Gengisfelldur ráðherra - Lífið er flóknara en Morfískeppni - Að kasta fram stökum

Persónulega finnst mér þetta gengisfella Valgerði Sverrisdóttur örlítið, en ekkert sem heitir þó.  Í annan stað finnst mér Kastljós fólkið ekki koma illa út úr þessu á neinn hátt.

Staðreynd 1.  Valgerður vill ekki koma í Kastljósið ef Steingrímur J. yrði þar einnig.

Staðreynd 2.  Að hlusta á Steingrím einan er ekki verulega áhugavert, fréttamatið segir að Valgerður sé betra efni. (Í þessu tilfelli).

Staðreynd 3.  Þó að vissulega þurfi ráðherrar að vera undir það búnir að taka þátt í "kapp/rökræðum" er það hvorki upphaf eða endir sannleikanns eða nokkurs annars.  Lífið er mun flóknara en Morfískeppni, og sá sem sigrar í rökræðum hefur ekki nauðsynlega rétt fyrir sér.

Staðreynd 4.  Fáir þingmenn eru fimari ræðumenn en Steingrímur J.  Það þýðir ekki að hann hafi oftar rétt fyrir sér en aðrir þingmenn. (Mín persónulega skoðun er sú að það sé reyndar frekar sjaldnar, en það er önnur saga.)

Það verður hins vegar ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að íslendingar vija að þingmenn þeirra geti flutt ræður, tekið þátt í rökræðum, og það sem er allra best, kastað fram stökum ef svo ber undir, hæsta stigið er ef þær eru frumsamdar.

Þó er stökukrafan líklega á undanhaldi, enda sést það best á slöku gengi Framsóknarflokksins í skoðanakönnunum.

En vissulega gengisfellir það ráðherrann að hafa ekki viljað mæta Steingrími í rökræðum, þó ef til vill ekki jafn mikið og hefði hún gert það.

En þetta er þó að mínu mati "stormur í vatnsglasi" og skiptir ekki nokkru máli um málið sem um átti að fjalla, Kárahnjúkavirkun og skýrsluna hans Gríms.

En ég er ekki í nokkrum vafa um að Steingrímur "felldi keilur", líklega fleiri en eina.

En fyrst við erum að tala um stökur:

Gerður vildi ekki Grími mæta
geislum Kastljóssins í.
Það þýddi ekkert að þræta
þegar hún tók sér "dömufrí".

 


mbl.is Ráðherra neitaði að mæta Steingrími í Kastljósþætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Ég er sammála þessari grein. Ég vil þó benda þér á að stuðlar í þriðju línu ferskeytlunnar eru í röngum bragliðum, þ.e. að það þarf ávallt að vera stuðull í þriðja braglið.

Betur kæmi þetta út t.d. svona:

Gerður vildi ekki Grími mæta

geislum Kastljóssins böðuð í.

Ekkert heldur þýdd'að þræta

þegar hún tók sér "dömufrí".

Sigurjón, 1.9.2006 kl. 09:07

2 Smámynd: Björn Sighvatsson

Flot lagfæring á stöku Sigurjón

Björn Sighvatsson, 1.9.2006 kl. 09:47

3 Smámynd: Sigurjón

Þakka þér fyrir kusa mín...

Sigurjón, 1.9.2006 kl. 11:24

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég þakka fyrir leiðsögnina. Hef því miður ekki stúderað bragfræði stakna, en einstaka sinnum "lýstur" stöku niður í höfuðið á mér. Þægi þó vitneskju um ef að bragfræði er finnanleg á netinu.

G. Tómas Gunnarsson, 1.9.2006 kl. 14:48

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

En er þá ekki ágætt að breyta stökunni svona:

Gerður vildi ekki Grími mæta

geislum Kastljóssins í.

Það ekkert þýddi að þræta

þegar hún tók sér "dömufrí".

G. Tómas Gunnarsson, 1.9.2006 kl. 15:25

6 Smámynd: Sigurjón

Það vantar þá bragliði, því þeir eru fjórir í fyrstu og síðustu línunni. Það er hægt, ef ég man rétt að hafa þá 4-3-4-3, en ekki 4-3-3-4 eins og þeir eru þá.

Sigurjón, 5.9.2006 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband