Halló vín

Er líklega réttara heiti á þeim fögnuði sem hefur verið á skemmtistöðum Reykjavíkur um helgina og minnst er á í fréttinni.

nullEn að sjálfsögðu var Halloween fagnað að Bjórá í kvöld. 

nullVið útdeildum reiðarinnar ósköpum af kartöfluflögum og sælgæti.  Síðan skruppum við með Foringjanum í stuttan "tollheimtuleiðangur", heimsóttum ein 4 eða 5 hús hér í næsta nágrenni.  Foringinn var fljótur að átta sig á staðreyndum og að "tikk or tít" væri leyniorðið fyrir sælgæti.  Ég yrði ekki hissa þótt hann vildi nullfara annan rúnt annað kvöld.  Heimasætan var líka uppáklædd, en lét sig þetta umstang þó litlu skipta.


mbl.is Sífellt fleiri Íslendingar halda upp á hrekkjavöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband