Færsluflokkur: Menning og listir
28.9.2006 | 15:20
Veröld Uri´s
Ég var að lesa það í Fréttablaðinu í dag að auglýsingarnar fyrir Sm***off Ice sem ég hef svo oft séð í sjónvarpinu séu "íslenskar" að gerð. Það er að segja að leikarnir séu íslenskir og leikstjórinn sömuleiðis. Það kom svo fram í fréttinni að auglýsingarnar hafi verið bannaðar í Bretlandi.
En ég verð að óska þeim sem stóðu að þessum auglýsingum til hamingju, enda hafa þær vakið athygli mína, þegar ég hef séð þær í sjónvarpinu. Stórgóðar auglýsingar og sýna hvað íslenskir auglýsingamenn eru góðir. Leikararnir eiga reyndar líka frábæra spretti.
En ef einhverjir hafa áhuga á því að skoða umræddar auglýsingar, bið ég þá fyrst að hugleiða hvað þeir eru að fara að gera. Hafa í huga að áfengisauglýsingar eru bannaðar á Íslandi og með því að horfa á slíkt gerast þeir brotlegir við íslensk lög. Ef að þeim vangaveltum loknum þeir eru enn þeirrar skoðunar að þeim langi til að skoða auglýsingarnar, þá fara þeir á: www.uriplanet.com
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2006 | 21:42
Hvað má, hvað má ekki?
Nú virðast margir orðnir svo gegnsýrðir af "pólítískri rétthugsun" að flest verður undan að láta. Ekki er lengur hægt að sýna óperur vegna þeirrar hættu að einhverjum "trúflokkum" falli sviðsmunirnir ekki í geð.
Ekki þekki ég þessa óperu Mozarts og reikna satt best að segja ekki með því að ég eigi eftir að kynna mér hana. Ég veit því ekki hvort þetta höfuð Múhaðmeðs er nauðsynlegur partur af sýningunni eður ei (líklega telst það fyrst að hætt var við sýninguna), en mér er nokk sama. Ef hópur af listamönnum eða hverjum sem er öðrum, þykir þetta tilhlýðilegt á þeim að vera það heimilt.
Skopmyndir, grín og glens, eftirhermur og önnur listsköpun hefur verið stór partur af menningu okkar um langan tíma. Vissulega hafa valdhafar í einstökum ríkjum reynt að setja hömlur þar á á einstökum tímum, en ekki haft árangur sem erfðið.
Húmor brýst alltaf út, listsköpun sömuleiðis.
Það er því ákaflega mikilvægt að við skellum ekki á okkur sjálfsritskoðun til að þóknast einstaka ríkjum eða hópum.
Hér er svo önnur frétt á mbl.is um sama mál.
Líkast til fara vestræn samfélög í rækilega naflaskoðun og banna allt sem getur farið í taugarnar á hinum ýmsu trúarhópum. Íslendingar geta líklega ekki látið sitt eftir liggja í þessum efnum og óska ég eftir tillögum um það sem betur má fara í íslensku samfélagi í athugasemdir hér að neðan.
Merkel gagnrýnir Deutsche Oper fyrir að hætta við uppfærslu á Idomeneo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt 28.9.2006 kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.9.2006 | 18:27
Af skýrum valkostum - litið til lengri tíma
Nú upp á síðkastið hefur verið mikið rætt um að almenningur eigi rétt á skýrum valkostum þegar kemur að kosningum, almenningur eigi rétt á því að vita hverjir vilji mynda saman ríkisstjórn. Almenningur eigi rétt á að vita hvort að stjórnarflokkarnir ætli að starfa saman eftir kosningar og hvort stjórnarandstaðan komi til með að standa saman og mynda ríkisstjórn eftir kosningar fái hún meirihluta á þing.
Að sömu leyti eru þetta eðlilegar kröfur, í annan stað er þetta fásinna.
Íslendingar búa við fjölflokka kerfi, hefðin á Íslandi er samsteypustjórnir, jafnvel ólíkra flokka.
Ef við gefum okkur að stjórnarflokkarnir fái góðan meirihluta í næstu kosningum er ekkert óeðlilegt að þeir hugsi sér að starfa áfram saman. Ef ríkisstjórnarflokkarnir fá hins vegar nauman meirihluta er ekki óeðlilegt að menn reyni nýtt mynstur til að skapa sterka ríkisstjórn.
Að sama skapi er ekki nema eðlilegt að stjórnarandstaðan ræði saman og reyni að finna sameiginlegan grundvöllf fyir samstarfi ef hún hlýtur tilskilinn meirihluta.
Gefum okkur nú að stjórnarandstaðan myndi ríkisstjórn. Síðan þegar aftur verður kosið, á þá valið aðeins að vera á milli ríkisstjórnar Samfylkingar, VG og Frjálslyndra og að stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokks og Framsóknar taki við?
Hvenær er þá leyfilegt að skipta um "mynstur"? Eðli málsins samkvæmt hlýtur alltaf annað hvort ríkisstjórn eða stjórnarandstaða að fá meirihluta úr kosningum.
Ef einhver flokkur er hins vegar harðákveðinn í því að starfa einvörðungu með einhverjum einum flokki, eða alls ekki með einhverjum flokki, er sjálfsagt að þeir skýri frá þeirri staðreynd ef þeir kjósa svo.
Allt tal um að kjósendur eigi heimtingu á því að vita hvernig ríkisstjórn flokkar vilja mynda að kosningum loknum, er því að mínu mati rangt, raunar hálfgert lýðsskrum. Það er enda erfitt að sjá fyrr en þeir sömu kjósendur hafa fellt dóm sinn í kosningum og ákveðið styrk einstakra flokka.
Það er því fyllilega eðlilegt og sjálfsagt að ganga óbundinn til kosninga.
Hitt er að sjálfsögðu líka möguleiki að flokkar myndi bandalög og heiti hvor öðrum "tryggðum". Flokkunum standa þessir möguleikar opnir, síðan dæma kjósendur.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2006 | 04:30
Eitt kjördæmi - Einmenningskjördæmi
Reglulega heyri ég talað um að nauðsynlegt sé að breyta kjördæmaskipan á Íslandi, í núverandi skiptingu felist misrétti. Oftast er talað um að nauðsynlegt sé að breyta Íslandi í 1. kjördæmi, en einstaka sinnum heyri ég aðrar hugmyndir svo sem að skipta yfir í einmenningskjördæmi.
En er misréttið svo mikið og hvað vinnum við með því að breyta landinu í 1. kjördæmi? Því verður ekki á móti mælt að með því er öllu misvægi atkvæða eytt, án tafar og umsvifalaust. Það verður vissulega að teljast nokkuð stór ávinningur, enda misrétti eitthvað sem aldrei er til eftirbreytni.
En hvað tapast?
Það er í sjálfu sér ekkert fast í hendi hvað tapast. Þó má líklegt telja að mörgum finndist "nándin" hverfa. Það að bjóða fram einn 63 manna lista (varla yrðu boðnir fram 126 manna listar) fyrir landið er nokkur önnur nálgun, en að bjóða fram 22 manna lista í hverju kjördæmi fyrir sig. Hætt er á því að pólítískar "stórstjörnur" verði meira áberandi og "héraðshöfðingjum" fækki. Það gefur einfaldlega aðra "vikt" að skipa 15. sætið, heldur en að leiða listann í sínu kjördæmi, jafnvel þó að það sé "úti á landi". Hætt er við að fyrstu 5 til 10 mennirnir á hverjum lista einoki fjölmiðlaumræðu, aðrir sitji eftir.
Væri það til bóta að færri raddir heyrðust.
Minni staðir ættu einnig erfiðar með að gera sig gildandi í prófkjörum. Flokksfélög á stöðum s.s. Siglufjirði eða Ísafirði, "vikta" ekki mikið í prófkjöri á landsvísu, en geta haft umtalsverð áhrif í sínu kjördæmi.
Flestir myndu nú líklega taka undir þegar sagt væri að kjördæmapotið væri af hinu illa og það væri til stórra bóta að útrýma því. Það er þó ekki hægt að líta fram hjá því að hagsmunamál eru ekki nauðsynlega þau sömu alls staðar á landinu og íbúarnir eru að kjósa sína fulltrúa, ekki bara flokkana sem þeir vilja að séu við völd. Kjördæmapot, eða ekki, það er líklegt að "rödd" hinna smærri byggða heyrðist mun minna en nú er, ef landið yrði gert að einu kjördæmi.
Því er ég ákaflega efins um að til bóta sé að steypa Íslandi öllu í eitt kjördæmi. Ég held að "nándin" og fjölbreytnin í pólítíkinni yrði mun minni. Þingmenn sem víða er kallaðir "backbenchers" yrðu mun fleiri. Ég tel jafnvel nokkra hættu á að áhugi á stjórnmálum yrði minna, enda "nándin" mikilvægur þáttur til að vekja áhuga á pólítík.
Vissulega þarf atkvæðavægi að vera eins jafnt og kostur er, helst hnífjafnt. En þegar allt er tekið með í reikninginn held ég að fleiri kjördæmi gefi okkur ýmislegt sem verra er að vera án.
Hvað varðar einmenningskjördæmi, þá gagnast þau vel þar sem aðeins 2. stjórnmálaflokkar starfa, en tæplega þó. Um leið og fleiri stjórnmálaflokkar koma til sögunnar, eru einmenningskjördæmi líklega versta fyrirkomulag sem hægt er að hafa og í raun hálfgerð afskræming á lýðræðinu. Stór hætta er á að meirihluti kjósenda í hverju kjördæmi sé í raun án fulltrúa. Jafnframt er hætta á því að minnihluti kjósenda nái hreinum meirihluta, eða jafnvel að flokkur sem lendir í 2. sæti í atkvæðamagni, hafi flesta fulltrúana.
Einmenningskjördæmi er því að mínu mati ákaflega slæmur kostur. Því miður er það fyrirkomulagið sem við búum við hér í Kanada.
Ég bendi hér á frétt úr Globe and Mail, þar sem fjallað er um nýafstaðnar kosningar í New Brunswick, og hvernig einmenningskjördæmi getur leikið lýðræðið.
Hér eru líka til samtök sem berjast fyrir hlutfallskosningu, þau heita Fair Vote Canada og hér má sjá umfjöllun um sömu kosningar á heimasíðu þeirra.
21.9.2006 | 20:42
Njóta þeir stuðnings í Valhöll?
Ég stend að nokkru leyti með Ásatrúarfélaginu í þessu máli, enda alltaf borið hlýjar hugsanir í þeirra garð. Að nokkru leyti segi ég, því að ég vil ekki að ríkið jafni styrk til allra trúfélaga. Ég vil að ríkið felli niður styrk til allra trúfélaga.
Ég get ekki séð nokkur rök fyrir því að ríkið sé að innheimta fé fyrir hin ýmsu félagasamtök. Þetta er eitt af því sem ríkið á að láta afskiptalaust.
Hver einstaklingur á að ráða hvaða trúfélagi hann vill tilheyra og jafnframt hvaða fé hann lætur af hendi til þess. Trúfélögin sjálf geta svo sett upp lágmarksfélagsjald ef þau kæra sig um, en þetta á að vera utan lögsagnar stjórnvalda.
Þeir sem vilja standa utan trúfélaga, ættu svo að njóta þess sparnaðar að leggja ekkert fé til slíkra félagasamtaka.
Þetta er réttlætismál.
En svona af því að um er að ræða ásatrúarmenn, þá er ekki hægt annað en að velta upp spurningunni, njóta þeir stuðnings í Valhöll?
Ásatrúarfélagið stefnir ríkinu fyrir að mismuna trúfélögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.9.2006 | 20:17
Ótrúlegar ljósmyndir og ekkert "photoshop"
Nokkur undanfarinn ár hef ég verið viðloðandi Fálkann, fréttabréf Íslendingafélagsins hér í Toronto. Er reyndar að vinna í því að koma því yfir á annara hendur, en er þó að vinna í næsta tölublaði sem áætlað er að komi út stuttu fyrir næstu mánaðarmót.
En það var nú ekki það sem ég ætlaði að fjalla um hér, heldur ljósmyndarann Gregory Colbert, en í næsta tölublaði fréttabréfsins verður einmitt grein um hann, eftir annan íslenska konsúlinn hér í borg, Gail Einarson-McCleery. Ástæðan fyrir því að fjallað er um Colbert er að sjálfsögðu sú að hann er af íslensku bergi brotin, að hluta til, en eins og segir í greininni:
"Gregory was born in Toronto in l960. His mother Joan was born in Winnipeg, the daughter of Oddney Sigurdson and Guðjón Ingvar Bergman. His parents were Guðmundur Jónasson and Guðrún Jónsson, who both emigrated to Canada. On the maternal side, her grandparents were Sigurmundur Sigurdsson and Svanbjörg Sigfússon. Sigurmundur came to Canada with his mother Oddny Hannesdóttir, who settled in the Arnes district of Manitoba."
Gregory myndi því líklegast teljast barnabarnabarnabarn Íslands, svona rétt eins og við tölum um "tengdasyni Íslands" og köllum flesta þá listamenn sem til landsins koma "Íslandsvini".
Væri nú ekki tilvalið að eitthvert íslenska myndlistarsafnið byði þessu barnabarnabarnabarni landsins að sýna á Íslandi?
En ég hvet alla sem hafa gaman af ljósmyndun, eða myndlist yfirleitt til að skoða myndir Gregory´s á heimasíðu sýningar hans: www.ashesandsnow.org
Og athugið, þarna er um ljósmyndir að ræða, ekkert "photoshop".
9.9.2006 | 03:26
Engin ástæða til að fela hlutina
Ég er alfarið hlynntur þessari ákvörðun Information. Það er engin ástæða til þess að láta eins og hlutiirnir gerist ekki, þó að viðkomandi gjörningur sé manni ef til vill ekki þóknanlegur. Fjölmiðlar hafa í þessu tilfelli sem öðrum ákveðinni upplýsingaskyldu að sinna.
Ég hef reyndar ekki gefið mér tíma til þess að skoða allar myndirnar, en þær sem ég hef séð eru heldur ekki að gefa neitt í skyn, eða fjalla um eitt né neitt sem ég hef ekki séð í orðræðu manna, bæði á Íslandi sem í hinum stóra heimi.
Það er engin ástæða til að fela þetta fyrir almenningi. Þetta er keppni sem hið opinbera í Íran stóð fyrir og í raun ætti frekar að hvetja fólk til að kynna sér þetta heldur en hitt.
Það er líka ljóst að málfrelsið á rétt á sér, jafnvel þó að okkur hugnist ekki alltaf það sem fólk segir, eða teiknar.
En þeir sem vilja skoða myndirnar geta gert það hér.
Þeim sem finnst þetta alger óhæfa, eða eru á móti birtingu slíkra mynda, ættu hins vegar að sleppa að nýta sér tengilinn, þetta er jú allt valfrjálst.
Danskt dagblað birtir skopmyndir af helförinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2006 | 14:39
Aftur til framtíðar
Það var alla vegna það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég las meðfylgjandi frétt. Framtíðin er falin í fortíðinni, þróunin liggur afturábak, nútíminn er trunta.
"Stúdentar ættu nú að kalla á forseta landsins og spyrja hvers vegna frjálslyndir og veraldlega sinnaðir kennarar kenni við háskólana, sagði Ahmadinejad. Menntakerfi landsins hefði færst nær veraldlegum gildum á undanförnum 150 árum og erfitt yrði að breyta því."
Þessar tvær setningar segja líklega allt um það hvert á að stefna. Þurka þarf út þær breytingar sem hafa orðið á menntakerfinu síðastliðin 150 ár, það er helsta ógnunin við ríkið og þjóðina, eða hvað?
Íransforseti vill að frjálslyndir háskólakennarar verði reknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2006 | 00:40
"Án brjósta er engin paradís"
Stundum rekst ég á hitt og þetta á vefnum sem ég hreinlega næ ekki að skilja til fullnustu. Ég verð svo hissa, undrandi og hreinlega get ekki skilið þær kringumstæður sem liggja að baki. Núna rétt í þessu var eitt af þessum augnablikum.
Á vef breska Tímans (The TimesOnLine), er að finna frétt frá Kolombíu, um "sápu" þar í landi sem hefur haft viðtæk áhrif á kvenþjóðina þar í landi. Svo mikil að barmummál þarlendra kvenna ku hafa aukist mikið, með tilstilli þar til bærra lækna.
En fáum nokkur dæmi úr fréttinni:
"THE sorry television saga of a pretty young woman who undergoes breast enlargement to win the heart of a drug dealer is gripping Colombia, where the series reflects an unparalleled boom in plastic surgery.
The story of Katherine, a desperate teenager struggling to escape poverty, is told in a nightly drama called Sin Tetas No Hay Paraiso, or Without Breasts There Is No Paradise.
Gustavo Bolivar Moreno, an investigative reporter and author of a bestselling book about would-be molls that inspired the series, has been praised for revealing the bleak truths about many young womens ambitions. All adolescent girls are self-conscious about their bodies, he said. But I have met 13-year-olds saving up surgery money specifically to reach their ultimate goal a cocaine smuggler."
"Sin Tetas follows the rise and fall of a girl who prostitutes herself to pay for a D-cup that will attract the attention of a glamorous local thug with dark glasses, armed guards and a swimming pool. In one episode she says she wants to become a moll because even if my man dies, I will be out of the mud.
The saga continues until next month but the story of Katherine and her friends is unlikely to end happily. Her smile was wondrous, but her breasts became her road to hell, said a trailer for the series on Caracol TV.
Young women interviewed in Bogota last week said they recognised Katherine in the programme. Johanna, a communications student aged 22, said: Its really popular because it shows real life. Girls like to be skinny but men want them to have big chests so they go along with it.
Diana, a 21-year-old student, said: Of course its exaggerated and not all girls go to such extremes to get the surgery, but enough do. "
"Americans like to go blonde, but here they like to go big, said a member of the Colombian Plastic Surgeons Society. Sometimes you have to calm them down a bit before they damage themselves.
The Bogota surgeon, who asked not to be identified, estimated that one in six young women in richer cities such as Medellin and Cartagena had had some work done, a higher rate than in Beverly Hills."
Fréttin í heild er hér.
Ég hreinlega veit ekki hvað ég á að segja, best að ég þegi bara, um stund.
Einu sinni sem oftar ætla ég að vekja hér athygli á dálki sem birtist í breska Tímanum (The TimesOnLine). Þar skrifar Gerard Baker, og veltir fyrir sér hlutum s.s. "profiling", "pólítískri rétthugsun", hvort réttlætanlegt sé að skerða mannréttindi og þá hversu mikið, til að berjast gegn hryðjuverkum? Er réttlætanlegt að skerða réttindi eins hóps meira en annara?
Það er ekki til neitt eitt rétt svar við þessum spurningum, en þarft eigi að síður að velta þeim fyrir sér, grípum hér kafla út greininni:
"IF ALL THE BIG terrorist attacks of the past 35 years from the Munich massacre to the July 7 London bombings last year had been carried out by groups of white, English, middle-aged newspaper columnists, I suspect my life might have become quite intolerable in recent years.
I would have had to get used to looks of fearful suspicion every time I got on a train or a bus. Whenever I checked in for a flight or sought entrance to a government building I would doubtless have been taken away for questioning. "
"Racial profiling is an ugly business. Carried to extremes it can produce outrageously discriminatory outcomes, based on the false logic that all terrorists are Muslims, therefore all Muslims are potential terrorists. A reasonable person can only sympathise with those poor chaps who were thrown off a plane from Manchester last month.
We should be careful to ensure that flying while Muslim does not become a new offence in the criminal code. As critics have said, not only is it wrong, it is almost guaranteed to increase sympathy for the real terrorists. But those singled out for increased scrutiny must also accept that profiling is going to save us lives. In a world of limited resources and clearly identifiable threats it is entirely legitimate, indeed necessary, to subject certain individuals to greater attention than others."
"This condition places the blame for every ill in their lives, in their communities, in the West and in the countries of the Middle East, on the imperialist oppression of the white man, the American and, of course, the Jew, never once stopping to consider even the possibility that their plight might be, in part at least, their own making.
Though the West is surely not blameless, either through history or today, in its treatment of Muslims, the idea that responsibility for the woes of the Islamic world these past few hundred years can be laid at somebody elses door is escapist fantasy.
The nasty regimes of countries such as Saudi Arabia, Iran and Egypt conveniently emphasise this victim status to divert attention from their own repression and inequality and to blame Israel. The failure of Palestinians to create an orderly and successful society is blamed on the occupation.
The failure of many Muslims in Europe, especially in Britain, to integrate effectively is laid at the feet of a white racist society that excludes them. The real injustices suffered by these communities become a convenient smokescreen to hide their own flaws. "
"Pierre Rehov, an Algerian-born French filmmaker, who produced a documentary, Suicide Killers, was asked in a TV interview this year how the world could end the madness of suicide bombings and terrorism. Stop being politically correct and stop believing that this culture is a victim of ours, he said.
Of course, this celebration of victimhood plays to the Wests deep sense of guilt, producing a fearful complementarity that makes todays crisis so potent a civilisation all too willing to accept the blame for the woes of a people all too willing to blame them.
We can stop enabling the victim mentality by overcoming our guilt complex. But then it is up to Muslims themselves to defeat it. Polls repeatedly show vast majorities of Muslims in the West, and smaller majorities in the Middle East, believe that terrorism is a perversion of Islam. But those same polls also show many Muslims agreeing with the proposition that the root cause of that terrorism is oppression."
"No less a figure than Ghazi Hamad, the spokesman for the terrorist-supporting Hamas Government in the Palestinian Authority, wrote in an Arabic newspaper about the real causes of the mayhem in Gaza since the Israeli occupation ended last year.
Were always afraid to talk about our mistakes, he said. Were used to blaming our mistakes on others. What is the relationship between the chaos, anarchy, lawlessness, indiscriminate murders, theft of land, family rivalries, transgression on public lands and unorganised traffic and the occupation? We are still trapped by the mentality of conspiracy theories, one that has limited our capability to think. "
Greinina í heild má finna hér.
Svo mörg voru þau orð, auðvitað þarf að taka öllum skoðunum með fyrirvara, enginn er hlutlaus, Rehov, kvikmyndagerðarmaðurinn sem vitnað er í, er gyðingur fæddur í Alsír. Hans skoðanir eru þó fyllilega verðar að þeim sé gefinn gaumur, rétt eins og margra annara. Ég hef ekki séð myndir hans, en ímynda mér að þær séu ekki hlutlausar, ekki frekar en nokkuð annað sem kemur fram, ekki einu sinni fréttir eru hlutlausar.
Í "Tímanum" mátti einnig lesa í dag frétt um aukið ofbeldi gegn gyðingum í Bretlandi. Hér eru nokkrar klausur úr fréttinni:
"BRITISH Jews are facing a wave of anti-Semitic attacks prompted by Israels conflict with Hezbollah in Lebanon. Synagogues have been daubed with graffiti, Jewish leaders have had hate-mail and ordinary people have been subjected to insults and vandalism.
On Thursday an all-party parliamentary inquiry will state that anti-Semitic violence has become endemic in Britain, both on the streets and university campuses. The report will call for urgent action from the Government, the police and educational establishments. "
"The July incidents were more dispersed than usual, Mr Gardner said. It is usually a small number responsible for a large number of attacks, but these were very widespread across the country and included graffiti attacks on synagogues in Edinburgh and Glasgow.
The attackers, when visible, are from across society, he said. When its verbal abuse, its just ordinary people in the street, from middle-class women to working-class men. All colours and backgrounds. We hardly ever see incidents involving the classic neo-Nazi skinhead. Muslims are over-represented. "
"In Hampstead Garden Suburb, swastikas and the words Kill all Jews and Allah were daubed on the house and car of Justin Stebbing. Dr Stebbing, who works at a hospital, said: I felt violated. Its horrible.
Jon Benjamin, of the Board of Deputies, said: The problem is the spin that Israel is an irredeemably evil regime, and we are concerned that it may become common currency to connect British Jews with this."
Fréttina má finna hér.
Það er vaxandi spenna víða, ekki bara í miðausturlöndum. Það hriktir í "fjölmenningarsamfélaginu" og umburðarlyndi virðist fara minnkandi.
Síðasta greinin sem ég tek vil minnast á hér er einnig úr the Times. Þar fjallar Martin Amis um bók eftir Lawrence Wright, "The Looming Tower".
Það ber auðvitað að varast að taka þessu sem "hinum stóra sannleik", rétt eins og öllu öðru, en magir fróðlegir molar koma þarna fram og bókin virðist athygliverð.
"The Looming Tower, Lawrence Wrights tough-minded and cussedly persistent narrative opens with portraits of the triumvirate of developed Islamism: Sayyid Qutb, Ayman al- Zawahiri and Osama bin Laden. Almost at once, the question arises: should we be solaced or additionally galled by the poverty of the human material now so ferociously ranged against us? In these pages we meet some formidable schemers and killers, such as Khaled Sheikh Mohammed, the author of the planes operation (since captured). As for the other players, there are nuances, there are shades of black; but the consistent profile is marked by intellectual vacuity, by a fanaticism that simply thirsts for the longest possible penal code, and, most basically, by a chaotically adolescent or even juvenile indifference to reality. These men are fabulists crazed with blood and death; reality for them is just something you have to manoeuvre around in order to destroy it. "
"The verdict stands. Bin Ladens contribution is his image, and nothing more: omnicidal nullity under a smiling halo of beatitude. His personal deformation remains mysterious. Zawahiri was jailed and tortured. Qutb was jailed, tortured and executed. Nobody traumatised bin Laden; unlike his mentors, he was not internally rewired by whips and electric cables. Alone among a shifting crew of one-eyed mullahs, tin-legged zealots, blind shiekhs and paralysed clerics, bin Laden was always intact.
Physically, that is. At the time of his Declaration of War against America (1996), bin Laden was mouldering in a cave in Tora Bora stateless, penniless, and half-starved. His achievements were a matter of myth, of fabulation; he was a funk-ridden and incompetent ex-jihadi (a mere pepperer of the Red Army); and he was a serial business flop.
In short, he was a terrorist financier who had run out of cash, and was now entirely at the mercy of the local Islamist power, the village-idiot vigilantes known as the Taleban.
Very soon, Zawahiri would be in a Russian jail, and bin Laden subsisting on stale bread and contaminated water. At this stage al-Qaedas survival looked unlikely and its chances of mounting an operation the size of September 11 were infinitesimal. The declaration was little more than a deathbed whimper.
Of the 66 US cruise missiles fired at camps around Khost in Afghanistan, a number failed to detonate. According to Wright (his source is Russian Intelligence), bin Laden sold the unexploded missiles to China for $10 million. "
"All was set fair for yet another of al Qaedas ridiculous failures, on a par with the plan to assassinate the Pope in 1994 (abandoned soon after the purchase of the killers cassocks). The spectacular attack, the big one, was a non-starter until the fortuitous arrival in Kandahar of the Hamburg contingent (Atta et al): these men were superficially Westernised, and superficially rational: possessed by just the right kind of functioning insanity.
Negative coincidences also characterised the American end of the story. It is painful to follow the inter-agency malfunctions, resentments and pedantries that opened the door to disaster. The man who came closest to averting it, John ONeill, quit the FBI in August 2001. He took up his new job on the 23rd: head of security at the World Trade Centre. He had 19 days to live.
Expert opinion in the West is now largely persuaded that al-Qaeda is more or less finished. The base justly so called in the adjectival sense has become, we hear, a state of mind. And what is that state of mind? One convinced that it is possible simultaneously to be a random mass murderer and a good Muslim.
A death-brimmed bog of paranoia and credulity, it is the state of mind of the armed fabulist. The conspiracy detected here is the infidel campaign to obliterate the faith. It all began with the retreat of the Turkish armies from Vienna and the confirmation of Islamic decline: the year was 1683 and the day was September 11. "
Greinina í heild má finna hér.