Bloggfærslur mánaðarins, september 2006

Nýjar flugvélar fyrir Flugfélagið

Var að lesa að Flugfélag Íslands væri farið að hyggja að endurnýjun flugflotans, fljótlega (ef þær eru ekki þegar komnar) munu Bombardier Q100 (Dash 8) vélar koma í flotann og svo mun víst vera í bígerð að leggja Fokkerunum og kaupa Bombardier Q400.  Það eru virkilega glæsilegar vélar og verða að teljast við toppinn í skrúfuþotunum.

Þessar vélar eru ákaflega fallegar og hafa reynst afbragðs vel hér í Kanada, en hér má sjá þær víða, enda Bombardier Kanadískt fyrirtæki.

 Þó að ég eigi margar góðar minningar tengdar ferðalögum í bæði Fokker og Twin Otter, þá verð ég að segja að ég held að það sé kominn tími á endurnýjunina, þ.e.a.s. ef innanlandsflug fer ekki að falla niður á Íslandi.


Njóta þeir stuðnings í Valhöll?

Ég stend að nokkru leyti með Ásatrúarfélaginu í þessu máli, enda alltaf borið hlýjar hugsanir í þeirra garð.  Að nokkru leyti segi ég, því að ég vil ekki að ríkið jafni styrk til allra trúfélaga.  Ég vil að ríkið felli niður styrk til allra trúfélaga.

Ég get ekki séð nokkur rök fyrir því að ríkið sé að innheimta fé fyrir hin ýmsu félagasamtök.  Þetta er eitt af því sem ríkið á að láta afskiptalaust.

 Hver einstaklingur á að ráða hvaða trúfélagi hann vill tilheyra og jafnframt hvaða fé hann lætur af hendi til þess.  Trúfélögin sjálf geta svo sett upp lágmarksfélagsjald ef þau kæra sig um, en þetta á að vera utan lögsagnar stjórnvalda.

Þeir sem vilja standa utan trúfélaga, ættu svo að njóta þess sparnaðar að leggja ekkert fé til slíkra félagasamtaka.

Þetta er réttlætismál.

En svona af því að um er að ræða ásatrúarmenn, þá er ekki hægt annað en að velta upp spurningunni, njóta þeir stuðnings í Valhöll?

 


mbl.is Ásatrúarfélagið stefnir ríkinu fyrir að mismuna trúfélögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær eru menn hlutdrægir og hvenær eru menn ekki hlutdrægir - Ómar hættir að vera "óhlutdrægur"

Þessi frétt er af vef Ruv:

Ómar hættir að vera óhlutdrægur

Ómar Ragnarsson gefur út blað, áttblöðung um umhverfismál sem verður dreift með Morgunblaðinu á sunnudaginn. Í því tekur hann afdráttarlausa afstöðu í umhverfismálum sem verður til þess að framvegis fjallar hann ekki um þau mál í fréttatímum Sjónvarpsins.

Ómar hefur boðað til blaðamannafundar eftir hádegi þar sem hann skýrir frá blaðinu og breytingum sem verða í starfi hans.

Sjá hér.

Þetta er til fyrirmyndar, fréttastofur þarfnast þess að hlutleysi þeirra sé eins mikið og kostur er.  Það er því nauðsynlegt að fréttastofur hafi úr nægum mannskap að velja, þannig að hagsmunaárekstrar verði sem fæstir, helst auðvitað engir. 

Ég bloggaði fyrir nokkru um þátt á NFS, þar sem 11. maður á lista Samfylkingar í R-Norður ræddi við 1. mann á sama lista.  Að mínu mati veikir slíkt atvik trúverðugleika fréttastofa, er í raun gjaldfelling.

En hitt er svo annað mál, að þótt að sjálfsagt sé að fagna því að Ómar skuli ekki fjalla um fréttir tengdar umhverfismálum, vegna þess að hann hefur ákveðið að hann sé ekki lengur "óhlutdrægur" þá er auðvitað þarft fyrir hvern og einn að velta því fyrir sér hvort að hann hafi verið það hingað til?  Sjálfsagt koma mismunandi svör við því.

Einnig er þarft að leiða hugann að því, hvort að fréttamaður sem berst hatrammlega fyrir einu málefni, geti verið hlutlaus gagnvart andstæðingum sínum eða samherjum í því máli, í öðrum málum?

Það væri líka fróðlegt að heyra skoðanir manna á því.

Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að fullkomið hlutleysi sé ekki til, en auðvitað eiga fjölmiðlamenn að berjast við að ná því.

 


Bensínið aftur undir 50 kall

Nú hefur bensínverð aftur verið að lækka, það verður að segjast eins og er að það gleður alltaf.  Það er þó spurning hvað það verður lengi?

En ég fyllti á bílinn í dag, í fyrsta skipti í nokkurn tíma borgaði ég minna en sem svarar 50 krónum íslenskum á lítrann.  76.5 cent var verðið sem bauðst í dag, það gerir sig á u.þ.b. 48 kr og 20 aura.

En það er merkilegt, að sama hvar maður býr, sama hvað líterinn af bensíni kostar, þá er bensínverðið sterkt í umræðunni.  Hér bölvuðu allir eins og endalokin væru í nánd þegar bensínlíterinn var yfir dollar.  Sömu rökin heyrast hér og á Íslandi, hið opinbera tekur alltof mikið til sín, skattarnir á bensín eru of háir.  Sömuleiðis bölva menn þeirri staðreynd að bensínið er miklu dýrara hér en hinum megin við landamærin.

Hér má sjá kökurit yfir skiptingu bensínverðs hér í Kanada, ég er hálf hræddur um að svipað rit fyrir Ísland liti nokkuð öðruvísi út, þar væri hlutur ríkisins mikið stærri.

 


3. mánuðir í lífi stjórnmálaflokks

Þessi frétt á NFS er þess eðlis að það verður að halda henni til haga, ég hvet alla til þess að horfa á hana.

Þetta eru vissulega snögg stefnuskipti hjá Samfylkingunni, svo snögg að frammámenn í flokknum ná ekki að fylgja með henni og margir virðast þeirrar skoðunar að pláss sé fyrir "aðeins eina" stjóriðju til viðbótar og það auðvitað í þeirra eigin kjördæmi.

Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að verðandi frambjóðendur Samfylkingarinnar útskýri skoðun sína í þessum efnum.  Eru þeir fylgjandi stoppi á stóriðjuframkvæmdum?  Eða er pláss fyrir "eina stóriðju"?  Hvar ætti hún þá að vera?  Á að hætta við stækkun álversins í Straumsvík?

Hver er t.d. Skoðun Árna Páls Árnasonar?  Þórunnar Sveinbjarnardótur?  Tryggva Harðarsonar?  Gunnars Svavarssonar? Benedikts Sigurðarsonar?  Kristjáns Möller?  Láru Stefánsdóttur? Katrínar Júlíusdóttur?  Valdimars Friðrikssonar? Önnu Kristínar Gunnarsdóttur?

Þetta hlýtur að verða stórt mál í komandi prófkjörum og ekki síður í kosningunum í vor.  Það er sanngjörn krafa að frambjóðendur skýri afstöðu sína til umhverfisstefnu flokksins síns.

 

 


mbl.is Árni Páll Árnason býður fram fyrir Samfylkingu í Suðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyjað á blóðakrinum

Skotmaðurinn í Montreal hefur verið ofarlega í umræðunni hér í Kanada undanfarna daga, auðvitað eru skiptar skoðanir en að sjálfsögðu er fólk eðlilega nokkuð slegið yfir svona atburðum.  Það að einhver gangi inn í byggingu og fari að skjóta fólk af handahófi verður vonandi aldrei hversdagslegur atburður sem við venjums.

En það er oft gott að velta fyrir sér hvert umræðan stefnir, og hvert hún "fer".  Áður hef ég lýst hér hve gaman ég hef af því að lesa pistla Margaret Wente í Globe and Mail, í morgun skrifaði hún um fyrrnefndan atburð og olli mér ekki vonbrigðum frekar en oftast áður.

En í pistilinum sem ber titilinn, "Making hay from random gun crime - Montreal's shooting spree was barely over before the politicians opened fire", segir hún meðal annars:

"The other day, on a quiet suburban Toronto street, someone hacked a man to death with a machete. It's possible you missed the story, because it got barely a mention in the local media.

Machetes are not top of mind with the public. Nobody is demanding stricter controls on machete sales. On the other side, nobody is defending responsible machete owners from meddlesome bureaucrats. Nobody is asking how the killer got the weapon, or why nobody noticed that he was a deranged lunatic, or whether he liked violent video games, or had a taste for Goth, or if he'd been bullied in high school. No one interviewed the neighbours to inquire how traumatized they are. No one has called for a machete registry, or mandatory sentences for machete murderers. In fact, not a single politician has raised the subject. That's because there are no votes in machete crime.

Gun crime is a different matter. Last week's shooting spree at Dawson College was barely over before the politicians opened fire. Spewing rhetoric randomly in all directions, they left the impression that innocent college students were being mowed down by the hundreds. A teary-eyed Jean Charest, who was among the first to take aim, vowed a "tense debate" over Stephen Harper's promise to scrap the long-gun registry, even though long guns played no part in the bloody rampage of Kimveer Gill, and the existence of the registry is irrelevant to this crime.

Funnily enough, Mr. Charest wasn't always so fervent about gun control. Not so long ago his position on the gun registry was identical to Mr. Harper's. But that was before he faced re-election in the most gung-ho-for-gun-control province in the nation. (All the leading French-language newspapers have endorsed keeping the long-gun registry.)"

"You could almost feel sorry for Stephen Harper, whose promise to scrap the notoriously expensive long-gun registry has just turned into a political loser. But making hay from gun crime is a two-way street. Last December, when a teenage girl was shot dead in downtown Toronto, it was Mr. Harper who came out the winner. In that case people were inclined to blame weak law enforcement and a spineless justice system that allows gang members to get away with murder. (These suspicions were perhaps confirmed when a tender-hearted judge let one of the suspects out on bail.) "

"Personally, I hate guns. I don't see why anyone should have one in the house unless they hunt for food -- especially 25-year-old males with serious anger-management issues. But I also know that tougher gun laws don't seem to make a difference. As crime expert Gary Mauser wrote here yesterday, firearms still account for 27 per cent of homicides in Canada -- the same percentage as before the gun registry was introduced. Australia's exorbitantly expensive gun registry didn't make a dent in gun crime there either. Britain is having a serious crime wave in spite of stringent gun laws. But the gun control debate really isn't about logic. It's about the primal anxiety of parents everywhere. And anyone who fights this one on logic is going to lose. "

Pistilinn í heild má finna hér.

 


Allt í hnút

Sem betur fer lenti ég ekki í þessu öngþveiti, en ég kannast við tilfinninguna, pirringin og allt það sem fylgir því að sitja fastur í umferðinni.  Það er svo sem ekkert nýtt fyrir þeim sem búa í borgum.

Í gærkvöldi var ég einmitt að horfa á smá úttekt sem Ísland í dag gerði á umferðarmálum á höfuðborgarsvæðinu, þar virtist ástandið lítt hafa skánað þó að ég og bílinn minn hafi horfið úr umferðinni fyrir nokkrum árum.  Ég keyrði reyndar yfirleitt á móti "traffíkinni", upp á Höfða úr miðborginni á morgnana og niður í bæ um 6 sexleytið. En ég sá auðvitað "stöppuna" hinum megin við umferðareyjuna flesta daga.

Það eru mörg rök fyrir því að þetta hljóti að vera eitt af forgangsmálum nýs borgarstjórnarmeirihuta.  Það verður að greiða borgurunum leið um borgina.

Það er bæði öryggisatriði, áríðandi í því tilliti að hafa öflugar leiðir sem geta tekið við ef eitthvað bregður út af, og svo er það þjóðhagslega hagkvæmt að sem minnstur tími fari til spillis.

Auðvitað er það gott mál ef hægt er að auka notkun almenningssamganga, en fyrst og fremst verður að þjóna borgurunum.

Annars ritaði ég pistil um þetta í vor, sem ég held að sé í fullu gildi ennþá.

 


mbl.is Umferð á Miklubrautinni komin í samt horf eftir þriggja tíma umferðarteppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hnitmiðaður pistill

Það er oft gaman að lesa blog stjórnmálamanna.  Þeir eru nokkrir sem ég kíki á reglulega. 

Össur Skarphéðinsson er til dæmis að verða helsti "sérfræðingur í málefnum Framsóknarflokksins" og fer líklega fljótlega að verða kallaður í fjölmiðla á þeim starfsvettvangi, og Björn Ingi Hrafnsson virðist vera að stefna á svipaðan titil, í hvað varðar Samfylkinguna.

 Björn er með stuttan en ákaflega hnitmiðaðan pistil á heimasíðu sinni dag sem ég vil hvetja alla til að lesa.

Við hann er óþarfi að bæta nokkru orði.


Gott hjá Gulla

Ég held að það sé hið besta mál að Guðlaugur Þór bjóði sig fram í annað sætið.  Það væri ekki æskilegt að þingmenn röðuðu sér í sætin, svona rétt eins og síðast, reyndu að skondra fram hjá því að keppa hvorn við annan og hækkuðu ekki á listanum nema þegar einhver "gangi fyrir björgin".

Auðvitað eiga þeir að sækja upp á við.  Það er ekkert rangt að sýna að menn hafi metnað, sækist eftir meiri ábyrgð og séu til í slaginn.  Ég lít svo á að í prófkjöri keppi allir við alla, enda hafa þeir sem greiða atkvæði frelsi til að raða þeim sem bjóða sig fram eftir eigin vali, burtséð frá því á hvaða sætum frambjóðendur hafa áhuga.

Það er hins vegar mikilvægt að allir taki niðurstöðunum með jafnaðargeði, því eins og ég hef áður sagt hér á blogginu, hafa kjósendur alltaf rétt fyrir sér.

Það fyrsta sem ég gerði hins vegar eftir lestur þessarar fréttar var að leita að heimasíðunni og vil hvetja Gulla til að hressa þar aðeins upp á innihaldið.


mbl.is Guðlaugur Þór býður sig fram í annað sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri stóriðja á Íslandi? - Öll nema Reykjavíkurkjördæmin

Fyrr í dag bloggaði ég um nýja umhverfisstefnu Samfylkingarinnar og að gaman verði að sjá hvernig hún verði "boðuð" í kjördæmum þar sem margir eru að vonast eftir stóriðju.

Nú virðist eitt kjördæmið hafa bæst við, í það minnsta ef marka má fréttir ríkisútvarpsins, en á vef ruv má finna þessa frétt.

Úr fréttinni: 

"Fulltrúar járnblendifyrirtækisins Elkem eru á leið hingað til lands m.a. til að ræða um hugsanlegan flutning verksmiðju fyrirtækisins í Ålvik í Noregi til Akraness. Ekki hefur verið staðfest hversu langt þessar viðræður eru komnar en endanleg ákvörðun mun liggja fyrir um miðjan október. "

"Ein af ástæðunum fyrir því að Elkem vill gera þetta er raforkuverðið. Einn fjölmiðill í Noregi heldur því m.a. fram að Elkem hafi verið boðið 11 norskir aurar fyrir kílówattstundina, eða rúmlega ein íslensk króna sem er um fjórfalt lægra verð en í Noregi.

Ingimundur Birnir, forstjóri Íslenska járnblendifélagsins, segir að ekkert sé í hendi um hvort verksmiðjan flytjist hingað. Forsvarsmenn Elkem telji hins vegar ýmislegt aðlaðandi við að flytja hana, ekki aðeins orkuverðið heldur hagkvæmni rekstrareiningarinnar. Verksmiðjustjórinn, Fredrik Behrens, sem einnig situr í stjórn Íslenska járnblendifélagsins, er staddur hér á landi núna og fleiri forsvarsmenn Elkem eru væntanlegir til landsins á fund. Ingimundur segir að þeir séu hér til að sitja stjórnarfund deildarinnar sem Járnblendifélagið tilheyrir. Þó sé gert ráð fyrir því að þessar fyrirætlanir beri á góma á fundinum."

"Áætlanir eru uppi um að hætta framleiðslu á kísiljárni í bænum Svelkem í Vestur-Noregi og flytja hana tímabundið til Íslands í vetur í tilraunaskyni. Spurður um frekari flutninga á starfsemi Elkem til Íslands sagði Ingimundur það of skammt á veg komið til að segja nokkuð um slíkar fyrirætlanir. Elkem heldur ársfund sinn um miðjan október og er búist við að endanleg ákvörðun um hvort af þessum flutningum verður verði tekin á þeim fundi. "

Þá hlýtur að vakna spurningin hvaða afstöðu Samfylkingar í Norð-Vestur kjöræminu taka til þessara mála, vilja þeir að þessum viðræðum sé haldið áfram af fullri alvöru, eða finnst þeim rétt að fresta þeim í svona u.þ.b. 5 ár?  Það væri vissulega þarft verkefni fyrir fjölmiðlamenn að fá svör við þeim spurningum.

Eru þau þá ekki orðin fjögur af sex, kjördæmin sem vonast eftir aukinni stóriðju á næstu árum?

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband