Gott hjá Gulla

Ég held að það sé hið besta mál að Guðlaugur Þór bjóði sig fram í annað sætið.  Það væri ekki æskilegt að þingmenn röðuðu sér í sætin, svona rétt eins og síðast, reyndu að skondra fram hjá því að keppa hvorn við annan og hækkuðu ekki á listanum nema þegar einhver "gangi fyrir björgin".

Auðvitað eiga þeir að sækja upp á við.  Það er ekkert rangt að sýna að menn hafi metnað, sækist eftir meiri ábyrgð og séu til í slaginn.  Ég lít svo á að í prófkjöri keppi allir við alla, enda hafa þeir sem greiða atkvæði frelsi til að raða þeim sem bjóða sig fram eftir eigin vali, burtséð frá því á hvaða sætum frambjóðendur hafa áhuga.

Það er hins vegar mikilvægt að allir taki niðurstöðunum með jafnaðargeði, því eins og ég hef áður sagt hér á blogginu, hafa kjósendur alltaf rétt fyrir sér.

Það fyrsta sem ég gerði hins vegar eftir lestur þessarar fréttar var að leita að heimasíðunni og vil hvetja Gulla til að hressa þar aðeins upp á innihaldið.


mbl.is Guðlaugur Þór býður sig fram í annað sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband