Færsluflokkur: Menning og listir

Grænt typpi

Ekki þar fyrir að auðvitað á maður ekki að ergja sig á þessum "skammdegismálum", en ég hló þegar ég las þessa frétt.

Auðvitað hefur verið talað um græna kallinn síðan ég man eftir mér, en á þessum jafnréttistímum, nú þegar konur eru óhræddar við að ganga í buxum, þá er ég hreinlega ekki viss um hver væri munurinn á prófíl karla og kvenna svona í grænu.

Ekkert hefur verið á honum typpið, ekki er hann með hatt, ekki er hann hærra launaður en rauði kallinn.

En fyrst ég minnist á rauða kallinn, getur verið að það þurfi að rannsaka þetta litaval?  Að grænn litur Framsóknarflokksins er sá sem veit á gott og hleypir fólki yfir götuna, á meðan rauði kallinn hreinlegar hindrar för fólks?  Hvar er blái kallinn? 

Hvað ætlar Villi að gera í þessu?

Legg til að hér eftir (í það minnsta á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er við völd) að í hverjum 7 af átta götuljósum í borginni verði græna karllinum skipt út fyrir bláan.

En það er gott að "pólítískt réttþenkjandi" fólk er upptekið við mál sem þetta, það gerir þá ekkert alvarlegra af sér á meðan.

Á meðan ég man, þetta er víst vonarstjarna hjá Samfylkingunni, margir telja hana víst mesta efnið þar innan flokks.  Úff.

 


mbl.is Græn kona í stað karls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halló vín

Er líklega réttara heiti á þeim fögnuði sem hefur verið á skemmtistöðum Reykjavíkur um helgina og minnst er á í fréttinni.

nullEn að sjálfsögðu var Halloween fagnað að Bjórá í kvöld. 

nullVið útdeildum reiðarinnar ósköpum af kartöfluflögum og sælgæti.  Síðan skruppum við með Foringjanum í stuttan "tollheimtuleiðangur", heimsóttum ein 4 eða 5 hús hér í næsta nágrenni.  Foringinn var fljótur að átta sig á staðreyndum og að "tikk or tít" væri leyniorðið fyrir sælgæti.  Ég yrði ekki hissa þótt hann vildi nullfara annan rúnt annað kvöld.  Heimasætan var líka uppáklædd, en lét sig þetta umstang þó litlu skipta.


mbl.is Sífellt fleiri Íslendingar halda upp á hrekkjavöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er rétt að halda minningunni á lofti

Það er rétt að halda minningu þeirra sem börðust gegn kommúnismanum á lofti.  Það má heldur ekki gleymast hvernig kommúnisminn lék almenning þessum löndum.  Ekki bara Ungverjaland, heldur í allri Austur-Evrópu og vissulega víðar. 

Ég hafði fyrir nokkru stutt kynni af Ungverja sem hafði upplifað þessa uppreisn, þá barn að aldri. Hann hafði svo flúið með afa sínum og ömmu og alist upp á norðurlöndunum.  En þær bernskuminningar sem hann átti frá Ungverjalandi voru brotakenndar, en skelfilegar og virtust móta hann nokkuð.

Það hlýtur að vera til marks um að batnandi manni er best að lifa að Ólafur Ragnar Grímsson skuli taka þátt í því að heiðra uppreisnarmenn gegn kommúnisma í Ungverjalandi, ætli hann segi sessunautum sínum frá "vini sínum" Ceausescu? 

 


mbl.is Uppreisnarinnar minnst í Ungverjalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara af því að við gátum tekið ákvörðunina?

Nú þegar ákveðið hefur verið að hefja hvalveiðar frá Íslandi á ný, hafa margir velt því fyrir sér hvers vegna þessi ákvörðun var tekin.  Hafa sumir viljað meina að ákvörðunin hafi verið tekin eingöngu vegna þess að "við gátum tekið hana".

Auðvitað er það einföldun að halda því fram, en þó er það vissulega nokkuð til í því.  Ég tel að ákvörðunin hafi að hluta til verið tekin vegna þess að Íslendingar vilji láta vita að þeir ráði sjálfir sínum málum.  Vegna þess að ef að íslenskir vísindamenn telja að stofnunum sé ekki hætta búin þá teljum við ekkert mæla á móti veiðum, ef ekki koma fram rök fyrir því að stofnar langreyða og hrefnu séu í hættu, þá áskilji Íslendingar sé rétt til að nýta stofnana af skynsemi.

Sama lögmál gildir t.d. um tillögur sem fram hafa komið um bann við botnvörpuveiðum.  Ég ætla ekki að dæma þær tillögur, til þess tel ég mig ekki hafa næga þekkingu.  En vissulega getur það orðið svo að slíkt bann verði nauðsynlegt.  En ég vona að ef til slíks kemur verði það ákvörðun Íslendinga, tekin af íslenskum stjórnvöldum í samráði við íslenska vísindamenn. 

Sama vona ég að verði upp á teningnum ef fram koma tillögur um bann við svartfuglsveiðum, gæsaveiðum, eða öðru slíku, ákvörðunin verði tekin á "heimavelli".

Þess vegna held ég að ástæðan sé að sumu leyti vegna þess að "við gátum tekið þessa ákvörðun". 

Og það sem meira er, ég held að það sé nokkuð gild ástæða.

 


Offita og jafnrétti

Smá vangaveltur á síðkvöldi:

Ef of grannar fyrirsætur, stælt íþróttafólk, kvikmyndastjörnur og annað slíkt "þotufólk" hafa svona gríðarleg áhrif og eru svona sterkar fyrirmyndir, hvernig stendur þá á því að offita stefnir í að verða helsta böl mannkyns?

Fyrst við lesum í fréttum að "kynbundin launamunur" sé nákvæmlega sá sami og var fyrir 12 árum, hvaða einkunn eigum við þá að gefa baráttunni?  Eigum við að trúa því að munurinn hefði stóraukist ef opinberir aðilar, verkalýðsfélög og annað "baráttufólk" hefði ekki haldið ráðstefnur, auglýst fyrir milljónir, og "staðið vaktina"?  Eða getur verið að baráttan og baráttuaðferðirnar fái falleinkunn?  Eða eru einhverjar eðlilegar skýringar á þessum mun?  Nú eða fæðingarorlof fyrir bæði kyn sem átti að kippa þessu öllu í liðinn, verður það endurskoðað?

Hvers kyns lýðræði er það ef sagt er að það megi kjósa hvern sem er svo lengi sem það er jafnt af báðum kynjum?

Þetta svona flaug um hugann.


mbl.is Einn milljarður manna of þungur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stakir steinar valda æsingi

Það er oft merkilegt hvað dálkurinn "Staksteinar" í Morgunblaðinu getur fengið annars hina rólyndustu menn til að stökkva upp á nef sér.  Sjálfur sé ég ekki Morgunblaðið, og þar af leiðandi ekki "Staksteina", en það fer ekki fram hjá mér hvaða æsingi þeir valda og má oft lesa um þá á netinu.

Sjaldan eða aldrei hafa þeir þó valdið eins miklum æsingi og nú fyrir nokkrum dögum þegar fjallað var um "Samtök herstöðvarandstæðinga" og "Keflavíkurgöngur".

Mátti lesa vandlætingu yfir þeim skrifum víða um netið, m.a. hjá þeim félögum Ögmundi Jónassyni og Árna Þór Sigurðssyni.

Árni skrifar m.a.:

"Staksteinahöfundur (sem að venju kýs að fela andlit sitt og vega úr launsátri – eins og það er nú stórmannlegt!!) lætur að því liggja að þúsundir Íslendinga sem um árabil hafa barist fyrir herlausu landi, hafi gengið erinda fjöldamorðingja í Sovétríkjunum.  Hafi gengið gegn erlendum her í landinu í þágu þeirra sem drápu óbreytta borgara í Berlín 1953, í Búdapest 1956 og Prag 1968.  Og í þágu þeirra sem drápu 10 milljónir manna í Úkraínu með hungursneyð af mannavöldum.  Að herstöðvaandstæðingar hafi viljað koma á slíku samfélagi hér á landi! Trúir höfundur Staksteina þessu virkilega sjálfur?

Herstöðvaandstæðingar hafa árum saman barist fyrir friði og félagslegu réttlæti í alþjóðamálum meðan Morgunblaðið hefur stutt dyggilega við hvers kyns ofríkis- og heimsvaldastefnu undir forystu Bandaríkjanna.  Herstöðvaandstæðingar vilja friðsamlega sambúð þjóða og vilja draga úr ógninni sem þjóðum heims stafar af herskárri stríðsstefnu pótintáta auðvaldsins vestan hafs.  Morgunblaðið talar fyrir stríðsrekstri Bandaríkjanna og væri þá allt eins hægt að saka blaðið um að bera ábyrgð á fjöldamorðum í Afganistan og Írak og grimmúðlegri meðferð fanga – en það verður ekki gert hér."

Og Ögmundur lætur sitt ekki eftir liggja:

"Um þessa einstaklinga og hvað fyrir þeim vakti segir m.a. í Staksteinum:

"Þeir gengu í þágu Stalíns og eftirmanna hans en Stalín var einn helzti fjöldamorðingi 20. aldarinnar.
Þeir gengu í þágu þeirra, sem hnepptu aðrar þjóðir í þrælkun.
Þeir gengu í þágu þeirra, sem myrtu verkamenn á götum úti í Berlín 17. júní 1953.
Þeir gengu í þágu þeirra, sem sendu skriðdrekana inn í Búdapest til þess að drepa saklaust fólk á götunum þar.
Þeir gengu í þágu þeirra, sem kæfðu Vorið í Prag í fæðingu.
Þeir gengu í þágu þeirra, sem drápu 10 milljónir manna í Úkraínu með hungursneyð af manna völdum.
Þetta voru hugsjónir herstöðvarandstæðinga. Svona þjóðfélag vildu þeir skapa á Íslandi."

Þetta eru kaldar kveðjur til Árna Björnssonar,Vigdísar Finnbogadóttur, Halldórs Laxness, Jakobínu Sigurðardóttur, Ragnars Stefánssonar, Jóhannesar úr Kötlum, Svövu Jakobsdóttur, Guðmundar Böðvarssonar, Guðrúnar Helgadóttur, Guðmundar Georgssonar, Jónasar Árnasonar, Gils Guðmundssonar, Birnu Þórðardóttur, Einars Ólafssonar, Ingibjargar Haraldsdóttur, Jóns Torfasonar, Kristínar Halldórsdóttur, Ragnars Arnalds…….. og allra hinna; listamannanna, stjórnmálamannanna, launafólks og mannréttindasinna, allra þúsundanna sem tóku þátt í baráttunni fyrir herlausu Íslandi, ýmist með þátttöku í Keflavíkurgöngum eða með öðrum hætti.

Ég hef aldrei verið gefinn fyrir beitingu meiðyrðalöggjafar – nema þá til að hrekja gróflega upplognar sakir. En á það ekki við í þessu tilviki?"

Það má taka undir það með þeim félögum að það kanna að vera nokkuð gróft að setja alla þá sem gengu "Keflavíkurgöngur" undir einn hatt.  Ástæður fyrir því að menn fóru í þessar göngur hafa ábyggilega verið af mismunandi toga, sumir voru ef til vill þjóðernissinnar, aðrir þoldu ekki erlenda menn eða erlend menningaráhrif, einhverjir voru "friðarsinnar" og eflaust má finna fleiri ástæður en aðrir voru án efa kommúnistar og höfðu það sem sína æðstu ósk að koma á "sovétskipulagi" á Íslandi að fyrirmynd Stalíns og annara "alþjóðlegra hetja" sósíalismans.

Ekki þekki skoðanir allra sem Ögmundur nefnir þarna í pistili sínum, en hitt tel ég á allra vitorði hvaða hug Halldór Laxness bar til Sovétríkjanna og þess skipulags sem þar ríkti.  Þó að hann seinna hafi afneitað þeim.  Ögmundur nefnir líka Jóhannes úr Kötlum, sem orti "Sovét Ísland óskalandið, hvenær kemur þú?", eitthvað rámar mig líka í lofkvæði um Stalín eftir hann.

Það eru líka fæstir í vafa um það hverjir hefðu "hagnast" mest á því á kalda stríðs árunum ef bandaríski herinn hefði verið gerður brottreka frá Íslandi, það hefðu verið hin sömu Sovétríki.  GIUK hliðið svokallaða hefði veikst, kafbátar Sovétsins átt greiðari leið frá Murmansk og tenging á milli Bandaríkjanna og Evrópu til vopna og liðsflutninga ef í harðbakkann slægi orðið erfiðari og hættulegri.

Það þarf því ekki að velkjast í miklum vafa í þágu hvaða ríkis það hefði verið ef herinn hefði farið.

Það var líka gjarna sama fólkið sem "predikaði" um nauðsyn þess að herinn hyrfi á brott og talaði fjálglega um "einhliða afvopnum" og það væri "betra að vera rauður en dauður".  Í þágu hvaða ríkis skyldi það nú hafa verið?  Hvaða ríki hefði notið ávinnings ef það hefði gengið eftir?

Eins og ég sagði áður, þá kann það að vera nokkuð gróft að setja alla herstöðvarandstæðinga undir einn hatt, en slíkt er ekki einsdæmi í umræðu í pólítík.  En hitt verða gömlu "kommarnir" að athuga, að þó að þau tímamót hafi orðið að ekki sé lengur her á Íslandi og þess ekki talinn þörf, í það minnst ekki sem stendur, þá núllstillir sagan sig ekki.  Kalda stríðið var blákaldur veruleiki fyrir u.þ.b. 15 árum, hafði þá staðið frá 1917 eða 44, svona eftir því hvernig sagan er skoðuð.  Þeir voru líka býsna margir sem vildu koma á sovétskipulagi á Íslandi, það er enginn goðgá að ætla að hlutfall þeirra hafi verið drjúgum hærra innan "Keflavíkurgöngugarpa" en á meðal þjóðarinnar.

En "Sovét Ísland óskalandið", hefur ekki komið og kemur vonandi ekki úr þessu, en það er ekki hægt að líta fram hjá því að það voru margir sem börðust fyrir því.
 


Að þóknast "Hundtyrkjanum"?

Nýlega skrifaði ég um sjálfritskoðun þá sem margir á Vesturlöndum virðast farnir að beita á samfélag okkar.  Það sem er talið geta "stuðað" háværa trúarhópa er sett til hliðar.  Þannig má ef til vill segja að við reynum að kaupa okkur frið.

Auðvitað er í sjálfu sér ekkert athugavert við það, svo lengi sem ákvörðunin er tekin af frjálsum vilja og án þvingana, slíkt getur jafnvel flokkast undir tillitssemi.

En ef ákvörðunin er tekin fyrst og fremst vegna ótta við viðbrögð einhvers hóps, má segja að leiðin geti reynst viðsjárverð og hætta á að sá sem vekur þessi viðbrögð gangi á lagið.

Það má líka spyrja: Hvenær mógðar maður mann og hvenær móðgar maður ekki mann.  Sérstaklega ef einvhverjir eru alltaf að leita eftir því að verða móðgaðir.

Persónulega tel ég að við séum að farin að ganga full langt í þessari sjálfsritskoðun okkar, en ábyggilega eru um það skiptar skoðanir.

En vissulega erum við oft að mógða einn eða annan.  Til dæmis er orðið hundtyrki, sem ég nota hér í fyrirsögn, ekki mjög fágað.  Sérstaklega ekki í garð Tyrkja.  Dónaskapurinn verður því meiri þegar haft er í huga að þeir sem við Íslendingar notum það um, voru í raun frá Alsír, en það er auðvitað lengri saga og flestum kunn.

Kunningi minn sagði í tölvupósti, að líklega yrðu Íslendingar að banna Ali kjötvörum að nota vörumerki sitt á nokkuð það sem inniheldi svínakjöt, enda hefði Ali verið tengdasonur Spámannsins og gæti það því verið litið á það sem móðgun, að tengja nafn hans við hin óhreinu dýr. Ali grís gæti því hljómað eins og "argasta guðlast".  Hann lét það fylgja með sögunni að einfaldast gæti verið að skipta út A-inu fyrir Ó.

En eins og einhvern tíma var sagt, leiðin til glötunar er vörðuð góðum áformum og það er vandratað um veröldina.


mbl.is Spánverjar stilla hátíðahöldum í hóf af ótta við að móðga múslima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ný Bítlaplata" eftir 25 ára hlé

Bítlarnir voru "sándtrakkið" fyrir mörg fyrstu ár ævi minnar.  Ekki það að ég hefði mikið vit á tónlist, eða væri treyst fyrir því að stjórna plötuspilara.  En elsta systir mín var á "réttum aldri" og Bítlarnir voru spilaðir lon og don ásamt íslenskum "stórstjörnum".

En nú er sagt að von sé á nýrri Bítlplötu, eftirlifandi Bítlar ásamt ekkjum þeira Lennons og Harrisons eru að vinna í því.

"Sir Paul McCartney and Ringo Starr, with Yoko Ono and Olivia Harrison representing John Lennon and George Harrison, agreed to the release on EMI under the Beatles banner. Sir George Martin, the octogenarian producer, used original master tapes to create a new musical suite with the opening chord of A Hard Day’s Night merging into Get Back, the Eastern drone of Within You, Without You accompanied by the drums from Tomorrow Never Knows and phrases from Penny Lane weaving in and out of Strawberry Fields Forever.

The soundtrack accompanied spectacular aerial acrobatics by Cirque du Soleil in the stage show at the Mirage Hotel in Las Vegas."

Sjá frétt The Times.

Það má telja fullvíst að það verða skiptar skoðanir um þetta, en ég hlakka samt til að heyra þetta.


Kynlíf, ást, auður og stjórnmál.

Við íslendingar erum ekki vanir að fjallað sé mikið um einkalíf stjórnmálamanna, alla vegna ekki nema að þeir kjósi það sjálfir, og ekki man ég eftir neinni grein um eða viðtali við íslenskan stjórnmálamann sem hefur komið inn á kynlíf hans eða elskhuga.

Sjálfsagt eru skiptar skoðanir um hvernig beri að fjalla um slík mál, en oft er ábyggilega betra að fjallað sé um slíkt í opinberum miðlum, frekar en það verði "eitthvað sem menn hafa heyrt".

En hér í Kanada er hefðin nokkuð önnur og kanadabúar ýmsu vanir (margir vilja halda því fram að "Trudeau tímabilið" hafi breytt þessu varanlega) og hér kalla fjölmiðlar ekki allt "ömmu sína" þegar kemur að þessum málum. 

Belinda Stronach er einn af þeim þingmönnum sem hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri, bæði á pólítíska sviðinu og einkalífinu.  Hún skipti um flokk á miðju kjörtímabili sem þýddi sambandsslit við þingflokksformann flokksins sem hún yfirgaf.  Hún fékk að "launum" ráðherrastöðu, en sú stjórn féll skömmu síðar, hún hefur nýverið verið nefnd sem "þriðji aðilinn" í skilnaðarmáli sem vekur mikla athygli.  Ofan á þetta má bæta að hún erfingi stórveldis í bílaiðnaðinum, var forstjóri þess áður en hún sneri sér að stjórnmálum og sagði bless við u.þ.b. hálfs milljarðs árslaun.

En vefsíða Globe and Mail er með úttekt á Belindu í dag og er farið yfir feril hennar án allrar tæpitungu.

Ég er ekki frá því að stjórnmálin hafi haft gott af þátttöku Belindu, hún er vissulega umdeild, en er hreinskilin og óhrædd við að segja frá hlutunum eins og þeir eru.

Nokkrir bitar úr umfjölluninni:

"Belinda Stronach, multimillionaire divorcée and recent minister of the Crown, likes sex. She likes athletes' good, hard bodies. Acquaintances say she's partial to younger men. And, being a dude magnet, she appears able to come-hither any hunk who catches her eye.

Canadians, of course, have been down this road before with a public figure.

Pierre Trudeau, multimillionaire divorcé; prime minister, liked dancers, writers, academics, musicians, the odd U.S. heiress — who can forget Texas party blonde Lacey Neuhaus? — in fact, just about anything female and many years younger than himself.

It never deterred anyone in the country from labelling Mr. Trudeau an intelligent, serious public figure.

But welcome to post-gender equality in Canada: Never before have we had a woman politician playing out this narrative. "We're a young country yet," sighed a seasoned Liberal Party insider, who felt it wiser to speak off the record.

Ms. Stronach's three years in public life have been marked by a blizzard of gossip about her being a playgirl ditz, nightclubbing her way through champagne fountains and being dumb as a board with a breast job. (Come to think of it, there was a lot of talk about Mr. Trudeau having had a facelift.)

This past week, the 40-year-old, physically appealing, superbly fit and one-time Conservative, now Liberal, member of Parliament for the suburban Toronto riding of Newmarket-Aurora has been identified quaintly as "the other woman" in a divorce action against former Toronto Maple Leafs player Tie Domi, 36."

"As for sex qua sex, she tells her biographer, Calgary Herald columnist Don Martin, that she loves men and that sex is "great. Better than golf." She goes on: "What better thing is there? Let's face it. I don't sit at home and knit on Friday nights. I'm single. What do you expect me to be — a hermit?"

Exactly. But Canadians have to get used to hearing a woman in public life talk that way.

At which point, they will be able to discover there's a real Ms. Stronach — a person, a politician, attempting to contribute to Canadian public life — beyond the smirks and this week's lip-smacking media coverage of her revealed affair with a man reportedly caught sneaking in and out by the security cameras on his own house. Which admittedly is pretty funny.

And a real Ms. Stronach beyond the media's interest in her shoes (she was astonished and irritated to see a TV cameraman filming her feet as she was being sworn in as a cabinet member at Rideau Hall) and breast-adjustment rumours. Mr. Martin writes that, when asked to comment on the supposed "cosmetic improvements," she snapped: "Have you ever had a rectal examination?""

"She got herself elected as an MP in the election that year, then made an incendiary defection in 2005, choosing to sit in Parliament as a Liberal and torpedoing her love affair with deputy Conservative leader (and now Foreign Minister) Peter MacKay. Despite the Tories' rise to power in January, she was re-elected as a Liberal.

Away from politics, she is one of the global beautiful people, socializing with Hollywood movie actors, professional athletes, global rock stars, heads of state and a constellation of platinum jet setters such as model Linda Evangelista, Prince Andrew and former U.S. president Bill Clinton (with whom the weight of evidence suggests she has not had an affair, despite persistent gossip to the contrary). "

"And her political career? There's a consensus among people who know her well that she passionately enjoys politics, if not the politician's life.

John Laschinger, the master Tory strategist who ran her leadership campaign, told Don Martin: 'I've never seen anyone make such an improvement [in herself] in Canadian politics in such a short time since Pierre Elliott Trudeau."

Mr. Peterson says this success "is the first thing she's had to fight for in her life." He said Bill Clinton — whom she first met at a Magna fundraiser for Toronto's Hospital for Sick Children — has had a big in influence on her political life.

A puck bunny she may be, but she has accomplished a lot — and there's likely more to come. As for the gossip, Mr. Mills says, "Let he who is without sin cast the first stone.""

Umfjöllunina í heild má finna hér.


Tímamót og tækifæri

Það markar óneitanlega tímamót þegar síðasti bandaríski hermaðurinn yfirgefur Ísland.

Sú saga sem hófst með landtöku breska hersins í maí 1940, þegar þeir hernumu Ísland, er nú lokið, alla vegna í bili, ekki er hægt að útiloka að hermenn snúi til landsins á ný til langdvalar.

Eftir því sem ég kemst næst hafa bandarískir, breskir, kanadískir og norskir hermenn verið á Íslandi.  Þeir bresku, norsku og kanadísku voru partur af hernáminu, en þeir bandarísku komu eftir að samningur var gerður um að þeir tækju yfir varnir landsins.

Allan þann tíma sem varnarliðið hefur verið á Íslandi hefur dvöl þess verið umdeild, en þó hygg ég að meirihluti þjóðarinnar hafi að öllu jöfnu verið fylgjandi veru þess, en fylgið hefur þó líklega sveiflast upp og niður.  Æ fleiri hafa svo verið þeirrar skoðunar að varnarliðið sé óþarft, nú þegar kalda stríðinu er lokið.

En vissulega hefur umræðan um varnarmál verið nokkuð mikil upp á síðkastið.  Hafa margir haft orð á því að á Ísland vanti sýnilegar varnir.  Auðvitað væri að mörgu leyti æskilegt að hafa sýnilegar varnir, fælingarmáttur þeirra er ótvíræður.  Það má hins vegar ekki rugla því saman að hafa sýnilegar varnir og að hafa sýnilegar varnaráætlanir.  Ekki þekki ég til nokkurs lands þar sem varnaráætlanir eru opinberar, enda væri þá mun auðveldara að finna mótleiki gegn þeim.

En nú er svo komið að íslenska Landhelgisgæslan, lögregla og víkingasveit eru framlína íslenskra varna.  Hvort að það er nóg á vissulega eftir að koma í ljós, en ógnirnar eru ekki margar, ekki eins og staðan er í dag.

En við þessi tímamót, þegar varnarliðið fer, opnast mýmörg tækifæri, nú er að finna góða og hentuga nýtingu fyrir svæðið.

Eitt af því sem oft hefur verið minnst á að færa til Suðurnesja er Landhelgisgæslan og get ég ekki betur séð en að það hljóti að koma sterklega til greina nú, flugvél og þyrlur upp við völl og skipin gerð út frá Keflavík.

Frísvæði hlýtur líka að koma til greina og eflaust væri hægt að búa til fyrirmyndar kvikmyndaver úr hluta af þeim mannvirkjum sem þarna eru (ég held að það sé betri hugmynd en að byggja það í Reykjavík eins og menn voru að ræða í dag). Hægt væri að útbúa æfingasvæði fyrir ökunemendur af Suðvesturhorninu og svona mætti lengi halda áfram.

Eflaust eiga mýmargar hugmyndir eftir að koma fram enda eru möguleikar á nýtingu svæðisins endalausir.

Það er áríðandi að þetta takist vel og verði lyftistöng fyrir Suðurnesin og landið allt.


mbl.is Íslenski fáninn blaktir einn á varnarstöðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband