Menningarfulltrúi í miðbæinn - blómstra 18 rauðar rósir í Ráðhúsinu?

Ég er alveg hlessa á því hve ráðning Jakobs Frímanns sem framkvæmdstjóra fyrir miðbæ Reykjavíkur hefur skapað mikla úlfúð.  Sérstaka athygli mína vekur hvað Samfylkingarfólk tekur þessarri ráðningu illa.

Ég hefði haldið að Samfylkingarfólk skildi það betur en flestir aðrir hve margþætt starfsreynsla Jakobs, t.d. sem menningarfulltrúa í London gæti nýst vel fyrir miðborgina.  Eru ekki allir sammála um þörfina fyrir aukna menningu þar?

Persónulega verð ég sömuleiðis að segja að ég átti ekki von á því að pólítískar mannaráðningar hættu við það að Ólafur F. yrði borgarstjóri, né heldur þegar Samfylkingin komst í ríkisstjórn.

Íslendingar hafa lengi horft upp á að hæfustu flokksmenn á hverjum tíma hafa verið ráðnir í störf og skipaðir í stjórnir, hvort sem það eru hæfustu R-listamennirnir, hæfustu Sjálfstæðismennirnir, hæfustu Framsóknarmennirnir, eða hæfustu Samfylkingarmennirnir.  Ég hef litla trú á því að það breytist.

Því mega borgarbúar í sjálfu sér prísa sig sæla með að jafn öflugur einstaklingur og Jakob Frímann Magnússon finnist í stuðningsmannahópi Ólafs F. Magnússonar.  Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að sá hópur sé ekki það stór að það sé sjálfgefið.

P.S.  Auðvitað þýðir ekkert að æsa sig yfir yfirvinnutímum.  Starfsemin í miðborginni er þess eðlis að efað á að fylgjast vel með henni og efla, þarf sú vinna ekki hvað síst að fara fram á kvöldin og um helgar.  Það er jú þá sem ífið er þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í vörn sinni tala allir um hvað Jakob Frímann er góður maður, en hvað kemur það málinu við??? það hefur enginn verið að mótmæla því að hann sé hæfur í starfið.

Venjan er sú að borgarstjóri ræður sér EINN aðstoðarmann, aðrar ráðningar fara eftir formlegum leiðum og störfin auglýst. Það má alveg auglýsa starf þó það sé til eins árs eða skemur. En þegar starf er ekki auglýst og verður í eitt ár, líklega lengur þá er ljóst að hér er um einkavinavæðingu að ræða, sem ALLIR mótmæla, nema þeir sem eru hlyntir slíkum ráðningum og vilja taka upp einræði ráðamanna.

Pétur Jónsson (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 08:03

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er ekkert að verja Jakob Frímann, enda hann fullfær um það sjáflur.  Ég er einfaldlega að benda á það hvernig staðið er að ráðningum á vegum opinberra aðila á Íslandi. Þetta er hvorki fyrsta, síðasta né versta dæmið um það.

Hvort að hyglun til vina og flokksfélaga er falin á bak við auglýsingar og annan "faglegan" feril skiptir ekki öllu máli að mínu mati, þó að reglan að auglýsa sé góðra gjalda verð.

Hvernig var staðið að ráðningu framkvæmdastjóra miðborgarinnar þegar starfið var sett á stofn?  Var ekki auglýst?  Var ekki niðurstaðan fyllilega sambærileg við þá niðurstöðu sem nú varð?

Persónulega segi ég að ef eitthvað er hefur líklega tekist betur til nú, án auglýsingar.  En það er ekki auglýsingaskorti að þakka, heldur því hvernig vinahópur borgarstjóra er í það og það sinnið. 

G. Tómas Gunnarsson, 9.5.2008 kl. 12:54

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Pétur, þú veist kannske ekki, að Dagur hundraðdaga höfðingi réði sér strax aðstoðarmann upp á

sömu kjör og Jakob Frímann Magnússon er ráðinn af Ólafi F. Magnússyni. Ég minnist þess ekki, að þá hafi hafist, japl, jamm og fuður af því tilefni ? Ég spyr eins og sá, sem lítið veit um leyndar-dóma Ráðhúsins við Tjörnina, er einhver munur á þessum ráðningum yfir höfuð, nema sá að eldri og reyndari læknirinn réði hæfari mann , en yngri læknirinn, sem réði skólabróður sinn úr MR ?

Með kveðju frá Vesturbæ Fjallabyggðar, Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 9.5.2008 kl. 14:29

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þetta er ekki réttlát Kristján.  Dagur hundraðshöfðingi réði sér aðstoðarmann, eins og borgarstjórum er heimilt.  Ólafur F. er þegar búinn að ráða sér aðstoðarmann, mig minnir að hún heiti Guðný. 

Enda er framkvæmdarstjóri miðborgar ekki aðstoðarmaður borgarstjóra, þó að eðli málsins samkvæmt starfi slíkur náið með borgarstjóra (og virðists sterk hefð að framkvæmdastjórinn komi úr kunningjahópi borgarstjóra).

G. Tómas Gunnarsson, 9.5.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband