Færsluflokkur: Sjónvarp
27.9.2006 | 14:41
Simpsons og raunveruleikinn
Ég held að þetta sé akaflega góð hugmynd. Það væri raunar óvitlaust að gera þetta að árlegum viðburði, Stjörnudagurinn hljómar ekki illa. Það viðrar vonandi vel fyrir "stjörnuglópana" sem munu standa víða um Ísland, stara upp í himininn og hlusta á lýsingu Þorsteins Sæmundssonar, en að lýsa himninum á meðan á þessu stendur er sömuleiðis afbragsgóð hugmynd. Nú er bara að vona að það verði auður himinn og skýin verði ekki til mikilla trafala.
Sömuleiðis mætti bjóða nemendum og foreldrum þeirra að koma saman í skólum, þar sem himininn yrði skoðaður undir leiðsögn til þess bærra kennara.
En ég get ekki staðist það, sem aðdáandi Simpson fjölskyldunnar, að minnast á að þegar er búið að prufa þessa hugmynd í Springfield. Þar var hún reyndar ætluð til lengri tíma, en endaði ekki vel.
En ég óska þeim sem að þessu standa alls hins besta, sömuleiðis þeim sem tiltækisins munu njóta og er raunar næsta fullviss um að þetta verði eftirminnilegur atburður.
Myrkvað víða um land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2006 | 14:27
Skrýtin sagnfræði, eða er eitthvað annað haft að leiðarljósi?
Ég er ekki áskrfandi að tímaritinu Þjóðmálum (hvað skyldi það nú annars kosta hingað til Kanada) og hef ekki tök á því að kaupa það í verslunum. Ég hef því fylgst með þeirri umræðu sem grein Þórs Whitehead hefur ollið úr fjarlægð.
Fljótlega varð það áberandi í umræðunni að þetta hlyti að hafa verið leyniþjónusta Sjálfstæðisflokksins eingöngu. Menn sögðu að þessi eða hinn hefði ábyggilega ekki vitað af starfseminni, þar voru nefndi menn eins og Hermann Jónasson, Ólafur Jóhannesson og hugsanlega einhverjir fleiri.
Því langar mig til að benda þeim sem áhuga hafa á þessum umræðum á nýjasta pistilinn á www.andriki.is. Þar segir m.a.:
"Já hvað vissu þessir menn? Eina vísbendingu fá finna í grein eftir Þór Whitehead prófessor sem birtist í nýjasta hefti Þjóðmála og var raunar tilefni fréttarinnar og viðtalsins. Á fyrstu síðu greinarinnar segir Þór meðal annars:
Sannast sagna eru nú liðin tæp sjötíu ár frá því að Hermann Jónasson forsætis- og dómsmálaráðherra fól lögreglustjóranum í Reykjavík að koma upp eftirgrennslanakerfi í Reykjavík í aðdraganda styrjaldar í 1939. Þetta var einn liður í áætlun Hermanns um að efla lögregluna til mótvægis gegn kommúnistum og nasistum, sem hér gengju erinda flokksríkjanna þýsku og sovésku og ógnuðu innra öryggi landsins. |
Hermann Jónasson var auðvitað sakaður um eitt og annað á sínum ferli. En að hann hafi stofnað leyniþjónustu Sjálfstæðisflokksins, það er alveg nýtt."
Pistilinn í heild má finna hér.
Nú hef ég eins og áður sagði ekki Þjóðmál undir höndum (líklega verð ég að gera eitthvað í því), en ég treysti því fullkomlega að rétt sé farið með textann á síðu Andrikis.
Því hlýtur að vakna spurningin: Hvernig stendur á því að sagnfræðingur kemur í fjölmiðla og heldur því fram að um sé að ræða leyniþjónustu Sjálfstæðisflokksins? Það þykir mér alla vegna skrýtin sagnfræði. Eða varð sagnfræðin að víkja að þessu sinni fyrir öðrum markmiðum?
Vísir að leyniþjónustu á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2006 | 18:15
Hvenær eru menn hlutdrægir og hvenær eru menn ekki hlutdrægir - Ómar hættir að vera "óhlutdrægur"
Þessi frétt er af vef Ruv:
Ómar hættir að vera óhlutdrægur
Ómar Ragnarsson gefur út blað, áttblöðung um umhverfismál sem verður dreift með Morgunblaðinu á sunnudaginn. Í því tekur hann afdráttarlausa afstöðu í umhverfismálum sem verður til þess að framvegis fjallar hann ekki um þau mál í fréttatímum Sjónvarpsins.
Ómar hefur boðað til blaðamannafundar eftir hádegi þar sem hann skýrir frá blaðinu og breytingum sem verða í starfi hans.
Sjá hér.
Þetta er til fyrirmyndar, fréttastofur þarfnast þess að hlutleysi þeirra sé eins mikið og kostur er. Það er því nauðsynlegt að fréttastofur hafi úr nægum mannskap að velja, þannig að hagsmunaárekstrar verði sem fæstir, helst auðvitað engir.
Ég bloggaði fyrir nokkru um þátt á NFS, þar sem 11. maður á lista Samfylkingar í R-Norður ræddi við 1. mann á sama lista. Að mínu mati veikir slíkt atvik trúverðugleika fréttastofa, er í raun gjaldfelling.
En hitt er svo annað mál, að þótt að sjálfsagt sé að fagna því að Ómar skuli ekki fjalla um fréttir tengdar umhverfismálum, vegna þess að hann hefur ákveðið að hann sé ekki lengur "óhlutdrægur" þá er auðvitað þarft fyrir hvern og einn að velta því fyrir sér hvort að hann hafi verið það hingað til? Sjálfsagt koma mismunandi svör við því.
Einnig er þarft að leiða hugann að því, hvort að fréttamaður sem berst hatrammlega fyrir einu málefni, geti verið hlutlaus gagnvart andstæðingum sínum eða samherjum í því máli, í öðrum málum?
Það væri líka fróðlegt að heyra skoðanir manna á því.
Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að fullkomið hlutleysi sé ekki til, en auðvitað eiga fjölmiðlamenn að berjast við að ná því.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2006 | 21:25
3. mánuðir í lífi stjórnmálaflokks
Þessi frétt á NFS er þess eðlis að það verður að halda henni til haga, ég hvet alla til þess að horfa á hana.
Þetta eru vissulega snögg stefnuskipti hjá Samfylkingunni, svo snögg að frammámenn í flokknum ná ekki að fylgja með henni og margir virðast þeirrar skoðunar að pláss sé fyrir "aðeins eina" stjóriðju til viðbótar og það auðvitað í þeirra eigin kjördæmi.
Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að verðandi frambjóðendur Samfylkingarinnar útskýri skoðun sína í þessum efnum. Eru þeir fylgjandi stoppi á stóriðjuframkvæmdum? Eða er pláss fyrir "eina stóriðju"? Hvar ætti hún þá að vera? Á að hætta við stækkun álversins í Straumsvík?
Hver er t.d. Skoðun Árna Páls Árnasonar? Þórunnar Sveinbjarnardótur? Tryggva Harðarsonar? Gunnars Svavarssonar? Benedikts Sigurðarsonar? Kristjáns Möller? Láru Stefánsdóttur? Katrínar Júlíusdóttur? Valdimars Friðrikssonar? Önnu Kristínar Gunnarsdóttur?
Þetta hlýtur að verða stórt mál í komandi prófkjörum og ekki síður í kosningunum í vor. Það er sanngjörn krafa að frambjóðendur skýri afstöðu sína til umhverfisstefnu flokksins síns.
Árni Páll Árnason býður fram fyrir Samfylkingu í Suðvesturkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2006 | 18:54
Kæri Róbert
Það opna bréf sem Róbert Marshall ritar til Jóns Ásgeirs í fjölmiðlum í dag hlýtur að teljast nokkur tímamót. Ekki aðeins vegna þess að þetta er að ég tel algerlega ný leið sem millistjórnandi velur til að ná sambandi við einn af eigendum fyrirtækins sem hann vinnur hjá.
Það sem hlýtur að vekja mesta athygli er sú trú yfirmanns NFS að Jón Ásgeir ráði því einn hver örlög stöðvarinnar verða.
Setningarnar, "Kæri Jón, þú ræður þessu á endanum. Það vita allir. Taktu slaginn með okkur." , hljóta að rata inn í annála og líklega Áramótaskaup.
Hvað oft skyldu nú hafa komið fram í fjölmiðlum, meðal annars á NFS, að Baugur eigi ekki ráðandi hlut í Dagsbrún. Þeir séu einfaldlega einn af hluthöfunum, vissulega sá stærsti, en alls ekki þeir sem þar ráði einir.
En að Jón Ásgeir ráði öllu því sem hann vilji ráða, man ég ekki að hafi komið fram í fréttum stöðvarinnar, hvorki þegar rætt er um viðskipti eða annað.
Því hljóta íslendingar að spyrja: Kæri Róbert, hvers vegna var ekki skýrt frá þessari staðreynd fyrr en nú á ögurstundu?
En stærsta spurningin er gerir Jón Ásgeir eitthvað í málinu?
Auðvitað getur enginn svarað því nema sá hinn sami Jón Ásgeir, en ef NFS lifir þessar hremmingar af, telja menn sig þá hafa fengið svarið við því hver ræður hjá Dagsbrún og 365 miðlum?
Biður um tvö ár fyrir NFS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2006 | 05:31
Fréttamenn/stjórnmálamenn
Nú nýverið fékk ég mér gríðaröfluga internettengingu og hef því horft þó nokkuð á íslenskt sjónvarp, hlustað á útvarp og lesið blöðin. Allt er þetta leikur einn með góðri tengingu og íslensku stöðvarnar standa sig vel með að koma sínu efni á netið.
En það vekur athygli mína hve skilin á milli fréttamanna og stjórnmálamanna eru oft á tíðum óljós. Félagi minn sendi mér tölvupóst fyrir nokkru og vakti athygli mína á því að Jón Kristinn Snæhólm, aðstoðarmaður borgarstjóra hefði verið að stýra umræðuþætti á NFS, í forföllum Ingva Hrafns.
Í dag horfði ég á Heimi Má Pétursson, sem bauð sig fram til varaformanns Samfylkingar á síðasta landsfundi (og dró framboð sitt til baka) og sat í 11. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, ræða utanríkismál við Össur Skarphéðinsson, sem sat í 1. sæti á þeim sama lista. Fyrr í sama þætti ræddi hann við fyrrverandi formann Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, um Tony Blair og íslensk stjórnmál.
Sjálfsagt eru þetta ekki einu dæmin, en er ég einn um að finnast þetta skrýtið?
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.9.2006 | 00:40
"Án brjósta er engin paradís"
Stundum rekst ég á hitt og þetta á vefnum sem ég hreinlega næ ekki að skilja til fullnustu. Ég verð svo hissa, undrandi og hreinlega get ekki skilið þær kringumstæður sem liggja að baki. Núna rétt í þessu var eitt af þessum augnablikum.
Á vef breska Tímans (The TimesOnLine), er að finna frétt frá Kolombíu, um "sápu" þar í landi sem hefur haft viðtæk áhrif á kvenþjóðina þar í landi. Svo mikil að barmummál þarlendra kvenna ku hafa aukist mikið, með tilstilli þar til bærra lækna.
En fáum nokkur dæmi úr fréttinni:
"THE sorry television saga of a pretty young woman who undergoes breast enlargement to win the heart of a drug dealer is gripping Colombia, where the series reflects an unparalleled boom in plastic surgery.
The story of Katherine, a desperate teenager struggling to escape poverty, is told in a nightly drama called Sin Tetas No Hay Paraiso, or Without Breasts There Is No Paradise.
Gustavo Bolivar Moreno, an investigative reporter and author of a bestselling book about would-be molls that inspired the series, has been praised for revealing the bleak truths about many young womens ambitions. All adolescent girls are self-conscious about their bodies, he said. But I have met 13-year-olds saving up surgery money specifically to reach their ultimate goal a cocaine smuggler."
"Sin Tetas follows the rise and fall of a girl who prostitutes herself to pay for a D-cup that will attract the attention of a glamorous local thug with dark glasses, armed guards and a swimming pool. In one episode she says she wants to become a moll because even if my man dies, I will be out of the mud.
The saga continues until next month but the story of Katherine and her friends is unlikely to end happily. Her smile was wondrous, but her breasts became her road to hell, said a trailer for the series on Caracol TV.
Young women interviewed in Bogota last week said they recognised Katherine in the programme. Johanna, a communications student aged 22, said: Its really popular because it shows real life. Girls like to be skinny but men want them to have big chests so they go along with it.
Diana, a 21-year-old student, said: Of course its exaggerated and not all girls go to such extremes to get the surgery, but enough do. "
"Americans like to go blonde, but here they like to go big, said a member of the Colombian Plastic Surgeons Society. Sometimes you have to calm them down a bit before they damage themselves.
The Bogota surgeon, who asked not to be identified, estimated that one in six young women in richer cities such as Medellin and Cartagena had had some work done, a higher rate than in Beverly Hills."
Fréttin í heild er hér.
Ég hreinlega veit ekki hvað ég á að segja, best að ég þegi bara, um stund.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2006 | 05:51
Viljinn til að sitja í festum
Það hefur oft verið sagt í mín eyru að núverandi ríkisstjórn hafi það gott, hún hafi það auðvelt. Hún sé ekki fullkomin en hún njóti þess að bera af sé borið saman við stjórnarandstöðuna.
Nú finnst mér eins og stjórnarandstaðan stefni að því að gera ríkisstjórninni endurkjör auðveldara. Nú virðist vera að upphefjast sami leikurinn og var leikinn hér fyrir borgarstjórnarkosningarnar, til að vera "alvöru vinstrimaður" verður að heita því að starfa ekki með Sjálfstæðisflokknum, og nú virðist eiga að bæta Framsókn við.
Steingrímur talar um samstöðu og vill "stilla upp" stjórnarandstöðunni gegn ríkisstjórninni, hann og Ingibjörg voru eins og feimið par, í þætti hjá Helga Seljan fyrir nokkru, töluðu í og úr. Þar viðurkenndu Steingrímur og Ingibjörg að óformlegar viðræður hefðu farið fram.
Heldur talaði þó Ingibjörg ólíklegra í fréttatímanum í gærkveldi, þar snupraði hún Steingrím fyrir að hafa ekki tekið þátt í stofnun Samfylkingarinnar á sínum tíma, en bauð þó honum og Guðjóni heim í kaffi. Þar létu þau bæði eins og ekkert hefði gerst á milli flokkanna.
Spurning hvort að skoðanakönnun Fréttablaðsins um hvaða stjórnarmynstur fólki hugnaðist, og birtist í millitíðinni, hafi breytt einhverju í þessu máli?
En ef til vill verður úr að Samfylking og Vinstri grænir sitji "í festum" fram að kosningum, lengra verður það líklega ekki, og enga trú hef ég á að "parið" hljóti blessun kjósenda og geti myndað ríkisstjórn.
Þó verður þetta líklega að teljast ekki óklókur leikur hjá Steingrími, ef Samfylking neitar tilboðinu, þá er það þeirra sök að stjórnarandstaðan er ekki "sameinuð", og það jafnvel þó að hann hafi í raun átt hvað stærstan þátt í því að vinstrimenn eru ekki allir í einum flokki.
En það er mun líklegra að Samfylkingin fari illa út úr slíkum "festum", þeir Samfylkingarmenn sem eru hægra megin í flokknum mun ábyggilega ekki hugnast slíkar yfirlýsingar, og hafa þeir þó ekki verið of kátir fyrir.
En ef til vill verður kaffið gott hjá Ingibjörgu, ef til vill stillir stjórnarandstaðan sér upp sem heild. Ef til vill verður valið aðeins um að að fá halda hér ríkisstjórninni sem er, eða fá ríkisstjórn Vinstri grænna, Samfylkingar og Frjálslynda flokksins.
Fyrir mig yrði það auðvelt val.
Eini möguleikinn til að fá verri ríkisstjórn en stjórn stjórnarandstöðunnar, væri að bæta Framsóknarflokknum við í pakkann.
En hér má sjá viðtal sem Helgi Seljan tók við þau Steingrím og Ingibjörgu í Íslandi í dag, 21. síðasta mánaðar, og hér er frétt sem Visir birti á sama tíma. Hér má svo horfa á fréttir ruv, þann 1. september.
Steingrímur: Stjórnarandstaðan stilli sér upp sem valkosti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Persónulega finnst mér þetta gengisfella Valgerði Sverrisdóttur örlítið, en ekkert sem heitir þó. Í annan stað finnst mér Kastljós fólkið ekki koma illa út úr þessu á neinn hátt.
Staðreynd 1. Valgerður vill ekki koma í Kastljósið ef Steingrímur J. yrði þar einnig.
Staðreynd 2. Að hlusta á Steingrím einan er ekki verulega áhugavert, fréttamatið segir að Valgerður sé betra efni. (Í þessu tilfelli).
Staðreynd 3. Þó að vissulega þurfi ráðherrar að vera undir það búnir að taka þátt í "kapp/rökræðum" er það hvorki upphaf eða endir sannleikanns eða nokkurs annars. Lífið er mun flóknara en Morfískeppni, og sá sem sigrar í rökræðum hefur ekki nauðsynlega rétt fyrir sér.
Staðreynd 4. Fáir þingmenn eru fimari ræðumenn en Steingrímur J. Það þýðir ekki að hann hafi oftar rétt fyrir sér en aðrir þingmenn. (Mín persónulega skoðun er sú að það sé reyndar frekar sjaldnar, en það er önnur saga.)
Það verður hins vegar ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að íslendingar vija að þingmenn þeirra geti flutt ræður, tekið þátt í rökræðum, og það sem er allra best, kastað fram stökum ef svo ber undir, hæsta stigið er ef þær eru frumsamdar.
Þó er stökukrafan líklega á undanhaldi, enda sést það best á slöku gengi Framsóknarflokksins í skoðanakönnunum.
En vissulega gengisfellir það ráðherrann að hafa ekki viljað mæta Steingrími í rökræðum, þó ef til vill ekki jafn mikið og hefði hún gert það.
En þetta er þó að mínu mati "stormur í vatnsglasi" og skiptir ekki nokkru máli um málið sem um átti að fjalla, Kárahnjúkavirkun og skýrsluna hans Gríms.
En ég er ekki í nokkrum vafa um að Steingrímur "felldi keilur", líklega fleiri en eina.
En fyrst við erum að tala um stökur:
Gerður vildi ekki Grími mæta
geislum Kastljóssins í.
Það þýddi ekkert að þræta
þegar hún tók sér "dömufrí".
Ráðherra neitaði að mæta Steingrími í Kastljósþætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 05:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.8.2006 | 21:57
Bláber - Júgóslavar ei meir - Ný heimasíða ISG - Icarus
Fór með foringjanum og tendamömmu til bláberja í dag. Skyldum mæðgurnar eftir heima að Bjórá. Ef til vill ekki besti dagurinn til þessa arna, alltof heitt, en við skelltum okkur samt. Reyndar er þetta ekki alveg sama stemmningin og á Íslandi. Hér förum við á bóndabæ, og borgum svo kílóverð fyrir það sem við tínum. Þetta eru svo "high bush" ber, sem eru að mínu mati ekki alveg sambærileg við þessi bláber sem við þekkjum að heiman.
Hitastigið var eitthvað ríflega 30°C, þannig að jafnvel berjatínsla kallaði fram dágóðan svita. En við tíndum samt eitthvað um 4. kíló af bláberjum. Það var því nauðsynlegt að stansa á heimleiðinni og kaupa rjóma og smá jógúrt sem ég er í þessum töluðum orðum að reyna að breyta í eitthvað sem líkist skyri í ísskápnum.
Við stönsuðum svo í króatískri kjötbúð á leiðinni heim, ég keypti pylsur, smá þurkað/saltað svinakjöt og pítubrauð. Ekki svo sem í frásögur færandi nema það að konan hringir í mig á meðan ég er vafra þarna inni. Ég segi henni að við séum á leiðinni heim, ég sé bara að versla í júgóslavnesku búðinni. Afgreiðslukonan starði á mig á sagði með þungri áherslu: Króatísku búðinni.
Síðan lauk ég samtalinu við konuna. Þá sagði ég við konuna, að ég hefði hreinlega ekki vitað betur og bæðist afsökunar á fáfræði minni. Þá bættist í hópinn karlmaður sem var klæddur í slátrarsvuntu og sagði að það væri minni móðgun að vera kallaður serbi en júgóslavi. Ég ítrekaði afsökunarbeiðni mína, sagðist nú vera saklaus sveitadrengur ofan af Íslandi og ég vissi hreinlega ekki betur.
Það lifnaði yfir þeim þegar ég minntist á Ísland. Lofuðu bæði Ísland fyrir að hafa verið fyrsta landið til að viðurkenna sjálfstæði Króatíu og sögðu að fáfræði mín væri ekkert til að æsa sig yfir og þeim hefði alltaf langað til að heimsækja Ísland.
Sögðu mér þó að það færi alltaf í skapið á þeim að vera kölluð júgóslavar og þeim gengi illa að koma kanadabúum í skilning um að það væri munur á. Ég sagði að þau hefðu gert rétt í að koma mér í skilning um þennan misskilning og það væri fyrsta skrefið. Ef þau leiðréttu ekki fólk, breyttist aldrei neitt. Við skildum sem bestu vinir.
Fékk senda í pósti slóðina á nýja heimasíðu ISG - Íslenskra Skatt Greiðenda. Veit ekki hverjir standa að síðunni, en þetta er ágætis framtak. Fékk mig alla vegna til að brosa út í annað.
Var latur í gærkveldi og glápti á sjónvarpið. "Sögu rásin" varð fyrir valinu sem oft áður. Datt þar inn á heimildarmynd um langanir þýskra nazista til að ráðast gegn Bandríkjunum í seinni heimstyrjöldinni. Þeir höfðu víst sterka löngum - vel umfram getu - til að ráðast á New York með sprengjuregni og drepa og limlesta sem flesta þar til að sá hræðslu í hinn almenna borgara.
Var farið yfir hin margvíslegustu plön, Messerschmitt 264 fékk auðvitað mikla umfjöllun, sem og skemmdarverkaáætlanir og þeir þýsku hryðuverkamenn sem voru gripnir.
Hitt vakti þó mesta athygli mína, þegar fjallað var um áætlanir þjóðverja til að hernema Ísland og fá þannig aðstöðu til að senda sprengjuflugvélar vestur um haf. Þó ég hafi áður heyrst minnst á áhuga nazista til að hernema Ísland, man ég ekki eftir því áður að hafa heyrt "codenamið" fyrir þessa áætlun, en henni gaf þýski herinn nafnið "Icarus".
Ég var eitthvað að reyna að "googla" þetta í dag, með afskaplega litlum árangri. Þannig að ef einhver getur bent mér á eitthvað lesefni um "Icarus" væri það afskaplega vel þegið, sérstaklega ef það væri nú aðgengilegt á netinu.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)