Færsluflokkur: Sjónvarp

Mýtubrjótar

Einn af þeim sjónvarpsþáttum sem ég horfi stundum á þegar sófinn verður athvarf letilífs er "Mythbusters".  Það má stundum hafa virkilega gaman af þeim félögum, og uppátækin geta verið ansi skrautleg.

Það ættu líka allir að kannast við að hafa fengið allra handa "flökkusagnir" sendar í tölvupósti, jafnvel með þeim fyrirmælum að senda þær til allra vina sinna, sem við gerum jú stundum.

En á heimasíðu þáttarins má finna ýmis próf, þar sem lesendur geta spreytt sig á því hvernig þeim gengur að greina rétt frá röngu.

En prófin eru hér.

En margar þessar flökkusögur eru með eindæmum lífseigar. En í einu prófanna má til dæmis finna þessa spurningu:

8)  Eating chocolate causes acne breakouts.

 a)True
 b)False

Og svarið er:  The right answer is false. Contrary to popular belief, there is no link between eating chocolate and acne breakouts. Several scientific studies have disproved this common myth.

Þar hafið þið það, og eru þeir sem hafa verið að baktala súkkulaði vinsamlegast beðnir að hætta því.

Önnur síða sem getur verið gaman að heimsækja, ef viðkomandi hefur gaman af flökkusögnum er www.snopes.com   Þar er til dæmis sérstakur flokkur sem heitir "Cokelore".

Margir ættu að kannast við margar flökkusagnirnar þar, t.d.: 

A tooth left in a glass of Coca-Cola will dissolve overnight.

Nú eða þessar:

1. In many states the highway patrol carries two gallons of Coke in the truck to remove blood from the highway after a car accident.

2. You can put a T-bone steak in a bowl of coke and it will be gone in two days.

3. To clean a toilet: Pour a can of Coca-Cola into the toilet bowl . . . Let the "real thing" sit for one hour, then flush clean.

4. The citric acid in Coke removes stains from vitreous china.

5. To remove rust spots from chrome car bumpers: Rub the bumper with a crumpled-up piece of Reynolds Wrap aluminum foil dipped in Coca-Cola.

6. To clean corrosion from car battery terminals: Pour a can of Coca-Cola over the terminals to bubble away the corrosion.

7. To loosen a rusted bolt: Applying a cloth soaked in Coca-Cola to the rusted bolt for several minutes.

8. To bake a moist ham: Empty a can of Coca-Cola into the baking pan;rap the ham in aluminum foil, and bake. Thirty minutes before the ham is finished, remove the foil, allowing the drippings to mix with the Coke for a sumptuous brown gravy.

9. To remove grease from clothes: Empty a can of coke into a load of greasy clothes, add detergent, And run through a regular cycle. The Coca-Cola will help loosen grease stains. It will also clean road haze from your windshield.

FYI:

1. The active ingredient in Coke is phosphoric acid. It's pH is 2.8. It will dissolve a nail in about 4 days.

2. To carry Coca Cola syrup (the concentrate) the commercial truck must use the Hazardous material place cards reserved for Highly Corrosive materials.

3. The distributors of coke have been using it to clean the engines of their trucks for about 20 years! Drink up! No joke. Think what coke and other soft drinks do to your teeth on a daily basis. A tooth will dissolve in a cup of coke in 24-48 hours.

Svörin má svo finna hér.

En það breytir því ekki að það má hafa gaman af mörgum þessara flökkusagna, en það ber að varast að taka þær of hátíðlega.


Lífið að Bjórá .... sími, sjónvarp og internet

... er óttalega ljúft.  Þó er ennþá bloggað úr gömlu íbúðinni.  Internettenging og heimasími kemur ekki að Bjórá fyrr en á þriðjudag.

Það kom þó maður í gærkveldi og tengdi sjónvarps"kapalinn", þannig að sjónvarp er farið að sjást.  En þar sem þörf er á þó nokkru af nýlögnum fyrir síma og internet hefst það ekki fyrr en á þriðjudag.

En fyrir þá sem hafa gaman af að heyra hvernig kaupin gerast á þessarri eyri, þá var eftirfarandi þjóunusta keypt:

72 sjónvarpsrásir, fyrir það er greitt ca. 3.700, ISK á mánuði, en þó fæst 25% afsláttur fyrstu 4. mánuðina.  Valið stendur þó eingöngu á milli tveggja pakka ca 40 rásir fyrir helmingin af upphæðinni, en til að fá formúluna (á tveimur rásum) og History Channel, Discovery og fleira varð að taka stærri pakkann.

Internetteng upp á 6.0 kostar okkur svo 3.800 ISK, með leigu á módemi.  Þetta er heildargjald, þar sem engin hefur heyrt talað um að rukka fyrir niðurhal hér.  Innifalið er 9 netföng, vefsvæði, allir helstu varnir og slíkt.

Með þessum pakka fylgir svo frír heimasími í 9 mánuði, en eftir það kostar hann rétt ríflega 1.700 ISK á mánuði, en rétt er að taka fram að öll "local" símtöl eru innifalin í þeim pakka.

Ef við viljum síðan binda okkur til 2ja ára fáum við 10% viðbótarafslátt af öllum pakkanum.  Ég hafnaði því, sagðist vilja reyna þjónustuna fyrst, en get hringt inn hvenær sem er og látið festa þetta og fengið afsláttinn.

Innifalið er síðan lagnir á sjónvarpi, síma og interneti þangað sem ég vil um húsið.

Persónulega er ég nokkuð ánægður með "dílinn", en vissulega á eftir að sjá hvernig þjónustan reynist.  En þeir sem hafa verið í viðskiptum við þetta fyrirtæki, og ég spurði, báru því þó vel söguna.

 


Flutt

Og þá erum við flutt að Bjórá. Enn sem komið er kemur þó bloggið ekki þaðan, heldur sit ég hér í auðri íbúðinni og hamra á lyklaborðið.  Enn er ekki búið að ganga frá sjónvarps og internetmálum að Bjórá, en það verður vonandi í vikunni.  Það er auðvitað stór spurning hvað öflugan internetpakka verðu splæst í og ekki stíður hvað stóran sjónvarpspakka á að kaupa. Símamálin bíða reyndar líka úrlausnar og er vonin bundin við að þetta verði allt saman leyst í einum pakka.

En þetta gekk allt vel fyrir sig.  Leigðum bíl frá U-Haul og var farið með allt í einni ferð, ja nema alls kyns smádót sem farið var með á fjölskyldubílnum. Laugardagurinn var að vísu heitur, rétt um 30 stig, og jafngilti víst um 35 stigum með rakanum, þeir "köldu" komu sér því vel. 

En á sunnudag og mánudag brast svo á með 35 stiga hita sem jafngilti 43 stigum með rakanum, þannig að við gátum þakkað okkur sæla fyrir að hafa flutt á laugardeginum.  Svona fær maður alltaf litla hluti til að gleðjast yfir.

En ég reyni að bæta úr þessum bloggskorti á næstu dögum......


Að búa til söguna

Ég má til með að vekja athygli á stórgóðu viðtali við nýútskrifaðan sagnfræðing sem birtist á vefsíðunni visir.is.

Sagnfræðingurinn er enginn annar en Ingólfur Margeirsson, sem flestir ættu líklega að kannast við, alla vegna þeir sem hafa fylgst með stjórnmálum og tengdum efnum undanfarin ár.  Viðtalið er fróðlegt og fjallar að miklu leyti um lokaritgerð Ingólfs sem fjallar um meinta "sprengingu" ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar, "í beinni", eins og margir eflaust minnast.

En vitnum smá í viðtalið:

" kjölfarið gerðist það að Þorsteinn missti fótanna innan Sjálfstæðisflokksins, Davíð bauð sig fram gegn honum og varð formaður. Þar með fékk flokkurinn alveg nýja ásýnd. Því má segja að fall Þorsteins hafi rutt Davíð braut og frjálshyggjunni sem honum fylgdi. Davíð myndaði síðar stjórn með Alþýðuflokknum árið 1991. En eftir kosningarnar 1995 voru Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur bara með einn mann í þingmeirihluta. Davíð þorði því ekki að halda áfram meirihutasamstarfi með þeim eftir kosningarnar 1995 og sneri sér til Framsóknarflokks. Það stjórnarform er enn í gangi. Vinstri flokkarnir fóru í stjórnarandstöðu og tóku að endurskilgreina sig sem svo leiddi til myndunar Samfylkingarinnar. Ég tel að Samfylkingin hafi orðið til vegna áhrifa þess að Þorsteinn hætti sem formaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Baldvin leiðir einnig líkum að því í viðtali sem ég tók við hann vegna ritgerðarinnar."
Ingólfur tók viðtöl við helstu þátttakendur í atburðarásinni í ritgerðinni.

Þeir eru Steingrímur Hermannsson, þáverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi fjármálaráðherra, spyrlarnir tveir í sjónvarpsþættinum sem voru Helgi Pétursson og Ólafur E. Friðriksson og svo Þorsteinn Pálsson, sem var ekki í sjónvarpsþættinum."

""Það sem ég spurði sjálfan mig var hvort ríkisstjórnin hafi í raun sprungið í þessari beinu útsendingu og ég rek bæði rök með og á móti í ritgerðinni. Ég komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki sprungið í útsendingunni heldur var hún þegar sprungin, og viðmælendur mínir taka undir það. Stjórnarslitin má rekja til þess að allt var búið að vera í upplausn hjá ríkisstjórninni og menn gátu ekki komið sér saman um efnahagsaðgerðir."

"Í viðtali Ingólfs við Jón kemur fram að hann hafi fengið tillögurnar afhentar sem trúnaðarmál og hafi viljað tíma til að fara yfir þær ásamt sínu fólki. Jón segist hafa gert ráð fyrir að hafa sólarhring til þess áður en Þorsteinn myndi leggja þær fyrir ríkisráðsfund. En þegar hann hafi heyrt fjallað um tillögurnar í útvarpsfréttum um kvöldið gerði hann ráð fyrir að Þorsteinn hefði lekið þeim í fjölmiðla og afréð því að mæta í sjónvarpsþáttinn með Steingrími til að skýra sína hlið. Síðan kemur í ljós að þessi leki kom frá Alþýðuflokknum að sögn Ingólfs. "Ég tók viðtal við Ólaf, sem var annar spyrla í þættinum, vegna ritgerðarinnar og hann segist hafa fengið tillögurnar frá Alþýðuflokksmönnum sem stóðu nærri Jóni Baldvin. Þetta er alveg nýr punktur í umræðuna þar sem þetta fríar Þorstein af þeim ásökunum að hafa lekið tillögunum í fjölmiðla. En eftir stendur ásökunin um að Þorsteinn hafi komið með þá tillögu um að fella matarskattinn til að skapa sér vinsældir.""

"Það voru stórar yfirlýsingar í sjónvarpsviðtalinu á sínum tíma og fjölmiðlamenn eru svo spenntir fyrir fjölmiðlum að þeir taka þetta náttúrulega upp að ríkisstjórnin hafi sprungið í beinni. Þetta verður svo að goðsögn sem allir þekkja. Að mínu mati er þetta einn af örfáum viðburðum sem standa upp úr í íslenskri fjölmiðlasögu sem goðsögn sem hefur haft gríðarleg áhrif. Þess vegna langaði mig að kanna hvort þessi túlkun fjölmiðla hefði verið byggð á misskilningi. Þannig er þetta ritgerð um hvernig nýir miðlar geta skekkt söguna.""

Viðtalið í heild sinni má svo finna hér.

Viðtalið er gott og vil ég hvetja alla til að lesa það, en sjálfur myndi ég gleðjast ef hægt væri að finna sjálfa lokaritgerð Ingólfs einhvers staðar á netinu og myndi þiggja með þökkum upplýsingar þar að lútandi, ef svo er.


Leti - Predictable Silverstone - IT landið - Mengele

Það var ekkert bloggað í gær.  Annað hvort var þar um að kenna leti, eða þá að ég hef snúist til kristinnar trúar og hef haldið hvíldardaginn heilagan?  Sjálfur myndi ég veðja á leti.

En sunnudagurinn hófst snemma, ég reif mig á fætur fyrir kl. 7, til að horfa á Formúluna.  Það var ekki laust við að eitthvað af mönnum í uppslætti angraði mig, enda höfðu finnskir vinir konunnar boðið okkur til samsætis kvöldið áður.  En það skánaði skjótt.

En Silverstone kappaksturinn olli nokkrum vonbrigðum, ekki svo mjög fyrir það að minn "Skósmiður" skyldi enda í 2. sæti, heldur fremur vegna þess að fátt ef nokkuð óvænt og skemmtilegt gerðist.  Þetta "þolakstursform" er að fara illa með Formúluna. 

Alonso vann sanngjarnan sigur, hans sigur var aldrei í hættu, tók þetta frá "pól" allt til enda.  Schumacher "kíkti" einu sinni á Montoya, það var "hápunktur" kappakstursins, en ákvað að reyna frekar "hefðbundnari" leið og fór fram úr honum með aðstoð þjónusuhlés.  Næst er svo kappakstur hér í Kanada, ég verð ekki spenntur í stúkunni eins og í fyrra, læt nægja að horfa á imbann.

Eftir þennan viðburðarsnauða kappakstur var ég svo andlega þreyttur að ég lagði mig. 

Síðan eftir hressandi lúr, var haldið á vit ævintýranna með foringjanum.  Hann í broddi fylkingar á hjólinu, sem hann ræður reyndar ekki fyllileg við, ég valhoppandi á eftir með Globe and Mail undir hendinni.  Enduðum á leikvellinum og áttum þar góðar stundir.  Þar hitti ég Kanadamann, sem var uppveðraður þegar það barst í tal að ég væri frá Íslandi, og sagðist hafa heyrt að aðalstarfsvettvangur landsmanna væri tölvur og tækni (IT).  Það var allt að því raunalegt að þurfa að segja honum að það væri rangt, íslendingar væru að vísu framarlega í því að nýta sér tölvutæknina, en efnahagslífið byggðist á fiski.  Sem sárabót sagði ég honum að álbræðsla væri vaxandi atvinnuvegur og stærsta álverið, enn sem komið er, væri í eigu kanadíska fyrirtækisins Alcan.

En ég uppfræddi manni um virkjanir og hitaveitu, ég kann nokkuð rulluna nú orðið, og aðra skemmtilega hluti, gleymdi þó alveg að minnast á íslenska hestinn og sauðkindina.

En svo var grillað og slappað af.  Endaði svo með því að horfa á heimildarmynd um Mengele, rétt um miðnættið, á History Channel.  Það vekur alltaf smá óhug að horfa á þessar myndir, en samt er það svo að seinni heimstyrjöldin og tengdir atburðir vekja alltaf áhuga hjá mér. En myndin var ágætlega gerð, rætt við samstarfsmenn, starfmann hans í Argentínu, og konu sem bjó með honum síðustu árin, auk þess sem fram kom fólk sem hafði lifað af veruna og tilraunir hans í Auschwitz.

Flestir lýstu honum sem myndarlegum, kurteisum og vingjarnlegum manni, jafnvel þau sem hann notaði sem tilraunadýr.  En þau sögðu líka frá óútskýranlegri grimmd.  Hvernig hann fór með börn í ökutúr um búðirnar, fáum dögum áður en hann gerði á þeim tilraunir sem drógu þau til dauða.  Gaf þeim sælgæti áður en hann sprautaði þau með efnum sem voru ætluð til að drepa.

Óskiljanlegt, en má ekki gleymast.


Eins og "Woodstock" fyrir samsæriskenningasmiði - Hood - Meirihlutastarf dýru verði keypt - Hver verður næsti formaður?

Rakst á þessa frétt í Globe and Mail í kvöld.  Þar sem samsæriskenningar eru ræddar berst talið oft fyrr eða seinna að Bilderberg hópnum. En hann mun víst vera að funda í Ottawa þessa dagana.  Sumir vilja meina að þeir stjórni heiminum, einhvern veginn hef ég ekki trú á því, en vissulega eru margir af þeim sem tilheyra "klúbbnum" valdamiklir" menn. En þeim sem hafa gaman af samsæriskenningum er bent á frétt Globe and Mail.

Annars var þetta frekar þreytandi og lýjandi dagur, fór til tannlæknis, aldrei beint upplífgandi, þó tannlæknirinn sé ljómandi.  En var eitthvað hálf þreyttur eftir þessa tveggja tíma törn. Hef alltaf haldið því fram að ég hafi lélegar tennur, en tannlæknirinn segir að það séu engar lélagar tennur, bara lélegir tanneigendur.  Líklega verð ég að kyngja því.

Foringinn ákvað þó að sýna sínar bestu hliðar til að hjálpa mér og fór snemma að sofa.  Ég opnaði rauðvín og fór að horfa á sjónvarpið aldrei þessu vant.  Þó að rásirnar séu u.þ.b. 70, er yfirleitt ekki margt sem vekur áhuga minn. 

Fór eins og venjulega þegar fjarstýringin fellur í hendina á "History Channel", mín uppáhaldsrás.  Horfði á heimildamynd um orrustu Hood og Bismarck.  Skratti góð, þó aðeins fyrri hlutinn.  Myndir sýndar frá báðum flökunum, Ísland kom auðvitað nokkuð við sögu og m.a. sá ég einvhern lóðsbát flytja síðasta eftirlifandi áhafnarmeðlim Hood á staðinn þar sem Hood hvílir. Líklega verð ég að reyna að ná seinni hlutanum. 

Dýru verði þykir mér Sjálfstæðisflokkurinn kaupa meirihlutasamstarfið í Reykjavík, ef nefndarformenn skiptast 50/50, þegar fulltrúahlutfallið er 7/1.  En það er ekkert nýtt að stærri flokkurinn gefi eftir, en þetta hljómar einfaldlega of mikið. 

Það er því sem næst að "allir og eldhúsvaskurinn" komi til greina sem nýr formaður Framsóknarflokksins, eða sem ráðherra á vegum flokksins.  Alls kyns "kviksögur" eru á kreiki og alls kyns nöfnum velt upp.  Það verður fróðlegt að fylgjast með þessum "stóladansi", hver verður í stólnum þegar tónlistin þagnar?

 


Tom, how do you like Iceland?, Johnny Knoxville Íslands, "The Dudes" í heimspressunni og "That´s a recipe for a super-duper country, as far as I am concerned.

Það virðist svo vera að sem íslendingur sperri maður ætíð eyrun og jafnvel líka augun, ef maður heyrir eða sér minnst á Ísland einhversstaðar, í útlöndum það er að segja.Það heyrir því undir borgaralega skyldu mína að láta samborgara mína vita af þeirri umfjöllun sem er um Ísland og íslenska fjölmiðlamenn Globe and Mail nú í dag, og undanfarna daga.

Blaðamaður blaðsins, Simon Houpt, er staddur í Cannes, og bloggar þaðan um það sem fyrir skynfæri hans ber. Svo virðist sem íslenskur fjölmiðlamaður hafi vakið athygli hans í strandbænum, þó vissulega megi deila um hvers eðlis sú athygli er.Þetta mátti lesa á bloggsíðunni í gær eða fyrradag (og má enn að sjálfsögðu):

"... The question is pretty funny, but I think my favourite was probably one from an Icelandic journalist. "Tom," he said, "why do you love Iceland?" Hanks looked at him like he had no idea what he was talking about, but he gamely played along. "Why do I love Iceland? We only have a few minutes here but I'm just going to start," he said. " How sensational the people are, let's start with that. Its location is ideal. Summertimes are beautiful, there's a lot of great camping that goes on. And you can get a really great and relatively inexpensive cup of coffee in Iceland. That's the recipe for a super-duper country, as far as I'm concerned." "

Vissulega nokkuð sérstök spurning, en verðum við ekki að færa Tom Hanks, upp í "Íslandsvin 1. klassa" fyrir frábært svar?

Í dag máti svo lesa meira um íslensku fjölmiðlamennina, en þá var vísað í bloggið af forsíðu vefmiðilsins, með fyrirsögninni: "Iceland´s Johny Knoxville strikes again".

"... I snagged a seat in the front row, between a Norwegian and Icelandic journalist. They told me they'd never heard of Dreamgirls, which suggests Paramount may have trouble with international distribution. While we were waiting for the presentation to being, I asked the Icelandic reporter if he knew his compatriot who asked Tom Hanks on the first day what he loved about Iceland. I was especially curious, since the reporter had struck again today during the Fast Food Nation press conference, asking Ethan Hawke if he might come to Iceland if he was promised red carpets and transportation via Renaults (the official car of the Cannes festival). ""Oh yea, call me," Hawke had gamely replied, holding his pinky and thumb extended, up to the side of his head, in the international symbol for 'call me.' So who was this crazily chauvanistic Icelandic reporter? "He's our Johnny Knoxville," replied the fellow next to me, rolling his eyes. "He gets his credentials by piggybacking on a newspaper, it's the New York Times of Iceland." Apparently, the Icelandic Johnny Knoxville — Auddi Blondal is his name — has his own show in which he punks celebrities. (Allen Funt, what have you wrought?) The show's title is loosely translated as "the dudes." (It sounds funnier in an Icelandic accent.) As the lights dimmed in the auditorium for the presentation — and the film looks and sounds great — the journalist leaned over and whispered, "Give me your e-mail address. I'll send you some information about the Icelandic Film Festival. It's getting bigger and bigger every year. Tarantino was there last year." I would have taken him up on it, but he bolted for the door after the first Dreamgirls song. I don't think he likes R&B."

Bloggið má finna hér.

Svo er nú það, og segi ég borgarlegri skyldu minni, að uppfræða íslendinga um umfjöllun um þá erlendis, lokið í bili.  

 


Elskan, við erum að drepa börnin

Ég hef nú ekki verið einn af aðdáendum "raunveruleikasjónvarps", og er ekki enn, hef helst reynt að sneiða hjá slíkum þáttum, ekki haft gaman af því að horfa á fólk éta eitthvert ógeð, taka þátt í misgáfulegum þrautum, lifa eins og Robinson Krúsó, eða keppa um hylli hins kynsins.

En í gær þegar ég var eitthvað að "flippa" á fjarstýringunni, datt ég inn á "raunveruleikaþátt" sem fékk mig til að stoppa og fylgjast með.  Þátturinn heitir því frumlega nafni "Honey We´re Killing the Kids", sem ég þýddi eins og sjá má í fyrirsögninni.

Þessi þáttur byggðist á því að fimm manna fjölskylda fékk næringarfræðing í heimsókn, fylgst var með því hvað börnin á heimilinu borðuðu og útfrá því var svo gerð tölvuspá um hvernig þau myndu eldast frá núverandi aldri (4, 7 og 10 ef ég man rétt) og til fertugs.  Þessar myndir voru ótrúlega sláandi.  Síðan var gerð áætlun til 3 vikna um breytt mataræði og aðrar lífstílsbreytingar.

Það var allt að því óhugnalegt að sjá hvernig mataræðið var, og þegar sýnt var hvað borðað var af sykri á hverjum degi.  Ekki síður sláandi var að sjá hvernig börnin grétu þegar sjónvarpið var tekið úr herbergjum þeirra, til að minnka sjónvarpsgláp.

Þátturinn endaði síðan með að sýnd var ný tölvuspá um hvernig börnin þróuðust með aldrinum, ef haldið væri við nýja lífsstílinn.  Sláandi breyting, og talið að lífslíkur þeirra hefðu lengst um fleiri ár.  Líklega er þessum þáttum leikstýrt, í það minnsta að hluta, en það breytir því ekki að það sem ég sá í þættinum í gær, virðist ekki vera svo frábrugðið því sem ég sé hér á götunum á hverjum degi.

Ég fór svo í morgun og googlaði þetta og fann heimasíðu þáttarins og sá að BBC hefur einnig verið með þáttaröð með sama heiti.

Heimasíður þeirra má finna hér og hér

Ég hef ekki hugmynd um hvor sjónvarpsstöðin er upprunalegur hugmyndasmiður þessara þátta, en það skiptir ekki meginmáli, þetta er hins vegar þarft framtak og gott mál að fá fólk til að velta þessu fyrir sér.

Það er ekki laust við að ég hafi litið örlítið skömmustulega á vömbina á mér, og hugsað um að ég yrði að taka mig á, og passa sömuleiðis vel upp á börnin mín.

Væri ekki þörf fyrir sambærilega þætti á Íslandi?


Blessaður sandurinn sem gerir okkur ríka

Sá í sjónvarpinu, nánar tiltekið á CBC,  í gærkveldi nokkuð góða heimildamynd um olíusandinn sem liggur undir stórum hluta af Albertafylki hér í Kanada.

Þetta er ekkert smá magn af sandi, og ekkert smá magn af olíu. Stærðargráðan er líka með ólíkindum.  Það þarf u.þ.b. 2. tonn af olíusandi, til að búa til 1 tunnu af olíu, og það er verið að tala um að fljótlega nái framleiðslan 1. milljón tunna á dag, jafnvel talað um 5 milljónir tunna á dag í framtíðinni.

Það er talið að 1.75 trilljón ( 1,750,000,000,000) tunnur af olíu séu þarna í jörðu, sumir segja allt að 2.5 trilljónir,  þannig að það er ljóst að það er nokkuð mikið af sandi sem þarf að færa til.  Þetta eru meiri olíubirgðir en nokkur önnur þjóð er talin búa yfir, ef Saudi arabar eru undanskildir.

Þessi olíusandur er mun dýrari í vinnslu, en hefðbundnari olíulindir, og var það ekki fyrr en með hækkandi olíuverði, að þessi auðlind varð virkilega álitleg.  Þetta hefur nú þegar fært Kanada og Alberta fylki ótrúlegar tekjur, uppbyggingin í Alberta er gríðarleg og fyrir ekki löngu síðan sendi fylkisstjórn Alberta íbúum fylkisins, 400 dollara ávísun, svona til að létta aðeins pyngjuna.

En þetta er auðvitað ekki eintóm sæla.  Gríðarlegt jarðrask fylgir þessum framkvæmdum, þeir sem lesa þetta geta dundað sér við að reikna út magnið af sandi sem þarf að færa til miðað við tölurnar hér að ofan.  Reynt hefur verið að ganga eins vel frá og hægt er, en manngerð náttúra er aldrei alveg eins og sú sem fyrir var.  Einnig hefur verið nokkur gagnrýni á þá staðreynd að gas er notað í miklum mæli við vinnsluna, og segja sumir að "hreinni" orkugjafi, sé þannig notaður til að framleiða "óhreinni".  Einnig er gríðarlegt magn af vatni sem er notað við vinnsluna og óttast sumir að það hafi slæm áhrif á vatnsbúskapinn á svæðinu til lengri tíma.

En tæknin við þessa vinnslu er ennþá í þróun, og alltaf er leitað leiða til að gera þessa vinnslu ódýrari og hagkvæmari.  Það er hins vegar ljóst að þegar ástand mála er eins og um þessar mundir verður þessi olía æ mikilvægari, bæði fyrir Kanada og ekki síður veröldina alla.  Enda má oft lesa fréttir um hvernig bæði Bandaríkin og Kína séu að reyna að tryggja aðgang sinn að olíusöndunum.

Áform eru uppi um að byggja leiðslur frá Alberta til vesturstrandarinnar til að þjóna Kína, og stærstur partur af framleiðslunni fer nú þegar til Bandaríkjanna.  Reyndar skilst mér að Kanada sé nú þegar stærsti einstaki birgi Bandaríkjannna hvað varðar olíu, en eitthvað um 17% af þeirri olíu sem Bandaríkjamenn nota kemur frá Kanada.

Set inn hér að neðan nokkra tengla fyrir þá sem vilja lesa meira um þessa auðlind.

http://www.energy.gov.ab.ca/89.asp

http://en.wikipedia.org/wiki/Athabasca_Oil_Sands

http://www.cbc.ca/news/background/oil/alberta_oilsands.html


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband