Bloggfærslur mánaðarins, september 2006

Að klúðra stefnumálunum

Samfylkingin kom nú nýverið með ágætis tillögur um breytingar á vörugjöldum og tollum sem lagðar eru á innfluttar landbúnaðarvörur á Íslandi.  Þó að ég hafi sagt að heldur bratt sé til lagt að gera þetta á tæpum tveimur árum, en samt er þetta ágætis tillögur.

Eins og við er að búast þá líst bændum og málsvörum þeirra ekki á málið, enda verið að taka spón úr aski þeirra ef svo má að orði komast.

Og hvað gerist þá?  Ingibjörg Sólrún bregst hin versta við og er reið yfir því að talsmenn samtaka séu að tala gegn "kjörnum fulltrúum almennings".  Hvað er að konunni?  Hafa "talsmenn" ekki málfrelsi?

Hér má sjá viðtal við Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna úr fréttum NFS í gær, en Ingibjörg Sólrún sakaði hann um að fara með bölbænir á hendur Samfylkingu.  (Ætli hann gangi ekki undir nafninu Sigurgeir "seiðskratti" innan Samfylkingar nú orðið?)

Hér er svo klippa úr Íslandi í bítið, í morgun, þann 25 sept, þar situr Ingibjörg ásamt formanni Bændasamtakanna, Haraldi Benediktssyni.  Ég verð að segja að þó að ég sé fylgjandi tillögum Samfylkingarinnar í stærstum dráttum, klúðraði Ingibjörg því gjörsamlega að útskýrar sína hlið og sat eins og skólastelpa þegar formaður bænda útskýrði landbúnaðarkerfið.

Hér er svo frétt Vísis, um þetta sama viðtal.

Hverju átti Ingibjörg og Samfylkingin von á?  Að samtök bænda stykku upp, "klöppuðu saman lófunu, myndu reka fé sitt úr móunum" og senda inntökubeiðni í Samfylkinguna.  Auðvitað koma þessar tillögur illa við bændur.  Það þarf tillögur sem koma illa við bændur.  Hinn almenni íslendingur er orðinn þreyttur á því að greiða fyrir íslenskan landbúnað, og það sem meira er þeir hafa ekki áhuga á því að greiða lægra verð á "kassanum" ef það þýðir að hann þurfi að borga bændum meira í formi skatta.  Neytendur (kjósendur) vilja lægra matvælaverð. PUNKTUR.

Það þarf að afnema vörugjöld, kvóta og tolla af landbúnaðarvörum.  Ég held þó að ekki sé raunhæft að gera þetta á tæplega tveimur árum.  Réttara væri að stefna á því að afnema tolla og vörugjöld á 5 til 6 árum og aðrar greiðslur til bænda á u.þ.b. 10 árum.

Auðvitað leggst íslenskur landbúnaður ekki niður, hann fer ekki í rúst, þó að þessi vernd verði af honum tekin, en hann mun og þarf að dragast verulega saman.  Mjólk verður varla flutt inn, ekki flytja íslendingar inn skyr, gæðakjöt verður alltaf eftirspurn eftir, þó að framleiðsla þurfi án efa að dragast saman.  Sömu sögu er að segja af kjúklinga og svínarækt, ég hef ekki trú á að hún leggist af, en skreppur án efa mikið saman.

En Ingibjörg ætlar að halda öllum góðum, lofar neytendum miklum lækkunum, en ætlar jafnframt að lofa bændum öllu fögru.  En bændur skilja að það þarf að brjóta egg til að búa til eggjaköku.  Ingibjörgu og Samfylkingunni virðist sú staðreynd ekki alveg jafn ljós.

Ef Samfylkingin virkilega meinar það sem hún segir um lækkun matvælaverðs, ekki bara að neytendur eigi að borga "brúsann" á annan hátt, þarf hún að viðurkenna staðreyndir:  Hagsmunir neytenda og bænda fara ekki saman í þessu máli, og það er rökrétt að fórna hagsmunum bænda.

En líklega fara margir stuðningsmenn Samfylkingar að óska þess að flokkurinn kynni ekki fleiri stefnumál, fyrst var það umhverfisstefnan og svo þetta.  Þeir telja líklega að flokkurinn megi ekki við fleiri "stefnumálum".

Hér er líka tengill á Kastljós dagsins, en þar mætti Ingibjörg Árna Mathiesen og er heldur rólegri orðin en um morgunin.

Ég hef bloggað áður um landbúnað, það má lesa t.d. hér og hér.


mbl.is Formaður LK gagnrýnir hugmyndir um afnám tolla af innflutt matvæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtin sagnfræði, eða er eitthvað annað haft að leiðarljósi?

Ég er ekki áskrfandi að tímaritinu Þjóðmálum (hvað skyldi það nú annars kosta hingað til Kanada) og hef ekki tök á því að kaupa það í verslunum.  Ég hef því fylgst með þeirri umræðu sem grein Þórs Whitehead hefur ollið úr fjarlægð.

Fljótlega varð það áberandi í umræðunni að þetta hlyti að hafa verið leyniþjónusta Sjálfstæðisflokksins eingöngu.  Menn sögðu að þessi eða hinn hefði ábyggilega ekki vitað af starfseminni, þar voru nefndi menn eins og Hermann Jónasson, Ólafur Jóhannesson og hugsanlega einhverjir fleiri.

Því langar mig til að benda þeim sem áhuga hafa á þessum umræðum á nýjasta pistilinn á www.andriki.is.  Þar segir m.a.:

"Já hvað vissu þessir menn? Eina vísbendingu fá finna í grein eftir Þór Whitehead prófessor sem birtist í nýjasta hefti Þjóðmála og var raunar tilefni fréttarinnar og viðtalsins. Á fyrstu síðu greinarinnar segir Þór meðal annars:

Sannast sagna eru nú liðin tæp sjötíu ár frá því að Hermann Jónasson forsætis- og dómsmálaráðherra fól lögreglustjóranum í Reykjavík að koma upp „eftirgrennslanakerfi“ í Reykjavík í aðdraganda styrjaldar í 1939. Þetta var einn liður í áætlun Hermanns um að efla lögregluna til mótvægis gegn kommúnistum og nasistum, sem hér gengju erinda flokksríkjanna þýsku og sovésku og ógnuðu innra öryggi landsins.

Hermann Jónasson var auðvitað sakaður um eitt og annað á sínum ferli. En að hann hafi stofnað leyniþjónustu Sjálfstæðisflokksins, það er alveg nýtt."

Pistilinn í heild má finna hér.

Nú hef ég eins og áður sagði ekki Þjóðmál undir höndum (líklega verð ég að gera eitthvað í því), en ég treysti því fullkomlega að rétt sé farið með textann á síðu Andrikis.

Því hlýtur að vakna spurningin:  Hvernig stendur á því að sagnfræðingur kemur í fjölmiðla og heldur því fram að um sé að ræða leyniþjónustu Sjálfstæðisflokksins?  Það þykir mér alla vegna skrýtin sagnfræði.  Eða varð sagnfræðin að víkja að þessu sinni fyrir öðrum markmiðum?


mbl.is Vísir að leyniþjónustu á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennan horfin

Þá er spennan horfin hvað varða Sjálfstæðisflokkinn í þessu kjördæmi.  Fullyrða má með nokkurri vissu að þetta þýði að 2 fyrstu sætunum sé í raun ráðstafað, hvort sem um verður að ræða prófkjör eða uppstillingu.

En þetta er ekkert til að nöldra yfir, Þorgerður í 1. og Bjarni í 2. þetta er gríðarlega sterk forysta.  Nú er bara að byggja á þessu og búa til sterkan sigurstranglegan lista.  Sjálfstæðisflokkurinn hefur gríðarsterka stöðu í "kraganum" en það er vissulega sóknarfæri, enda bætist 1. þingmaður við í pottinn.

Ég held að þetta hafi verið skynsamleg ákvörðun hjá Bjarna, þó að það hafi ábyggilega verið freistandi fyrir hann að sækja á "toppinn", er þetta skynsamlegt og kemur til með að festa hann í sessi.  Oft má komast á leiðarenda án gassagangs.

En þetta þýðir að prófkjörsspennan í "kraganum" færist alfarið yfir á Samfylkinguna, en þar verður án efa hörð og óvægin barátta.  Blogga ef til vill meira um það seinna.


mbl.is Sækist eftir öðru sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djöfullinn í ýmsum myndum og sést víða

Djöfullinn virðist vera nokkuð algengt umræðuefni í bandarískum fjölmiðlum þessa dagana.  Ræða Chaves, forseta Venezuvela hefur vakið mikla athygli, en hann virðist fylgja þeirri stefnu sem er nokkuð algeng í umræðum á internetinu, að sá sem notar "stærstu" orðin sé mesti "töffarinn".

Hann hefur enda mikið fylgi á internetinu og virðast margir vinstrisinnarnir vart vatni halda yfir honum. Sem "cultfígúra" kemur hann fram á réttum tíma til að taka við af Castro, sem vissuelga má muna sinn fífil fegri.

Persónulega gef ég ekki mikið fyrir svona "rökræður" og finnst árangursríkara að halda sig við hófsamari stíl. 

En "djöflaræða" hans á þingi Sameinuðu þjóðanna hefur vissulega vakið athygli.  Hér  og hér má sjá viðtöl við Chaves í Time.  Hér er smá grein um Chaves og djöfulinn.

En það eru vissulega fleirum en Chavez tamt að tala um djöfulinn og sjá hann jafnvel í öðru hverju horni.  Þannig telur trúarofstækismaðurinn Jerry Falwell að Hillary Clinton muni vekja sterkari viðbrögð heldur en djöfullinn ef hún býður sig fram til forseta.  LA Times voru með frétt frá fundi Falwell.

Persónulega verð ég að segja að þeir sem sífellt eru að tala um "djöfullinn" og að "guð" sé þeirra megin í baráttunni (sama hver hún er)  finnst mér að öllu jöfnu ekki merkilegir "pappírar". 

Einhvern veginn tengi ég slíka menn alltaf við loddara sem eru að reyna að spila á fáfræði fólks.


Annasöm helgi - Gamall draumur rætist

Helgin hefur verið nokkuð annasöm hér að Bjórá.  Það byrjaði á föstudaginn, en þá átti konan afmæli, sem auðvitað þýddi ýmsa snúninga, bæði blómabúð og svo þurfti að auðvitað að finna gjöf.  Eins og oftast áður beið ég með það þar til samdægurs, enda ég vonlaus í því að fela hluti.

Við höldum síðan upp á afmælið á laugardaginn, buðum heim fólki og áralangur draumur minn rættist, en það var að elda kalkún, af sverari gerðinni.  Fyrr í vikunni festi ég því kaup á rétt tæplega 8 kílóa kalkún og beið þolinóður með hann í ísskápnum þangað til á laugardaginn.  Þetta er enda þolinmæðisvinna, tók ríflega 5 tíma að steikja hann.  En það var í nógu að snúast á meðan, það þurfti að græja sætu kartöflurnar, skera þær í báta og setja í ofninn, búa til Waldorf salat (alltaf þegar ég bý það til, dettur mér í hug Monty Python og svo aftur Fawlty Towers) sjóða hrísgrjón og steikja með sveppum, beikoni og fleira góðgæti og sjóða niður trönuber og bláber fyrir sósu.

En allt þetta umstang borgaði sig og tókst ljómandi vel og verður þetta ábyggilega ekki í síðasta skiptið sem kalkúnn ratar á borðið hér að Bjórá.

Sunnudagurinn var þó heldur rólegri, fór snemma með foringjann í langan göngutúr með viðkomu á góðum leikvelli.  Undum okkur þar lengi dags, komum síðan heim seinnipartinn. 

Ég fór að slá lóðina, og eftir það þurfti að huga að því að matreiða kalkúnaafganga, þetta er ekkert síðri matur daginn eftir.

Núna er klukkan ríflega 11 og ég er að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fá mér ís


Hamagangur í prófkjörstíðinni - Eru kjördæmin of stór?

Nú þegar hillir undir lok "sláturtíðar" á Íslandi styttist óðum í aðra tíð, prófkjörstíðina.  Sú tíð lítur út fyrir að verða meira spennandi en oft áður.  Þegar hafa komið fram margir frambjóðendur, en það sem drífur þá af stað er að meira er af "lausum sætum" en oft áður.

Eins og oft áður beinist mesta athyglin að Reykjavíkurkjördæmunum, en það er útlit fyrir feykiharða baráttu í öðrum kjördæmum.  Eitt af þeim kjördæmum sem spennan er að aukast í er Norðausturkjördæmið.  Kjördæmið er ákaflega víðfemt, og gerir það uppstetningu lista frekar erfiða, þar sem ólík sjónarmið og byggðalög sækjast eftir áhrifum.  Þessi togstreita á ábyggilega eftir að verða nokkuð sýnileg í þessari baráttu.  Sérstaklega hefur mörgum akureyringnum þótt þeir bera skarðan hlut frá borði. 

Það er því ekki að undra að það heyrist æ oftar að kjördæmið sé of stórt.

Það eru fyrst og fremst listar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem verið er að velta vöngum yfir þessa dagana.  Sú tilkynning Halldórs Blöndals að hann sækist ekki eftir því að leiða listann , hefur opnað prófkjörið upp á gátt, ef svo má að orði komast.

Arnbjörg sækist að sjálfsögðu eftir því að leiða listann, en það má telja nokkuð víst að fleiri verði um hituna, og kemur þá að sjálfsögðu Kristján bæjarstjóri fyrst upp í hugann.  Það má telja nokkuð víst að umræðan á eftir að fara inn á þá braut, í það minsta að hluta til, að það þurfi akureyring í efsta sæti.  Vægi Akureyrar er svo mikið í kjödæminu, þar er atkvæðamagnið. 

Það gæti því orðið verulega erfitt fyrir þingflokksformanninn að ná fyrsta sætinu.

Í síðustu byggðakosningum greiddu u.þ.b. 75% fleiri atkvæði á Akureyri en í öllum sveitarfélögunum á Austurlandi.

Það er að mörgu leyti það sama upp í teningnum hjá Samfylkingu, þar kljást núverandi leiðtogi Kristján Möller, frá Siglufirði  og Benedikt Sigurðarson frá Akureyri (með afar sterka tengingu í Þingeyjarsýslur) um fysta sætið, og Einar Már (sitjandi þingmaður) og Lára Stefánsdóttir (frá Akureyri) um annað sætið.

En það eru vissulega hættur.  Hvað ef Benedikt hefur fyrsta sætið og Lára annað?

Það er ljóst að það væri óskastaða fyrir Framsóknarflokkinn, sem sótti drjúgt af atkvæðum í síðustu kosningum með ungum frambjóðendum og vann stórsigur, fékk fjóra menn kjörna.  Birkir (frá Siglufirði) og Dagný (frá Eskifirði) yrðu í mun vænlegri stöðu til að verja stöðu sína, ef frambjóðendum af "þeirra svæðum" hefði verið "hafnað" af öðrum flokkum.  Ég held að það sé ljóst að þeir eiga verulega undir högg að sækja, mér þætti ekki ólíklegt að þeir enduðu í 2 mönnum. En veikleiki Framsóknarflokksins er líka Akureyri.  Ég held að fáir Akureyringar líti á Valgerði sem "sinn" frambjóðenda þó að hún sé úr Eyjafirðinum.  Framsóknarmenn hljóta líka að minnast þess skells sem þeir fengu í kosningunum á Akureyri, síðastliðið vor.

En það eru margir möguleikar í stöðunni og erfitt að spá. Enn er langt í að listarnir verði klárir og kosningabaráttan er öll eftir.  Eins og ég met stöðuna núna, eru það Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sem hafa sóknarfærin.  Samfylking á þó mikið undir því hvernig spilast úr "umhverfisstefnunni" fram að kosningum. 

En hvernig sem útkoman verður og því lengur sem ég velti þessum málum fyrir mér, því rökréttara verður í mínum huga að hafa kjördæmin fleiri og smærri.


mbl.is Benedikt Sigurðarson stefnir á fyrsta sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Predikið hvað sem er - en á eigin kostnað.

Ég var að enda við að lesa stórgott blog Atla Rúnars Halldórssonar.  Þar fjallar hann um predikun í Laugarneskirkju.  Þetta vakti forvitni mína nóg til þess að ég fór og hlustaði á hluta messunnar. 

Ekki læt ég það fara í taugarnar á mér hvaða skoðun ríkiskirkjan eða einstakir sálnaveiðarar hennar hafa á einstökum málum eða framkvæmdum, þó að vissulega sé það æskilegt að þeir fari rétt með eins og Atli bendir á í bloggi sínu.  Klerkar jafnt sem ayatollar hafa rétt eins og allir aðrir fullan rétt til að tjá skoðanir sínar og er ekkert nema gott um það að segja.

Hitt er svo annað mál að það er það er rétt að ríkiskirkjan og klerkar hennar standi sjálf straum af rekstri sínum og kynningu á baráttumálum sínum.

Það er ekki nema sanngjörn krafa íslendingar hætti að hafa ríkiskirkju, það verði skilið á milli ríkis og kirkju.

Það væri heldur ekki óviðeigandi að stofnun sem er rekin fyrir almannafé, eins og ríkisútvarpið myndi hætta að útvarpa messum um hverja helgi, kirkjan ætti sjálf að geta rekið útvarp og séð um sína útbreiðslu.

Hér má svo sjá frétt ruv.is um málið og þar má finna hlekk inn á "Kárahnjúkapredikunina".


Það er sama hvaðan gott kemur

Það er vissulega rétt að það þarf að lækka matvælaverð á Íslandi.  Um það hef ég skrifað hér oftar en einu sinni.  Þessar tillögur Samfylkingarinnar eru ágætar.  Ef til vill má segja að það sé nokkuð skarpt í farið, en það er heldur ekki eftir neinu að bíða.

Það þarf að rjúfa þá verndarmúra sem umlykja íslenskan landbúnað.

Það er líka tímabært að fara að líta á búskap sem hvern annan rekstur, jafn sjálfsagt og það er að einhverjar atvinnugreinar geti þurft á aðstoð að halda í takmarkaðan tíma, er það óviðunandi hugsun að einhver atvinnugrein njóti árlegra styrkja um ótakmarkaðan tíma.

Það hefur líklega sjaldan verið auðveldara fyrir bændur að bregða búi.  Verð á jörðum er tiltölulega hátt og það er gríðarleg eftirspurn eftir vinnuafli á Íslandi. 

Það hlýtur að teljast þjóðhagslega hagkvæmt að þeir sem nú starfa í greinum sem þurfa gríðarlegan fjárhagslegan stuðning frá almenningi snúi sér að greinum sem geta staðið sjálfar og skila raunverulegum verðmætum.

Það er líka þarft að bæði Samfylkingin og almenningur geri sér grein fyrir því að lækkun matvælaverðs er ekki tengd inngöngu í ESB, árangri í viðræðum um tollaniðurfellingu úti heimi, eða nokkru öðru.

Lækkunin er eingöngu tengd vilja íslendinga og íslenskra stjórnmálamanna.

Það er líka rétt að það er ekki þörf á fleiri nefndum til að fjalla um málið.  Eins og ég sagði síðast þegar ég bloggaði um þetta mál, það þarf aðgerðaáætlun og ríkisstjórnin á að koma fram með hana "í gær", ekki seinna en fyrir áramót.


mbl.is Samfylkingin kynnir tillögur sínar um aðgerðir til að lækka matarverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt kjördæmi - Einmenningskjördæmi

Reglulega heyri ég talað um að nauðsynlegt sé að breyta kjördæmaskipan á Íslandi, í núverandi skiptingu felist misrétti.  Oftast er talað um að nauðsynlegt sé að breyta Íslandi í 1. kjördæmi, en einstaka sinnum heyri ég aðrar hugmyndir svo sem að skipta yfir í einmenningskjördæmi.

En er misréttið svo mikið og hvað vinnum við með því að breyta landinu í 1. kjördæmi?  Því verður ekki á móti mælt að með því er öllu misvægi atkvæða eytt, án tafar og umsvifalaust.  Það verður vissulega að teljast nokkuð stór ávinningur, enda misrétti eitthvað sem aldrei er til eftirbreytni.

En hvað tapast?

Það er í sjálfu sér ekkert fast í hendi hvað tapast.  Þó má líklegt telja að mörgum finndist "nándin" hverfa.  Það að bjóða fram einn 63 manna lista (varla yrðu boðnir fram 126 manna listar) fyrir landið er nokkur önnur nálgun, en að bjóða fram 22 manna lista í hverju kjördæmi fyrir sig.  Hætt er á því að pólítískar "stórstjörnur" verði meira áberandi og "héraðshöfðingjum" fækki.  Það gefur einfaldlega aðra "vikt" að skipa 15. sætið, heldur en að leiða listann í sínu kjördæmi, jafnvel þó að það sé "úti á landi".  Hætt er við að fyrstu 5 til 10 mennirnir á hverjum lista einoki fjölmiðlaumræðu, aðrir sitji eftir.

Væri það til bóta að færri raddir heyrðust. 

Minni staðir ættu einnig erfiðar með að gera sig gildandi í prófkjörum.  Flokksfélög á stöðum  s.s. Siglufjirði eða Ísafirði, "vikta" ekki mikið í prófkjöri á landsvísu, en geta haft umtalsverð áhrif í sínu kjördæmi. 

Flestir myndu nú líklega taka undir þegar sagt væri að kjördæmapotið væri af hinu illa og það væri til stórra bóta að útrýma því.  Það er þó ekki hægt að líta fram hjá því að hagsmunamál eru ekki nauðsynlega þau sömu alls staðar á landinu og íbúarnir eru að kjósa sína fulltrúa, ekki bara flokkana sem þeir vilja að séu við völd.  Kjördæmapot, eða ekki, það er líklegt að "rödd" hinna smærri byggða heyrðist mun minna en nú er, ef landið yrði gert að einu kjördæmi.

Því er ég ákaflega efins um að til bóta sé að steypa Íslandi öllu í eitt kjördæmi.  Ég held að "nándin" og fjölbreytnin í pólítíkinni yrði mun minni.  Þingmenn sem víða er kallaðir "backbenchers" yrðu mun fleiri. Ég tel jafnvel nokkra hættu á að áhugi á stjórnmálum yrði minna, enda "nándin" mikilvægur þáttur til að vekja áhuga á pólítík.

Vissulega þarf atkvæðavægi að vera eins jafnt og kostur er, helst hnífjafnt.  En þegar allt er tekið með í reikninginn held ég að fleiri kjördæmi gefi okkur ýmislegt sem verra er að vera án. 

Hvað varðar einmenningskjördæmi, þá gagnast þau vel þar sem aðeins 2. stjórnmálaflokkar starfa, en tæplega þó.  Um leið og fleiri stjórnmálaflokkar koma til sögunnar, eru einmenningskjördæmi líklega versta fyrirkomulag sem hægt er að hafa og í raun hálfgerð afskræming á lýðræðinu.  Stór hætta er á að meirihluti kjósenda í hverju kjördæmi sé í raun án fulltrúa.  Jafnframt er hætta á því að minnihluti kjósenda nái hreinum meirihluta, eða jafnvel að flokkur sem lendir í 2. sæti í atkvæðamagni, hafi flesta fulltrúana.

Einmenningskjördæmi er því að mínu mati ákaflega slæmur kostur.  Því miður er það fyrirkomulagið sem við búum við hér í Kanada.

Ég bendi hér á frétt úr Globe and Mail, þar sem fjallað er um nýafstaðnar kosningar í New Brunswick, og hvernig einmenningskjördæmi getur leikið lýðræðið.

Hér eru líka til samtök sem berjast fyrir hlutfallskosningu, þau heita Fair Vote Canada og hér má sjá umfjöllun um sömu kosningar á heimasíðu þeirra.


Páfi, trúarbrögð og málfrelsi

Mikið hefur verið fjallað um ummæli páfa um trúarbrögð múslima og hefur eins og oft áður sitt sýnst hverjum.  Sjálfum er mér svo sem nokk sama hvort að trúaleiðtogar deila sín á milli, enda telst það ekki nýtt.  Ég er þó eindregið þeirrar skoðunar að menn, trúarleiðtogar eða ekki, eigi að hafa tjáningarfrelsi.  Að sjálfsögðu fylgir ábyrgð frelsinu og æskilegt er að menn reyni að lifa í sátt við meðbræður sína.

En ofsafengin viðbrögð margra múslima hafa verið megin fréttaefnið, en þau eru ekkert nýtt.  Þeirra viðbrögð teljast því miður varla til tíðinda, einstaklingar sem margir virðast telja sig tala í nafni Islam, þykjast gjarna telja sig umkomna að dæma einstaklinga til dauða, eða hóta eða beita ofbeldi.

Ég vil vekja hér smá athygli á ágætri grein á vef Spiegel, sem fjallar einmitt um þetta málefni.

Þar má m.a. lesa eftirfarandi:

"Twenty years ago in the German city of Bremen, Dutch comedian Rudi Carrell's life depended on police protection. His offense? In a satirical program on German television, he let fly with a lewd joke about the then leader of the Iranian revolution Ayatollah Khomeini. Mass demonstrations in Iran -- orchestrated, no doubt, by the government -- were the result. The threats of violence led to an apology by Carrell, and he never again made a joke about any Muslim -- at least not on television.

In February 1989, the Ayatollah then released a fatwa calling for the murder of Salman Rushdie for his novel "The Satanic Verses." The book, he and other Muslim leaders claimed, was a grave misrepresentation of Islam. Rushdie's Japanese translator lost his life as a result of the fatwa and Rushdie himself went into hiding, though the Iranian leadership distanced itself from the fatwa in 1998. There remain, however, a number of fanatical Muslims who yearn to see Rushdie dead.

Feminist and Islam critic Ayaan Hirsi Ali, the former Dutch parliamentarian who recently left Holland, also lives under threat of murder. In addition to a number of interesting books about the oppression faced by women in the Muslim world, she also wrote the screenplay for the short film "Submission." In one scene, a verse from the Koran -- demanding that women bend to the will of their husbands -- is projected onto a woman's naked body. The film was provocative, and the filmmaker Theo van Gogh paid for it with his life. He was killed on the streets of Amsterdam by a Muslim fanatic."

"One thing should be kept in mind, however: The often violent protests that erupted in the Muslim world in the wake of the cartoon controversy have often been manipulated and fuelled by Islamists. The bile currently being flung at the pope is no different."

"Bending to this demand would be a mistake -- indeed it would be tantamount to turning one's back on freedom of expression and opinion. What will come next? Perhaps a complaint that Allah feels insulted by the numerous European women who don bikinis during a summer trip to the beach. It could be anything really -- militant Islamists will always find something. But the response needs to be firm. Freedom of speech, after all, is a vital value and needs to be defended. Any attempt to make political speech hostage to some imagined will of God must be resisted."

"And there's no reason to respond to every presumed insult. Consider an example from Denmark. Recently, a paper there published a number of rather tasteless Holocaust cartoons which had been shown in Tehran. The reaction of Copenhagen's rabbi was instructive when considered against the bloody response to the Muhammad cartoons -- outrage which ended up costing lives. When asked if he would call for protests, the rabbi merely said: "You know, I've seen worse.""

Greinina í heild má finna hér .

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband