Simpsons og raunveruleikinn

Ég held að þetta sé akaflega góð hugmynd.  Það væri raunar óvitlaust að gera þetta að árlegum viðburði, Stjörnudagurinn hljómar ekki illa.  Það viðrar vonandi vel fyrir "stjörnuglópana" sem munu standa víða um Ísland, stara upp í himininn og hlusta á lýsingu Þorsteins Sæmundssonar, en að lýsa himninum á meðan á þessu stendur er sömuleiðis afbragsgóð hugmynd.  Nú er bara að vona að það verði auður himinn og skýin verði ekki til mikilla trafala.

Sömuleiðis mætti bjóða nemendum og foreldrum þeirra að koma saman í skólum, þar sem himininn yrði skoðaður undir leiðsögn til þess bærra kennara.

En ég get ekki staðist það, sem aðdáandi Simpson fjölskyldunnar, að minnast á að þegar er búið að prufa þessa hugmynd í Springfield.  Þar var hún reyndar ætluð til lengri tíma, en endaði ekki vel.

En ég óska þeim sem að þessu standa alls hins besta, sömuleiðis þeim sem tiltækisins munu njóta og er raunar næsta fullviss um að þetta verði eftirminnilegur atburður.

 


mbl.is Myrkvað víða um land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband