Góð nöfn á stjórnmálaflokka

Það er ljóst að ef fram heldur sem horfir verður framboð á stjórnmálaflokkum á Íslandi að öllum líkindum nokkuð meira en eftirspurnin. 

Það fer því að verða meira áríðandi að hafa yfir að ráða góðum grípandi nöfnum á stjórnmálahreyfingar, því ef þetta heldur áfram verða þau að öllum líkindum flest hver skráð.  Þegar er farið að örla á því að erfitt sé að finna nöfn, nú eða þá að hugmyndaauðgi er ekki mikil.

Því vil ég hvetja lesendur þessara hugrenning að bíða ekki með að skrá þau nöfn sem þau telja góð, það er aldrei að vita hvenær það getur komið að notum.

Nú, ef þeir eru hins vegar svo góðir í sér að þeir eru fúsir til að deila með öðrum hugmyndum sínum, þá eru þær vel þegnar hér í athugasemdir.

 


mbl.is Segir nýtt stjórnmálaafl að koma fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þú getur séð slatta af flokksnöfnum á bloggsíðunni minni í janúar. Gæti raunar enn bætt við þann lista.

Haukur Nikulásson, 5.2.2007 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband