Fram- og afturför

Þessi ræða er athygliverð og kemur inn ýmsa þætti.  Mér þótti hún alla vegna nógu athygliverð til að ég vistaði hana á harða diskinn.

En það er athyglivert að þó að Erlendur sé að nokkrum marki að kalla eftir evrunni (eða í það minnsta stöðugum gjaldmiðli), er hann ekki yfir sig hrifinn af Evrópusambandinu.

Þegar litið er til þess að minnihluti þeirra fyrirtækja (ekki heldur stærsti hluti þeirra) sem hafa kosið að gera upp í erlendri mynt hefur valið evruna, má velta því fyrir sér hvort að einhverjir væru þeirrar skoðunar að betra væri að taka upp einhverja erlenda mynt sem ekki þarf að fela í sér ESB aðild?

En svo má líka velta því fyrir sér hvort að á Íslandi komi til með að þróast "fjölgjaldmiðlasamfélag", þar sem innlendir jafnt sem erlendir noti margvíslegan erlendan gjaldmiðil til að kaupa gögn og nauðsynjar.  Slíkt hefur gerst í samfélögum þar sem íbúarnir hætta að treysta gjaldmiðlinum, eða finnst hann lítils virði.

Þessi kafli í ræðunni fannst mér athygliverður. 

"Það er staðreynd, sem kannski hefur gleymst í umræðunni um krónuna að undanförnu, að það er ekki auðveldara að búa við evru og slæma hagstjórn heldur en krónu og slæma hagstjórn. Það er ekki hægt að kenna krónunni um ástandið nú, hún er miklu frekar birtingarmynd þess.

Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að við núverandi ástand verður ekki unað mikið lengur. Það virðist sem sum fyrirtæki hafi gefist upp á krónunni og vilji heldur gera upp og skrá sig í evrum eða annarri mynt. Að sjálfsögðu er farsælast í þessu, eins og öðru, að athafnafrelsi fyrirtækjanna sé sem mest þannig að þau geti valið þann gjaldmiðil sem þeim hentar best.

Ef ætlunin er að taka upp evru er líklega heppilegast að það gerist samfara inngöngu í Evrópusambandið. Að minnsta kosti hefur einhliða upptaka erlends gjaldmiðils ekki gefist vel þar sem það hefur verið reynt. Þótt stöðugleiki í gengismálum yrði íslenskum fyrirtækjum kærkominn er alls óvíst að innganga í Evrópusambandið yrði það. Aukið frelsi í viðskiptalífinu hefur skapað svigrúm fyrir þann mikla vöxt sem við höfum séð að undanförnu.

Innganga í Evrópusambandið yrði að því leiti afturför fyrir íslenskt atvinnulíf. Við búum við miklu meira frelsi í viðskiptum hér heldur en víðast hvar annars staðar í Evrópu. "


mbl.is Segir ástand gengismála óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband