Færsluflokkur: Íþróttir
6.7.2006 | 23:42
Flutningar - Indy Rocks -
Jamm.... það er búið að vera mikið að gera undanfarið. Fyrst og fremst auðvitað við að græja "slotið", sjálfa Bjórá. Það verk hefur undið þó nokkuð upp á sig og tekið mun meiri tíma en ráð var gert fyrir. Málningin á stofunni var svo skrýtin, að ég þurfti að pússa hana niður með sandpappír, ekki hægt að segja að ég hafi skemmt mér mikið yfir því.
En þetta er allt að koma, herbergin taka breytingum eitt af öðru og litasamsetninging virðist ætla að virka. En það er gaman að vera þar, garðurinn er í blóma, rósir út um allt, stórt tré, fersk mynta vex í garðinum og allra handa önnur blóm sem ég kann ekki að nefna. Kardínálar, litlar finkur og þrestir fljúga um garðinn og það er næstum eins og ég sé staddur úti sveit, hvílík er kyrrðin.
En það hefur náttúrulega ýmislegt drifið á dagana á meðan ég hef verið latur við bloggið, ekki síst stórkostlegur sigur "Skósmiðsins" í Indianapolis. Það var ljúfur 1 - 2 sigur hjá Ferrari, vonandi ekki sá síðasti á árinu. Annars var kappaksturinn frekar líflegur og skemmtilegur á að horfa.
Síðan varð allt auðvitað vitlaust í "litlu Ítalíu" þegar ítalirnir komust í úrslitin, sem betur fer var ég víðsfjarri, enda umferðarteppan og lætin með eindæmum. Lögreglan er hins vegar með mikinm viðbúnað fyrir komandi sunnudag.
Flutningsdagur hefur svo verið ákveðinn, laugardagurinn 15. júlí, búinn að bóka 1. aðstoðarmann, en vonandi tekst að hóa saman einhverjum fleiri. Boðið verður upp á bjór, lambasteik, rauðvín og ekki útilokað að ég frysti Brennivínsflöskuna sem ég á í skápnum.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2006 | 03:46
Gulblátt hverfi
Það varð hreint allt vitlaust hér í hverfinu okkar í dag. Þegar við vorum á ferðinni stuttu fyrir 7 að staðartíma, hverfið var hreinlega á hvolfi, umterðarteppa og flautur þeyttar án afláts. Þarna voru á ferðinni hinir fjölmörgu ukrainumenn sem hér búa, heldur en ekki stoltir af sínum mönnum. Hverfið sem við búum í er nokkurs konar hjarta samfélags þeirra hér í Toronto. Hér er Ukrainski sparisjóðurinn, ukrainskir veitingastaðir og "deli" og ukrainskir barir. Hvert sumar er haldin ukrainsk götuhátíð, 2004 skemmti sjálf Ruslana hér við feykilegar undirtektir.
En þetta er feykilega góður árangur hjá ukrainumönnum, og eðlilegt að fólkið sé stolt. Það var fremur lágt á þeim risið eftir 4-0 ósigurinn gegn spánverjum, en hakan hefur liftst með hverjum leik síðan.
Annars held ég að stoltið sé ekki síst komið til af því að Ukraina skuli vera að keppa á meðal þeirra bestu, á meðan Rússland komst ekki til Þýskalands.
Annars er það helst í fréttum að við sóttum lyklana til lögfræðingsins okkar í dag, fórum og keyptum málningu á loftin, og fórum með litaspjöld um húsið. Svo skipti ég um læsingar, bara svona til að vera viss.
Úkraína áfram í vítakeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2006 | 19:38
Fête à Montréal - Verður er verkamaðurinn launanna
Þó að sigur Alonso í kanadíska kappakstrinum hafi aldrei verið í hættu, var kappaksturinn þrælskemmtilegur á að horfa. Það sást þó glitta í framúrakstur og keyrt var hratt og ákveðið. En það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast svo að Alonso og Renault hampi ekki titlunum tveimur.
Ég fann dálítið til með Villeneuve, hrikalega leiðinlegt að enda svona illa á heimavelli, eftir mjög góðan akstur, en dekkjakurlið lét ekki að sér hæða, enda lentu margir í vandræðum út af því. "Track recordið" hans Villeneuve er annars frekar dapurt á heimavelli þetta er í 5. sinn á síðastliðnum 6. árum sem hann líkur ekki keppni.
"Kurlið" náði líka Raikkonen, sem telst líklega seint með heppnari ökumönnum, og olli því að hann missti 2. sætið til Schumacher, sem var mér að sjálfsögðu að meinalausu, en samt ekki hægt annað en að finna aðeins til með honum.
Þá er það svo "Indy" eftir viku, ég hlakka til, en veit ekki hvernig mér tekst til að skipuleggja flutningana í kringum formúluna. En ef Alonso vinnur, eða verður í 2. sæti þar, held ég að titillinn sé endanlega hans. Ef einhver spenna á að koma í keppnina verður hann að falla úr leik, en það er ekki líklegt. Renaultbílinn hefur verið ákaflega áreiðanlegur.
Annars fórum við í morgun og týndum u.þ.b. 3. kíló af jarðarberjum, en þær birgðir hafa þegar látið verulega á sjá. En nýtýnd jarðarber eru sannkölluð kjarnafæða, og bragðast að sjálfsögðu enn betur týnd eigin hendi. En handvalinn jarðarber eru að sjálfsögðu best, engir grænir toppar, aðeins alrauð, safarík og bragðmikil ber enda í körfunni. Þannig sit ég og gæði mér á berjunum og veit að verður er verkamaðurinn launanna.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2006 | 21:35
Allt að gerast - jarðarberjatíminn - Grand Prix du Canada
Við erum önnum kafinn þessa dagana, líklega verður ekki mikið um blog á næstunni. Fórum til lögfræðingsins okkar í morgun, með mest alla okkar peninga í einni ávísun. Fórum yfir öll smáatriði hvað varðar kaup okkar á "Bjóránni". Það er í ýmis horn að líta, lögfræðingurinn búinn að prenta út "bakgrunn" seljanda og okkar. Kanna eignarhald og veðbönd á fasteigninni o.s.frv. Skrifuðum undir skjöl hægri vinstri, allt í þríriti. Síðan getum við líklega sótt lylana til lögfræðingsins seinnipart á mánudaginn.
Á mánudaginn þurfum við að ganga frá kaupum á rafmagni, gasi, vatni, og gera eitthvað í síma og sjónvarpsmálum.
Á þriðjudag verður síðan hafist handa við að mála, en flutningar verða vonandi um næstu helgi, ef illa tekst til þá þarnæstu. Það styttist því í að "Bjórárbloggið" komi raunverulega frá "Bjórá".
En þetta er skemmtilegur tími, nú eru jarðarberin í blóma hér, og verða næstu vikur. Hægt að kaupa (eins og ég gerði í gær) jarðarber fyrir lítið fé. Stefnan fyrir fyrramálið hefur reyndar verið mörkuð, eldsnemma af stað og út í sveit, heimsækja þar bóndabæ sem leyfir lúnum borgarbúum að týna eigin jarðarber gegn vægu gjaldi (reyndar varla hægt að segja að það sé ódýrara en að kaupa þau út í búð, en það er skemmtilegt að velja sín ber sjálfur og týna bara það sem lítur best út). Líklega verð ég þó einn í tínslunni þetta árið, verð að vona að konan og foringinn éti þau ekki öll jafnóðum á hliðarlínunni. En að ganga inn í jarðarberjailminn sem liggur yfir svæðinu er unaðsleg upplifun, og að setja heitt sólbakað jarðarber í munninn stórkostlegt.
Stefnan er svo að vera komin heim fyrir kappaksturinn, en ég missti af tímatökunni í dag út af lögfræðistússinu. "Skósmiðurinn" er nú ekki alveg að gera sig í 5. sætinu, en það verður að vona það besta. Ég verð eingöngu fyrir framan sjónvarpið þetta árið, tók mig þó skratti vel út í stúkunni í fyrra, en það verður ekki á allt kosið.
Alonso datt úr keppni í fyrra, einhvern veginn hef ég ekki trú á því að það gerist í ár, þó að það kæmi sér vel fyrir minn mann, en Alonso er langsigurstranglegastur í ár, en Raikkonen og Schumacher gætu komið á óvart.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2006 | 14:05
Leti - Predictable Silverstone - IT landið - Mengele
Það var ekkert bloggað í gær. Annað hvort var þar um að kenna leti, eða þá að ég hef snúist til kristinnar trúar og hef haldið hvíldardaginn heilagan? Sjálfur myndi ég veðja á leti.
En sunnudagurinn hófst snemma, ég reif mig á fætur fyrir kl. 7, til að horfa á Formúluna. Það var ekki laust við að eitthvað af mönnum í uppslætti angraði mig, enda höfðu finnskir vinir konunnar boðið okkur til samsætis kvöldið áður. En það skánaði skjótt.
En Silverstone kappaksturinn olli nokkrum vonbrigðum, ekki svo mjög fyrir það að minn "Skósmiður" skyldi enda í 2. sæti, heldur fremur vegna þess að fátt ef nokkuð óvænt og skemmtilegt gerðist. Þetta "þolakstursform" er að fara illa með Formúluna.
Alonso vann sanngjarnan sigur, hans sigur var aldrei í hættu, tók þetta frá "pól" allt til enda. Schumacher "kíkti" einu sinni á Montoya, það var "hápunktur" kappakstursins, en ákvað að reyna frekar "hefðbundnari" leið og fór fram úr honum með aðstoð þjónusuhlés. Næst er svo kappakstur hér í Kanada, ég verð ekki spenntur í stúkunni eins og í fyrra, læt nægja að horfa á imbann.
Eftir þennan viðburðarsnauða kappakstur var ég svo andlega þreyttur að ég lagði mig.
Síðan eftir hressandi lúr, var haldið á vit ævintýranna með foringjanum. Hann í broddi fylkingar á hjólinu, sem hann ræður reyndar ekki fyllileg við, ég valhoppandi á eftir með Globe and Mail undir hendinni. Enduðum á leikvellinum og áttum þar góðar stundir. Þar hitti ég Kanadamann, sem var uppveðraður þegar það barst í tal að ég væri frá Íslandi, og sagðist hafa heyrt að aðalstarfsvettvangur landsmanna væri tölvur og tækni (IT). Það var allt að því raunalegt að þurfa að segja honum að það væri rangt, íslendingar væru að vísu framarlega í því að nýta sér tölvutæknina, en efnahagslífið byggðist á fiski. Sem sárabót sagði ég honum að álbræðsla væri vaxandi atvinnuvegur og stærsta álverið, enn sem komið er, væri í eigu kanadíska fyrirtækisins Alcan.
En ég uppfræddi manni um virkjanir og hitaveitu, ég kann nokkuð rulluna nú orðið, og aðra skemmtilega hluti, gleymdi þó alveg að minnast á íslenska hestinn og sauðkindina.
En svo var grillað og slappað af. Endaði svo með því að horfa á heimildarmynd um Mengele, rétt um miðnættið, á History Channel. Það vekur alltaf smá óhug að horfa á þessar myndir, en samt er það svo að seinni heimstyrjöldin og tengdir atburðir vekja alltaf áhuga hjá mér. En myndin var ágætlega gerð, rætt við samstarfsmenn, starfmann hans í Argentínu, og konu sem bjó með honum síðustu árin, auk þess sem fram kom fólk sem hafði lifað af veruna og tilraunir hans í Auschwitz.
Flestir lýstu honum sem myndarlegum, kurteisum og vingjarnlegum manni, jafnvel þau sem hann notaði sem tilraunadýr. En þau sögðu líka frá óútskýranlegri grimmd. Hvernig hann fór með börn í ökutúr um búðirnar, fáum dögum áður en hann gerði á þeim tilraunir sem drógu þau til dauða. Gaf þeim sælgæti áður en hann sprautaði þau með efnum sem voru ætluð til að drepa.
Óskiljanlegt, en má ekki gleymast.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það kitlaði hláturtaugar mínar þegar ég las grein á www.spiegel.de, um sýningu sem hefur verið sett upp í Berlín í tengslum við heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Hvernig Mike Draegert, sá sem á hefur heiðurinn af sýningunni, hefur komist yfir alla þessa gripi er ekki sagt (nema að tennur Battistons, er fengnar að láni), en það hefði vissulega gert þessa frásögn skemmtilegri.
En það er auðvitað stór markaður fyrir minjagripi tengda knattspyrnu (ég held að ég eigi ennþá einhversstaðar miðann og trefillinn frá Frakkland - Ísland, sem við töpuðum 3-2 í París), en líklega eiga þessir eftir lifa lengi, enda býsna "orginal" ef svo má að orði komast. En líklega verður þessi sýning þó ekki allra.
Þegar ég las þetta í Spiegel, hvarflaði þó hugur minn til ýmissa átta, fyrst fór ég að hugsa um hvað þetta hljómaði eitthvað skratti líkt kaþólsku kirkjunni, með sýna "relic" söfnun, og svo fór ég að hugsa um hvort að það að vera þjóðverji og heita Schumacher, leiddi sjálfkrafa af sér að hálf heimsbyggðin liti á viðkomandi sem illmenni? Eins og oft áður komst ég ekki að neinni niðurstöðu.
En ég hlakka til Silverstone kappakstursins um helgina.
En greinina í heild sinni má finna hér.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2006 | 04:58
Stærsti fíllinn í herberginu? - Fyrirfram sakfelling?
Ég held að samborgarar mínir hér í Toronto séu að jafna sig á fréttunum um hryðjuverkamennina. Það var enda stórleikur í hokkíinu nú í kvöld, og fátt er líklegra til að draga að athygli hér heldur en hokkí. Edmonton tapaði fyrir Carolina, sem er líklega með því alvarlegra sem hefur gerst hér undanfarna daga.
Ég er þó ekki orðinn meiri kanadabúi en það að ég fylgist meira með fréttum af meintum hryðjuverkum heldur en hokkíinu. Hef ekki alveg náð að falla inn í það sport.
En fréttirnar og umfjöllunin um hryðjuverkamennina er sem betur fer frá ýmsum sjónarhornum.
Sumir ásaka lögregluna um að hafa sett á svið "show", ýkja hættuna og sakfella þar með þá ákærðu í huga almennings, án réttarhalda. Það er líka talað um að nafnbirting jafngildi næstum því sakfellingu á þessu stigi málsins. Ég get nú tekið undir það að mestu leyti, nafnbirting á þessu stigi er að mínu mati fremur varasöm, en sinn er siður í landi hverju.
Aðrir benda á það að lögreglan geri sig hálf hlægilega þegar þeir leggja mikla áherslu á að meintir hryðjuverkamenn séu með margvíslegan bakgrunn. Segja að vísu að það sé að nokkru leyti rétt, en það þýði ekki að líta fram hjá því að þeir séu allir múslimir, og í það minnsta helmingur þeirra hafi sótt sömu mosku.
Christie Blatchford, dálkahöfundur hjá Globe and Mail, skrifaði meðal annars eftirfarandi í dálk sinn í dag:
"I drove back from yesterday's news conference at the Islamic Foundation of Toronto in the northeastern part of the city, but honestly, I could have just as easily floated home in the sea of horse manure emanating from the building.
So frequent were the bald reassurances that faith and religion had nothing -- nothing, you understand -- to do with the alleged homegrown terrorist plot recently busted open by Canadian police and security forces, that for a few minutes afterward, I wondered if perhaps it was a vile lie of the mainstream press or a fiction of my own demented brain that the 17 accused young men are all, well, Muslims.
But no. I have checked. They are all Muslims."
"Such is the state of ignoring the biggest, fattest elephant in the room in this country that at one point Chief Blair actually bragged -- this in answer to a question from the floor -- "I would remind you that there was not one single reference made by law enforcement to Muslim or Muslim community" at the big post-arrest news conference on Saturday."
"But what came clear at that meeting yesterday, which was an odd mix of community venting and news conference, is that many of those people who went to the microphone to ask questions, and some of those who answered them from the podium, are far more concerned about a possible anti-Muslim backlash to the arrests than they are about the allegations that a whole whack of their young people were bent on blowing something up in the city; that they are generally worked up about Canadian soldiers in Afghanistan and the Americans in Iraq, and that even as they talk about Islam being a religion of peace, they do not sound or appear particularly peaceable.
Only one question from the floor, this from a young man, really dared to depart from the convention of deploring the supposed coming anti-Muslim backlash and the idea of Muslim as victim.
He asked what the imams were doing to ensure that the sort of violent views that allegedly motivated the homegrown terrorists were not allowed to "become entrenched in our community."
Sheikh Husain Patel answered him. "It is important we educate our young brothers," he said.
He mentioned a series of conflicts overseas, including Iraq and Palestine, then said: "You cannot justify a legal goal by using illegal means. The politics of overseas should not be addressed in a violent manner in Canada."
That did not ring in my ears as a renunciation of violence per se, but as a renunciation of violence in this country."
Þetta finnst mér að sumu leyti enduróma viðhorf sem ég hef heyrt hér, það að þó að flestir geri sér grein fyrir því að langstærstur hluti þeirra múslima sem hér búa, er jafn friðelskandi og hverjir aðrir, þá geri þessir "hófsömu" múslimar, eins og fjölmiðlar eru gjarnir á að nefna þá, ekki nægjanlega mikið til að koma upp um og helst uppræta öfgamennina sem eru innan um.
En að lokum er rétt að benda á eins og margir aðrir hafa gert, að hinir ákærðu eru saklausir, nema að þeir verði fundnir sekir af dómstólum, en málarekstur þessi getur tekið afar langan tíma.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2006 | 21:26
"Stafsetningarbýflugan" - "Orðasmiður".
Þegar ég var að skondra á milli vefmiðla í dag, sá ég umfjöllum um "Spelling Bee" keppnina hér í Norður-Ameríku. Þetta virðist vera nokkuð merkileg keppni, ég hef reyndar aldrei séð hana í sjónvarpi, en börnin spreyta sig á orðum sem ég er ekki viss um að ég myndi stafsetja rétt á hverjum degi, en það er annað mál. Ekki man ég eftir að hafa heyrt af nokkru svipuðu á Íslandi, enda telst það ábyggilega ekki "pólítíkst rétt" á landinu bláa, að börn keppi í einhverju sem viðkemur náminu. Það getur varla verið gott að nokkur skari fram úr.
En ef einhver vill forvitnast um þetta frekar má finna frétt í National Post, heimasíðu hjá Spelling Bee keppninni, og loks er hér smá ensk stafsetningarþraut, ef einhver hefur gaman af því að reyna sig.
En þetta leiddi til þess að ég fór að hugsa um orð og orðaforða. Sjálfur er ég innflytjandi hér og þó enskukunnáttan sé þokkaleg, lendi ég þó í því að þegar ég spjalla við innfædda að ég skil ekki öll orð, eða er ekki alveg viss um merkingu þeirra, sérstaklega þegar spjallið er á sérhæfðari sviðum.
En ég hef um all nokkurt skeið verið áskrifandi að þjónustu wordsmith.org. Ég er skráður á póstlista og fæ sent eitt orð á dag ásamt tilheyrandi útskýringum. Þetta er eins og gengur, stundum þekki ég orðin frá fyrri tíð, en oft er þetta skemmtilegur og fræðandi lestur. Hvað situr svo eftir er erfitt að fullyrða, en eitthvað er það. En þetta er einföld og þægileg leið til þess að auka orðaforðann og fræðast um leið.
Sem dæmi leyfi ég mér að birta hér póstinn sem ég fékk í dag: "This week's theme: adjectives used postpositively.
emeritus (i-MER-i-tuhs) adjective, plural emeriti, feminine emerita
Retired but retaining an honorary title.
[From Latin emeritus (one who has served his time), past participle of
emerere (to serve out one's term), from merere (to deserve, serve, earn).]
Today's word in Visual Thesaurus: http://visualthesaurus.com/?w1=emeritus
-Anu Garg (gargATwordsmith.org)
"Seeger has been singing out like this since the Great Depression. The
earnest troubadour who either co-wrote or popularized canonical songs
like 'If I Had a Hammer' and 'John Henry' has become something like
America's folkie emeritus."
Michael Hill; Pete Seeger Still Singing at 87; Associated Press;
May 17, 2006."
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2006 | 15:59
Sekur eða saklaus, frábær eða fól?
Eða ef til vill sittlítið af hverju?
Maðurinn sem rætt er um er auðvitað Michael Schumacher. Þau sem fylgjast með formúlunni skilja auðvitað hvað ég er að tala um. "Stóra Schumacher málið", stöðvaði hann bílinn vísvitandi, eða ekki, í tímatökunni um síðustu helgi?
Ekki hef ég nein ákveðin svör við þessu. Hef ekki aðgang að neinu nema minni mínu, en ég horfði á þetta í beinni útsendingu á laugardagsmorgunin.
En eitt veit ég, menn deila ekki við dómarana. Auðvitað hafa þeir aðgang að öllum hugsanlegum gögnum, nokkuð sem er auðvitað erftitt að mæla gegn. Samt er ég ekki sannfærður um sekt "Skósmiðsins". Ekki það að ég hafi neitt fram að færa sem styður sakleysi hans. En ef þetta er vísvitandi gert, er það svo heimskulega gert, og til þessa hefur mér virst Michael vera eitthvað allt annað en heimskur.
Hvernig hefði maðurinn átt að ímynda sér að hann gæti komist upp með þetta? Hann var "á pól", í versta falli hefði hann getað átt von á því að vera í 2. sæti í ræsingunni. Og að hætta þessu með slíkum hætti, sem flestir hefðu vitað að gæti ekki fært honum neitt nema refsingu?
Þess vegna á ég örlítið erfitt með að trúa að þetta hafi verið viljverk. Og ég læt minn mann njóta vafans, stend með honum nú, eins og ég hef gert í yfir 10 ár.
En hitt vil ég líka að komi fram, að ég styð að flestu leyti ákvörðun dómaranna. Það er áríðandi að senda þau skilaboð að hart sé tekið á öllu, og það hefði getað sett slæmt fordæmi ef þetta hefði verið látið átölulaust. Það ber á það að líta að stundum getur líka verið rétt að refsa fyrir klaufaskap, ef sá klaufaskapur kemur öðrum illa.
Fyrst og fremst er ég þó þeirrar skoðunar að best sé að huga að öðru formi fyrir tímatökurnar, það form sem var t.d. í gangi fyrir ca. 5 árum, var alveg ágætt, svo er að minnsta kosti mín skoðun.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2006 | 14:18
"Stór" og annasöm helgi. Kostar þú framboðslista?
Þetta er annasöm helgi hjá mér. Formúla og kosningar á sömu helgi, heimboð í gærkveldi, heimboð seinnipartinn í dag, svo förum við öll í barnaafmæli á morgun.
Horfði að tímatökurnar með foringjanum í morgun. Sá "Skósmiðinn" "taka pól". Vonandi leggur þetta línuna hjá "mínum mönnum" svona almennt um helgina. En "Formúlan" verður vonandi spennandi í fyrramálið, þó að Monaco bjóði ekki upp á mikinn framúrakstur þarf svo sannarlega að hafa hugann við aksturinn þar. Ég man ennþá eftir kappakstrinum þar 1996, aðeins 6 bílar luku keppni í rosalegri rigningarkeppni, frakkinn Oliver Panis vann (hans fyrsti og gott ef ekki eini sigur á ferlinum) og frakkar voru kampakátir. Parísarbúar feykikátir á barnum um kvöldið.
En að kosningunum, sá á mbl.is að kjörsókn sé dræm, í það minnsta hingað til. Það er ekki nógu gott, auðvitað eiga allir að fara og kjósa, í það minnsta mæta á kjörstað og skila auðu, það er áhrifameira að láta vita af óánægju sinni á þann hátt, en að sitja heima.
Svo þarf ég að nöldra örlítið. Ég hef séð það í vaxandi mæli á netinu, að íslendingar skrifa "KOSTningar" í stað "KOSninga". Ekki veit ég hverju þetta sætir, en vil þó benda á að orðið er dregið af því "að kjósa", en ekki því " að kosta".
Vissulega er ekki fráleitt að leiða hugann að því hvað þetta allt saman kostar, og hver kosti herlegheitin, en við skulum samt halda áfram að tala um að kjósa og kosningar, það er alla vegna mín skoðun.
Kostunin er reyndar í æ stærri mæli farin að flytjast yfir á kjósendur, eða skattgreiðendur sem eru jú að stærstum hluta sami hópurinn. Stjórnmál á Íslandi eru rekin æ meir fyrir opinbert fé. Stjórnmálamennirnir koma saman og ákveða það hið opinbera skuli gefa flokkunum.
Engan stjórnmálamann hef ég heyrt tala um nauðsyn þess að draga úr þessu eða afnema. Er það miður.
En það breytir því ekki að mig langar að biðja alla að tala um kosningar, en ekki kostningar.
Vonandi kjósa svo sem flestir D-lista, en það er önnur saga.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)