. It is likely that the Conservatives will gain power soon. They clearly do not realize that the Americans have long memories, and that any new administration of either political hue will expect public solidarity from its English ally across the water, or at the very least complete discretion.

For my part, I think Cameron is a good politician. But I simply do not trust him as an international statesman. If I wanted Jacques Chirac-style international isolationism I would move to France, where the quality of life is in any case better than in the U.K. For the first time since I turned 18, I think I will be staying away from the polls the next time around. My country has lost its cojones.

The post 9/11 world appears to have firmly rejected what George W. Bush and Tony Blair, for all their blunders, saw as a fundamental truth: we are locked in a cultural and military engagement with resurgent world Islamism, and that unless we defend Western principles -- the rule of law, democracy, the separation of the judiciary and the executive, the separation of church and state, and a fundamentally Judeo-Christian system of ethical behaviour -- we run the risk of becoming culturally and morally overrun. Already our moral sense has become disordered. Conservative commentators are writing about the "calm and dignified" way in which Saddam sought to meet his death. Dinner parties and the media remain obsessed with the invasion of rogue state Iraq, but seem quite relaxed over our handing of the Olympics to China, which suppresses democracy, the flow of information and religious freedom.

We seem incapable of discerning the difference between theocratic Iran possessing nuclear weapons, and democratic Israel possessing them. EU polls have named Israel as the greatest threat to world peace. What about North Korea? What about the fact that the closest the world has come to nuclear exchange since the Cuban Missile Crisis was when India and Pakistan threatened deployment a few years ago? What about Pakistan specifically, whose "father of the bomb," A.Q. Khan, disseminated nuclear know-how to unstable regimes?

When allied to Western interests, U.S. power is a good thing. Instead, we celebrate Washington's weakness and gloat over the humiliation of Tony Blair, who, despite his many failings, has proved himself the most effective British leader since Margaret Thatcher. We appear to welcome the political misfortunes of our Western leaders, and seem ready to place our faith in the hope that myriads of differing and divergent national interests can somehow magically align themselves toward a common purpose should something nasty happen to Western interests, or should the West identify a reason, as it did in Kosovo, to engage in some global policing.

We do not recognize the pacifying influence of American global power, backed by the most formidable military machine in history. Its carrier fleets sit off troublesome coastlines, as reminders to volatile, expansionist states such as Pakistan, China and North Korea that the above-mentioned "Western principles" will be defended to the hilt. Until the pundits and the politicians come up with another formula for the global defence of Western interests and values, I will stick with the Americans.

It will mean eating in another room at family dinners, but that's okay by me.

Dálkinn má finna hér.

 

 

 


Hin hliðin

Ég hef bloggað nokkuð um nýja sauðfjársamninginn og nauðsyn þess að hætta að í áföngum niðurgreiðslum á landbúnaðarvörum og hleypa innflutningi og samkeppni í auknum mæli inn í Íslenskan landbúnað.

Þetta er hins vegar hin hliðin.

Að sjálfsögðu verður að gera þá kröfu að óþarfa tollar, vörugjöld o.s.frv. verði felld niður af aðföngum bænda.  Þeir eiga rétt á því rétt eins og aðrir að gera sem hagstæðust innkaup og án þess að ríkisvaldið sé að gera þeim erfiðara fyrir.

Það er eins og mig renni í grun um að þetta sé í raun hugsað sem enn ein neyslustýringin, enda þurfa kjötframleiðendur í misjöfnum mæli á kjarnfóðri að halda.

En auðvitað á að fella þetta niður og sjálfsagt að athuga með önnur aðföng bænda, s.s. tæki og tól, hvernig mögulegt er að gera þeim sem auðveldast að búa sig undir aukna samkeppni, án hvorutveggja, ríkisstuðnings eða íþyngjandi aðgerða af hálfu ríkisins.


mbl.is FKS skorar á ráðherra að fella niður tolla á innfluttar kjarnfóðurblöndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

There are many "ælands"

Ég heyri "útundan" mér að vinum mínum, í það minnsta sumum hverjum virðist ekki þykja mikið til þessarar niðurstöðu koma, og virðist hún jafnvel koma sumum á óvart.

En það þarf ekki að koma neinum á óvart.  Ísland er lítið land, Íslendingar eru ekki margir, því breiðist "fagnaðarerindið" hægt út. 

Hér í Kanada er ástandið þó líklega betra en víða, enda búa hér að talið er á milli 200 og 300.000 einstaklingar sem eru að einhverju leiti afkomendur Íslendinga.  Þó hitti ég hér reglulega fólk sem hefur aldrei á heyrt á Ísland minnst.  Sama saga var upp á teningnum þar sem ég hef búið annarsstaðar.

Besta sagan af þessu er líklega tengd því þegar ég hringdi í ferðaskrifstofu bankans míns (það verður að nota punktana).  Þar svaraði kona sem af hreimnum að dæma var innflytjandi eins og ég.  Eftir að hafa boðið góðan daginn, opnaði ég með:  "'Æ níd tú búkk a trip tú Æsland".  Svarið kom um hæl:  "Æ níd better informeition, there are só menny ælands".  "Æ níd tú gó to Æsland", sagði ég aftur.   "Jess, jess, but they are só menny. 

Það var ekki fyrr en í þriðju tilraun að mér tókst að koma henni í skilning um að ég þyrfti að komast til Íslands, sem væri lítil eyja í miðju Norður-Atlantshafinu.  Eftir stutta þögn (líklega hefur hún athugað málið) baðst hún afsökunar, en hún hefði aldrei heyrt talað um Ísland áður og enginn hefði reynta að bóka þangað ferð hjá henni.  Eftir þetta gekk þetta allt eins og í sögu.


mbl.is Er Ísland best í heimi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margmenni greiddi ekki atkvæði

Það er dulítið sérkennilegt að lesa að margmenni hafi verið á fundi Framtíðarlandsins á Hótel Loftleiðum, og lesa svo á sama miðli að 189 manns hafi greitt atkvæði, af þeim 2708 sem voru á kjörskrá, samanber þessa frétt.

Vissulega er það teygjanlegt hvað margmenni er, en nema að þeim mun fleiri hafi kosið að greiða ekki atkvæði á fundinum finnst mér það ekkert sérstaklega margmennt að 189 manneskjur komi saman. Þetta er nú t.d. ekki mikill fjöldi samanborið við þann fjölda sem hafði áhuga á því að greiða atkvæði um varaformann Frjálslynda flokksins, og þurfti þó að vera búið að standa skil á 2000 kalli til að vera gjaldgengur þar.

En ég verð að lýsa þeirri skoðun minni að fundurinn hafi tekið rétta ákvörðun, með því að ákveða að bjóða ekki fram, ef ekki nema tæplega 200 manns af þeim 2708 sem skráð eru í samtökin nenntu að hafa fyrir því að mæta á fundinn.

Það má einhvern veginn gefa sé þá forsendu að stærri partur þeirra hafi ekki haft mikinn áhuga á framboði, eða hvað?

P.S.  Bæti því hér við eftir að hafa fengið tölvupóst frá kunningja mínum sem var á fundinum, að það var haft orð á því hvað fulltrúar VG og Samfylkingu voru áberandi við að tala á móti framboði á fundinum.  En það þarf ekki að koma neinum á óvart.


mbl.is Margmenni á fundi Framtíðarlandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fram- og afturför

Þessi ræða er athygliverð og kemur inn ýmsa þætti.  Mér þótti hún alla vegna nógu athygliverð til að ég vistaði hana á harða diskinn.

En það er athyglivert að þó að Erlendur sé að nokkrum marki að kalla eftir evrunni (eða í það minnsta stöðugum gjaldmiðli), er hann ekki yfir sig hrifinn af Evrópusambandinu.

Þegar litið er til þess að minnihluti þeirra fyrirtækja (ekki heldur stærsti hluti þeirra) sem hafa kosið að gera upp í erlendri mynt hefur valið evruna, má velta því fyrir sér hvort að einhverjir væru þeirrar skoðunar að betra væri að taka upp einhverja erlenda mynt sem ekki þarf að fela í sér ESB aðild?

En svo má líka velta því fyrir sér hvort að á Íslandi komi til með að þróast "fjölgjaldmiðlasamfélag", þar sem innlendir jafnt sem erlendir noti margvíslegan erlendan gjaldmiðil til að kaupa gögn og nauðsynjar.  Slíkt hefur gerst í samfélögum þar sem íbúarnir hætta að treysta gjaldmiðlinum, eða finnst hann lítils virði.

Þessi kafli í ræðunni fannst mér athygliverður. 

"Það er staðreynd, sem kannski hefur gleymst í umræðunni um krónuna að undanförnu, að það er ekki auðveldara að búa við evru og slæma hagstjórn heldur en krónu og slæma hagstjórn. Það er ekki hægt að kenna krónunni um ástandið nú, hún er miklu frekar birtingarmynd þess.

Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að við núverandi ástand verður ekki unað mikið lengur. Það virðist sem sum fyrirtæki hafi gefist upp á krónunni og vilji heldur gera upp og skrá sig í evrum eða annarri mynt. Að sjálfsögðu er farsælast í þessu, eins og öðru, að athafnafrelsi fyrirtækjanna sé sem mest þannig að þau geti valið þann gjaldmiðil sem þeim hentar best.

Ef ætlunin er að taka upp evru er líklega heppilegast að það gerist samfara inngöngu í Evrópusambandið. Að minnsta kosti hefur einhliða upptaka erlends gjaldmiðils ekki gefist vel þar sem það hefur verið reynt. Þótt stöðugleiki í gengismálum yrði íslenskum fyrirtækjum kærkominn er alls óvíst að innganga í Evrópusambandið yrði það. Aukið frelsi í viðskiptalífinu hefur skapað svigrúm fyrir þann mikla vöxt sem við höfum séð að undanförnu.

Innganga í Evrópusambandið yrði að því leiti afturför fyrir íslenskt atvinnulíf. Við búum við miklu meira frelsi í viðskiptum hér heldur en víðast hvar annars staðar í Evrópu. "


mbl.is Segir ástand gengismála óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég játa, ég er einn af "þeim"

Mikil umræða hefur verið um þá sem greiða einungis fjármagnstekjuskatt, en engan skatt af launatekjum, undanfarnar vikur og mánuði á Íslandi.  Skoðanir hafa verið nokkuð skiptar um þessa aðila, en margir hafa hneykslast á því að þeir komi ekki til með að greiða til RUV og greiði ekki til Framkvæmdasjóðs aldraðra.

Það er best að viðurkenna á sig sökina.

Ég hef einungis fjármagnstekjur á Íslandi.  Ég hef engar launatekjur á Íslandi.  Ég greiði ekki í Framkvæmdasjóð aldraðra.  Að óbreyttu ástandi kem ég ekki til með að borga til RUV.

Það eina sem ég hef mér til málsbóta er að ég bý í Kanada.

Það er ólíklegt (en ekki ómögulegt) að ég eyði ævikvöldinu á Íslandi, en ég verð að viðurkenna að ég fer stundum á vef RUV og horfi þar á fréttir og Kastljósið.  Ég horfði líka á Áramótaskaupið og þótti það ágætt.

Það kom reyndar fram í fréttum að stór hluti þeirra sem hefðu einungis fjármagnstekjur væru tekjulágt fólk (eins og ég), margir hefðu einungis nokkra tugi þúsunda í tekjur og stærsti hópurinn undir milljón.  Þó voru dæmi um að tekjurnar næmu mörgum milljónum.

En á hverju skyldu þeir lifa sem hafa einungis nokkra tugi þúsunda eða ekki það í fjármagnstekjur og telja ekki fram neinar launatekjur? 

Skyldi hið opinbera ekki hafa áhyggjur af því?  Þyrfti ekki að finna þennan hóp og koma þeim til aðstoðar?

Ég þekki ekki skýringuna á öllu þessu, en ég veit að það eru um 30.000 Íslendingar búsettir erlendis eftir því sem ég hef heyrt í fréttum.  Hvað margir þeirra telja fram á Íslandi veit ég ekki, en hitt þykir mér líklegt að all nokkir þeirra (eins og ég) hafi ýmist tekjur af því að leigja íbúðir sem þeir eiga, eða þá að þeir eigi einhverja smá peninga inn á bankabókum og tékkareikningum.  Það þýðir að ef þeir telja samviskusamlega fram á Íslandi (rétt eins og ég geri), þá telja þeir eingöngu fram fjármagnstekjur.

Það væri vissulega athyglivert ef fjölmiðlar gengu eftir því við skattayfirvöld, hvort að frekari upplýsingar um þennan hóp manna sem eingöngu greiða fjármagnstekjuskatt ligggur á lausu og uppfræddu almenning frekar um þessa skelfilegu menn.

Mér segir svo hugur, þó að ég vilji ekki fullyrða neitt, að í ljós kæmi að stór hluti þeirra býr erlendis og hafi það eitt unnið sér til sakar að ávaxta hluta af eigum sínum eða fé á Íslandi.

Er það eitthvað til að vera reiður yfir?


Góð nöfn á stjórnmálaflokka

Það er ljóst að ef fram heldur sem horfir verður framboð á stjórnmálaflokkum á Íslandi að öllum líkindum nokkuð meira en eftirspurnin. 

Það fer því að verða meira áríðandi að hafa yfir að ráða góðum grípandi nöfnum á stjórnmálahreyfingar, því ef þetta heldur áfram verða þau að öllum líkindum flest hver skráð.  Þegar er farið að örla á því að erfitt sé að finna nöfn, nú eða þá að hugmyndaauðgi er ekki mikil.

Því vil ég hvetja lesendur þessara hugrenning að bíða ekki með að skrá þau nöfn sem þau telja góð, það er aldrei að vita hvenær það getur komið að notum.

Nú, ef þeir eru hins vegar svo góðir í sér að þeir eru fúsir til að deila með öðrum hugmyndum sínum, þá eru þær vel þegnar hér í athugasemdir.

 


mbl.is Segir nýtt stjórnmálaafl að koma fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samgöngubætur

Ég er hrifinn af þessari hugmynd, held að hún yrði tvímælalaust til góð.  Bættar samgöngur og stytting vegalengda eru mikilvæg skref í framþróuninni og stuðla að bættri nýtingu auðlinda og orku og auka öryggi.

Það er ákaflega æskilegt að dreifa umferðinni á milli Norðurlands og Suðurlands á fleiri en eina leið.  Stytting leiðarinnar á milli norðausturhornins og suðvesturhornsins er sömuleiðis til mikilla bóta.

Held að það sé gráupplagt að setja þessa framkvæmd í einkaframkvæmd, svona rétt eins og Hvalfjarðargöngin, semja um ákveðið tímabil, eftir það rennur vegurinn til hins opinbera.


mbl.is Vilja hefja undirbúning nýs vegar yfir Kjöl í einkaframkvæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýr er máltíðin öll

Ég bloggaði hér fyrir nokkru um sauðfjársamninginn sem undirritaður var nýlega.  Þar hafði ég reiknað út að niðurgreiðsla á hvert kíló lambakjöts væri u.þ.b. 450 krónur.  Það er verðið sem skattgreiðendur borga áður en þeim býðst svo að kaupa kjötið út í búð, og verðið er heldur ekki lágt þar.

Nú heyrði ég í fréttum Stöðvar 2 að heildarstuðningur við landbúnað á Íslandi næmi 14.5 milljörðum á ári.  Það er gríðarleg upphæð.

Mér reiknast svo til að það séu rétt ríflega 48.000 krónur á hvert mannsbarn á Íslandi, eða eins og vinsælt er að segja, það eru þá rétt tæplega 200.000 á hverja 4. manna fjölskyldu.

Hver 4. manna fjölskylda greiðir því að meðaltali u.þ.b. 200.000 á ári fyrir íslenskar landbúnaðarvörur, áður en hún stormar svo í búðina og greiðir eitthvert hæsta matvælaverð í heimi.  Það má því líklega segja að dýr er máltíðin í heild.  Það gerir u.þ.b. 540 kr á dag, alla daga ársins fyrir fjölskylduna.

Hitt ber svo að hafa í huga, að það er spurning hvað mikið af fé þessu ratar alla leið til bændanna, og hvað mikið af því situr eftir í alls kyns ráðum og samtökum.

Það má benda á þessa frétt en þar segir:  "Samkvæmt fjárlögum þessa árs renna 3,2 milljarðar til sauðfjárframleiðslunnar, þar af fara um 1,7 milljarðar í beingreiðslur til bænda."

1.7 milljarður fer í beingreiðslur til bænda, það væri vissulega fróðlegt að sjá sundurliðað hvert sá 1.5 milljarður sem eftir stendur fer.

 

 


Mikill hagnaður bankanna

Það hafa margið fjallað um gríðarlegan hagnað Íslensku bankanna.  Sýnist auðvitað sitt hverjum í þeim efnum.  En ég hef heyrt þó nokkra halda því fram að háir vextir og mikill hagnaður bankanna sé til marks um að einkavæðing þeirra hafi mistekist, að betra hafi verið að hafa ríkisbanka og rétt væri að stofna ríkisbanka á nýjan leik.

Það má þó ekki gleyma því að á meðan voru til ríkisbankar kom það fyrir að almenningur þurfti að borga "aukavexti".  Ríkissjóður þurfti nefnilega að hlaupa undir bagga með bönkunum þegar illa áraði.  Þá "vexti" borguðu allir, hvort sem þeir skulduðu eða ekki.

Það verður auðvitað líka að hafa í huga þá sem eiga fé í bönkum, þeir vilja einnig hafa eitthvað fyrir sinn snúð.  Í vaxtatöflu Kaupþings sést að hægt er að leggja fé inn á sparireikninga sem eru verðtryggðir (með 4 ára bindingu) og bera 6% vexti.  Í töflunni má einnig sjá að þar bjóðast skuldabréfalán sem eru verðtryggð með 7.2% vöxtum.  Vaxtamunurinn er sem sé 1.2%.

Skuldbréfalán bjóðast einnig óverðtryggð, þar eru vextirnir 16.2%, munurinn á þeim og verðtryggðu skuldabréfunum er 9%.  En vissuleg virðast viðskiptavinirnir eiga val um hvort þeir kjósi verðtrygginguna eður ei í þessu tilfelli.  Munurinn virðist ekki vera mikill á raunvöxtum, og líklega hallar frekar á óverðtryggða lánið.

Ég er því sammála þeim sem gjalda varhug við því að afnema verðtryggingu, þó að það hljómi vissulega vel í hugum margra þeirra sem skulda.  Það verður að teljast afar líklegt að afnám verðtryggingar myndi í þýða hækkun vaxta.  Í þjóðfélagi sem er ekki þekkt fyrir stöðugleika, rétt eins og það Íslenska, myndu óverðtryggðir vextir verða hafðir hærri og/eða með stuttan gildistíma, til að vega upp á móti áhættunni af láninu.

Enginn lánar fé með þeim tilgangi að tapa á því.

Hitt er svo annað sem þarf að athuga, en það eru gríðarleg þjónustugjöld sem Íslenskir bankar virðast leggja á viðskiptavini sína, má þar t.d. nefna lántökugjöld.  Ég kynntist muninum síðastliðið sumar, þegar við hjónin tókum húsnæðislán hér í Kanada.  Ég varð allt að því klökkur þegar ég komst að því að við fengjum alla upphæðina sem við tókum að láni, þ.e.a.s. að hún rynni óskipt til húsakaupanna.  Það voru engin lántökugjöld, engin stimpilgjöld, engin kostnaður.  Við þurftum að vísu að borga sveitarfélaginu til að skrá húsið og landið sem okkar eign, en það gjald tengist verðmæti eignarinnar en ekki lánsins.

Lántökugjöld eru í raun lítið annað en nokkurs konar forvextir.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband