Hin hliðin

Ég hef bloggað nokkuð um nýja sauðfjársamninginn og nauðsyn þess að hætta að í áföngum niðurgreiðslum á landbúnaðarvörum og hleypa innflutningi og samkeppni í auknum mæli inn í Íslenskan landbúnað.

Þetta er hins vegar hin hliðin.

Að sjálfsögðu verður að gera þá kröfu að óþarfa tollar, vörugjöld o.s.frv. verði felld niður af aðföngum bænda.  Þeir eiga rétt á því rétt eins og aðrir að gera sem hagstæðust innkaup og án þess að ríkisvaldið sé að gera þeim erfiðara fyrir.

Það er eins og mig renni í grun um að þetta sé í raun hugsað sem enn ein neyslustýringin, enda þurfa kjötframleiðendur í misjöfnum mæli á kjarnfóðri að halda.

En auðvitað á að fella þetta niður og sjálfsagt að athuga með önnur aðföng bænda, s.s. tæki og tól, hvernig mögulegt er að gera þeim sem auðveldast að búa sig undir aukna samkeppni, án hvorutveggja, ríkisstuðnings eða íþyngjandi aðgerða af hálfu ríkisins.


mbl.is FKS skorar á ráðherra að fella niður tolla á innfluttar kjarnfóðurblöndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi stefna í landbúnaðarmálum okkar Íslendinga er algjör TÍMASKEKKJA!

Eftir nokkur ár verður hlegið að þessu eins og bjórbanninu forðum.  A la Marteinn Mosdal stíll á þessu öllu saman.  Smánarblettur á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, því miður.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 19:26

2 identicon

það er ekki bara kjarnfóðurtollarnir Kjöt er dýrt það er rétt Ég sá verð könnun þar sem sagði að landbúnaðarvörur væru 170% dýrari á Íslandi en á spáni.  Ég veit líka að meðal Jóninn á Spáni eyðir 20% af ráðstöfunartekjum sínum í mat en á Íslandi eyðir meðal jóninn 12,6% Hvernig getur þetta verið. Ég er svínabóndi finnst umræðan skelfileg og illa upplýst og ég ætla að taka dæmi sém snýr að mér. Hérna vinna 10 manns á búinu og meðallaunin eru 210,000 á mánuði Samtals árslaun fyrir alla 25,200,000. Á Spáni er meðal verkamannlaun 33,000 á mánuði. Sama bú á spáni greiðir 3,960,000 í árslaun fyrir alla starfsmenn. 35% framleiðslunni á spáni notar ólöglega innflytendur frá Marakko sem vinnuafl en launin fyrir þá er húsaskjól aflögðum vörugámum og fæði. En látum það ligjja milli hluta. Til vinna kjötið frá þessu búi sem er um 900 tonn þarf 70 manna slátrun og kjötvinnslu  Á Íslandi eru árslaun fyrir alla starfsmenn 176,400,000 en væru spáni 27,720,000 Auðvitað eigum við að nýta okkur þetta flytja þetta allt saman inn og finna eitthvað annað handa þessum 10,000 til 12,000 vesalingum sem erum þessi baggi á þjóðinni. Það eru einginn maraðslögmál Sem gilda um verslun með landbúnaðarvörur hvergi í heiminum. Ég hef reynt að flytja kjöt til Danmörku 2003 og gat selt  á hærra verði en ég fékk hér heima þá en kaupandin í danmörku Þurfti að greiða 475% innflutningstoll.

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 23:32

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þakka fyrir þetta innlegg.  Auðvitað er það margt sem spilar inn í verðmyndun á landbúnaðarvörum, eins og ég kom lítillega inn á í þessu bloggi.  Það er vissulega rétt að það er erfitt að keppa við láglaunalönd, sérstaklega ef að fyrirtæki þar nota mikið af ólöglegu vinnuafli.  Hitt er þó rétt að komi fram að lágmarkslaun á Spáni eru 631 (rétt ríflega 55 þúsund) evra á mánuði, og samkvæmt Eurostat eru það aðeins 0.8% launamanna sem eru á lágmarkslaunum, sem er eitthvert lægsta hlutfall á Evrusvæðinu, en töflu má finna hér.

Það sem getur komið Íslenskum landbúnaði til hjálpar er auðvitað fjarlægðin, aukin framleiðni, bætt tækni og sjálfvirkni. 

Hitt er svo líka möguleiki eins og þú nefnir að baráttan sér töpuð, og næsta örugglega er hún það ef bændum finnst hún vera það. 

En það er ljóst að fyrir litla þjóð getur það aldrei borgað sig að styrkja atvinnugreinar til lengri tíma, og fyrir enga þjóð er það skynsamlegt.

Hitt er sömuleiðis ljóst að nú er eftirspurn eftir vinnuafli framar framboði á Íslenskum vinnumarkaði.  Það er því skynsamlegt að nota það ástand til þess að reyna að draga eins og mögulegt er úr því að halda uppi óarðbærum atvinnugreinum. 

G. Tómas Gunnarsson, 9.2.2007 kl. 03:57

4 identicon

Ég lifi hrærist í þessum heimi. Ég var mjög bjartsýn bjartsýnn fyrir 15 árum en eftir því sem kynni mér þetta betur og heimsæki fleiri bændur í fleiri löndum og hvernig þeirra stuðnings kerfi eru þá eigum við engan séns  keppa. Í draumalandinu Nýjasjálndi er eina landið með enga styrki en það er algört influtnings bann það er ekki gram af landbúnaðarvörum flutt inn þangað en þeir keppa ekki við brasílu vegna lágra launa þar. Ég var í viku ferðalagi með nokkrum Rússum og einum Belga fyrir tveim árum að hitta bændur og skoða búnað. Ég náði að kynnast belganum aðeins og síðasta kvöldið yfir nokkrum bjórkollum sagði hann mér að væri lítið má að leika á  þetta evrópukerfi Hann var með mjög stórt svínbú sam hann rak í belgíu en var byggja stærra í Austur þýskalandi Hann greiddi starsfólkinu 35,000 á mánuði og þegar honum vantaði fleira fólk þá auglýsir hann og fær 300 til 500 umsóknir en nánast allt fólkið væri frá austur Evrópu og til þess að fá frið fyrir kerfinu borgar hann skattinn af löglegum launum. Svona sagði hann þetta vera gert í kjötiðnaðinum líka Allt heilbrigðiseftirlit öll umsóknarvinna vegna styrkja og bókhald og stór hluti fjárfestinga er greiddur af annars vegar af Evrópubandalaginu svo hinns vegar af þýska belgíska ríkinu Ég Hitti Danskan nautakjötsframleiðanda fyrir nokkrum árum. Hann fékk fyrir 220kr fyrir kjötið á markaði síðan 160kr frá Evrópubandalaginu og svo 190kr frá danska ríkinu Þetta var fyrir utan alla ræktunarstyrkina. sem eru mjög miklir þá fékk íslenskur bóndi 270kr fyrir kg. Svona get ég haldið lengi áfram. Þessi lndbúnaðarkerfi eru algjör steypa allstaðar og ætla okkur bændum á keppa við það er vonlaust.

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 10:14

5 identicon

Ég væri mjög hrifin að gera eins og nýsjálendngar að taka alla styrki af en loka landinu en eg er svínabóndi og er viss um mjólkurframleiðendur og sauðfjárbændur er ekki sammála en svínabændur gæti greitt neytendum 100kr/kg fyrir velja svínakjöt ef þeir fengu styrkina sem sauðfjárbændur fá.

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 10:31

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þakka fyrir þessi innlegg, það er alltaf gott að heyra meira.

Án þess að ég geti fullyrt það, þá held ég að það sé ekki hægt að loka landinu fyrir innflutningi á meðan við viljum tilheyra EES, sem ég hygg að fæstir vilja segja upp.

En það er þarft að auka umræðuna um Íslenska landbúnað og segja frá hlutunum eins og þeir eru. 

Íslenskir bændur eru ekki of sælir, en það er einnig ljóst að íslenskir neytendur greiða bæði stórfé í niðurgreiðslur og gríðarlega hátt verð í verslunum. 

Það getur því varla verið markmið að viðhalda kerfi sem allir aðilar eru óánægðir með.

G. Tómas Gunnarsson, 10.2.2007 kl. 03:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband