Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Vextir, vaxtavextir og vaxtaverkir

Það er oft athyglisvert að fylgjast með umræðunni um Íslenska banka, hagnað þeirra og vaxtastig. Jafnt upprennandi stjórnmálamenn þeir sem eru á niðurleið virðast vera þeirrar skoðunar að Íslendingar greiði alltof háa vexti, en fagna hins vegar velgengni bankanna og sérstaklega hagnaði þeirra á erlendri grundu.  En hagnaður þeirra á Íslenskri grund virðist ekki vekja neinn fögnuð.

En vissulega eru vextir á Íslandi háir, mun hærri t.d. en þeir vextir sem ég bý við hér í Kanada, en það gildir að sjálfsögðu bæði um innláns og útlánsvexti.  Algengustu vextir á húsnæðislánum hér eru breytilegir vextir, sem fara upp og niður.  Síðan er hægt að festa vextina til lengri tíma en það kostar álag á vaxta%. 

Enginn lánar fé með það að markmiði að tapa á því.

Ég bloggaði í vor um hvernig er að taka lán hér um slóðir, en það má lesa hér.  Nafnvextir bjóðast hér mun lægri en á Íslandi en raunvextir hvað varðar húsnæðislán eru á svipuðu róli. 

Yfirdráttarvexti á Íslandi má bera saman við vexti á kreditkortum, en þeir vextir eru hér í Kanada algengir frá 18 til 22%, en vissulega geta "góðir kúnnar" fengið betri tilboð, en þau eru yfirleitt tímabundin.  Þessi vaxta% er hér þó að verðbólga sé mun lægri en á Íslandi.  Merkilegt nokk er þessi vaxta% hér ekki sífellt áhyggjuefni stjórnmálamanna og þáttastjórnenda.

En vaxta% stjórnast ekki bara af ávöxtunarkröfu, heldur spilar eftirspurn og framboð þar líka inn í.  Ef marka má fréttir er framboð lánsfjár á Íslandi nokkuð mikið, en gerir þó varla meira en að halda í við eftirspurnina. 

Það er ef til vill spurningin sem þarf að spyrja, hvers vegna er lánsþörf einstaklinga á Íslandi eins gríðarleg og raun ber vitni?

Hvers vegna eru einstaklingar á Íslandi með himinháan yfirdrátt um leið og þeir blóta vöxtunum í sand og ösku?  Hvaða "nauðsynlegu fjárfestingar" búa að baki yfirdrættinum?

Það er ódýrt fyrir "populista" á meðal stjórnmálamanna að tala um að vextir séu alltof háir, það hljómar ekki illa í eyrum þeirra sem skulda. Þeir sem skulda eru stór "atkvæðahópur".  Það vantar hins vegar að þeir segi til um hvernig þeir ætli að standa að því að lækka vexti.

Allir eru sammála því að verðbólgan þurfi að nást niður, að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir á því hver sé aðal orsakavaldur hennar, en á meðan eftirspurn eftir lánsfé er jafnmikil eða meiri en framboðið verða raunvextir háir.

Það er sífellt hamrað á Kárahnjúkavirkjun og aukningu húsnæðislána, þegar talað er um orsakir verðbólgunnar.  Vissulega eru þetta stór atriði.  Reyndar má leiða rökum að því að framkvæmdir Reykjavíkurborgar í orkumálum á Hellisheiði undanfarin ár, hafi ekki verið síður þennsluhvetjandi sem og aðrar opinberar framkvæmdir.  Auðvitað þarf að draga úr opinberum umsvifum.

En það sem myndi fyrst og fremst virka hvetjandi til vaxtalækkunar væri aukinn sparnaður og minni lántökur. 

En slíkt er auðvitað bara óráðshjal, eða hvað?

 


Nokkuð augljóst

Það hefur gengið á ýmsu í Íslenskri pólítík undanfarna daga.  Það veit varla nokkur maður hvort FF stendur fyrir Frjálslyndi flokurinn eða Farsa flokkurinn og Samfylkingin hefur breyst í Glæsivelli þar sem í góðsemi þau vega hvort annað.

Líklega er flestum ljósara en nokkru sinni fyrr, hvers vegna stjórnarflokkarnir eru í stjórn og þessir flokkar eru í stjórnarandstöðu.

Ef núverandi stjórn heldur ekki velli, get ég ekki séð fyrir mér nokkurt annað mynstur heldur en Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn.  Þeir flokkar verða að sýna þá ábyrgð að grafa væringar og mynda ríkisstjórn. 

Annað er bara ekki hægt í stöðunni.


Matarkarfan og ESB

Það eru ekki ný tíðindi að matarkarfan sé dýr á Íslandi, sérstaklega ef að matarkarfan samanstendur eingöngu af landbúnaðarvörum eins og sú karfa sem rætt er um hér gerir.

En það er ýmislegt annað sem vekur athygli í þessari könnun en eingöngu hátt verð á Íslensku körfunni.  Þannig er karfan til dæmis ríflega 50% dýrari í Kaupmannahöfn heldur en í Madrid, þó eru bæði Spánn og Danmörk aðilar að ESB.  Sömuleiðis er karfan 30% dýrari í London heldur en í Madrid.

Þetta hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort að verð á Íslandi verði sambærilegt við það sem gerist í ESB ef Ísland gengur í sambandið, en því hafa margir ákafir ESB stuðningsmenn haldið fram.  Ef miðað er við þessa könnun er það ljóst að fyrir því er engin trygging. 

Rétt eins og verðið er ekki eins í Madrid og Kaupmannahöfn, er ekki þar með sagt að verðið verði eins í Kaupmannahöfn og Reykjavík.

En jafn nauðsynlegar og þessar kannanir eru, þá væri skemmtilegt að sjá frekari samanburð á þessum borgum.  Hvað er t.d. algengt leiguverð á fermetra sem matvöruverslanir greiða, hvað eru meðallaun starfsfólks í matvöruverslunum í þessum borgum o.s.frv. 

Samanburðurinn yrði þá dýpri og betri.

Hitt er svo augljóst mál að í "draumaveröld" þá bý ég á Íslandi, hef Íslensk laun, matarverðið er eins og á Spáni, vextirnir eins og í Japan, atvinnuleysi er eins á Íslandi, fótboltadeildin er eins sterk og á Englandi eða Spáni, hraðbrautirnar eru eins og í Þýskalandi og þar fram eftir götunum. 

En það er víst ekki raunin.

 


mbl.is Matarkarfan 170% dýrari á Íslandi en á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í þjónustu erlends ríkis

Mér finnst ekki tilhlýðilegt að forseti Íslands sé í þjónustu erlends ríkis.  Að líkja saman stjórnarsetu hjá Special Olympics og setu í þróunaráði einstaks ríkis, er að bera saman epli og appelsínur að mínu mati.

Annað er alþjóðleg stofnun sem beitir sér í þágu fatlaðra, hitt er þjónusta og ráðleggingar við eitt einstakt ríki.

Mér finnst Ólafur Ragnar hafa stigið yfir strikið með því að taka að sér þetta starf.  Það er jafnframt nauðsynlegt að fjölmiðlar gangi eftir því við forsetaembættið að það upplýsi hvort að viðkomandi seta sé launuð, eða hvort henni fylgi hlunnindi (flugferðir, dagpeningar o.s.frv) og ef svo er, hversu mikið fé forseti Íslands þiggur frá erlendu ríki.

Það væri heldur ekki úr vegi að spyrja hvað mikið vinnuframlags viðkomandi seta krefst, hvort að forsetinn hyggist sinna starfinu í sumarfríum sínum, taka sér launalaust leyfi, eða hvort hann geti sinnt þessu á kvöldin og um helgar.

 


mbl.is Seta í indversku þróunarráði bundin við persónu Ólafs Ragnars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn af hvalveiðum

Rakst á þessa frétt á vef The Times þegar ég var að flækjast um vefinn rétt áðan.  Þar segir af hvalveiðum Japana og tilraunum Greenpeace og Sea Sheperd´s til að finna Japanska hvalveiðiflotann.

Það kemur fram í fréttinni að Japanir séu að veiða u.þ.b. 1000 hvali, eða ríflega 100 sinnum fleiri hvali heldur en Íslendingar veiddu á nýliðnu ári.

Skyldu Japanir ekki vera eins og titrandi strá yfir því að einhverjum þjóðum detti til hugar að sniðganga Japanskar vörur?  Skyldu ekki Japönsk fyrirtæki vera í öngum sínum af sömu ástæðu?  Skyldu Japönsk dagblöð ekki slá því upp að aðrar þjóðir hyggi á aðgerðir gegn Japan? 

Hvað skyldu nú Japanir ætla að gera við kjöt af 1000 hvölum ef þar í landi eru svo miklar birgðir að þær liggja undir skemmdum eða eru notaðir í hundamat eins og hefur mátt skilja af sumum fréttum?

Ég bara veit það ekki.

Í fréttinni má m.a. lesa eftirfarandi:

"The New Zealand Government, angered over the Japanese fleet’s plans to kill 1,000 whales in the Southern Ocean, has released gruesome videos of Japanese whalers harpooning and butchering whales.

But it has refused to divulge the exact location of the fleet, fearing that it could lead to a violent confrontation with protesters in Antarctic waters.

Greenpeace, which has deployed the Esperanza — a former fire-fighting vessel — to Antarctica to intercept the whalers, has reluctantly accepted the refusal to divulge the whalers’ location. However, its rival and more militant campaigner, the Washington-based Sea Shepherd organisation, has offered $25,000 (£12,700) for their co-ordinates."

Sjá fréttina í heild hér.


Af sparisjóðsbókum

Það hefur verið rætt í síðustu 2. þáttum af Silfri Egils, að sparisjóðsbækur séu með neikvæðum vöxtum og það jafngildi þjófnaði af hendi bankanna.

Nú má ábyggilega finna sparisjóðsbækur sem hafa verið með neikvæðum vöxtum, en það er auðvitað engin nauðsyn að hafa fé sitt á þeim.

Þegar ég flutti brott af Íslandi hélt ég hluta af bankaviðskiptum mínum á Íslandi og hef haldið áfram að ávaxta hluta af mínu fé þar.

Ég fæ 12.65% vexti á sparisjóðsbókinni minni, engin binding, féið laust hvenær sem er.  Ég hef sömuleiðis haldið opnum tékka/debetreikningnum mínum, reyndar ekki mikið fé þar, en vextirnir eru 9.25%.  Þýðir þetta að bankinn er að hafa af mér fé?  Ég held ekki.  Vissulega vildi ég hafa hærri vexti, en þetta er ekkert til að kvarta yfir.

Ég get ekki svarað hvort að allir njóta þessara vaxta, en hitt er ljóst að hver og einn þarf að hugsa um sitt fé og velja því stað þar sem þar ber þokkalega ávöxtum  Þessir vextir sem ég nefni að ofan eru áhættulausir en ef til vill ekki gríðarlega háir, en þeir eru engan vegin neikvæðir.

Því vildi ég gjarna vita hvaða reikninga Guðmundur Ólafsson, Egill Helgason og Jón Baldvin Hannibalsson hafa til hliðsjónar þegar þeir segja að sparisjóðsreikningar á Íslandi beri neikvæða vexti.

Það hefur ekki verið mín reynsla undanfarin ár.


Kalt kaffi

Það er ekki ólíklegt að kaffi hafi kólnað í bollum hér og þar um landið í gær.  Landsfundur Frjálslyndalega flokksins hefur líklega valdið því að kaffi bragðast ekki eins og áður og kaffibandalag hljómar eins og straffbandalag.

Nýkratar (EÖE), hvað sem það annars er,  virðast alla vegna ekki í neinum vafa og segir:

"En vandamálið er bara að í kaffibandalaginu eru þrír flokkar.  Vinstri Grænir, Samfylkingin og svo Frjálslyndi flokkurinn.  Það er hins vegar augljóst eftir landsþing Frjálslyndra í gær að sá flokkur á litla sem enga samleið með stjórn sem að frjálslyndir jafnaðarmenn myndu vilja mynda.

Í kosningum um varaformann var hófsömustu rödd flokksins hafnað og Magnús Þór endurkjörinn varaformaður.  Svo er það augljóst eftir ræðu formanns flokksins að þeir eru að staðsetja sig sem flokk sem ætlar að nýta sér tortryggni gagnvart útlendingum til fylgisaukningar.  Með slíkum flokkum á Samfylkingin enga samleið."

Sjá hér.

Sú var tíðin að ég var sammála ýmsu sem kratar, sérstaklega þeir sem staðsettu sig til hægri voru að segja, ef til vill rennur sá tími upp aftur.  En stundum er svo erfitt að finna kratana, hvað þá að heyra í þeim.


Frjáls- lyndar/legar kosningar?

Ég bloggaði fyrir nokkru um Íslensk stjórnmál, sem oft áður og sagði þá m.a.:

"Frjálslyndi flokkurinn virðist gerast stöðugt frjálslyndari, alla vegna hvað varðar það að þingmenn skipti um flokka, fær liðstyrk, þingmann sem var kosinn (eða ekki kosinn) fyrir Samfylkinguna.

Það hangir svo líklega eins og ský yfir landsfundi flokksins að eiga ekki eigið nafn, og þurfa þá hugsanlega að fara í kosningabaráttu undir nýju nafni.  Má ég stinga upp á Frjálslegi flokkurinn?"

Sjá hér.

Eftir kosningarnar í gær, er þetta nokkur spurning?


Talað hátt um þögnina

Stundum er eins og ákveðin orð komist í tísku í umræðunni og stundum ákveðin mál, stundum ákveðinn talsmáti.  Eitt af þeim orðum sem hafa verið vinsæl undanfarin misseri er þöggun, að ásaka einhvern eða einhverja um að beita þöggun eða að þegja um ákveðin mál.

Stundum hljómar það svo að ekkert geti verið merkilegra en að hafa verið beittur þöggun, eða einhver hafi reynt að beita þöggnu, ja nema ef til vill að hafa verið hleraður.

Í fréttinni sem hér fylgir með er formaður Samfylkingarinnar hinnar síðari, að segja að hún muni ekki taka þátt í þagnarbandalagi um Evrópumál.  Af því má draga þá ályktun að hún telji að einhverjir séu í slíku bandalagi, séu að reyna að beita þöggun á Evrópuumræðuna.

Ég held að ekkert geti verið fjær sannleikanum.  Evrópuumræðan er á fullu skriði á Íslandi. Skrifaðar eru greinar í dagblöð og tímarit, Evrópumálin eru rædd á sjónvarpsstöðvum og í útvarpi, líflegar umræður eru á bloggsíðum, í kaffistofum, kaffihúsum og einkaheimilum.  Evrópumálin eru rædd á Alþingi og fjölmiðlar birta skoðanakannanir á afstöðu almennings til ESB og evrunnar.

Hitt er svo annað mál að margir hafa látið í ljós þá skoðun að aðild að ESB sé ekki á dagskrá.  Það er auðvitað þeirra val, enda líklega öllum frjálst að hafa sínar skoðanir á aðild að ESB.  Það er auðvitað hluti af umræðunni.

Nýjasta skoðanakönnunin sýndi svo að stuðningur almennings við inngöngu í ESB fer minnkandi og langt frá því að meirihluti landsmanna sé því fylgjandi.  Sama gildir um upptöku evru. 

Það er líka hluti af umræðunni um Evrópumál.

Ef til vill telur Ingibjörg Sólrún að inntak "umræðustjórnmála" sé að málin séu rædd, þangað til allir séu sammála - henni.

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún segist ekki taka þátt í þagnarbandalagi um Evrópumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Móðuharðindi af mannavöldum

Ég verð að segja að mér þykir þessi frétt nokkuð skrýtin og skringilega orðuð.

"Zimbabwe hefur glímt við efnahagskreppu í rúm sex ár og er verðbólgan í landinu ein sú mesta í heiminum eða yfir 1200%. Jafnframt er yfir helmingur vinnufærra manna án atvinnu.", segir í fréttinni.  Vissulega rétt sagt frá, en þó nokkur einföldun.  Það er sömuleiðis rétt að segja að það sé hætta á hungursneyð vegna gjaldeyrisskorts, þar sem vissulega er erfitt að kaupa mat án peninga, en það er sömuleiðis ákaflega mikil einföldun í frásögn.

Líklega má segja að á Zimbabwe hafi skollið á móðuharðindi af mannavöldum.  Fyrst og fremst má segja að ófremdarástandið og vargöldina megi kenna Robert Mugabe og undarlegri og afleitri efnahagsstjórn hans.

Sósalískar efnahagsaðgerðir, ógnarstjórn og spilling  hafa leitt landið á barm glötunar.

Nú eru einhverjir af brottreknu bændunum á leið til baka, en líklega er það of seint

Ef menn vilja leita sér frekari upplýsinga um ástand mála er Google eins og oft áður besta lausnin, en lýsingar frá landinu eru margar skelfilegar:

"Under the weight of the general economic meltdown — the economy has shrunk by 40% since 2000 and is still contracting — the health system has collapsed and a populace now weakened by five consecutive years of near-starvation dies of things which would never have been fatal before. A staggering 42,000 women died in childbirth last year, for example, compared with fewer than 1,000 a decade ago.

A vast human cull is under way in Zimbabwe and the great majority of deaths are a direct result of deliberate government policies. Ignored by the United Nations, it is a genocide perhaps 10 times greater than Darfur’s and more than twice as large as Rwanda’s.

Genocide is not a word one should use hastily but the situation is exactly as described in the UN Convention on Genocide, which defines it as “deliberately inflicting on the group conditions of life calculated to bring about its physical destruction in whole or in part”.

Reckoning the death toll is difficult. Had demographic growth continued normally, Zimbabwe’s population would have passed 15m by 2000 and 18m by the end of 2006. But people have fled the country in enormous numbers, with 3m heading for South Africa and an estimated further 1m scattered around the world. This would suggest a current population of 14m. But even the government, which tries to make light of the issue, says that there are only 12m left in Zimbabwe.

Social scientists say that the government’s figures are clearly rigged and too high. Their own population estimates vary between 8m and 11m. But even if one accepted the government figure, 2m people are “missing”, and the real number is probably 3m or more. And all this is happening in what was, until recently, one of Africa’s most prosperous states and a member of the Commonwealth. "

"“The women suffer the most. At a certain point the men just walk away but the women are left with their children, watching them starve. We used to have universal schooling but 50% of the children are now out of school because the parents cannot afford even the smallest fees.

“Such children have no future. The only hope lies in the end of Mugabe. Some people pray for him to die but they are very scared. In any meeting of 20 people there will always be two informers.

“Mugabe is a murderer and also a traitor — he is selling the country to the Chinese. It is lonely to be the only one to say that,” Ncube says. “People tell me they pray for me but they are too frightened to speak out themselves. For myself, I shall not stop speaking out. I am perfectly willing to die.” "

"From 2000 on, it destroyed commercial agriculture because it saw the white farmers and their workers as opposition to Mugabe. This led to the first wave of killing, as some 2.25m farm-workers and their families were thrown off the farms, many after being beaten and tortured. An unknown number died. The eviction had the effect of collapsing the economy and cutting the food supply far below subsistence in every subsequent year.

What scarce food there was left, along with seeds, fertiliser, agricultural implements and every other means to life, was made dependent on possession of a Zanu-PF party card. Campaigns of terror followed in 2000 and 2002-03. The population has since been kept in a continuous state of anxiety by a series of military-style “operations”, of which Murambatsvina and Maguta are merely two particularly murderous examples."

" Gideon Gono, governor of the central bank, orders in the Green Bombers (young Zanu-PF thugs) to enforce his diktat and bakers are jailed for exceeding the subeconomic bread price set by government. In this — as in the programme for forced re-ruralisation — there are reminders of Cambodia’s Khmer Rouge.

World Health Organisation figures show that life expectancy in Zimbabwe, which was 62 in 1990, had by 2004 plummeted to 37 for men and 34 for women. These are by far the worst such figures in the world. Yet Zimbabwe does not even get onto the UN agenda: South Africa’s President Thabo Mbeki, who has covered for Mugabe from the beginning, uses his leverage to prevent discussion. How long this can go on is anyone’s guess."

Sjá greinina í heild hér

Zimbabwe timeline á BBC.


mbl.is Hungursneyð vofir yfir í Zimbabwe
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband