Færsluflokkur: Hæðni
21.11.2015 | 16:53
Þetta tengist ekki islam
Það að ljóðskáld skuli vera dæmt til dauða tengist auðvitað ekki islam. Hver sem heldur því fram fer auðvitað villu vegar.
Þó hann hafi verið handtekinn af trúarlögreglunni, þá tengist það að sjálfsögðu ekkert islam, heldur einhverjum skrýtnum og undarlega þenkjandi einstaklingum sem lítið eða ekkert þekkja til islam.
Þó að þetta gerist í landi Mekka og Medina, hljóta allir þenkjandi einstaklingar að sjá að þetta tengist ekki islam á nokkurn hátt.
Islam er trú friðar, umburðarlyndis og fyrirgefningar.
Þeir sem halda því fram að nokkuð sem þetta hafi eitthvað með islam að gera halda því líklega fram næst það að trúarleiðtogi sem neitar að taka í hönd á kvenkyns blaðamanni hafi eitthvað með islam að gera.
Nú eða það að fylgi Samfylkingarinnar hafi eitthvað að gera með að hún hafi lélegan formann eða skrýtna stefnu í mörgum málum.+
Orsakasamhengi er ofmetið.
Dæmdur til dauða fyrir trúleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hæðni | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)