Líbanon - Tvöfaldur ríkisborgararéttur

Mál málanna undanfarna daga hér í Kanada hefur verið átökin í Líbanon, og þeir kanadísku ríkisborgarar sem þar voru staddir þegar átökin brutust út.

Hér sýnist að sjálfsögðu, líklega eins og víðast hvar annars staðar, sitt hverjum.

En eins og oft áður þegar deilur eru annars vegar vakna ýmsar spurningar.  Til dæmis:  Hvers vegna leyfir Líbanon stjórn skæruliðum að starfa að því er virðist óáreittum innan sinna landamæra?  Hvers vegna er ekki Líbanski herinn notaður til að halda Hezbollah í skefjum, þannig að líbanskt landssvæði sé ekki notað til árása á annað ríki?

Þó að rétt sé að taka fram að ég finn alltaf til samúðar með óbreyttum borgurum, sama hvar þeir eru staddir, þegar átök brjótast út, þá verð ég að segja að mín skoðun er einnig sú að Ísrael hafi fullan rétt til að verja sig og sína.

Trú "alþjóðasamfélagsins" á því að það sé hægt með þvílíkri nákvæmni að óbreyttir borgarar séu óhultir eru of mikil að mínu mati.  Því miður er hernaður enn, og verður líklega alltaf, nokkuð ónákvæmur og "subbulegur".

Önnur spurning sem vaknar er líka sú, hvers vegna "alþjóðasamfélagið" býður ekki Líbanon aðstoð sína við að ná tökum á og ýta burt þeim öflum sem nota landið til árása á önnur ríki?  Með öðrum orðum hjálpa stjórnvöldum í Líbanon að ná völdum í landinu.

Á meðan Líbanon er notað til árása á Ísrael, hlýtur að teljast eðlilegt að Ísrael ráðist á Líbanon, eða hvað?

Það sem hefur einnig verið nokkuð rætt um hér í Kanada er tvöfaldur ríkisborgararéttur og hvernig stóð á því að á milli 40 og 50 þúsund kanadískir ríkisborgarar voru staddir í Líbanon þegar átökin btutust út.  Stjórnmálamenn reyna þó að halda sig frá þessari umræðu enda um viðkvæmt mál að ræða.

Auðvitað var þó nokkuð um venjulega ferðamenn, en mjög stór hluti var einfaldleg Líbanir sem bjuggu í Líbanon, en hafa bæði líbanskan og kanadískan ríkisborgararétt.  Sitt sýnist hverjum hvaða skyldum Kanadamenn hafa við þá sem hafa ef til vill aðeins búið í Kanada í 3 til 5 ár, fyrir nokkuð löngu síðan, og síðan hafa í raun flust aftur til heimalands síns.  Sumum þykir kanadískur ríkisborgararéttur vera í raun nokkuð "útþynntur" með þessum hætti.

En dálkahöfundurinn Jeffrey Simpson ritaði eftirfarandi í dálk sinn í Globe and Mail:

"We seem to believe that, because a person carries a Canadian passport, that person thinks of himself as a Canadian and has an absolute right to assistance from the Canadian government while outside Canada. Both beliefs are false, and potentially dangerous.

It is worth at least asking whether we have made the acquisition of Canadian citizenship so easy -- divorcing it, once acquired, from residence in the country -- that we have spawned legions of citizens of convenience. We know that thousands of people worked in Canada, earned their pension time here, and live elsewhere clipping Canada Pension Plan coupons.

There's nothing illegal or inherently wrong with that -- retired Americans in Canada keep getting their Social Security cheques. But there are a lot of other people holding Canadian passports around the world whose attachment to this country -- measured at least by time spent here -- is, shall we say, somewhat more limited.

We should also understand that a dual citizen in another country is not always considered a Canadian. For example, a holder of Iranian and Canadian passports, or Syrian and Canadian passports, is not considered by the authorities in those countries to be a Canadian, but rather an Iranian or Syrian."

Dálk Simpson´s má finna hér.


mbl.is Ríkisstjórn Líbanons í raun orðin valdalaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú bara einfaldlega þannig að Hezbollah er svo miklu miklu meira en skæruliðahreyfing og þeir reka t.a.m. ódýrari heilsugæslu en boðið er upp á.

Nú man ég ekki alveg hver upptök deilnanna voru en var það ekki þannig að Hezbollah rændi tveimur HERMÖNNUM? Það er nú heldur ekki þannig að Ísrael sé að verja sig með því að rústa öllum byggingunum í Líbanon!

Bjarni (IP-tala skráð) 28.7.2006 kl. 16:28

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Já, menn eru gjarna fljótir að gleyma hvernig upptök átaka eru. En ef ég man það rétt þá hófust þessi átök með því að Hezbollah rændi tveimur hermönnum OG hóf að skjóta Katyusha flugskeytum á Ísrael. Það má lesa um þetta í flestum fréttamiðlum, t.d. hér: http://news.bbc.co.uk/2/hi/middle_east/5179434.stm

Hvað varðar aðra starfsemi Hezbollah, sem er ábyggileg þörf, í það minnst margt af henni, þá breytir það ekki þeirri staðreynd að stjórn Líbanon virtist láta "hernaðararm" Hezbollah óáreittan, meðal annars á landamærunum að Ísrael. Það getur ekki talist eðlileg afstaða að láta "óháða" skæruliða vera á slíkum stöðum. Ef hins vegar þeir eru þar með velþóknum Líbanonstjórnar, þá ber sú sama stjórn að þó nokkru leyti ábyrgð á árásunum.

Það getur því á engan hátt talist óeðlilegt að Ísraelar ráðist á Líbanon.

Hitt væri þó líklega mikilvægara að hið svokallaða "alþjóðasamfélag" aðstoðaði líbana við að ná aftur völdum í landi sínu.

G. Tómas Gunnarsson, 28.7.2006 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband