Færsluflokkur: Íþróttir
14.5.2006 | 14:56
Apagado Barcelona
Yfirburðasigur Alonso í Barcelona var með eindæmum sanngjarn. Hann einfaldlega ók best á besta bílnum, þannig leit það alla vegna út. Sigri hans var aldrei ógnað. Schumacher sigldi örugglega í annað sætið, og lítið annað gerðist í þessum kappakstri. Raikkonen sýndi þá fantatilþrif í ræsingunni og fór upp um 4. sæti, vel að verki staðið hjá honum en hlýtur samt að vera erfitt fyrir hann að hafa ekki betri bíl til umráða. Það verður fróðlegt að sjá hjá hvaða liði hann verður að ári.
En þessi kappakstur var tilþrifalítill, líklega verður það að miklu leyti að skrifast á brautina, hún bíður ekki upp á mikinn framúrakstur, en svo eru bílarnir það jafnir, að það verður alltaf erfitt.
En það beinir líka huganum að því hvort að Formúlan hafi ekki verið að fara í rangar áttir með sífelldum reglubreytingum, líklega sýnist sitt hverjum þar. En þær breytingar sem gerðar voru í stigakeppninni og svo einnig hvað varðar vélarnar, hefur að sumu leyti breytt Formúlunni í hálfgerðan þolakstur.
Það er mikilvægara að koma í mark í þokkalegu sæti heldur en að vinna. Ef möguleiki að fara fram úr næsta manni er ekki stór, er líklega betra að spara vélina, það er að segja ef þú ert á fyrsta móti með hana, heldur en að reyna að fara fram úr. Að detta úr leik er svo stór "bömmer" og tekur svo langan tíma að vinna stigaleysið upp, að það er hætt við að það sé meðalmennskan sem gildi í æ fleiri tilfellum.
Ég er í það minnsta þeirrar skoðunar að þetta hafi ekki verið til blessunar.
En það breytir því ekki að Alonso átti þennan kappakstur frá upphafi til enda, og er rétti maðurinn til að færa spænskum áhengendum sínum fyrsta sigur spánverja í spænska kappakstrinum. Þannig hefur hann lyft Formúlunni í hæstu hæðir á Spáni.
Viva Alonso
Alonso fagnað sem þjóðhetju eftir öruggan konungssigur í Barcelona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 17.5.2006 kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2006 | 15:51
Ferrari Über Alles
"Skósmiðurinn" klikkaði ekki á heimavelli og kom fyrstur í mark, mér til mikillar ánægju svona í upphafi dags. Kappaksturinn í sjálfu sér ekki tilþrifamikill en sigurinn nokkuð öruggur. Það kom mér nokkuð á óvart hvað margir bílar duttu út, veit ekki hvað margir þeirra voru á seinni keppninni með vélarnar.
En það er ennþá frekar langt í Alonzo, stigalega séð, og meðan hann gerir ekki mistök eða dettur á anna hátt úr leik, þá hefur hann gríðarlega sterka stöðu. Getur leyft sér að koma í mark í 2. eða 3. sæti, ef staðan er slík, á meðan hinir þurfa að berjast allt til enda.
Það var gaman að sjá Massa ná þriðja sætinu, og þannig skilaði keppnin okkur upp í annað sætið í keppni bílsmiða, upp fyrir MacLaren, gott mál.
Raikkonen kom í fjórða sæti, í sjálfu sé nokkuð góður árangur, en ekki nóg. Ef fram heldur sem horfir verður Raikkonen, einn af betri ökumönnum sem aldrei nær að vera heimsmeistari, hann "hittir" einhvern veginn ekki á það. Enda virðist Ron Dennis hafa misst trúna á því að hann geti orðið meistari, ráðning Alonzo sýnir það. Slagorðið "You Have To Have a Finn To Win", heyrist ekki lengur. Það verður því mikilvægt fyrir Raikkonen að velja gott lið fyrir næsta ár, ef að Schumacher hættir ekki hjá Ferrari, er Renault líklega besti kosturinn fyrir hann.
Að lokum verð ég að geta Nico Rosberg, frábær árangur hjá honum, gæti hæglega orðið meistari í framtíðinni, þá vonandi akandi hjá Ferrari, rétt eins og pabbi hans gerði áður fyrr.
Schumacher sigrar með glæsibrag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2006 | 05:04
Að þegja yfir sigrinum....
Ég er nú reyndar afskaplega hamingjusamur með þennan sigur íslendinga og vil óska öllum íslenskum hokkíaðdáendum til hamingju með þennan glæsilega árangur.
Einhvern veginn held ég þó að ég eigi ekki eftir að tala mikið um þennan sigur hér í Toronto, reikna ekki með því að það "imponeri" kanadamenn mikið. Í þessu hokkíbrjálaða samfélagi þykir líklega ekki merkilegt að sigra í þriðju deildinni. Það yrði frekar grundvöllur einhverra miður skemmtilegra brandara á kostnað okkar íslendinga. Hér trúir því engin, þegar ég segi þeim að íslendingar hafi átt mjög erfitt með að æfa hokkí, vegna skorts á frosti, þangað til byggðar voru hér skautahallir.
En það breytir því ekki að þetta er góður árangur, íslendingar eru vonandi á réttrí leið í hokkíinu, þó að nokkkuð víst sé að ég grobba mig ekki af árangri okkar hér á næstu árum, við eigum líklega langt í land til að ná því.
Ísland burstaði Tyrkland, 9:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 05:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2006 | 17:08
Af illum íþróttaskóm og siðferðislega röngum hamborgurum
Það kemur stundum fyrir að ég les eitthvað í dagblöðum, tímaritum, bókum, nú eða á vefnum sem ég er sammála, því sem næst 100% og kemur skoðunum mínum þannig í orð, að ég óska þess hér um bil að ég hefði skrifað viðkomandi texta.
Þannig var það í morgun, þegar ég var að lesa netútgáfu tímaritsins Macleans. Þar rakst ég á grein um samband siðferðis stórfyrirtækja, samband þeirra við neytendur og svo kallaða "anti-corporate"(hér vantar mig gott íslenskt orð) mótmælendur.
Ég get tekið undir það sem sagt er í greininni, að það sem hafi hafist sem velmeinandi mótmæli hafi breyst í "mótmælaiðnað". Iðnað sem byggist á því að framleiða óánægju, en boði engar lausnir.
En ég hvet sem flesta til að lesa greinina sem finna má hér.
Auðvitað þurfa fyrirtæki aðhald, en það verður líka að viðurkenna það sem vel er gert og ekki einfaldlega ráðast á þann sem liggur best við höggi eða hefur mestu snertinguna við almenning.
Ég verð reyndar að lýsa því yfir hér að svo kölluð "pólítísk rétthugsun" á að öllu jöfnu ekki upp á pallborðið hjá mér. Það er til dæmis oft skrýtið að sjá viðbrögðin hér í Kanada, þegar ég segi fólki sem býr í þessu mesta selveiðilandi heims, að ég hafi alist upp við það að borða hvalkjöt, og það sem meira sé, mér þyki það gott, og myndi setja það á grillið hér, ef það stæði til boða.
Ég skammast mín heldur ekkert fyrir að versla í WalMart, ef þar er eitthvað sem ég þarfnast og það er ódýrara og sambærilegt að gæðum og annars staðar. McDonalds er að vísu ekki minn stíll, einhverra hluta vegna kysi ég frekar að fara á Burger King eða Harveys, en það verður ekki frá þeim tekið að þeir hafa náð meiri árangri í hamborgarsölu heldur en allir aðrir. Hvers vegna? Verðum við ekki að segja að það sé vegna þess að þeir séu að gera eitthvað sem kaupendum líkar?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.4.2006 | 18:35
Forza Ferrari
Sunnudagurinn fór vel af stað, vaknaði snemma, eða um hálf átta, kveikti fljótlega á sjónvarpinu, og horfði á múluna, ekki beint hægt að segja að um tilþrifamikinn kappakstur hafi verið að ræða, en það gladdi þó að sjá Schumacher vinna sigur á ný.
Það hafa verið hálf magrir mánuðir upp á síðkastið hjá okkur sem fylgjum Ferrari að málum, ekki mikill glæsibragur á sigrinum í Minneappolis í fyrra og 2. sætið sem ég sá Schumacher vinna, og Barrichello hafði það þriðja, í Montreal síðastliðið sumar var á meðal fárra gleðipunkta þess tímabils. En það hafa vissulega verið langir kaflar án sigra áður, en ég sem byrjaði ekki að fylgjast með sportinu sem neinu nemur fyrr en 1996, man þó ekki þá lengstu, en síðan 1996 (þá unnust 3. sigrar, og 2 sætið í keppni bílsmiða), er 2005 líklegast lakasta tímabilið. Rétt eins og 1995 vannst aðeins 1 sigur, en hann var þó eins og ég áður sagði ekki mikill glæsibragur yfir sigrinum 2005.
Það er vonandi að við eigum eftir að sjá fleiri Ferrari sigra á þessu keppnistímabili, og þó að Alonzo sé með 15 stiga forskot, þá er óskandi að Schumacher og fleiri dragi hann uppi. En það sem skiptir auðvitað mestu máli er að skila sér í mark í góðum stigasætum, þó að sigur vinnist ekki, það sýndi Alonzo í fyrra og er á góðri leið með að gera það aftur í ár, en langt er þó til að sigur geti talist unnin þetta tímabilið.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)