Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

Hoppað á hljómsveitarpallinn

Ef til vill er ég bara nöldurseggur, en einhverra hluta vegna fer svona "bandwagon jumping" örlítið í taugarnar á mér.

Nú efast ég ekki um að tónleikarnir voru vel heppnaðir, ég efast ekki heldur um að Miklatún er ágætlega fallið til tónleikahalds.  Ef ég hef réttar upplýsingar þá styrkti borgin umrætt tónleikahald nokkuð myndarlega, það er í sjálfu sér í fínu lagi mín vegna.

En þó að einkaaðili (í þessu tilfelli hljómsveitin Sigur Rós) hafi staðið að vel lukkaðri samkomu þá finnst mér engin ástæða til þess að "borgarvæða" fyrirbærið.  Það er engan vegin nauðsynlegt að koma þessu fyrir hjá opinberum aðilum.

Auðvitað á borgin að taka vel á móti þeim sem koma fram með svipaðar hugmyndir, eða vilja halda tónleika á túninu, en slíkur undirbúningur er betur komin hjá einkaaðilum.


mbl.is Vilja gera tónleika á Miklatúni að föstum lið í bæjarlífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ófriður - Þriðja heimstyrjöldin hafin eða að hefjast? - Ný orrustutækni - Barnungir hermenn

Það er ekki hægt að neita því að nokkuð ófriðlega horfir í heiminum nú um stundir.  Átök eru víða, má þar til dæmis nefna til sögunnar Líbanon, Ísrael, Afghanistan, Írak, Angóla, Súdan, Sómalíu, ekki er þetta endanlegur listi og má líklega bæta nokkuð hann þó nokkrum svæðum sem hernaður eða önnur átök eiga sér stað.

Því hafa ummæli Newt Gingrich í þætti sem ber nafnið "Meet the Press" vakið nokkra athygli.  Þar sagði Gingrich

"We are in the early stages of what I would describe as the Third World War.  And frankly, our bureaucracies aren't responding fast enough, we don't have the right attitude about this." Missile launches by North Korea, bombs in Mumbai, a war in Afghanistan, a war in Iraq "funded largely by Saudi Arabia and supplied largely from Syria and Iran," terrorist plots in Britain, Miami, Toronto and New York.

I believe if you take all the countries I just listed, that you've been covering, put them on a map, look at all the different connectivity, you'd have to say to yourself this is, in fact, World War III. You've got to understand these dictatorships all talk to each other," he continued. "There's public footage from North Korean television of the Iranians visiting with Kim Jong Il the dictator, and a North Korean missile manufacturing facility. The Iranians have now unveiled a statue of Simón Bolívar in Tehran to prove their solidarity with Venezuela. I mean, these folks think on a global basis."

Fjallað var um ummæli Gingrich´s og fleiri þekktra aðila í ágætri grein í Macleans fyrir stuttu, en þá grein má finna hér.

Sjálfur tala ég ekki um þriðju heimstyrjöldina, alla vegna ekki ennþá, en eins og ég sagði ofar, er ekki mjög friðvænlegt í heiminum um þessar mundir.  Hér á eftir "linka" ég og "kvóta" úr greinum og fréttum sem mér hafa fundist athygliverðar. 

Á vef NYT, rakst ég síðan á grein um þá tækni sem Hezbollah beitir í hernaði sínum gegn Ísrael, fróðleg grein, en baráttuaðferðir þeirra hafa vakið mikla athygli og jafnvel ugg á meðal herstjórnenda.

"Hezbollah spent the last six years dispersing about 12,000 rockets across southern Lebanon in a vast web of hidden caches, all divided into local zones with independent command.

“They dug tunnels. They dug bunkers, they established communications systems — cellphones, radios, even runners to carry messages that aren’t susceptible to eavesdropping,” said one military officer with experience in the Middle East. “They divided southern Lebanon into military zones with many small units that operate independently, without the need for central control.”

To attack Israel, Hezbollah dispersed its fighters with no distinguishing markings or uniforms or vehicles. Fighters access the weapons only at the moment of attack, and then disappear. This makes preventing the attack all but impossible. It is a significant modernization of classic guerrilla hit-and-run tactics. Israel has been unable to significantly degrade the numbers of rockets because of this approach. Hezbollah fired more than 100 a day at the start of this conflict; they are still firing more than 100 a day, despite Israeli bombardment."

"Hezbollah still possesses the most dangerous aspects of a shadowy terror network. It abides by no laws of war as it attacks civilians indiscriminately. Attacks on its positions carry a high risk of killing innocents. At the same time, it has attained military capabilities and other significant attributes of a nation-state. It holds territory and seats in the Lebanese government. It fields high-tech weapons and possesses the firepower to threaten the entire population of a regional superpower, or at least those in the northern half of Israel."

"While Hezbollah has emerged as a new kind of threat, it cannot be forgotten that the network is a creation of Iran, with the support of Syria, and both countries know they cannot attack Israel — or American interests — directly. The Bush administration is debating internally whether the best course of action against Iran and Syria is to negotiate with them, isolate them, or do something stronger."

"Within the Bush adminstration and across the military, a clearer view is emerging out of the chaos in southern Lebanon. It is that nation-states know they cannot directly take on superpowers — either regional or global — without getting their clocks cleaned, and so they use proxies they train and support to take the fight to those superpowers. The fight against groups like Hezbollah requires a strategy for dealing with their sponsors. These networks, Hezbollah included, don’t float around in the ether like free electrons bumping into each other. They alight. They attach themselves to territory. In Afghanistan it was with the full support of the Taliban. In Pakistan, it’s an ungoverned space. In Lebanon, it’s a state within a state. Cut off state support, or eliminate the ability of the networks to survive in ungoverned areas, and they collapse on themselves."

Þessa grein má finna í heild sinni hér.

Loks vil ég benda þeim sem trúa því að ófriðurinn í Líbanon hafi verið fyrirfram skipulagður af Ísrael og Bandaríkjastjórn, á grein sem birtist á vef The London Timas, þar segir m.a.:

"Until now Hezbollah, the Iranian-backed militant group, has refused to reveal much about its response to Israel’s assault. But in an exclusive interview with The Sunday Times yesterday, Sheikh Naim Qassem, Hezbollah’s second in command, spoke out — and attacked Britain for allowing US planes carrying bombs to Israel to transit through a British airport.

“The transportation of American weapons to Israel is a blatant scandal of America’s full involvement in the battle,” he said, “and flying them over London bears large responsibility over Britain. "

"Qassem admitted Hezbollah had been preparing for conflict since Israel withdrew from south Lebanon in 2000. He claimed it had not been convinced that Israel’s aspirations in Lebanon were over, despite its withdrawal.

“The fact that Israel kept the Shebaa Farms (a strip of disputed land on the border), held on to the prisoners and its continuous reconnaissance flights over Lebanon were all indications of its aggressive intentions towards Lebanon,” he said.

Hezbollah’s stockpiling of arms and preparation of numerous bunkers and tunnels over the past six years have been key to its resistance. “If it was not for these preparations Lebanon would have been defeated within hours,” he said.

Hezbollah is believed to be in possession of four types of advanced missile: Fajr missiles with a range of 100 kilometres; Iran 130 missiles with a range of 110km; and Shahin missiles and 355mm rockets with ranges of 150km. He said that Hezbollah will use its weapons to strike deep into Israel should the attacks in Lebanon continue. "

"Qassem said that Hezbollah would not discuss disarmament. It “is not an issue up for negotiation at this stage”, he said. "

Greinina í heild má finna hér.

Rakst líka á nokkuð fróðlegan pistil Andrew Sullivan, á sama vef, hann má finna hér, en þar fjallar hann um hernaðar og pólítíska baráttu í Miðausturlöndum.  Þar kemur meðal annars þetta fram:

"While the world remains understandably transfixed on Lebanon and Israel, one fact bears keeping in mind: more people were killed in Iraq in the past two weeks than in Israel and Lebanon combined."

"But it has entered others’. The Saudi Arabian elites are rattled. All the Sunni powers are unnerved. The Hezbollah provocation, sponsored and armed by Iran, is dangerous in itself. Combined with the developments in Iraq, it presages a real and new shift in power. If Tehran gains a Shi’ite mini-state with vast oil reserves in Iraq, if its nuclear programme continues unchecked, if its proxy fighters in Lebanon continue to show the tenacity and barbaric targeting of civilians that they have demonstrated so far, we have the makings of a war in the Middle East with Iran as the central player, vowing to rival Al-Qaeda as the spearhead of the new caliphate.

The Israelis are aware of this because their survival depends on it. Their elimination as a people and a nation is a central tenet of Hezbollah’s and Tehran’s ideology. That is why their response in Lebanon, however awful the collateral civilian deaths and injuries, and however unsettling to the region, is rational from their point of view. It is disproportionate only if you ignore the existential threat that they increasingly face.

In an irony of history, Bush’s bungled, unserious Iraq occupation has given the Shi’ite Islamists an opportunity. In southern Lebanon they have opened a polarising second front. In southern Iraq they are gaining a new and potentially deadly base of operations. From that base, their true intentions will shortly become clearer. And the future darker. "

Það var annar ágætis pistill á vef The London Times, sá eftir 
"If this is the third world war, we’re losing it"

Eftirfarandi "klausur" má finna þar: 
"The idea of the “Islamo-fascist” enemy makes a great soundbite but in reality leaves something to be desired. Certainly Michael Aflaq, founder of the Ba’ath movement that came to power in Iraq and Syria, was an admirer of Hitler. But he came from a Christian family and his movement was militantly secular. A Ba’ath fascist like Saddam Hussein may exalt the use of violence but that does not make him an Islamist — as his Shi’ite victims can bitterly attest.

Bashar al-Assad of Ba’athist Syria is allied to theocratic Iran by opposition to Israel and America, not ideology. Israel does face real Islamist enemies who would like to see it “wiped off the face of the earth”, but the Palestinian issue has its own dynamics, its own rights and wrongs. Nor is a Sunni Muslim the same as a Shi’ite."

"That said, there are some things worth defending: democracy and liberal values. And yes, Israel shares them. In Muslim countries there is a real threat from fanatics determined to purge their fellows of any western taint, death cultists who worship only the dark side of religion. They are determined to hit western interests around the world and western civilians whether we choose to fight them or not, although as targets we come second behind their co-religionists.

True, all the intelligence agencies of the West — and Russia as well — made the mistake of assuming that Saddam still had chemical weapons when they had been destroyed after the first Gulf war. But the thought of nuclear weapons in the hands of terrorists or an apocalyptic fanatic like President Ahmadinejad of Iran is enough to make the blood run cold. "

"Some cold warriors saw a single enemy made in Moscow, not realising that Mao’s China and even Tito’s Yugoslavia had their own ambitions. Third World dictators allied to the Soviet Union had their own agendas, too.

Disagreements about how to fight such an enemy are inevitable. Without the benefit of hindsight, if you supported the successful Korean war should you have automatically advocated fighting the communists in Vietnam? If you did should you have tried to play on Sino-Soviet divisions? Did it matter if our allies in the Third World were a sons-of-a-bitch as long as they were our sons-of-a-bitch or should we have made deals with only the purest democrats (as some neoconservatives suggest today)? Apply the analogy to the Middle East, Al-Qaeda, the Iraq war, the Iranian nuclear programme and the Ba’athists. When to fight and when to contain? Are we uniting our enemies instead of dividing them? Certainly an Afghanistan under Taliban rule could not be tolerated. As for Saddam, in my view he should have been toppled a long time before. But even the most belligerent supporters of the Iraq war cannot deny that its opponents have a stronger case today. And Iran is an even trickier proposition. Is the problem the bomb or the regime? We urgently require a synthesis of idealism and realism. "

Loks linka ég hér í grein um barn unga hermenn í Angóla, þar hefur hernaður geysað í langan tíma, þó að það vekji ekki mikla athygli, þessi grein birtist í Washington Times. Átakanleg lesning s.s. :  

"Nicholas, 12, and Ninety, 15, each described being forced to kill other children, with one being forced to join a group of five that was ordered to bite off the skin of a child until the victim bled to death. "

 

 


Farðu austur ungi maður......

Margir hafa eflaust heyrt talað um slagorðið, "Go west young man", eða farðu vestur ungi maður.  Þetta var þegar Bandaríkin og Kanada voru að byggjast og því sem næst ókeypis, eða ókeypis land fékkst á sléttunum.  Það voru margir sem hlýddu kallinu, meðal annars margir íslendingar, en það er þó önnur og lengri saga.

Nú virðast margir þeir sem hafa áhuga fyrir landbúnaði sækja í austurátt, til Rússlands.  Þar hafa bændur og fjárfestar fundið ónýtt landsvæði, gróðurmoldin engu lík, og víðáttan svo mikil og jarðirnar svo stórar að dráttarvélarnar hverfa út við sjóndeildarhringinn og sjást ekki aftur fyrr en eftir 2 klukkutíma.

Ég var að lesa fróðlega grein í The Times, hér eru smá "klausur" úr henni:

"And this 12,000-hectare (30,000-acre) farm in the Penza region in southern Russia is owned not by Russians but by a pair of British investors — the first foreigners to buy agricultural land in Russia.

“It’s just awesome,” Mr Hinchley said, shaking his head in disbelief. “The average British farm is 350 acres. You could fit three of them in this field.” "

"In 1913 Tsarist Russia produced a record 90 million tonnes of grain — a third of global supply at the time. In 1990 output hit a Soviet-era high of 117 million tonnes.

Grain production plummeted, however, after the Soviet collapse, when subsidies dried up and collective farms divided their land and machinery between their workers.

This year Russia is expected to harvest only 75 million tonnes, 3 per cent of the world total, from 10 per cent of the world’s arable land.

The Ministry of Agriculture estimates that Russia has the potential to feed a billion people and yet, with a population of 143 million, it is a net importer of food.

And with the global grain harvest expected to fall short of consumption this year, millions of acres are lying idle in one of the most fertile farming areas on the planet. "

“I was gobsmacked,” said Mr Monk, whose main business is property development.

“It’s just so huge. The tractors disappear over the horizon and don’t come back for two hours. And this soil — you could bag it up and sell it in a garden centre.”

The numbers made sense too: land prices were a fraction of those in Britain and average wages for a tractor driver were just £1,200 a year — a tenth of the British average.

And yet, with the right connections, crops could be sold on the local market at international prices."

"Farming in Russia has its drawbacks. The long, harsh winters limit the yields. There is always the risk that the rouble will devalue again or the Government will renationalise land. Heartland has also stirred resentment among some locals who resent foreigners telling them how to farm their land.

Vassily Nadeyev, the 44-year-old chief agronomist at Heartland, said that Russian farmers could achieve similar results if local banks would only lend them money.

“We can do something too,” he said. “People here are well-trained and educated. Why does the Russian government torture us?” But for the moment, Heartland is a rare success story. “They came here, they invested their money and they have a strong belief in what they are doing,” Mr Nadeyev said. “That shows real courage.”"

Þessa grein má finna í heild sinni hér.


Bjartara yfir

Eftir frekar leiðinlegan og erfiðan föstudag, var gærdagurinn allur annar, allt virtist stefna í rétta átt.  Nokkuð skemmtilegar tímatökur í "múlunni", síðan hringdi verkstæðið, þeim hafði tekist að fá dekk og skipta út undir bílnum okkar.

Síðan kom hér maður í heimsókn til að selja okkur nýja miðstöð, enduðum á því að taka tilboðinu, ný miðstöð, hreinsun á öllum stokkum, nýtt termóstat og þar fram eftir götunum.  Miðstöðin sem er hér nú er 17 ára gömul, þannig að við vissum að komið væri að endurnýjun á næstu árum, þær endast sjaldnast mikið yfir 20 árin.  Þannig að fyrst að tilboðið var gott, nýja miðstöðin á að vera mun betur nýtin á gasið, og það sem konunni fannst líka skipta máli, er að hún er tendruð með rafmagni.  Ekkert "pilot light" lengur.  En henni er frekar illa við að hafa logandi gas hér allan sólarhringinn, allt árið um kring.

Síðan var haldið í smá verslunarleiðangur.  Fórum í pólskan stórmarkað hér.  Mikið af pólskum og evrópskum vörum á boðstólum.  Keypti mikið af alls kyns pylsum, líka nokkur Prince Polo, og svo rakst ég á lífræna mjólk í glerflöskum.  Það var eitthvað sem ég varð að kaupa, þó að líterinn væri nokkuð dýr.  Það er eitthvað svo dásamlega gamaldags að kaupa mjólk í gleri.  Flaskan er þó ekki brún eins og ég ólst upp við, heldur glær, en sama kerfið er enn við lýði, allar flöskur eins, og þú þekkir vöruna á litnum á tappanum.  Er ekki enn búinn að smakka mjólkina en bind við hana miklar vonir.

Dagurinn í dag hófst svo með sigri "Skósmiðsins" í morgunsárið, góð byrjun á deginum.  Eftir hádegið verður svo haldið í samkvæmi þar sem hver kemur með hluta af mat og drykk, okkar framlag verður pólsku pylsurnar, eistneskur bjór, jafnvel eitthvað af tékkneskum og svo hvítt eða rautt.  Líklega frekar hvítt, það er svo skrambi heitt hér þessa dagana að það hálfa væri nóg, því fer líklega betur á að hafa vel kælt hvítvín við hendina.

Þess vegna lítur allt út fyrir góðan dag og óska ég öllum þess sama.....

 


Gute Nachrichten von Hockenheim, Der Meister ist zurück

Ekki er ég sammála því að keppnin í Hockenheim hafi verið hundleiðinleg eins og upphafleg fyrirsögn þessarar fréttar hljóðaði, ja, nema ef til vill fyrir þá sem láta fátt fara meira í taugarnar á sér í Formúlunni en Ferrari og Michael Schumacher.

Það er líka skrýtin röksemdafærsla að stúkurnar hafi verið tómar vegna þess hve kappaksturinn er leiðinlegur, því varla hefur formúluaðdáendum verið það ljóst fyrirfram að svo yrði, eða hvað?

En vissulega voru yfirburðir Ferrari miklir, það var ekki nema rétt fyrst, þá með mun minna eldsneyti innanborðs sem Kimi Raikkonen gat veitt þeim virkilega keppni, og leiddi fyrstu 10 hringina.  En Kimi verður seint talinn með heppnari ökumönnum í Formúlunni, og skemmdi vandræði í fyrsta þjónustuhléinu nokkuð fyrir honum, þó að það hafi varla ráðið úrslitum hvað varðar sætaskipan í þessum kappakstri.

Barrichello og Webber áttu líka nokkuð góðan dag framan af, en vegna óhappa heltust þeir úr leik, en stigasætin hefðu nokkuð örugglega verið öðruvísi skipuð hefðu þeir náð að klára keppni.

En þó að við fengjum að sjá nokkra netta framúrakstra var ekkert "spectacular" sem við fengum að sjá í þessarri keppni, en það er því miður ekkert einsdæmi, enda hefur sætaskipan oftar en ekki breyst í þjónustuhléum upp á síðkastið.

Stóru tíðindin í þessari keppni, sérstaklega fyrir okkur Ferrari aðdáendur er sú staða sem er komin upp í báðum keppnunum, einstaklinga og liða.  Schumacher er nú aðeins 11 stigum á eftir Alonso og Ferrari aðeins 10 stigum á eftir Renault.  Því má segja að nú séu báðar kepnnirnir opnar upp á gátt.  Ungverjalandskeppnin um næstu helgi gæti hæglega skilað þeim báðum því sem næst á pari inn í fríið sem kemur þar á eftir.

Spennan í mótaröðinni er því að aukast og er það vel.  Ferrari og Bridgestone virðast hafa feykilega sterka blöndu eins og er, en Renault og Michelin þurfa að spýta í lófana, McLaren, Honda og Toyota geta líka átt eftir að hafa þó nokkur áhrif á lokaniðurstöðuna.

Ég bíð því spenntur eftir næstu helgi og keppninni í Ungverjalandi.


mbl.is Schumacher ósnertanlegur í óspennandi keppni í Hockenheim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Risinn gefst upp,

Það eru vissulega tíðindi þegar Wal-Mart dregur sig út af þriðja stærsta smásölumarkaði í heimi.  En það sannar enn og aftur að neytendur hafa síðasta orðið.  Ef verslanir ná ekki hylli þeirra, þá þurfa þær að pakka saman.  Stærstir í heimi, hefur enga þýðingu ef þýskir neytendur kunna ekki að meta verslanir þínar.

Wal-Mart hitti einfaldlega ekki í mark hjá þjóðverjum.  Hvað veldur get ég ekki útskýrt, en það verður ábyggilega verkefni hjá mörgum sprenglærðum markaðsfræðingum að kryfja til mergjar.

Hvort að Wal-Mart á eftir að snúa aftur til Þýskalands er ekki gott að segja, en vissulega þurfti Bónus tvær atrennur á Akureyri.  Snéru til baka í fyrsta skiptið.  Gamansamir heimamenn segja reyndar að þeir hafi ekki tekið Bónus í sátt fyrr en Jóhannes flutti norður, og Bónus varð þannig að nokkru leyti í eigu heimamanns, en það er önnur saga.

Þeir sem hafa áhuga á að lesa meira um uppgjöf Wal-Mart, bendi ég á grein á spiegel.de síðan í gær.


mbl.is Wal-Mart flýr Þýskaland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði viljað vera þar.....

Þetta eru tónleikar sem ég hefði gjarna viljað sækja.  Þó að ég geti varla talist með stærstu aðdáendum Sigur Rósar, þá kann ég ákaflega vel að meta tónlist þeirra við sumar aðstæður. 

Persónulega get ég varla ímyndað mér betri stað til að njóta tónlistar þeirra en nákvæmlega staðinn sem um er rætt.  Bæjarstæðið að Hálsi og næsta bæ, Hrauni er svo magnað að ég er ekki hissa þó að stemningin hafi verið góð og tónlistin notið sín vel.

Eftir á hefði svo verið tilvalið að rölta upp að Þverbrekkuvatni, kasta fyrir silung, veiða nokkra titti og grilla þá í sumarnóttinni á bakkanum

Ég sé þetta allt fyrir mér og heyri örlítin óm af tónlistinni.


mbl.is Góð stemning á tónleikum Sigur Rósar í Öxnadal í gærkvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hockenheim gibts gut

Mér fannst tímatökurnur meira spennandi en oft áður, það var eins og það lægi eitthvað óvænt í loftinu.

Kimi kom skemmtilega á óvart og náði 1. sætinu, það ætti að hafa kætt alla þá ríflega 6000 starfsmenn Mercedes sem jafnan mæta á svæðið.  "Skósmiðurinn" stóð sig vel, er í 2. sæti og Massa gaf ekkert eftir og náði því 3.

Alonso, en auðvitað er það fyrst og fremst hann og Michael sem eru að berjast eins og staðan er nú, er aðeins í 7. sæti og kom það nokkuð á óvart.  Nú fara í hönd miklar "spegúlasjónir" um hvað bensínmagnið er mikið hjá hverjum og einum, og hvernig keppnin muni fara, hvað hver tekur mörg þjónustustopp og svo framvegis.

Sjálfur tel ég að Schumacher komi til með að hafa það á heimavelli, líklega fara fram úr Raikkonen í þjónustuhléi, sem því miður virðist vera orðin vinsælasta aðferðin til framúraksturs.  Massa og Raikkonen munu berjast um annað sætið.  Alonso er svolítið erfiðara að spá um.  Hann er fantaökumaður, en gæti lent í erfiðleikum með að fara fram úr til að berjast um toppsætin, sérstaklega vegna þess að hann mun fara varlega, þar sem hann aðaltakmark er að koma í mark í stigasæti, til að minnka "tjónið" í stigakeppninni, hann má ekki við því að detta út.

Sömu sögu er að segja af Michael, hann mun ekki taka neina stór "sjensa", hann má ekki láta þetta tækifæri fram hjá sér fara með einhverjum mistökum.  Það gæti því farið svo að hann léti sér 2. sætið nægja, ef svo bæri undir, frekar en að hætta keppninni.

En það er ljóst að það verður spennandi kappakstur á morgun.


mbl.is Räikkönen á ráspól í Hockenheim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjaðrandi deiluefni

Það hefur verið nokkuð skringilegt að fylgjast með þessari deilu um fjöðrunarbúnaðinn í formúlunni.  Hann er ýmist löglegur eða ólöglegur.

Það virðist samt allt benda til þess að hann verði ekki notaður á Hochenheim um helgina.  Það gæti breytt ýmsu um úrslitin og jafnframt stöðunni í mótinu öllu.  En það er ljóst að ég ríf mig á fætur eldsnemma bæði laugardag og sunnudag, af þessu má ég ekki missa.

Set hér inn link á F1 síðuna, en þar má sjá útskýringarmynd af búnaðinum.

Meira síðar.


mbl.is Renault fjarlægir framsækna fjöðrun úr bílunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skitinn dagur

Þetta er búinn að vera óttalega skitinn og leiðeinlegur dagur.  Einn af þessum dögum sem ekkert virðist ganga upp, reyndar virðist flest vera til leiðinda.

Verkstæðið sem ég skipti við er búið að klúðra jafn einföldum hlut og að skipta um dekk á bílnum okkar.  Það sprakk hjá konunni, hún kallaði á "sörvis" og sá sett undir "aumingja" varadekkið sem auðvitað er ekki hægt að keyra á lengi.  Síðan var vagninn keyrður á verkstæði, stuttu eftir hdegið í gær.  Þeir hringja stuttu seinna, segja dekkið ónýtt, það verði að kaupa nýtt, þeir eigi það ekki til, verði að panta það. OK, sagði ég.

Síðan spurðist ekkert meira til þeirra, þannig að ég kom við þar um 2 leytið í dag.  Ekkert verið gert, þeir segja að tölvurnar þeirra séu í ólagi, þeir viti ekki hvort dekkið er komið eða ekki, allt lagerhald sé í volli.  Ekkert hafði heldur gerst þegar ég kom við þar um 6 leytið.  Þeir byrjaðir að tala um mánudag. 

Fór svo og skilaði af okkur lyklunum að íbúðinni sem við höfðum á leigu.  Lenti í rifrildi við "bitchið" sem var leigusalinn okkar.  Hún taldi okkur því sem næst hafa lagt íbúðina í rúst.  Vildi fá þetta og hitt bætt.  Taldi okkur skulda sér í það minnsta 700 dollara. Ryð á sturtuklefahurð varð að stórmáli.

Hörkurifrildi um hvað það væri sem teldist eðilegt "wear and tear".  Varð svo þreyttur á þessu öllu saman að ég borgaði 300 dollara bara til að komast í burtu.

Ákvað að stoppa á heimleiðinni hjá Swiss Chalet, kjúklingastað.  Keypti fjölskyldupakka.  Þegar heim var komið kom í ljós að þeir höfðu gleymt að láta frönsku kartöflurnar fylgja með.  Of mikið mál að fara og kvarta.  Frekar ákveðið að sitja við borðið og bæta á sig einum "köldum" til að bæta skapið.

Já, suma daga er það tvímælalaust til bóta að ég hef ekki byssuleyfi, í það minnsta svona eftir á að hyggja.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband