Af sparisjóðsbókum

Það hefur verið rætt í síðustu 2. þáttum af Silfri Egils, að sparisjóðsbækur séu með neikvæðum vöxtum og það jafngildi þjófnaði af hendi bankanna.

Nú má ábyggilega finna sparisjóðsbækur sem hafa verið með neikvæðum vöxtum, en það er auðvitað engin nauðsyn að hafa fé sitt á þeim.

Þegar ég flutti brott af Íslandi hélt ég hluta af bankaviðskiptum mínum á Íslandi og hef haldið áfram að ávaxta hluta af mínu fé þar.

Ég fæ 12.65% vexti á sparisjóðsbókinni minni, engin binding, féið laust hvenær sem er.  Ég hef sömuleiðis haldið opnum tékka/debetreikningnum mínum, reyndar ekki mikið fé þar, en vextirnir eru 9.25%.  Þýðir þetta að bankinn er að hafa af mér fé?  Ég held ekki.  Vissulega vildi ég hafa hærri vexti, en þetta er ekkert til að kvarta yfir.

Ég get ekki svarað hvort að allir njóta þessara vaxta, en hitt er ljóst að hver og einn þarf að hugsa um sitt fé og velja því stað þar sem þar ber þokkalega ávöxtum  Þessir vextir sem ég nefni að ofan eru áhættulausir en ef til vill ekki gríðarlega háir, en þeir eru engan vegin neikvæðir.

Því vildi ég gjarna vita hvaða reikninga Guðmundur Ólafsson, Egill Helgason og Jón Baldvin Hannibalsson hafa til hliðsjónar þegar þeir segja að sparisjóðsreikningar á Íslandi beri neikvæða vexti.

Það hefur ekki verið mín reynsla undanfarin ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband