Plastið tekur yfir

Það er ljóst að kreditkortin hafa tekið yfir, núna líka í Monopoly.  Sem gömlum spilara þá líst mér vel á þetta og gæti vel hugsað mér að kaupa þessa nýju útgáfu þegar hún kemur á markað hér í Kanada.  Þó að Monopoly sé vissulega spil síns tíma, þá er það samt heillandi og býður upp á ótal möguleika.  Ég þarf líklega þó að bíða nokkur ár, áður en ég get kennt foringjanum að njóta Monopoly.

En þessi breyting er til góðs að ég tel, enda endurspeglar hún raunveruleikann.  Sjálfur nota ég því sem næst aldrei reiðufé, enda þægilegra að nota kreditkortin og með þeim fæst gjarna einhver ávinningur.


mbl.is Matadorpeningum skipt út fyrir kreditkort
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband