Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Sjúkt fólk

Lífið er ekki ljúft að Bjórá þessa dagana.  Það er raunar frekar skítt.  Fullorðnir hér eru gráir og guggnir, liggja eins mikið í rúminu og hægt er að komast upp með og eru grunaðir um að vorkenna sjálfum sér.

Þetta hófst allt á miðvikudagsmorguninn.  Þá kom Foringinn illa til reika inn í svefnherbergi okkar hjóna, og bar sig illa.  Búinn að æla út rúmið sitt.  Stuttu seinna ældi hann yfir mig. Þetta hélt svo áfram fram yfir hádegið en þá fór drengurinn að hressast.

Í gær fór ég svo að finna til magnaðrar ógleði, þó að aldrei kæmi til þess að ég seldi upp.  En höfuðverkur, beinverkir, hitaslæðingur og aðrar pestir hafa ekki yfirgefið mig frá þeirri stundu.  Er þó heldur að braggast.

Það var síðan um miðja síðustu nótt að konan tók sömuleiðis upp á því að kasta upp og kveljast. 

Það er bara hún Jóhanna Sigrún Sóley sem lætur engar pestar buga sig, og liggur keik eftir sem áður.

 

Ísland, Gates og orkan

Þetta er góð hugmynd að fá Bill Gates til að heimsækja Ísland.  Ég held að jafn tæknivætt og þróað samfélag og Ísland gæti nýst mörgum fyrirtækjum vel til að prufukeyra nýjungar.

Hitt er þó ekki síður athyglisvert að Gates hefur mikinn áhuga á Íslenskri orku, nýtingu jarðvarma, enda þurfa tækifyrirtæki mörg hver mikla orku.

En það leiðir aftur hugann að nýtingu orku á Íslandi.  Hvar er sátt um að virkja?  Hvað er sátt um að virkja? 

Nú hafa náttúrverndarsinnar fyrst og fremst barist á móti virkjunum (þó margir séu sömuleiðis á móti stóriðju), enda komu fram hugmyndir um að leiða orku frá háhitasvæðinu að Þeystareykum til Reyðarfjarðar í stað þess að nýta Hálslón.

En þegar vangaveltur sem þessar koma fram þarf einnig að svara spurningunni, hvar mætti virkja til að selja orku til hátæknifyirtækja, ef sú staða kæmi upp?

Eða eigum við ekkert að virkja meira? 


mbl.is Bill Gates tók vel í boð um að koma til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband