Færsluflokkur: Menning og listir
19.6.2008 | 03:21
Flikkað upp á myndir
Á yngri árum var ég með ljósmyndadellu, líklega á frekar háu stigi. Tók aðallega svarthvítar myndir, framkallaði og stækkaði og hafði gaman af. Stöku sinnum tók ég góðar myndir.
Síðan eftir að skólavist lauk og aðgangi að myrkrakompu sömuleiðis datt ljósmyndaáhuginn niður. Það var síðan eftir að stafrænu myndavélarnar fóru að koma að ég fór að fikta við að taka myndir aftur. Fyrst var þetta aðallega með litlar "compact" vélar sem ég vann við að selja. En um síðustu áramót var keypt að Bjórá SLR Canon d40. Þá blossaði áhuginn upp á nýju, bara það eitt að handleika vélina færði góðar minningar.
Ennþá hef ég gaman af svarthvítu myndunum og þó að margar myndirnar séu af ómegðinni, get ég líka fengið útrás fyrir önnur áhugamál, s.s. "barkarblætið" sem hefur fylgt mér um nokkurt skeið.
Fyrir nokkrum vikum fór ég svo að hlaða myndum inn á Flickr, á slóðina www.flickr.com/tommigunnars
Þar má finna nokkra tugi mynda, meðal annars þær sem hér eru fyrir neðan og með því að "klikka" á þær er hægt að heimsækja síðuna og skoða þær nánar.
Menning og listir | Breytt 20.6.2008 kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2008 | 03:03
Örlítil getraun
Þegar ég er að þvælast um á netinu dett ég oft um ýmsar skrýtnar staðreyndir sem koma mér á óvart. Eitthvað sem skiptir oftast engu máli en mér þykir þó athyglivert.
Því er það þessi litla getraun:
Hvað eiga kvikmyndaleikstjórinn Guy Maddin og kántrýsöngkonan k.d. lang sameiginlegt, og þá er ég að meina fyrir utan það að vera bæði Kanadamenn.
8.5.2008 | 17:46
Menningarfulltrúi í miðbæinn - blómstra 18 rauðar rósir í Ráðhúsinu?
Ég er alveg hlessa á því hve ráðning Jakobs Frímanns sem framkvæmdstjóra fyrir miðbæ Reykjavíkur hefur skapað mikla úlfúð. Sérstaka athygli mína vekur hvað Samfylkingarfólk tekur þessarri ráðningu illa.
Ég hefði haldið að Samfylkingarfólk skildi það betur en flestir aðrir hve margþætt starfsreynsla Jakobs, t.d. sem menningarfulltrúa í London gæti nýst vel fyrir miðborgina. Eru ekki allir sammála um þörfina fyrir aukna menningu þar?
Persónulega verð ég sömuleiðis að segja að ég átti ekki von á því að pólítískar mannaráðningar hættu við það að Ólafur F. yrði borgarstjóri, né heldur þegar Samfylkingin komst í ríkisstjórn.
Íslendingar hafa lengi horft upp á að hæfustu flokksmenn á hverjum tíma hafa verið ráðnir í störf og skipaðir í stjórnir, hvort sem það eru hæfustu R-listamennirnir, hæfustu Sjálfstæðismennirnir, hæfustu Framsóknarmennirnir, eða hæfustu Samfylkingarmennirnir. Ég hef litla trú á því að það breytist.
Því mega borgarbúar í sjálfu sér prísa sig sæla með að jafn öflugur einstaklingur og Jakob Frímann Magnússon finnist í stuðningsmannahópi Ólafs F. Magnússonar. Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að sá hópur sé ekki það stór að það sé sjálfgefið.
P.S. Auðvitað þýðir ekkert að æsa sig yfir yfirvinnutímum. Starfsemin í miðborginni er þess eðlis að efað á að fylgjast vel með henni og efla, þarf sú vinna ekki hvað síst að fara fram á kvöldin og um helgar. Það er jú þá sem ífið er þar.
2.5.2008 | 16:26
Á næturvaktinni
Það er orðið mun "auðveldara" að vera fjarri heimahögunum en áður var. Það er hægt að fylgjast vel með fréttum, lesa bæði blöð á netinu sem og horfa á sjónvarpsfréttir, umræðuþætti, og spurningaþætti ef svo ber undir, það er hægt að hringja "heim", án þess að það kosti nokkuð sem heitir og halda þannig sambandi við fjölskyldu og vini.
En eitt af því sem ekki er hægt er að njóta á netinu er leikið Íslenskt efni.
En í hálfgerðu letikasti settist ég niður í gærkveldi og horfði á Næturvaktina, en mér áskotnaðist DVD diskar með þættunum í jólagjöf, en hef ekki gefið mér tíma til að horfa fyrr en nú.
Mér þótti þættirnir fara hægt af stað, en hver þáttur betri en sá fyrri og áður en gengið var til náða hafði ég horft á 8. þætti. Það hlýtur að teljast meðmæli.
En þættirnir eru góðir, þó að ef áhugi er fyrir hendi megi finna ýmsa galla. En þröngt sögusvið og góðir karakterar er vel nýtt. Sú hugmynd að krydda þættina með raunverulegum "stjörnum" úr daglega lífinu tekst afar vel og lyftir þáttunum upp.
Nú þarf ég bara að finna mér tíma til að horfa á 4. síðustu þættina.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2008 | 19:31
Hvert fara peningarnir?
Ég var í síðustu færslu að tal um að bloggið færði okkur mismunandi sjónarhorn og ýmsan fróðleik. Stuttu síðar rakst ég á annað mjög fróðlegt blog, sem leiddi mig svo hingað.
Þetta er gríðarlega gott framtak og á alla athygli skilið, raunar þyrfti að fjölga dæmum og uppfæra og skipta þeim út með reglulegu millibili.
Hver hugleiðir að almenningur borgi u.þ.b. 6.600 kr, fyrir hvern þann sem horfir á sýningu hjá Þjóðleikhúsinu?(tala frá 2006, hefur líklega frekar hækkað heldur en hitt)
Nú eða að hver fjögurra manna fjölskylda hafi að meðaltali lagt Íslenskum landbúnaði til 112.000 kr. árið 2006?
Eða að niðurgreiðsla almennings til þeirra sem sóttu Íslensku óperuna árið 2006 hafi numið tæpum 26.000 á miða?
Hjartaþræðing kostar 200.000 (2006) þannig að það er ekki á við nema 8. óperumiða.
Háskólastúdent kostar 600.000 á ári (2006) sem er um 100.000 krónum meira en það kostaði að koma barni í heiminn með keisaraskurði sama ár, en það er sama upphæð og var notuð til að greiða niður u.þ.b. 47 af þeim ríflega 40.000 aðgöngumiðum á sinfóníutónleika sem niðurgreiddir voru árið 2006.
Nýr mjaðmaliður (sem margir bíða eftir skilst mér) kostaði 2006 u.þ.b. 700.000 kr. Jarðgöng kosta hins vegar u.þ.b. 650 milljónir per kílómeter, þannig að lesendur þessa blogs geta þá farið og reiknað hvað hægt væri að skipta um mjaðmaliði hjá mörgum, fyrir kostaðinn við Héðinsfjarðargöng (ef þeir muna hvað þau eru löng).
En það er vissulega þarft að sjá dæmi um í hvað skattpeningar Íslendinga fara. Það vekur þó athygli að engin dæmi eru tekin af því hvað t.d. rekstur ráðuneyta kostar, nú eða hvað meðalkostnaður er á þingmann.
Spurningin er svo hvort að menn hafi skoðanir á því hvort að eitthvað af þessu mætti skera niður?
11.3.2008 | 03:46
Mánudagur allra mánudaga
Í dag var mánudagur allra mánudag, eða svo segja rannsóknir sem lesa má um á síðum Globe and mail. Í dag var mánudagurinn eftir að klukkan var færð fram, mánudagurinn eftir að allir (það er að segja hér í Kanada) töpuðu heilum klukkutíma á miðnætti aðfaranótt sunnudags.
Reglulega hefur mátt heyra raddir þess efnis að Íslendingar ættu að taka þátt í þessum "leik". Eins og það sé ekki nóg að vera á stöðugum sumartíma.
Persónulega er ég mikið á móti því að vera að hræra í klukkunni tvisvar á ári, það er að mínu mati hrein vitleysa, hvort sem er á Íslandi eða í Kanada.
En hér er smá partur af því sem lesa má í fréttinni:
"In a 1996 study, University of British Columbia researchers found that the number of traffic accidents in Canada increases by 7 per cent on the first Monday of daylight time."
" In another study, Dr. Coren found that industrial workplace accidents bump up by 6 per cent in the two or three days after we spring forward.
"All this suggests that many of us are essentially impaired on that Monday following the switch to daylight savings time," Dr. Coren said.
But even employees who make it through work without a major mishap today probably won't get much accomplished.
Sleep deprivation taxes the brain's creative capacity, according to Dr. Coren, triggering poor judgment and decision making. "
"But the worst part of all comes via a new U.S. study showing that the switch to daylight time could be all for naught.
Researchers at the University of California, Santa Barbara, found that Indiana households adopting daylight time for the first time in 2006 spent an additional $8.6-million (U.S.) on electricity, debunking the energy-conser- vation argument governments have long given in favour of daylight time.
But don't expect lawmakers to heed the study and ease workers' suffering any time soon. Provincial governments across Canada followed the lead of the U.S. Congress and actually added four weeks to daylight time last year.
How should you cope with this dreaded day aside from avoiding the roads and begging off work?
"It's not rocket science,"
Dr. Coren said. "If everyone just went to bed an hour earlier, these problems wouldn't happen." "
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 03:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 03:27
Hefði viljað vera þar
Ég hefði þegið með þökkum að vera í Laugardalshöllinni og njóta tónlistar Þursanna.
Þursarnir eru einfaldlega með allra bestu hljómsveitum í Íslenskri tónlistarsögu. Tvisvar sá ég þá á tónleikum í "den". Í Samkomuhúsinu og einnig í "Skemmunni", þá með Baraflokknum og Þeysurunum.
En það er auðvitað langt síðan og þó að minningarnar séu stórkostlegar hefði ekki veitt af smá upprifjun á herlegheitunum.
En ég hef fulla trú á því að þetta hafi verið ánægjuleg kvöldstund.
Þursarnir hafa engu gleymt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2008 | 04:03
Menning og listir
Ég hef komist nokkuð í Íslenska menningu nú upp á síðkastið, bæði bækur og kvikmyndir. Þetta er enda uppskerutíminn ef svo má að orði komast.
Í Florida náði ég að lesa Harðskafa eftir Arnald Indriðason og sömuleiðis Dauða Trúðsins eftir Árna Þórarinsson. Það er skemmst frá því að segja að báðar bækurnar þóttu mér ágætar, þó að mér finnist Arnaldur oft hafa átt betri spretti. Árni er hins vegar á uppleið.
Ég náði því svo á milli hátíðanna að horfa á Mýrina með konunni, en það varð okkur nokkur harmur að hafa ekki tók á því að sjá hana í bíó síðastliðið haust þegar hún var sýnd á kvikmyndahátíðinni hér í Toronto.
En myndin er ákaflega góð og við Bjórárhjónin vorum sammála um að hún væri ljómandi skemmtun, tvímælalaust í hópi bestu Íslensku kvikmyndanna, þó að vissulega sé hún langt frá því að tylla sér á toppinn. En það er vissulega góður áfangi að komin sé til sögunnar góð og trúverðug Íslensk "krimmamynd".
En Köld slóð bíður þess að tími gefist, og svo sömuleiðis Næturvaktin, en hana horfi ég þó nánast örugglega einn, þar sem þættirnir eru ekki textaðir, en ég hlakka til að sjá hvoru tveggja.
En ég er líka nýbúinn að lesa Rimla hugans, eftir Einar Má. Þar er á ferðinni gríðarlega vel skrifuð og grípandi bók. Reyndar hefur Einar aldrei valdið mér vonbrigðum, alla vegna ekki svo orð sé á gerandi. Hann hefur alla tíð síðan ég heyrði hann lesa upp úr Riddurum hringstigans í Háskólabíói forðum daga, verið í uppáhaldi hjá mér.
Í dag lauk ég svo við bók Tryggva Harðarsonar, Engin miskun - El Grillo karlinn, sem fjallar um lífshlaup Eyþórs Þórissonar. Aldrei hafði ég heyrt af Eyþóri áður en ég fékk bókina í hendur, en henni er líklega best lýst með því að segja að hún sé "svakamannasaga". En bókin er skemmtileg aflestrar og augljóst að ferill Eyþórs er með eindæmum líflegur eða skrautlegur eins og margir myndu líklega komast að orði. En ávalt lendir hann á fótunum þó að þeir séu valtir á köflum.
Persónulega mæli ég með öllum þessum bókum, enda mæli ég yfirleitt með bókum, þær eru ekki margar sem eru betri ólesnar. En svona jólasendingar eru mér ákaflega mikils virði, gefa tengingu "heim" í jólabókaflóðið og gefa ósvikna stemmningu.
Það gerir reyndar líka hangikjötsilmurinn sem liggur yfir Bjórá þessa stundina, því hangikjöt var soðið hér í dag. Búið er að bjóða fólki heim á morgun, í hangikjöt, uppstúf, rauðkál, rauðrófur og grænar baunir. Aldrei að vita nema blandað verði malt og appelsín sömuleiðis.
Og það eru engar eftirlíkingar, heldur ekta Hólsfjalla hangikjöt. Nú er bara að sjá hvernig óvönum smakkast það?
10.12.2007 | 14:32
Kanadíska leiðin í klæðaburði nýbura
Ég verð að viðurkenna að á glotti út í annað þegar ég heyri rætt um klæðaburð nýbura á Íslandi, þ.e.a.s. "stóra bleika og bláa málið", eins og sumir kjósa að nefna það.
Ég verð að viðurkenna að ég hef enga reynslu af því að eignast börn á Íslandi, hef aldrei gengið í gegnum þá reynslu. Ég hef hins vegar tvisvar sinnum átt því láni að fagna að eignast barn hér í Kanada.
Í fyrra skiptið var það drengur en hið síðara stúlka. Ég lenti ekki í neinum útistöðum við yfirvöld eða starfsfólk sjúkrahússins þar sem börnin komu í heiminn.
Hér ríkir einfaldlega sú regla að börnin eru klædd í þau föt sem foreldrarnir koma með og ætla barninu. (Rétt er þó að geta þess að sjúkrahúsið býður upp á "klúta" ef foreldrar láta sér nægja að vefja barninu inn í þá, ég man óljóst eftir því hvernig þeir eru á litinn, en minnir að þeir séu hvítir).
6.12.2007 | 04:05
Elskist, búið saman og bjargið umhverfinu?
Ég verð að viðurkenna að ég hef alltaf lúmskt gaman af því þegar mál eru skoðuð frá óvenjulegum sjónarhornum.
Þannig er einmitt með grein sem ég rakst á þegar ég var að flækjast á vef Globe and Mail. Þar er fjallað um þau áhrif sem skilnaðir hafa á umhverfið. Þar er verið að tala um loftslagsmál, aukna vatns og rafmagnsnotkun, meira rými og svo má lengi áfram telja.
Í stuttu máli má segja að vísindamennirnir komist að þeirri niðurstöðu að skilnaðir séu umhverfisvá.
Gamla góða slagorðinu yrði þá líklega breytt í "Make Love, Not Pollution".
Skyldi þetta vera rætt á Bali? En hér þurfa auðvitað þær stöllur Jóhanna og Þórunn að taka höndum saman.
En í greininni má m.a. lesa eftirfaranda:
"Now there is one more reason for couples to try to stay together: Researchers have added divorce to the long list of things that are bad for the environment.
U.S. researchers, in a study believed to be the first to link marriage breakdown with its environmental impact, have concluded divorce definitely isn't green.
They say it leads to "resource-inefficient lifestyles" that dramatically increase the consumption of water and electricity, and demands for housing.
Although it isn't surprising that the study found separated couples and their children consume more than they would had their families remained intact, the amount of damage they cause to the environment hasn't been quantified in such detail before."
"The study found that in the United States, divorced households spent between 46 and 56 per cent more on electricity and water for each person than in married households.
Looking at that country in 2005, it said divorced households could have saved more than 38 million rooms, 73 billion kilowatt-hours of electricity and about 2.4 trillion litres of water if their resource use matched that of married couples.
The amounts of water, housing and electricity indicated by the U.S. figures are the equivalent of a very large city. The water alone is equal to the amount used by about 13 million people, at typical North American usage rates, and the extra spending on the two utilities cost $10.5-billion (U.S.)."