Færsluflokkur: Spil og leikir
21.4.2006 | 03:35
Klassísk borðspil
Ég hef alltaf verið einn af þeim sem hafa haft afskaplega gaman af borðspilum. Þau voru mörg kvöldin sem ég sat með felögunum og spilaði "Monopoly", "Matador", "Íslenska efnhagsspilið", "Útvegspilið", "Risk" og "Axis and Allies". Einnig voru spil eins og "Trivila Pursuit" nokkuð vinsæl, en þó voru spilin sem höfðu peninga og möguleika á árásum og "strategíu" vinsælli.
Seinna kom ég svo nálægt því að semja tvö borðspil, en það er önnur saga.
En hvað á maður að gera þegar, lítill tími og möguleiki er á að hóa saman hópi til að spila, maður sjálfur er kominn í aðra heimsálfu, en spilalöngunin er öðruhverju ennþá til staðar?
Jú, þá - rétt eins og undir svo mörgum öðrum kringumstæðum nú til dags - leitar maður á náðir tölvunar. Ég er þegar búinn að finna "Risk" (en hér má finna það: http://www.spintop-games.com/download2.php?game=Risk%20II&action=trial&url=http://d.trymedia.com/dm/iwin/60m_c/iwin_tdg/RiskIISetup.exe&getemail=yes) og ætla að kaupa mér "Axis & Allies" fljótlega. (Sjá á Amazon hér: http://www.amazon.com/gp/product/B00029QR92/103-4319625-8192608?v=glance&n=468642)
En ég myndi vissulega þiggja ef einhverjir gætu bent mér á fleiri "borðspil" í svipuðum dúr, gjarna auðvitað ef hægt er að sækja þau frítt á netið, eins og "Risk".
Auðvitað er þetta ekki jafn gaman og raunveruleg borðspil, en þegar þetta er það besta sem býðst, þá stoðar lítt að kvarta.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 03:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)