Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006
8.7.2006 | 15:53
Markaðssetning markaðssetningarinnar?
Það er auðvitað gleðiefni að bændur fái hærra verð fyrir afurðir sínar, þeir hafa víst ekki verið ofsælir með sitt. En þetta vekur vissulega upp spurningar varðandi hina umfangsmiklu markaðssetningu sem hefur verið staðið fyrir hér og þar í útlandinu undanfarin ár. Hvað verður um það starf? Var það einhverntíma eitthvert vit? Fékkst einhvern tíma viðunandi verð fyrir kjötið á erlendum mörkuðum?
Reglulega voru fluttar fréttir í íslenskum fjölmiðlum um rífandi móttökur sem íslenskt lambakjöt hafi fengið erlendis. Var ef til vill íslensk markaðssetning hinnar erlendu markaðssetningar aðalatriðið?
Hvenær er líklegt að útflutningur á kjöti frá Íslandi standi undir sér ef ekki núna, þegar gengið hefur fallið hressilega á undanförnum mánuðum?
Hver borgaði brúsann á markaðssetningunni, sem núna verður líklega til lítils, þar sem magnið sem ástæða er til að flytja út fer síminnkandi?
Þetta er enn eitt dæmið um þann "þykjustuheim" sem íslenskur landbúnaður lifir í. Það hlýtur að vera brýnt verkefni fyrir íslendinga og sér í lagi íslenska stjórnmálamenn að flytja bæði bændur og almenning til "raunheima" og nútíma viðskiptahátta með landbúnaðarvörur. Afnema niðurgreiðslur í áföngum á 5 til 10 ára tímabili, liðka fyrir innflutningi með niðurfellingu á tollum, vörugjöldum og kvótum og minnka þannig útgjöld ríkissjóðs og kostnað almennings.
Aðeins 7-8% lambakjöts seld úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.7.2006 | 23:42
Flutningar - Indy Rocks -
Jamm.... það er búið að vera mikið að gera undanfarið. Fyrst og fremst auðvitað við að græja "slotið", sjálfa Bjórá. Það verk hefur undið þó nokkuð upp á sig og tekið mun meiri tíma en ráð var gert fyrir. Málningin á stofunni var svo skrýtin, að ég þurfti að pússa hana niður með sandpappír, ekki hægt að segja að ég hafi skemmt mér mikið yfir því.
En þetta er allt að koma, herbergin taka breytingum eitt af öðru og litasamsetninging virðist ætla að virka. En það er gaman að vera þar, garðurinn er í blóma, rósir út um allt, stórt tré, fersk mynta vex í garðinum og allra handa önnur blóm sem ég kann ekki að nefna. Kardínálar, litlar finkur og þrestir fljúga um garðinn og það er næstum eins og ég sé staddur úti sveit, hvílík er kyrrðin.
En það hefur náttúrulega ýmislegt drifið á dagana á meðan ég hef verið latur við bloggið, ekki síst stórkostlegur sigur "Skósmiðsins" í Indianapolis. Það var ljúfur 1 - 2 sigur hjá Ferrari, vonandi ekki sá síðasti á árinu. Annars var kappaksturinn frekar líflegur og skemmtilegur á að horfa.
Síðan varð allt auðvitað vitlaust í "litlu Ítalíu" þegar ítalirnir komust í úrslitin, sem betur fer var ég víðsfjarri, enda umferðarteppan og lætin með eindæmum. Lögreglan er hins vegar með mikinm viðbúnað fyrir komandi sunnudag.
Flutningsdagur hefur svo verið ákveðinn, laugardagurinn 15. júlí, búinn að bóka 1. aðstoðarmann, en vonandi tekst að hóa saman einhverjum fleiri. Boðið verður upp á bjór, lambasteik, rauðvín og ekki útilokað að ég frysti Brennivínsflöskuna sem ég á í skápnum.
6.7.2006 | 23:27
"Karlinn í brúnni"
Það er nú að verða vika síðan ég ætlaði að blogga um þessa útreið Samfylkingarinnar í nýjustu skoðanakönnunum. Þeir "Fylkingarmenn" sem ég hef heyrt í hafa nú reynt að bera sig vel, en áhyggjurnar koma nú samt fram.
Það hlýtur enda að vera áhyggjuefni fyrir Samfylkingarmenn að útkoma flokksins skuli ekki vera betri nú þegar um það bil 11 mánuðir eru til kosninga. Flokkurinn þeirra í stjórnarandstöðu, stjórnin á sínu 12. ári, en allt kemur fyrir ekki, Samfylkingin heldur áfram að dala.
Menn hafa auðvitað á því skiptar skoðanir hverju þetta sæti. Sumir hafa nefnt kosningabaráttuna í borginni, og held ég að það sé nokkuð til í því. Þegar flokkur á "slæman dag" í Reykjavík, hefur það áhrif um allt land. Framganga Samfylkingarinnar í Reykjavík var langt frá því að vera traustvekjandi, og forystumaðurinn ekki til þess fallinn að sækja fylgi.
Aðrir hafa nefnt að fjölmiðlar séu ekki hliðhollir Samfylkingunni og það bitni á fylginu. Ég get ekki tekið undir það, þess sést ekki merki að Samfylkingin hafi síðri aðgang að fjölmiðlum en aðrir flokkar og ætti samfylkingarfólk ekki að eiga erfitt með að koma málefnum sínum á framfæri, frekar en aðrir.
Nú, lélegir innviðir hafa ennfremur verið nefndir til sögunnar, en ég verð að láta þá sem starfa í Samfylkingunni eftir að dæma sannleiksgildi þeirrar tilgátu, ég þekki ekki nógu vel til.
En engin, alla vegna af stuðningfólki Samfylkingar, minnist á að forysta flokksins sé einfaldlega ekki að skila sínu, fæli frekar frá fylgi heldur en hitt, sem þó hefur verið nokkuð áberandi frá forystuskiptum. Svo notað sé líking sem alþýðuflokksfólk ætti að kannast við, "karlinn í brúnni" er einfaldlega ekki að fiska.
Auðvitað verður ekki skipt um forystu fyrir kosningar, en ef árangurinn í þingkosningum verður ekki betri en hann var í Reykjavík í síðustu borgarstjórnarkosningum, held ég að margir fari að ókyrrast og láti ekki nægja að heimta breytingu á "kúrsinum", heldur vilji breytingar á mannskapnum í "brúnni".
En vissulega ber að hafa í huga að þetta eru eingöngu kannanir, og enn er langt til kosninga.
Dregur úr fylgi Samfylkingarinnar samkvæmt nýrri könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.7.2006 | 13:44
Skrap, málning og hvalveiðar
Það hefur ekki verið mikið bloggað hér upp á síðkastið. Ekki það að ég standi í þeirri trú að það valdi mörgum vonbrigðum, en ástæðan er einfaldlega sú að nú stendur yfir mikil vinnutörn að "Bjórá", það þarf að skrapa, pússa, "skera" og rúlla. Þess utan þarf svo að pakka og flytja, þannig að það er yfirdrifið við að vera, eins og stundum er sagt.
Veðrið er ekki það hagstæðasta fyrir þessar athafnir, en hitastigið lafir rétt undir 30°C, og þess utan í rakara lagi, þannig að svitakirtlarnir hafa varla undan að dæla vökva út á hörundið.
Það er því líklegt að lengra verði á milli blogga á næstunni, en það það er margt sem ég þyrfti að koma hér á framfæri.
Eitt af því er grein sem nýlega birtist í Globe and Mail og fjallar um hvalveiðar. En greinina má finna hér.
En það er margt áhugavert í greininni og hvet ég alla til að lesa hana, alla vegna þá sem láta sig hvalveiðar einhverju skipta, hvort sem þeir eru fylgjandi þeim eða á móti.
Hér eru nokkrar "klausur" úr greinnini:
"It wasn't until 1986 that the International Whaling Commission -- the international body responsible for the industry -- finally agreed to a moratorium. And by then whales had become a sacred totem, an object of veneration that entranced an entire generation of environmentalists.
But something has gone wrong.
More and more whales are being killed every year despite the moratorium. Five years ago, roughly 1,000 whales were taken annually, either outside the IWC's jurisdiction or under its dubious "scientific permit" system. Last year, the number had jumped to about 2,500 and it's expected to reach 3,215 by 2008."
"The short answer is that the kind of environmentalism born back in 1971 is finally collapsing under the weight of its own contradictions -- and the IWC moratorium along with it. The longer story involves the manipulation of science, vote-buying, sordid backroom deals, and a great deal of bad faith. Even Greenpeace and the world's whalers agree on that much.
Nobody expects the IWC to begin to authorize commercial whale hunts any time soon -- that would require a vote by 75 per cent of its membership, which has grown from 14 founding nations in 1946 to almost 70 today. But the June 18 resolution, sponsored by Japan, could mark a major turning point."
"The moratorium was never supposed to be permanent. It was originally intended to give scientists enough time to assess the world's badly depleted whale stocks and determine where sustainable quotas could be justified. And over the years, many whale populations were found to be in perfectly good health."
""We have to base resource management on science and knowledge, not on myths that some specifically designated animals are different and should not be hunted, regardless of the ecological justification for doing so," says Gro Harlem Brundtland, the ex-Norwegian prime minister who led the historic UN Commission on the Environment and Development. "There is no alternative to the principle of sustainable development. This is necessary and logical."
In the absence of such logic, the moratorium has resulted in perfectly healthy and abundant whale species showing up on the "banned" list of endangered animals maintained by the Convention on the International Trade in Endangered Species (CITES). For example, North Atlantic minke whales are listed even though neither the IWC nor the IUCN considers them in danger. As a result, the credibility of CITES is undermined, and a pall of doubt has been cast over the status of the truly endangered creatures it wants to protect."
"The rules allow North Pacific grey whales to be ground up into mink-farm feed by Chukchi hunters of the Siberian coast, even though the Chukchi have no long tradition of hunting the whales. At the same time, the IWC wants the abundant minke of the North Atlantic kept off-limits to whalers in Norway's Lofoten Islands because their ancient Norse culture isn't considered "aboriginal."
The same rules outlaw traditional, small-scale whaling by such ancient Japanese coastal communities as Abashiri, Taiji and Ayukawa, because those whalers have always sold their catches. But the IWC looks the other way when Greenland's Inuit kill whales and sell the meat and blubber."
Já, það er óskandi að hvalveiðar og verslun með hvalaafurðir verði leyfðar sem fyrst, enda get ég ekki séð neinar ástæður til annars, en auðvitað á að vernda þær tegundir sem eiga undir högg að sækja, engan hef ég heyrt tala um annað, en það á alls ekki við um allar hvalategundir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)