Lífið að Bjórá .... sími, sjónvarp og internet

... er óttalega ljúft.  Þó er ennþá bloggað úr gömlu íbúðinni.  Internettenging og heimasími kemur ekki að Bjórá fyrr en á þriðjudag.

Það kom þó maður í gærkveldi og tengdi sjónvarps"kapalinn", þannig að sjónvarp er farið að sjást.  En þar sem þörf er á þó nokkru af nýlögnum fyrir síma og internet hefst það ekki fyrr en á þriðjudag.

En fyrir þá sem hafa gaman af að heyra hvernig kaupin gerast á þessarri eyri, þá var eftirfarandi þjóunusta keypt:

72 sjónvarpsrásir, fyrir það er greitt ca. 3.700, ISK á mánuði, en þó fæst 25% afsláttur fyrstu 4. mánuðina.  Valið stendur þó eingöngu á milli tveggja pakka ca 40 rásir fyrir helmingin af upphæðinni, en til að fá formúluna (á tveimur rásum) og History Channel, Discovery og fleira varð að taka stærri pakkann.

Internetteng upp á 6.0 kostar okkur svo 3.800 ISK, með leigu á módemi.  Þetta er heildargjald, þar sem engin hefur heyrt talað um að rukka fyrir niðurhal hér.  Innifalið er 9 netföng, vefsvæði, allir helstu varnir og slíkt.

Með þessum pakka fylgir svo frír heimasími í 9 mánuði, en eftir það kostar hann rétt ríflega 1.700 ISK á mánuði, en rétt er að taka fram að öll "local" símtöl eru innifalin í þeim pakka.

Ef við viljum síðan binda okkur til 2ja ára fáum við 10% viðbótarafslátt af öllum pakkanum.  Ég hafnaði því, sagðist vilja reyna þjónustuna fyrst, en get hringt inn hvenær sem er og látið festa þetta og fengið afsláttinn.

Innifalið er síðan lagnir á sjónvarpi, síma og interneti þangað sem ég vil um húsið.

Persónulega er ég nokkuð ánægður með "dílinn", en vissulega á eftir að sjá hvernig þjónustan reynist.  En þeir sem hafa verið í viðskiptum við þetta fyrirtæki, og ég spurði, báru því þó vel söguna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ég var nokkuð tíður gestur hér og hef saknað að lesa innlegg frá þér ;)

Þetta hljómar sem hinn besti díll

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 21.7.2006 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband