Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

Grænmetis erfðagripir..... "retró" grænmeti".

Upp á síðkastið hefur mikið verið rætt um erfðabreytt matvæli, kosti þeirra og galla.  Þó að ég sé fylgjandi erfðabreyttum matvælum er ég þeirrar skoðunar að það borgi sig að stíga varlega til jarðar, og vissulega þarf að hafa eftirlit með því sem er gert.

Lang best er auðvitað að rækta sitt grænmeti í garðinum, en það er ekki öllum kleyft.

En ég rakst á forvitnilega grein um "retró" grænmeti á macleans.ca, sem mér datt í hug að vekja athygli á.

Smá sýnishorn:

"Given all of the recent talk of genetically modified "Frankenfoods," people could be forgiven for running screaming from a lime green cauliflower, a black-and-yellow watermelon, or purple string beans. But what they may not realize is that these "heirloom" fruits and vegetables reveal what produce used to look like -- before we started standardizing it. Carrots, for instance, have not always been orange. In nature, they're also red or purple or white -- and they're just as likely to be spicy as sweet. Over the past 50 years, thanks to modern farming techniques, North American consumers have lost touch with the white peaches, tart "lemon cucumbers," and chocolate-tinted tomatoes that our grandparents enjoyed."

"Of course, heirlooms' thin-skinned nature makes them tricky to transport and store, driving up costs. They can be up to three times as expensive as conventional produce. "Our customers really like Brandywine tomatoes," says Aron Bjornson of Capers Community Markets, a chain of Vancouver organic food shops, "which can be difficult for us because sometimes they're a bit soft." Instead of working with a wholesaler, Capers deals directly with growers -- a network of about 50, in B.C.'s Lower Mainland -- offering a wide variety of peppers, tomatoes and apples."

En greinin í heild má finna hér.  En hún er auðvitað takmörkuð, og er rétt að hvetja áhugafólk til að leita frekari upplýsinga um uppruna margra grænmetis og ávaxtategunda.  Hvernig var til dæmi gulrófan búin til?


Líbanon - Tvöfaldur ríkisborgararéttur

Mál málanna undanfarna daga hér í Kanada hefur verið átökin í Líbanon, og þeir kanadísku ríkisborgarar sem þar voru staddir þegar átökin brutust út.

Hér sýnist að sjálfsögðu, líklega eins og víðast hvar annars staðar, sitt hverjum.

En eins og oft áður þegar deilur eru annars vegar vakna ýmsar spurningar.  Til dæmis:  Hvers vegna leyfir Líbanon stjórn skæruliðum að starfa að því er virðist óáreittum innan sinna landamæra?  Hvers vegna er ekki Líbanski herinn notaður til að halda Hezbollah í skefjum, þannig að líbanskt landssvæði sé ekki notað til árása á annað ríki?

Þó að rétt sé að taka fram að ég finn alltaf til samúðar með óbreyttum borgurum, sama hvar þeir eru staddir, þegar átök brjótast út, þá verð ég að segja að mín skoðun er einnig sú að Ísrael hafi fullan rétt til að verja sig og sína.

Trú "alþjóðasamfélagsins" á því að það sé hægt með þvílíkri nákvæmni að óbreyttir borgarar séu óhultir eru of mikil að mínu mati.  Því miður er hernaður enn, og verður líklega alltaf, nokkuð ónákvæmur og "subbulegur".

Önnur spurning sem vaknar er líka sú, hvers vegna "alþjóðasamfélagið" býður ekki Líbanon aðstoð sína við að ná tökum á og ýta burt þeim öflum sem nota landið til árása á önnur ríki?  Með öðrum orðum hjálpa stjórnvöldum í Líbanon að ná völdum í landinu.

Á meðan Líbanon er notað til árása á Ísrael, hlýtur að teljast eðlilegt að Ísrael ráðist á Líbanon, eða hvað?

Það sem hefur einnig verið nokkuð rætt um hér í Kanada er tvöfaldur ríkisborgararéttur og hvernig stóð á því að á milli 40 og 50 þúsund kanadískir ríkisborgarar voru staddir í Líbanon þegar átökin btutust út.  Stjórnmálamenn reyna þó að halda sig frá þessari umræðu enda um viðkvæmt mál að ræða.

Auðvitað var þó nokkuð um venjulega ferðamenn, en mjög stór hluti var einfaldleg Líbanir sem bjuggu í Líbanon, en hafa bæði líbanskan og kanadískan ríkisborgararétt.  Sitt sýnist hverjum hvaða skyldum Kanadamenn hafa við þá sem hafa ef til vill aðeins búið í Kanada í 3 til 5 ár, fyrir nokkuð löngu síðan, og síðan hafa í raun flust aftur til heimalands síns.  Sumum þykir kanadískur ríkisborgararéttur vera í raun nokkuð "útþynntur" með þessum hætti.

En dálkahöfundurinn Jeffrey Simpson ritaði eftirfarandi í dálk sinn í Globe and Mail:

"We seem to believe that, because a person carries a Canadian passport, that person thinks of himself as a Canadian and has an absolute right to assistance from the Canadian government while outside Canada. Both beliefs are false, and potentially dangerous.

It is worth at least asking whether we have made the acquisition of Canadian citizenship so easy -- divorcing it, once acquired, from residence in the country -- that we have spawned legions of citizens of convenience. We know that thousands of people worked in Canada, earned their pension time here, and live elsewhere clipping Canada Pension Plan coupons.

There's nothing illegal or inherently wrong with that -- retired Americans in Canada keep getting their Social Security cheques. But there are a lot of other people holding Canadian passports around the world whose attachment to this country -- measured at least by time spent here -- is, shall we say, somewhat more limited.

We should also understand that a dual citizen in another country is not always considered a Canadian. For example, a holder of Iranian and Canadian passports, or Syrian and Canadian passports, is not considered by the authorities in those countries to be a Canadian, but rather an Iranian or Syrian."

Dálk Simpson´s má finna hér.


mbl.is Ríkisstjórn Líbanons í raun orðin valdalaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðir eru menn verðlaunanna

Það lifir auðvitað enginn á verðlaununum einum saman, en það hlýtur hins vegar að teljast jákvætt þegar eftir fyrirtækjum er tekið, sérstaklega þegar það er fyrir góða og breiða þjónustu.

Það er því rétt að óska þeim Avion mönnum til hamingju, þetta hlýtur að hjálpa þeim í áframhaldandi sókn á erlendum mörkuðum og sýnir einnig að nokkru leyti hverju "íslenska útrásin" getur áorkað og hverju hún er megn að skila. 

Það skiptir miklu máli fyrir íslendinga alla að íslenskum fyrirtækjum gangi vel á erlendri grundu, enda kemur sívaxandi hluti gjaldeyristekna íslendinga til af "útrásinni".


mbl.is Business Britain Magazine velur Avion Group besta alhliða þjónustufyrirtækið á sviði flutninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggað að Bjórá

Þá er bloggið farið að berast frá Bjórá.  Tæknimaður kom hér í gær og lagði lagnir um allt hús, boraði og hamaðist í eina 5 tíma.  Lagði nýjan streng úr staurnum og gerði allt sem ég bað um.  Lagði eina 3 nýja símatengla, færði sjónvarpstengilinn, lagði nýjan internettengil og tékkaði á því að þetta virkaði allt saman. 

Ég var frekar "impóneraður" með upphafið á þjónustunni og vona að þetta haldi áfram með þessum hætti.  Gaukaði að manninum einni "rauðri" og annari "hvítri" bara til að þakka fyrir mig.

Fínn hraði á netinu, og ekki yfir neinu að kvarta, alla vegna ekki enn.  Nú þarf ég bara að fara að kaupa mér nýja vél og þá verður allt eins og blómstrið eina í þeim efnum.

Annars er allt bærilegt af okkur að frétta, stór hluti af dótinu er þó enn í kössum, en það lagast vonandi á næstu dögum.  Búinn að setja upp hillur og skrúfa þær við vegginn, þannig að engin hætta sé að foringinn velti þeim um koll.  Næsta skref verður líklega að setja ljós þar sem vantar, á stofuna og ganginn, þá fer þetta að líta þokkalega út.

Fengum nýja dýnu senda heim fyrir nokkrum dögum, hún er engu lík sem ég hef sofið á áður, hreint einstök, gæðavara frá Stearns & Foster, get svo sannarlega mælt með þessari, dýr en vel þess virði.

Svo þurfti auðvitað að kaupa sláttuvél, sænsk gæðaframleiðsla frá Flymo varð fyrir valinu.  Handknúin sláttuvél er rétta græjan fyrir mig, gott að reyna örlítið á sig stöku sinnum.  Merkilegt nokk fann ég ekkert um græjuna á heimasíðu Flymo, þar er eingöngu fjallað um vélknúnar græjur.

Keyptum líka nýtt pottasett, með "einstakri húð" sem ekkert brennur við á, blanda af keramiki og titanium segja framleiðendurnir, en það virkar, er virkileg "non stick".

Svona hlaða svona flutningar utan á sig, sérstaklega þegar flutt er í stærra húsnæði.

Svo þurfi ég að fara til tannlæknisins í dag. Eftir strangan yfirlestur um notkun tannþráðs var krónunni sem ég var búinn að bíða nokkuð eftir smellt í kjaftinn á mér og lítur bara ljómandi út.

Vegna anna bloggaði ég ekkert um frábæran sigur "Skósmiðsins" á Magny Cours, þetta er allt á réttri leið.  Svo bíð ég auðvitað spenntur eftir að fylgjast með kappakstrinum á Hochenheim.  Það verður spennandi að sjá hvaða áhrif það hefur að fjöðrunarbúnaður sá sem Renault og Ferrari hafa þróað (Renault var á undan) hefur verið bannaður.  Flestir virðast þeirrar skoðunar að það hafi meiri áhrif á Michelin dekkin.

Það er nokkuð ljóst að ef Schumacher nær að sigra á heimavelli, opnast mótið enn frekar. 

Vissuð þið annars að Michael Schumacher var fyrsti þjóðverjinn til að vinna þýska kappaksturinn, það gerði hann árið 1995, þá fyrir Benetton, með Renault vél ef ég man rétt. Númer 2, var svo bróðir hans, Ralf árið 2001, akandi Williams.


Plastið tekur yfir

Það er ljóst að kreditkortin hafa tekið yfir, núna líka í Monopoly.  Sem gömlum spilara þá líst mér vel á þetta og gæti vel hugsað mér að kaupa þessa nýju útgáfu þegar hún kemur á markað hér í Kanada.  Þó að Monopoly sé vissulega spil síns tíma, þá er það samt heillandi og býður upp á ótal möguleika.  Ég þarf líklega þó að bíða nokkur ár, áður en ég get kennt foringjanum að njóta Monopoly.

En þessi breyting er til góðs að ég tel, enda endurspeglar hún raunveruleikann.  Sjálfur nota ég því sem næst aldrei reiðufé, enda þægilegra að nota kreditkortin og með þeim fæst gjarna einhver ávinningur.


mbl.is Matadorpeningum skipt út fyrir kreditkort
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífið að Bjórá .... sími, sjónvarp og internet

... er óttalega ljúft.  Þó er ennþá bloggað úr gömlu íbúðinni.  Internettenging og heimasími kemur ekki að Bjórá fyrr en á þriðjudag.

Það kom þó maður í gærkveldi og tengdi sjónvarps"kapalinn", þannig að sjónvarp er farið að sjást.  En þar sem þörf er á þó nokkru af nýlögnum fyrir síma og internet hefst það ekki fyrr en á þriðjudag.

En fyrir þá sem hafa gaman af að heyra hvernig kaupin gerast á þessarri eyri, þá var eftirfarandi þjóunusta keypt:

72 sjónvarpsrásir, fyrir það er greitt ca. 3.700, ISK á mánuði, en þó fæst 25% afsláttur fyrstu 4. mánuðina.  Valið stendur þó eingöngu á milli tveggja pakka ca 40 rásir fyrir helmingin af upphæðinni, en til að fá formúluna (á tveimur rásum) og History Channel, Discovery og fleira varð að taka stærri pakkann.

Internetteng upp á 6.0 kostar okkur svo 3.800 ISK, með leigu á módemi.  Þetta er heildargjald, þar sem engin hefur heyrt talað um að rukka fyrir niðurhal hér.  Innifalið er 9 netföng, vefsvæði, allir helstu varnir og slíkt.

Með þessum pakka fylgir svo frír heimasími í 9 mánuði, en eftir það kostar hann rétt ríflega 1.700 ISK á mánuði, en rétt er að taka fram að öll "local" símtöl eru innifalin í þeim pakka.

Ef við viljum síðan binda okkur til 2ja ára fáum við 10% viðbótarafslátt af öllum pakkanum.  Ég hafnaði því, sagðist vilja reyna þjónustuna fyrst, en get hringt inn hvenær sem er og látið festa þetta og fengið afsláttinn.

Innifalið er síðan lagnir á sjónvarpi, síma og interneti þangað sem ég vil um húsið.

Persónulega er ég nokkuð ánægður með "dílinn", en vissulega á eftir að sjá hvernig þjónustan reynist.  En þeir sem hafa verið í viðskiptum við þetta fyrirtæki, og ég spurði, báru því þó vel söguna.

 


Góð orka, gott mál

Nú er ég að lesa eldri fréttir, eftir að hafa lítið fylgst með í nokkurn tíma vegna anna við málningu og flutninga.

Það er ánægjulegt að lesa fréttir sem þessa.  Þegar nýting íslenskra auðlinda, vistvæn orka, bætt nýting á auðlindinni og nýting íslenskrar þekkingar fara sama er ekki ástæða til annars en að gleðjast. 

En sú spurning hlýtur líka að vakna til hvers er virkjað?  Til hvers á að nýta orkuna? 

Nú þegar mikið er rætt um stóriðjuframkvæmdir verður að velta þessu fyrir sér, á að stöðva frekari virkjunarframkvæmdir eða hvernig sjá menn fyrir sér að orkan verði nýtt.

Sjálfur er ég fylgjandi stóriðju, tel hana nýtast þjóðarbúinu vel, en að sjálfsögðu með öðru og hef aldrei litið á hana sem annaðhvort eða málefni.

En vissulega væri æskilegt ef nýting íslenskrar orku væri fjölbreyttari en raun ber vitni, alltaf er betra að hafa eggin í fleiri körfum, en hins vegar verður líka að sníða vonir og væntingar að raunveruleikanum.  Á meðan eftirsóknin eftir orkunni er ekki meiri en raun ber vitni, og fyrst og fremst áliðnaðurinn sækist eftir henni, breytist niðurstaðan ekki.  Ja, nema við hættum við frekari virkjanir.


mbl.is Mikil jarðfræðiþekking og bortækni skila góðum árangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flutt

Og þá erum við flutt að Bjórá. Enn sem komið er kemur þó bloggið ekki þaðan, heldur sit ég hér í auðri íbúðinni og hamra á lyklaborðið.  Enn er ekki búið að ganga frá sjónvarps og internetmálum að Bjórá, en það verður vonandi í vikunni.  Það er auðvitað stór spurning hvað öflugan internetpakka verðu splæst í og ekki stíður hvað stóran sjónvarpspakka á að kaupa. Símamálin bíða reyndar líka úrlausnar og er vonin bundin við að þetta verði allt saman leyst í einum pakka.

En þetta gekk allt vel fyrir sig.  Leigðum bíl frá U-Haul og var farið með allt í einni ferð, ja nema alls kyns smádót sem farið var með á fjölskyldubílnum. Laugardagurinn var að vísu heitur, rétt um 30 stig, og jafngilti víst um 35 stigum með rakanum, þeir "köldu" komu sér því vel. 

En á sunnudag og mánudag brast svo á með 35 stiga hita sem jafngilti 43 stigum með rakanum, þannig að við gátum þakkað okkur sæla fyrir að hafa flutt á laugardeginum.  Svona fær maður alltaf litla hluti til að gleðjast yfir.

En ég reyni að bæta úr þessum bloggskorti á næstu dögum......


Lok tímabils

Það eru óneitanlega nokkur tíðindi fyrir innfæddan akureyring að KEA sé ekki lengur á horninu á "Gilinu" lengur.  Reyndar er "Kaupfélagsgilið" nafn sem ekki stendur undir sér lengur og hefur ekki gert um nokkra hríð.

En þetta eru vissulega stór tíðindi, en Kaupfélagið hefur verið að skreppa saman um nokkuð langa hríð, og langt síðan "Kristinn á horninu" og starfsbræður hans stóðu vaktina í hverju hverfi.

Kaupfélagið er þó ennþá til og hverfur varla um sinn, en þetta er gangur tímans en líklega eru margir akureyringar sem sakna kaupfélagsins "síns", en líklega er ekki til þess nokkur ástæða.


mbl.is KEA-merkið farið!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reiðhjólagult, fölar páskaliljur - Fikn, nægtaborð alheimsins.

Núna sit ég hérna heima og er að bíða eftir að konan komi heim, svo ég geti haldið að Bjórá og haldið áfram að mála.  Þó að verkið sé heldur á eftir áætlun er ég þokkalega ánægður með árangurinn.  Ákvað að kaupa málningu frá Behr . Fyrir utan "loftahvítt", urðu litirnir "reiðhjólagult" (bicycle yellow) og "fölar páskaliljur" (pale daffodils) fyrir valinu og koma skratti vel út.  Sérstaklega er ég að verða hrifinn af þeim "reiðhjólagula" á stofuna. 

En hver býr til þessi nöfn? 

En að öðru.  Ég hef þróað með mér nokkrar fíknir upp á síðkastið.  Fyrst ber að nefna Haagen Daz ís, Mayan Chocolate er einfaldlega sá besti sem ég hef smakkað.  Ég er eiginlega nokkuð staðfastur að héðan í frá verði eingöngu borðaður gæðaís á borð við Haagen Daz, eða ég bý sjálfur til ísinn, en það er ekki eins flókið og margir halda.

Hin fíknin er þó ótrúlegt megi virðast ítalskt ropvatn.  San Pellegrino nánar tiltekið.  Einstaklega hressandi og gott vatn.  Helstu önnur hjálparmeðul núna í sumarhitanum eru svo eistneskur og tékkneskur bjór og auðvitað hjálpar ískalt kanadískt hvítvín líka upp á stöku sinnum.

Það er ljúft að geta notið þessara dásemda, sum hver af þeim kominn yfir hálfan hnöttinn. En auðvitað er allt best í hófi, jafnvel ítalskt ropvatn, enda ókolsýrt kanadískt vatn vel viðunandi, svo lengi sem það kemur ekki úr krananum, þá minnir það óþægilega á sundlaugarnar.

Fór líka í pólska verslun hér í gær, keypti pylsur og Prince Polo.  5 "Classic" og eitt grænt, með hnetubragði.  Komst að því að ég er "Classic" maður.  Líklega bendir það til þess að ég sé orðinn nokkuð við aldur, fyrst að svo margt sem mér finnst gott, og man eftir frá uppvextinum, ber orðið aukaheitið "classic", í það minnsta bæði kók og prince.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband