Illa skrifuð/þýdd frétt. Monty Python á betra skilið

Þó að frétt um Mick Jagger og Monty Python sé ef til vill ekki "mikilvægasta" fréttin, verður samt að gera lágmarkskröfur til þess sem skrifa hana.

Monty Python er ekki að fara að framleiða 10 sjónvarpsþætti, Monty Python hópurinn verður með 10 sýningar á sviði í London, nánar tiltekið í  "O2 höllinni".  Sýningin (sem verður sýnd 10 sinnum) heitir Monty Python Live - Mostly.

Hins vegar hefur verið ákveðið að síðasta sýningin verði sýnd beint, í fjölda landa ýmist í sjónvarpi eða kvikmyndahúsum, ef ég hef skilið rétt.

Engir sjónvarpsþættir eru fyrirhugaðir og ekkert nýtt efni verður samið. Sumir hinna eldri "sketsa" verða "remixaðir" og slípaðir eitthvað til.

Hér má lesa dóm um sýninguna. 

Hér má lesa um hvernig sýningin gengur fyrir sig.

Hér er heimasíða sýningarinnar

Hér má lesa um fyrirhugaða sjónvarpsútsendingu.

Hér er svo heimasíða The Spam Club, aðdáendaklúbbs Monty Python.

Hér er svo myndbandið með Mick Jagger, en það má einnig finna á YouTube.

 

 


mbl.is Mick Jagger fárast yfir gamlingjunum í Monty Python
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband