Færsluflokkur: Menning og listir

Ég verð líklega að athuga minn gang

Nú er ég að fara að hrósa framsóknarmanni, í annað skipti á fáum dögum.  En það verður að gera fleira en gott þykir, og hrós á hann skilið.

Það að leggja niður mannanafnanefnd og taka upp "líberalisma" (á ekkert skylt við íslenska "líberal" flokka) hvað varðar mannanöfn yrði tvímælalaust til bóta á Íslandi.  Sú ábyrgð að meta hvort að nafn sé við hæfi er mun betur komin hjá foreldrum en opinberri nefnd. 

Vitanlega munu koma upp nöfn sem mörgum eiga eftir að finnast skrýtin jafnvel undarleg, en þannig er lífið einfaldlega, smekkur manna er misjafn og á að vera það, en ekki einn sameiginlegur ríkisamsettur.

Þetta er líka stórt hagsmunamál fyrir innflytjendur sem geta gefið börnum sínum nöfn sem minna á upprunann.  Því þótt að rétt sé að hvetja innflytjendur til að aðlagast, er full ástæða fyrir þá að leggja rækt við uppruna sinn.

Þeir sem lesa þessa síðu reglulega, vita líklega að ég er innflytjandi, í Kanada nánar tiltekið.  Tvisvar á síðustu 3. árum hef ég valið börnum nafn með eiginkonu minni.  Við höfum haft í huga að við viljum að börnin hafi nöfn sem geti gengið jöfnum höndum á Íslandi, Eistlandi og hér í Kanada. Einnig hafði ég mikinn áhuga á því að börnin yrðu kennd við mig, en tækju ekki upp eftirnafnið Gunnarsson.

Og viti menn, kerfið hér í Kanada er til fyrirmyndar.  Hér er fyllt út form, enginn skiptir sér af því hvað börnin eiga að heita, og þegar kemur að eftirnafni, er einfaldlega boðið upp á það að ef þú villt ekki fara eftir kanadískum hefðum hvað það varðar, þá merkir þú við í annan af tveimur reitum, sem segir að óskin sé annað hvort af "ethnic" eða "religious" ástæðum.

Því eru börnin mín Tómasson og Tómasdóttir, rétt eins og við höfum kosið og engin vandamál því fylgjandi.

Verði nafnafrelsi leitt í lög á Íslandi er það tvímælalaust til bóta og fagna ég þessu frumvarpi ákaflega.


mbl.is Vilja leggja mannanafnanefnd og mannahafnaskrá niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

68 árum seinna

Það er víðar en á Íslandi sem að umræða um innflytjendur er fyrirferðarmikil.   Það er sjálfsagt að fagna þeirri umræðu, og fari hún fram á skynsamlegum og friðsömum nótum er hún án efa til mikilla bóta og verður vonandi til framfara.

En gyðingar í Munchen fögnuðu bæði og syrgðu í gær.  Þeir fögnuðu nýju samkomuhúsi sínu, en syrgðu þá sem létu lífið og þeirra sem voru grátt leiknir fyrir 68 árum, þegar "Kristalnóttin" svokallaða var, þegar nazistar slepptu lausum liðsmönnum sínum á gyðinga.  Það sem á eftir fylgdi er líklega flestum kunnugt.

Það var ágætis frétt á vef Times um atburðinn, þar segir meðal annars:

"A huge new synagogue, Europe’s largest Jewish centre, was opened in the heart of Munich yesterday to mark the 68th anniversary of Kristallnacht — the Night of Broken Glass — when Nazis went on an anti-Semitic rampage across Germany.

The cube-shaped building is an act of defiance at a time when anti-Semitic sentiment is again beginning to bubble below the surface.

Neo-Nazis plotted unsuccessfully to blow up the foundation stone of the new synagogue, and bureaucrats dragged their feet for decades before agreeing to give the prime site to the Jewish community. "

""This building shows that we Jews are again part of German society,” said Charlotte Knobloch, the leader of Germany’s Jewish community. She choked back tears as she recalled how, as a frightened six-year-old, she had clutched her father’s hand and run past burning Jewish shops in Munich on November 9, 1938. “Now I have just handed the key to this new synagogue to a child who is the same age as I was on that night. The circle has been closed.”

A survey published by the Friedrich Ebert Foundation, a social justice charity, demonstrates how controversial the new centre will be among Germans: 39 per cent of those questioned say that the country is being dangerously swamped by foreigners, 18 per cent that the influence of Jews is too great while 15 per cent want a strong leader, literally a Führer.

Fréttina í heild má finna hér.



Nýr þáttur á Stöð 2?

Ég hef reyndar ekki heyrt neitt af þeim áformum, utan þess sem ég las hjá á blogginu hjá Steingrími.

Auðvitað er skynsamlegast að bíða frekari fregna og jafnvel horfa á einn þátt eða svo áður en dómur er felldur, en ég get ekki stillt mig um að segja að mér líst illa á það sem ég hef heyrt.

Er ekki of langt gengið ef stjórnmálmennirnir eru farnir að stjórna umræðuþáttunum líka?  Persónulega finnst mér það hljóma hræðilega að formaður þingflokks Samfylkingarinnar, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og háskólarektor sem er örugg á þing, komi til með að stjórna pólítískum umræðuþætti. 

Er mannvalið það "þröngt" fyir íslenskt sjónvarp?  En auðvitað er þetta gott fyrir viðkomandi stjórnmálamenn, það er ekki amalegt fyrir þingflokksformann að að geta hegnt eða umbunað með framkomu í sjónvarpsþætti, allra síst á kosningavetri.  Ekki slæmt heldur fyrir forseta borgarstjórnar sem er "einmanna" í borgarstjórn fyrir sinn flokk, nú eða fyrir frambjóðenda sem er hefur ekki þá athygli sem sitjandi þingmenn hafa.

En mér finnst þetta slæm þróun ef af verður.  Raunar finnst mér fréttastofa Stöðvar 2/NFS hafa fetað nokkuð undarlegan veg hvað hlutleysið varðar, eins og ég benti á í bloggi fyrir ca. 2 mánuðum.

Hinu ber svo að fagna að stefnt sé að því að auka pólítíska umræðu, en ég held að lausnin sé ekki að setja hana undir atvinnustjórnmálamenn.


Tilurð fyrirsætu

Auglýsingar snyrtivörufyrirtækisins Dove, hafa vakið nokkra athygli hér í Toronto og víðar.  Athyglin kemur aðallega til út af því að í auglýsingum koma fram "venjulegar" konur, hvað sem það nú er.

En þessar konur hafa aukakíló, appelsínuhúð og glíma við sömu vandamál og svo margar aðrar konur.

Nú í morgun fékk ég svo í tölvupósti tengil á auglýsingu sem þetta sama snyrtivörufyrirtæki hefur gert. 

Auðvitað er það ekkert nýtt að við heyrum ráðist á "heim tískunnar", en það ber ef til vill nýrra við þegar "árásin" kemur frá snyrtivörufyrirtæki.

Svo er það auðvitað spurningin, er þetta einhver "árás", er þetta ekki einfaldlega stórsniðugt "markaðsplott"?


Ekki eyðileggja þokkalega gott kerfi

Ég er í sjálfu sér ekki að mótmæla því að íslensk tónlist eigi að standa jafnfætis öðrum listgreinum, en í raun væri miklu nær að hækka aðrar listgreinar upp að tónlistinni, nú eða það sem væri allra besta að hreinlega lækka allan virðisaukaskattinn.

En ég held að það sé ákaflega varhugavert að vera sífellt að hræra í virðisaukaskattsálagningu.  Ef tillögur um lækkun á virðisaukaskatti á matvörum nær fram að ganga þá verða hér í gangi þrjú virðisaukaskattsþrep.

Það verður þá ef til vill 7% skattur á matvæli (nema þau sem ríkisvaldinu eru ekki þóknanleg), síðan 14% skattur af einhverjum því "dóti" sem rétt þykir að njóti vilvilja ríkisvaldsins og loks hinn almenni 24.5% virðisaukaskattur.

Ekki er að efa að síðan eiga eftir að koma fram mýmargar tillögur um "jákvæðar" atvinnugreinar og framleiðslu sem á skilið að vera færð niður í 14% þrepið. 

Með þessu móti verður allt skattaeftirlit og umstang í kringum skattgreiðslur þyngra í vöfum og flóknara.

Svo velti ég því líka fyrir mér, hvernig stendur á því að íslensk tónlist er tekin þarna út úr?  Þarf ekki jafnræðisregla að gilda um íslenska og erlenda framleiðslu?  Í það minnsta þá hluta framleiðslunnar sem kemur frá EES svæðinu? 

Gæti þá þurft upprunavottorð um flytjendur að fylgja með?  Hvað ætli hátt hlutfall flytjenda þurfi að vera til að tónlistin sé frá EES svæðinu?

Eigum við svo von á því að lagt verði til að íslensk bjór og áfengisframleiðsla fari í lægra þrepið?

Hvað um íslenska sælgætisframleiðslu?

"Góðu málefnin" eru endalaus.


mbl.is Ríkisstjórn hefur rætt um að breyta neðra stigi virðisaukaskatts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður að mega ræða hlutina

Ég horfði á Silfur Egils á netinu núna áðan.  Þátturinn var um margt ágætur og umræðan um "innflytjendamál" vakti vissulega athygli.

En það er vissulega þörf á að ræða þessi mál, rétt eins og önnur mál.  Það þarf að vera hægt að ræða um málefni innflytjenda án þess að sífellt sé dreginn upp stimpilinn "rasismi".

Það þarf sömuleiðis ekki eingöngu að ræða hvaða stuðning innflytjendur eiga skilið að fá frá hinu opinbera, heldur einnig hvaða kröfur Íslendingar vilja gera til innflytjenda.

Ég er innflytjandi, ég bý í samfélagi sem er líklega eitt besta dæmið um "fjölmenningarsamfélag".  Toronto er "suðupottur" ólíkra menningarheima.  Hér býr fólk af yfir 100 mismunandi "þjóðernum", skólar hér bjóða upp á túlkaþjónustu fyrir foreldrafundi á yfir 80 tungumálum, það er varla til sú þjóð (fyrir utan Íslendinga) sem ekki á sér "sína" veitingastaði og svo mætti lengi telja.

Kanadabúar eru enda flestir annað hvort innflytjendur eða komnir af innflytjendum.

En það er ekki þar með sagt að hér sé "allt eins og blómstrið eina".

Hér eru vissulega árekstrar á milli innflytjenda og þeirra sem hér hafa lengri rætur.  Ofbeldi (sem oft tengist innflytjendum) og trúarofstæki eru líklega algengustu ásteytingarsteinarnir.  Virðing fyrir mannréttindum er líka oft tilefni heitra umræðna.

Nýlega var meintu samsæri um hryðjuverk hóps múslima afstýrt og ófriðurinn í Líbanon jók einnig umræður um stöðu innflytjenda, en þar vildu margir meina að óeðlilegur fjöldi kanadískra ríkisborgara sem þurfti að aðstoða við að komast frá Líbanon, væri dæmi um að innflytjendur misnotuðu Kanadískan ríkisborgarétt.

Það vill svo til að einn af mínum uppáhalds dálkahöfundum, Margaret Wente fjallaði um þetta málefni í dálki sínum í Globe and Mail í gær.

Þar segir meðal annars:

"On Thursday evening in Surrey, B.C., there was a remarkable scene. A string of South Asian women stood up at a public meeting to speak out. Their stories weren't pretty. One woman, speaking in Punjabi and English, recounted 20 years of punches, slaps and taunts from the husband with whom she still lives. "If I can improve one girl's life, it is worth my husband's anger," she said.

After several high-profile cases of grisly domestic violence, people in British Columbia's Indo-Canadian community are finally saying the unsayable. There is a bias in South Asian culture that condones violence against women.

"The birth of sons are a celebratory event; when daughters are born, it's not a happy event," says B.C.'s attorney-general, Wally Oppal, himself an Indo-Canadian. He went on to blast the dowry system. "What can be more demeaning for a woman than to have to pay the family of the person you're going to marry?""

"For years, it has been all but taboo to point out that the abuse and demeaning of women is a significant problem among certain immigrant groups. It has been absolutely forbidden to suggest that women in the South Asian immigrant communities of Surrey or Brampton are treated any worse by their fathers, their husbands and their mothers-in-law than are women who live in Westmount or Rosedale. And if they are, it has not been acceptable (until Mr. Oppal came along) to name the main reasons why. Official explanations typically lean heavily on narratives of Western racism, colonialism, economic failings, and class exploitation. "There is increased understanding that a person's vulnerability to abuse may be increased by factors such as dislocation, colonization, racism, sexism, homophobia, disability, poverty and isolation," goes one classic government report. You'd scarcely guess from these accounts that deep-seated anti-female religious and cultural attitudes imported from the old country had anything at all to do with it. "

"Many observant Muslims, Hindus, Sikhs, and other immigrants from highly patriarchal societies have no problem living quite happily within a liberal democratic state. But many others do. Some moderate Muslims here in Canada say that Canadian imams generally share the views of the red-meat mufti. "The entire onus of responsibility for male behaviour is on the women," says Farzana Hassan, who is president of the Muslim Canadian Congress. "This is what young women are being taught all the time."

Western feminists have long denounced the evils of patriarchy. Yet they also excuse and even endorse patriarchal behaviour -- so long as it's imported from somewhere else. Feminists (along with folks like Mr. Khalid) were among the leading proponents of introducing sharia law in Ontario.

In theory, feminism and multiculturalism go hand in hand. They are the mark of a liberal enlightened society. The multicultural credo holds that everyone is equal, that all cultures are equally good, that multicultural values and mainstream values do not conflict, and that the greatest moral virtues are tolerance and respect."

"What happens, then, when multicultural and mainstream values do conflict? What happens when certain subcultures tolerate the abuse of women? What happens is that those practices are either blamed on the defects of the West or wished away. No subculture must be judged or criticized. That explains why you don't hear very many Western feminists standing up to argue for the right of South Asian and Muslim women to not be slapped around by their husbands. "Where two pieties -- feminism and multiculturalism -- come into conflict, the only way of preserving both is an indecent silence," wrote British social critic Theodore Dalrymple.

Many multiculturalists and feminists also feel bound to stand in solidarity with critics of the West. These days, that means Muslims, especially those who have explicitly rejected identity with the West. That's how we've arrived at a most peculiar moment in the history of women's liberation -- a moment when Western feminists endorse the veil as an instrument of female empowerment.

Personally, I'm with the South Asian women who were courageous enough to speak out the other night. It's time to ditch the pieties and end the silence -- for the sake of this generation, and the next. "

Pistilinn í heild má finna hér.

Ég er þeirrar skoðunar að fáar þjóðir þurfi jafn mikið á innflytjendum að halda og Íslendingar.  Vinnumarkaðurinn kallar eftir þeim, hagkerfið stækkar hratt og einsleitni þjóðfélagsins (sem þó hefur tekið stakkaskiptum) má vel við aukinni fjölbreytni.

En það þarf samt ekki að þýða að við Íslendingar vilji helst að forvarsmenn þjóðarinnar hoppi með buxurnar á hælunum hringinn í kringum landið og segi "komi þeir sem koma vilja, fari þeir sem fara vilja".

Innflytjendastefna Íslendinga hlýtur að markast af þeirri staðreynda að þjóðin er aðili að EES samstarfinu og því geta allir ríkisborgarar aðildarlandanna sótt til Íslands eftir atvinnu.  Mér þykir það ekki raunhæft að vilja mismuna aðildarríkjunum á neinn hátt, alla vegna ekki til lengri tíma, þó að einhver aðlögunartími kunni að vera réttlætanlegur.  Það var því fyllilega rétt ákvörðun að opna fyrir nýju ríkjunum í Austur-Evrópu.  Íslendingar verða líka að gera sér grein fyrir að samstarfið er ekki eins og hlaðborð, þar sem menn taka eingöngu þá "rétti" sem þeim lýst vel á.  Íslendingar verða að virða samstarfið og krefjast þess af öðrum.

Íslendingar hljóta jafnframt að taka að þó nokkru marki mið af innflytjendastefnu annara EES ríkja, enda hafa þeir sem fá Íslenskan ríkisborgarétt fullan rétt til hreyfinga innan svæðisins.  Það hlýtur að setja einhver mörk, hvað varðar innflytjendur utan svæðisins.

Það er líka nauðsynlegt að skilgreina hvernig við lítum á þessa innflytjendur, sem og að komast að þvi hvert markmið þeirra er með Íslandskomunni. 

Eru þetta "farandverkamenn", sem vilja snúa aftur til síns heima, eða eru þetta menn sem hafa hugsað sér að gerast Íslendingar?

Fyrir þá sem vilja gerast Íslendingar, verður að bjóða upp á námsgögn og aðstoð til að gera þeim kleyft að samlagast íslenskri menningu og staðháttum sem best.

Persónulega hef ég aldrei skilið allt þetta tal um fjölmenningarsamfélag á Íslandi, ég hef ekki trú á því að rétt ríflega 300.000 manna samfélag beri það.  Ég held að best sé að stefna að einu menningarsamfélagi, þar sem ólíkum straumum er stefnt saman og mynda einn.  Erlend áhrif hafa alltaf verið á Íslandi og er það vel, en það fer best að allir landsmenn séu innan sama menningarsamfélagsins, sem vonandi yrði bæði víðsýnt og umburðarlynt.

En það er nauðsyn að ræða þessi mál af opnum huga og án þess að draga upp "fyrirframgerða stimpla".  Það er líka nauðsynlegt að innflytjendur komi að þeirri umræðu, þess vegna er það fagnaðarefni að Íslendingur af pólskum uppruna, Grazyna Okuniewska tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og náði ágætis árangri, og að Paul Nikolov tekur þátt í prófkjöri Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu.

En það er þörf á umræðu um innflytjendamál, og það sem meira er, hún er alltof mikilvæg til að skilja hana eftir í höndunum á þeim liðsmönnum Frjálslynda flokksins, sem mest hafa sig í frammi um þau þessa dagana.


mbl.is Skoðanir Magnúsar vekja Steinunni hroll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnir í eymdinni?

Það er varla að ég trúi að rétt sé haft eftir Ögmundi Jónassyni í fréttinni sem ég sá á vísi.is.  Ég er eiginlega að vona að þetta sé ekki á rökum reist.

Jöfnuðurinn er það sem er ofar öllum markmiðum, það er betra að að auka jöfnuðinn með því að bankarnir fari úr landi, heldur en að búa við óbreytt ástand?

Hvaða hagsbót er það fyrir hina lægra launuðu að þeir hæstlaunuðu flytji úr landi?  Batna kjör þeirra við það?  Hvaða hagsbót hafa hinir lægra launuðu að fjölmargir vel launaðir missi vinnuna?  Hvaða hagsbót er það fyrir hina lægra launuðu að skattar bankanna séu frekar greiddir erlendis en á Íslandi?

Skyldi Félag bankastarfsmanna vera sammála formanni Bandalags opinberra starfsmanna um þetta atriði?

En auðvitað eigum Íslendingar ekki að virkja orkulindir sínar og hamingjan forði okkur frá því að á landinu byggist upp sterk alþjóðleg fyrirtæki.

Líklegast yrðu allir Íslendingar jafnir ef Vinstri grænir kæmust til valda, jafnir í eymdinni. 

En auðvitað gæti hugsast að einhverjir yrðu jafnari en aðrir, þannig er það oftast nær í "paradísum" vinstri "útópíunnar".


Af andstæðingum og aðförum þeirra

Ekki fæ ég skilið hvað menn hafa á móti því að stjórnmálamenn tali um andstæðinga sína, þá sem eru í öðrum flokkum og hafa aðrar skoðanir á málunum.

"Pólítíska rétthyggjan" er komin í Hálsaskóginn ef bannað er að nota þetta gamla og rammíslenska orð.  Þeir sem eru ekki fylgjandi því sem ég segi, eru andstæðingar mínar, alla vegna í því tiltekna máli.  Það er alls ekki of sterkt til orða tekið.  Hvað vildu menn annars nota frekar?

Hitt er svo annað mál, að ég er sammála þeim sem segja að ofnotkun íslenskra stjórnmálamanna á orðinu aðför.  Að það sé sýknt og heilagt verið að gera "aðför að þeim".  Eðlilega deila stjórnmálamenn hvor við annan, reyna að koma höggi á andstæðinginn, fella nokkrar "keilur" og vekja á sér athygli.  Það á ekkert skylt við aðför eins og við leggjum merkingu í það orð í dag.

En vitaskuld er oft höggvið í sama knérunn, enda eðlilega reynt að höggva þar sem það er talið að það skili árangri, í pólítík er ekki endilega verið að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur, heldur reynt að finna veikasta punktinn.

Það að andstæðingar manns hafi sig mikið í frammi hvað varðar einstök mál, er ekki dæmi um það að þeir séu hræddir við viðkomandi, heldur að þeir telji sig hafa fundið veikan punkt, punkt sem er vænlegur til vinsælda, eða veki athygli.  Punkt sem skori hjá kjósendum.

Þegar Framsóknarmenn töluðu hvað mest um að gerð væri aðför að sér, var það einfaldlega að andstæðingar hans skynjuðu veikleika flokksins og formannins.  Eitthvað segir mér að þeir séu ekki búnir að bíta úr með það enn.

 


Annarlegur tilgangur?

Það er ekki laust við að ég fái það á tilfinninguna að fréttir sem þessi þjóni annarlegum tilgangi, það er að gefa það til kynna að raunverulegur launamunur kynjanna sé mun meiri en hann er.

Það er ekki rangt að munurinn á milli heildarlauna er sá sem kemur fram í fréttinni, það er að segja að konur hafa aðeins 70% af launum karla á meðal aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins.  En hitt er líka ljóst að þær vinna aðeins 80% af þeim tíma sem karlmennirnir vinna.

Karlmenn vinna 10.7 stundum meira á viku, eða u.þ.b. 45 stundum á mánuði meira en konur.  Hvað skyldi nú vera borgað fyrir 45 stundir í yfirvinnu?

Nær það ekki býsna langt í það að skýra "kynjabundinn launamun"? 

Ef mánaðarlaun karla eru 190.000, og við reiknum með að yfirvinna sé launuð með 1900kr, þá gefa 45 stundir 85,500.  Heildarlaun verða þá 275,500.

Konur skila að meðaltali hinsvegar ekki nema rétt tæplega 20 stundum í yfirvinnu.  Ef við segjum að mánðarlaun þeirra séu 160.000, og yfirvinna því launuð með 1600 krónum, þá gefur yfirvinnan 32.000.  Heildarlaun væru því 192.000.

Munurinn á 160.000 og 190.000 er ekki 42.%  Hann er rétt tæplega 19%, konur eru að meðaltali að fá u.þ.b. 84% af launum karla sé yfirvinna ekki reiknuð með.

Í raun nokkuð önnur heildarmynd sem blasir við, en þegar fréttin er lesin í upphafi.

Síðan má spyrja hvort tilraun hafi verið gerð í viðhorfskönnuninni til að meta mismunandi launamun í mismunandi starfsgreinum, hvort að launamunurinn hafi verið meiri í ákveðnum atvinnugreinum en öðrum og svo framvegis. 

Nú er það til dæmis þekkt að launaskrið hefur verið hvað mest í byggingariðnaði, sem er jú mikil karlagrein, hvernig kemur slíkt inn í meðaltalið?

Persónulega hef ég ekki miklar áhyggjur af meintum launamun á milli kynjanna, samningar á milli atvinnurekenda og launþega er nákvæmlega það, samningur þeirra á milli. Ég treysti þeim betur til að höndla þessi mál heldur en opinberum eða hálf opinberum nefndum.

 Sjálfsögðu reyna konur að fá eins há laun og hægt er að vonast eftir og karlar sömuleiðis, góður vinnuveitandi lætur ekki gott fólk fara frá sér með því að borga þeim minna en það er virði, allra síst eins og vinnumarkaðurinn er í dag.  Nú hitt er svo líka möguleiki, það er að segja upp og finna sér nýja vinnu, þar sem starfsframlagið er metið að verðleikum, mér er sagt að það sé ekki erfitt að fá vinnu á Íslandi í dag.

Svo má líka velta fyrir sér hvers vegna fyrirsögnin á fréttinni er ekki "Karlar vinna 25% meira en konur"?

 


mbl.is Heildarlaun karla 42,3% hærri en kvenna meðal félagsmanna SGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppbyggileg gagnrýni

Rannveig á skilið eina góða rauða kratarós í hnappagatið fyrir að hefja þessa umræðu.  Auðvitað eigum við að taka það upp ef mannréttindi eru brotin, jafnt í Færeyjum sem annars staðar.  Það er ekki afskiptasemi heldur umhyggja fyrir viðkomandi þjóð.

Að sjálfsögðu eiga Norðurlandaþjóðirnar ekki að grípa til neinna aðgerða gegn Færeyingum, enda held ég að það hafi ekki verið meining neins.  En það á að láta vita að þetta sé litið hornauga og sé ekki eftirbreytnivert.

Auðvitað hafa Færeyingar leyfi til að hafa sína samfélagsgerð, en við eigum að láta þá vita að okkur hugnist ekki mismunun á þegnunum, ef okkur sýnist svo.

Ég endurtek að þetta finnst mér þarft mál hjá Rannveigu.


mbl.is Segir Færeyinga aftarlega á merinni í málefnum samkynhneigðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband