Gulblátt hverfi

Það varð hreint allt vitlaust hér í hverfinu okkar í dag.  Þegar við vorum á ferðinni stuttu fyrir 7 að staðartíma, hverfið var hreinlega á hvolfi, umterðarteppa og flautur þeyttar án afláts.  Þarna voru á ferðinni hinir fjölmörgu ukrainumenn sem hér búa, heldur en ekki stoltir af sínum mönnum.  Hverfið sem við búum í er nokkurs konar hjarta samfélags þeirra hér í Toronto. Hér er Ukrainski sparisjóðurinn, ukrainskir veitingastaðir og "deli" og ukrainskir barir. Hvert sumar er haldin ukrainsk götuhátíð, 2004 skemmti sjálf Ruslana hér við feykilegar undirtektir.

En þetta er feykilega góður árangur hjá ukrainumönnum, og eðlilegt að fólkið sé stolt.  Það var fremur lágt á þeim risið eftir 4-0 ósigurinn gegn spánverjum, en hakan hefur liftst með hverjum leik síðan.

Annars held ég að stoltið sé ekki síst komið til af því að Ukraina skuli vera að keppa á meðal þeirra bestu, á meðan Rússland komst ekki til Þýskalands.

Annars er það helst í fréttum að við sóttum lyklana til lögfræðingsins okkar í dag, fórum og keyptum málningu á loftin, og fórum með litaspjöld um húsið.  Svo skipti ég um læsingar, bara svona til að vera viss.


mbl.is Úkraína áfram í vítakeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband