Hvert fara peningarnir?

Ég var í síðustu færslu að tal um að bloggið færði okkur mismunandi sjónarhorn og ýmsan fróðleik.  Stuttu síðar rakst ég á annað mjög fróðlegt blog, sem leiddi mig svo hingað.

Þetta er gríðarlega gott framtak og á alla athygli skilið, raunar þyrfti að fjölga dæmum og uppfæra og skipta þeim út með reglulegu millibili.

Hver hugleiðir að almenningur borgi u.þ.b. 6.600 kr, fyrir hvern þann sem horfir á sýningu hjá Þjóðleikhúsinu?(tala frá 2006, hefur líklega frekar hækkað heldur en hitt)

Nú eða að hver fjögurra manna fjölskylda hafi að meðaltali lagt Íslenskum landbúnaði til 112.000 kr. árið 2006?

Eða að niðurgreiðsla almennings til þeirra sem sóttu Íslensku óperuna árið 2006 hafi numið tæpum 26.000 á miða?

Hjartaþræðing kostar 200.000 (2006) þannig að það er ekki á við nema 8. óperumiða.

Háskólastúdent kostar 600.000 á ári (2006) sem er um 100.000 krónum meira en það kostaði að koma barni í heiminn með keisaraskurði sama ár, en það er sama upphæð og var notuð til að greiða  niður u.þ.b. 47 af þeim ríflega 40.000 aðgöngumiðum á sinfóníutónleika sem niðurgreiddir voru árið 2006.

Nýr mjaðmaliður (sem margir bíða eftir skilst mér) kostaði 2006 u.þ.b. 700.000 kr. Jarðgöng kosta hins vegar u.þ.b. 650 milljónir per kílómeter, þannig að lesendur þessa blogs geta þá farið og reiknað hvað hægt væri að skipta um mjaðmaliði hjá mörgum, fyrir kostaðinn við Héðinsfjarðargöng (ef þeir muna hvað þau eru löng).

En það er vissulega þarft að sjá dæmi um í hvað skattpeningar Íslendinga fara.  Það vekur þó athygli að engin dæmi eru tekin af því hvað t.d. rekstur ráðuneyta kostar, nú eða hvað meðalkostnaður er á þingmann.

Spurningin er svo hvort að menn hafi skoðanir á því hvort að eitthvað af þessu mætti skera niður?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Satt segirðu, þetta er gott framtak og athyglisvert. Gaman að bera saman kostnað almennings á ólíkum hlutum í samfélaginu.

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.3.2008 kl. 02:13

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mér finnst þetta verðugt verkefni fyrir fjölmiðla til að fara í saumana á.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.3.2008 kl. 03:52

3 Smámynd: Arnar Sigurðsson

Um 200 milljónir fara árlega í rekstur Landmælinga Íslands sem hefur að markmiði að laga kortagrunn stofnunarinnar þannig að hann verði um 50 falt ónákvæmari en þeir kortagrunnar sem til eru hjá einkaaðilum!  Augljóslega óskynsamlegt, en um er að ræða "vel hepnaðan flutning starfa til landsbyggðarinnar" og of mörg atkvæði að veði á Akranesi.

Stóra málið er hinsvegar að í tíð Geirs Haarde sem fjármálaráðherra og nú forsætisráðherra hafa útgjöld hins opinbera a.m.k. þrefaldast og nema nú um 50% af landsframleiðslu.  Ekki einu sinni Fidel Castro gat nokkru sinni státað sig af slíku afreki og mér er til efs að Steingrími J hafi nokkru sinni haft jafn háleit markmið kæmist hann einhvern tíman í stjórn aftur. 

Arnar Sigurðsson, 18.3.2008 kl. 09:53

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hið opinbera þarf að skera niður hjá sér.  Allt of mikil fita hefur safnast á "þjóðlíkamann".  Íslendingar haga sér eins og þeir séu milljónaþjóð.  Nýjasta dæmið um það er framboð ráðherrana (því ég held að þetta sé ekki framboð þjóðarinnar) til Öryggisráðsins.  Þar hverfa milljarðar.

Íslendingum er líka tamt að stæra sig af öflugri menningarstarfsemi, en það er almenningur sem borgar brúsann.  Mér finnst ekkert réttlæta að niðurgreiða hvern miða í Óperuna á þriðja tug þúsunda.

Það skiptir heldur engu hvaða gjaldmiðill er í gangi á Íslandi, króna, euro eða franki, Héðinsfjarðargöngin eru jafn þjóðhagslega óhagkvæm og setja einfaldlega byrði á þjóðina.

Sama má segja um landbúnaðarkerfið.  Það viðheldur óhagkvæmni og leggur á almenning tvöfaldar byrðar, fyrst í hærri sköttum en ella og svo í hærra matvælaverði.

Svona mætti lengi áfram telja.

G. Tómas Gunnarsson, 18.3.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband