3. mánuðir í lífi stjórnmálaflokks

Þessi frétt á NFS er þess eðlis að það verður að halda henni til haga, ég hvet alla til þess að horfa á hana.

Þetta eru vissulega snögg stefnuskipti hjá Samfylkingunni, svo snögg að frammámenn í flokknum ná ekki að fylgja með henni og margir virðast þeirrar skoðunar að pláss sé fyrir "aðeins eina" stjóriðju til viðbótar og það auðvitað í þeirra eigin kjördæmi.

Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að verðandi frambjóðendur Samfylkingarinnar útskýri skoðun sína í þessum efnum.  Eru þeir fylgjandi stoppi á stóriðjuframkvæmdum?  Eða er pláss fyrir "eina stóriðju"?  Hvar ætti hún þá að vera?  Á að hætta við stækkun álversins í Straumsvík?

Hver er t.d. Skoðun Árna Páls Árnasonar?  Þórunnar Sveinbjarnardótur?  Tryggva Harðarsonar?  Gunnars Svavarssonar? Benedikts Sigurðarsonar?  Kristjáns Möller?  Láru Stefánsdóttur? Katrínar Júlíusdóttur?  Valdimars Friðrikssonar? Önnu Kristínar Gunnarsdóttur?

Þetta hlýtur að verða stórt mál í komandi prófkjörum og ekki síður í kosningunum í vor.  Það er sanngjörn krafa að frambjóðendur skýri afstöðu sína til umhverfisstefnu flokksins síns.

 

 


mbl.is Árni Páll Árnason býður fram fyrir Samfylkingu í Suðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Flott skrif hjá þér - mikið innilega erum við sammála. :) Var einmitt að blogga um þetta sama einmitt hjá mér áðan. Nauðsynlegt að hamra vel á þessu.

kv. Stebbi

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.9.2006 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband