Í þjónustu erlends ríkis

Mér finnst ekki tilhlýðilegt að forseti Íslands sé í þjónustu erlends ríkis.  Að líkja saman stjórnarsetu hjá Special Olympics og setu í þróunaráði einstaks ríkis, er að bera saman epli og appelsínur að mínu mati.

Annað er alþjóðleg stofnun sem beitir sér í þágu fatlaðra, hitt er þjónusta og ráðleggingar við eitt einstakt ríki.

Mér finnst Ólafur Ragnar hafa stigið yfir strikið með því að taka að sér þetta starf.  Það er jafnframt nauðsynlegt að fjölmiðlar gangi eftir því við forsetaembættið að það upplýsi hvort að viðkomandi seta sé launuð, eða hvort henni fylgi hlunnindi (flugferðir, dagpeningar o.s.frv) og ef svo er, hversu mikið fé forseti Íslands þiggur frá erlendu ríki.

Það væri heldur ekki úr vegi að spyrja hvað mikið vinnuframlags viðkomandi seta krefst, hvort að forsetinn hyggist sinna starfinu í sumarfríum sínum, taka sér launalaust leyfi, eða hvort hann geti sinnt þessu á kvöldin og um helgar.

 


mbl.is Seta í indversku þróunarráði bundin við persónu Ólafs Ragnars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Alveg hjartanlega sammála þér.

Setti mínar hugleiðingar um þetta hérna .. http://runarhi.blog.is/blog/runarhi/entry/111087/

Get ekki að því gert að embætti forseta hefur sett niður síðustu misseri, Ólafur virðist vera að reyna að gera þetta að einhverju öðru embætti en það hefur verið.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 29.1.2007 kl. 15:49

2 Smámynd: áslaug

Endemis della er þetta. Er forsetinn sviptur mannréttindum þótt hann hafi verið kjörinn í þetta embætti? Má hann fara í húsdýragarðinn án þess að biðja ÞJÓÐINA leyfis?

áslaug, 30.1.2007 kl. 03:55

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Auðvitað má Ólafur fara í húsdýragarðinn hvenær sem honum þóknast.  Það er erfitt að rökræða eða útskýra hluti fyrir fólki sem sér ekki muninn á því og að opinber embættismaður fari að vinna fyrir erlent ríki.

Persónulega þykir mér ekki tilhlýðilegt að forseti Íslands, forsætisráðherra, ráðherrar, starfsmenn ráðuneyta, þingmenn, dómarar o.s.frv taki að sér störf í þágu erlends ríkis. 

Það má svo nefna að það þykir almennt ekki til almennra mannréttinda að geta tekið að sér aukavinnu hvar sem er.  Starfsmenn verða oft bera það undir vinnuveitendur sína, sérstaklega auðvitað ef þeir gegna ábyrgðarmiklu starfi.

G. Tómas Gunnarsson, 30.1.2007 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband