Færsluflokkur: Menning og listir
6.12.2006 | 15:12
Útbreiddur misskilningur um uppsagnir
Það virðist vera víða sem stjórnendur hafa ekki heyrt um skilgreiningu Frálslynda flokksins um muninn á því að vera rekinn og að vera sagt upp störfum.
Nú hafa þeir í Harrods sagt sjálfum Jólasveininum upp störfum. Einhverra hluta vegna reikna ég ekki með því að hann komi til með að vinna út uppsagnarfrestinn. Skyldi það þýða að hann hafi verið rekinn?
Það er nú vandamálið með þessa jólasveina, það er oft erfitt að skilja hvað er að gerast í kringum þá.
Harrods rekur jólasveininn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2006 | 04:13
Helvítis söluskatturinn
Oft hef ég bölvað söluskattinum hér í Ontario, sem og Kanada öllu. Hér er það nefnilega til siðs að allar vörur eru verðmerkar með því verði sem kaupmaðurinn ætlar að fá fyrir þær. Síðan legst ofan á það verð, söluskattar bæði ríkis og "fylkis".
Samanlagt eru þessir skattar 14%, 8% handa Ontario og 6% fyrir ríkið. Ef eitthvað kostar $9.99 þá þarftu sem sé að reiða fram 11 dollara og 39 cent. Einu undantekningarnar sem ég hef orðið var við er "ríkið" eða LCBO, en þar eru allir skattar innifaldir í útsöluverði og svo matvörur, en þær bera engan söluskatt.
En þetta er vissulega hvimleiður skratti að þurfa alltaf að vera að reikna í huganum hvað hlutirnir kosti, út frá því sem stendur á verðmiðanum, en vissulega er þetta þó farið að venjast.
En þetta hefur líka einn stóran kost. Það velkist enginn í vafa um hvað varan "kostar" og hvað það er sem ríkið tekur í sinn hlut, það kemur ávalt skýrt og greinilega fram á strimlinum.
Og nú þegar ég heyri og sé Íslendinga hafa miklar áhyggjur af því að lækkun á virðisaukaskatti komi ekki til með að skila sér til neytenda, þá koma kostir þessa fyrirkomulags í ljós.
Hér var nefnilega líka lækkaður söluskattur í vor. Ríkið lækkaði sinn skatt úr 7% í 6% og hefur lofað lækkun í 5% á næsta ári (ef þeir verða ekki búnir að skipta um stjórn þá).
Enginn hefur áhyggjur af því að þessi lækkun hafi ekki skilað sér til neytenda. Verðið á vörunni breyttist nefnilega ekki neitt við þessa breytingu, aðeins skatturinn.
Verðið á verðmiðanum var hið sama, en skatturinn sem lesa má á strimlinum lækkaði örlítið.
Fyrir utan hvað það er gott fyrir neytandann að sjá það svart á hvítu hvað það er sem varan kostar og hvað það er sem ríkið fær í sínar hendur.
Þegar málið er hugsað, er það nefnilega ekki sami hluturinn.
29.11.2006 | 15:18
Jólatrésskemmtun og þjóðræknisdagur
Um helgina fór ég á jólaskemmtun Íslendingafélagsins hér í Toronto. Það var hin ágætasta skemmtun, og skemmti foringinn sér að sjálfsögðu manna mest og best.
Fyrir mig var nú líklega hápunkturinn að fá bæði kleinur og vínartertu að snæða, enda hef ég ekki verið duglegur við að baka eða steikja slíkar dásemdir sjálfur. Vínartertan hér er að vísu með torkennilegum glassúr á toppnum, en það er óþarfi að láta slíkt eyðileggja fyrir sér ánægjuna.
En eins og ég hef gert síðan ég flutti hingað lék ég aðalhlutverkið í skemmtuninni, það er að segja jólasveininn. Það er enda áríðandi að jólasveinninn sé tvítyngdur og geti brugðið fyrir sig bæði ensku og íslensku. Þetta er ekki kröfuhart hlutverk, enda talar jólasveinninn hér í Vesturheimi ekki mikið, það nægir að láta klingja í bjöllum og segja HO HO HO.
Mesta harðræðið felst tvímælalaust að þegar ég er búinn að setja á mig hár úr gerfiefnum, skegg úr gerviefnum, húfu, jakka og buxur úr gerfiefnum, þá svitna ég ég eins og grís í ofni.
En síðan fá allir krakkarnir tækifæri til persónulegs viðtals við jólasveininn, segja frá afrekum sínum það árið og hvað þau helst óska sér til gjafa á jólunum. Þá er áríðandi að sveinki bæði tali og skilji íslensku og ensku. Þau eru síðan leyst út með litlum poka með smá leikföngum og sælgæti.
Svo bar við þetta árið að allir krakkir, nema sonur minn, komu til að spjalla við jólasveininn. Hann harðneitaði að tala við þennan skringilega kall. Hvað þá að hann vildi ganga í kringum jólatréð með honum. En þegar skemmtuninni var að ljúka tók ég einn pokann og færði honum. Hann hálf faldi sig á bak við móður sín, tók þó við pokanum en sagði fátt.
Þegar við vorum hins vegar að keyra heim á leið og ég var að spjalla við hann um hvernig hefði verið, var annað hljóð komið í strokkinn. Jú, jú, hann hafði hitt jólasveinninn, sem hann taldi hinn vænsta mann, þeir höfðu talað nokkuð lengi saman og hafði farið vel á með þeim. Taldi hann að þeim hefði orðið nokkuð vel til vina og reiknaði með að hitta kallinn aftur seinna. Sömuleiðis var hann nokkuð viss um að kallinn myndi færa sér jólagjafir.
En í gær tók sig aftur upp þessi gríðarlega kleinulöngun, eftir að hafa komist á bragðið um helgina. Ég tók mig því til og steikti kleinur í fyrsta skipti á ævinni. Það tókst nokkuð vel, þó að nokkrar þeirra væru nokkuð skrýtnar í laginu, en það kom ekki að sök, enda flestar þeirra horfnar.
Það var enda kaffi og kleinur á boðstólum að Bjórá í morgun.
En til að það komi skýrt og skörulega fram, að ég er enginn óupplýstur, óaðlagandi innflytjandi, þá eldaði ég butternut squash súpu handa fjölskyldunni í kvöldmatinn. Það gerist ekki mikið kanadískara en það.
Dagurinn í gær var því þjóðræknisdagur, kleinur og buttnet squash, ljómandi blanda.
29.11.2006 | 05:45
The Rock N Roll Kid
Ég horfði á í ríkissjónvarpinu hérna í Kanada heimildamynd um rokkstjörnu, sem er rétt skriðinn á táningsaldur.
CBC sýndi í kvöld "The Rock & Roll Kid", þar sem viðfangsefnið er 13. ára drengur sem þykir eitthvert mesta gítarleikaraefni sem sést hefur lengi. Danny Sveinson hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað með hljómsveitum í nokkur ár, troðið upp í næturklúbbum og "túrað" víða um Kanada. Hann spilaði lengst af með hljómsveitinni "Sonic City", en hljómsveitin lagði upp laupana og ef marka má heimildamyndina, eru umboðsmaður Danny og Warner Brothers hér í Kanada að reyna að setja saman nýja hljómsveit í kringum strákinn.
Það verður að teljast afar líklegt að það eigi eftir að heyrast meira í Danny Sveinson í framtíðinni, en hér er umfjöllun um hann í Globe and Mail í dag og hér er frétt úr "lókalblaði" í Vancouver, en Danny býr með foreldrum sínum í Surrey B.C.
Það má finna þó nokkuð af klippum með Danny og Sonic City á YouTube, en geislaplöturnar þeirra fást ekki víða skilst mér.
Ef einhverjir eru síðan að velta því fyrir sér hvaðan nafnið Sveinson kemur, þá er það auðvitað ofan af Íslandi, en ég þekki þá sögu ekki til hlýtar, en drengurinn er af Íslenskum ættum.
25.11.2006 | 17:53
Afleit ákvörðun
Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg hver er tilgangurinn með þessari breytingu. Ja, nema að það skín líklega í gegn að það á að ná í meira fé af almenningi.
Það sem líklega rætnast við þessa breytingu er að fénu á að ná af þeim sem sýna ráðdeildarsemi og kaupa ódýrari tegundir.
Það er löngu tímabært að fara að líta á áfengi sem hverja aðra vöru, lækkun virðisaukaskattsins er reyndar örlítið skref þá áttina og mun auðvelda að flytja áfengi yfir til matvöruverslana ef og þegar sú ákvörðun verður tekin. En um leið og það framfaraskref er tekið er tekið jafn stórt ef ekki stærra skref afturábak, þar sem innkaupsverð áfengis hefur minni áhrif á endanlegt verð en áður.
Neytendur fá sem sé ekki að njóta þess að kaupa ódýrari tegundir áfengis. Innflytjandinn hefur sömuleiðis minni hvata til að leita besta verðs, eða leitast við að flytja inn ódýrari tegundir.
Þetta er svipað og ef allir bílar bæru sömu innflutningsgjöldin, 2. milljónir á bíl burt séð hvort um væri að ræða Yaris eða Land Cruiser.
Það er tímabært að breyta gjöldum á áfengi (svo lengi sem vilji er til að halda í þau) í það að vera hlutfall af verði, þannig að rétt eins og hvað varðar að aðrar vörutegundir þá endurspeglist innkaupsverð í útsöluverði áfengis.
Ákvörðun ráðherra um hækkun áfengisgjalds gagnrýnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2006 | 06:13
Kókið aftur í kólað?
Eins og margir hafa eflaust heyrt segir sagan að örlítið af Kókaíni hafi verið í Coca Cola þegar það kom fyrst á markaðinn.
Nú á dögum "orkudrykkjanna", berast þær fregnir frá Colombiu að drykkir sem innihaldi Kókaín njóti gríðarlegra vinsælda.
Nú nýverið birti www.spiegel.de grein um þessa notkun coca laufsins, þar segir m.a.:
"Coca products were taboo for a long time in Colombia. Now Colombians can purchase coca wine, coca tea and coca cookies. The newest product is called Coca-Sek, an energy drink that is fast developing an international reputation -- much to the irritation of the Coca Cola company.
An ad featuring the slogan "Coca Tea -- the Holy Leaf of the Sun Children" hangs above a colorful, cloth-draped sales booth in the Santa Barbara shopping mall in Bogotá. As recently as 10 years ago, any mother would have yanked her child hastily to the side if they had passed such a stall. But things have changed: Coca tea, coca wine, coca cookies and a variety of similar products have become an integral part of every street festival and flea market in the Colombian capital."
"The soft drink has a fresh, slightly sour taste, like lemonade. Curtidor says he and his wife spent six years developing the flavor. The drink is natural, he says, just like tea -- and, unlike cocaine, it's completely harmless.
When the product was introduced, Curtidor and his handful of colleagues were barely able to produce enough to keep up with demand. The first batch of 3,000 bottles of Coca-Sek -- literally "Coca of the Sun" -- was sold out in a rush. Another 40,000 bottles were sold in the next two months -- mainly in the southern part of the country."
"There are other difficulties as well. Almost the moment his product was on the market, the lawyers of soft drink giant Coca Cola started making life difficult for him. "We've been charged with violating Coca Cola's rights to the name of its product. We're not allowed to use the word 'Coca' in the name of our soft drink -- a word that is more than 5,000 years old and of indigenous origin, and which refers to a sacred plant. We're going to defend ourselves," Curtidor says.
But it's not just about economic success for Nasa Esh. It's also a question of improving the coca plant's image. "We want our products to show that coca has as little to do with cocaine as grapes have with wine.""
"The high nutritional value of the demonized shrub, whose leaves curb the appetite, is widely recognized, Chikangana points out. The green leaves contain not just calcium, iron and phosphate, but also magnesium and vitamins. Coca-based shampoo, toothpaste and soap are already on the market in Bolivia and Peru. The range of products is expanding every year.
Besides coca tea and cookies, Chikangana also sells a coca-based ointment -- called "Kokasana" -- that can be used to treat arthritis, muscle injuries and rheumatism. The product range will soon be expanded by a juice produced from the leaves of the coca shrub. The Sol y Serpiente Foundation, which is supported by the children's rights organization Terres des Hommes, wants to start an education campaign on coca."
Greinina í heild má finna hér.
Líklega bið eftir því að við finnum þetta í stórmörkuðunum.
24.11.2006 | 16:16
Hin alíslenska Mjallhvít
Með reglulegu millibili er ég minntur á, eða spurður um söguna um að Mjallhvít hafi verið Íslensk, það er að segja fyrirmynd Mjallhvítar í Disney teiknimyndinni. Ævintýrið er allt önnur saga, en þó er ofurlítill ævintýrablær yfir ævi "Cartoon Charlie" og því hvernig Mjallhvít varð til. Bæði rámar Íslendingum gjarna í eldri blaðagreinar um málið og það er merkilegt hvað margir Kanadabúar hafa heyrt eitthvað af málinu.
"Cartoon Charlie" var auðvitað Kanadískur, en "rammíslenskur" að uppruna og bar hið hljóm mikla nafn Karl Gústaf. En "Mjallhvít" var hins vegar alísklensk og hafði stutta viðdvöl hér í Vesturheimi og sneri heim til "landsins bláa".
En í gær barst mér fréttabréf Hálfdáns Helgasonar (er reyndar ekki áskrifandi, en fæ það oft áframsent) og þar tekur Hálfdán þessa sögu fyrir og gerir það listavel og skemmtilega, en fréttabréf hans eru vel unnin og gleðja alla þá sem hafa áhuga á ættfræði og þá sérstaklega vesturförum Íslendinga.
Vefur Hálfdáns Helgasonar, er www.halfdan.is og ef lesendur vilja fara beint í nýjasta fréttabréfið er það hér.
Bókina má sjá hér.
24.11.2006 | 16:15
Lyf og listir
Það má að mörgu leiti taka undir þessa gagnrýni, en eins og ég hef áður bloggað um er hætta á að sívaxandi þrýstingur verði að færa eitt eða annað um þrep í virðisaukaskattskerfinu.
Það má til sanns vegar færa að best sé að hafa eingöngu eitt þrep, þannig sé kerfið einfaldast, skilvvirkast og minnst hætta á undanskotum.
En þegar byrjað er að hrófla við kerfinu er eðlilegt að það vakni ýmsar spurningar.
Til dæmis, hvort er mikilvægara fyrir almenning, lyf eða listir?
Furða sig á að virðisaukaskattur á lyfjum sé ekki lækkaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2006 | 18:54
Það er sem sagt ekki allt í kalda koli?
Það er svolítið merkilegt að þegar ég fylgist með fréttum frá "landinu bláa", en er ekki lengur staddur þar sjálfur, fæ ég oft á tilfinninguna að þar sé allt í kalda koli, þar sé vá fyrir dyrum, þar sé hrun yfirvofandi, þar sé lýðræði fótum troðið, þar sé svo mikil spilling að landið sé á heljarþröm.
Sem betur fer á ég þó vini og kunningja sem fullvissa mig um hið gagnstæða, bæði í símtölum, netspjalli og tölvupóstum. Þau skipti sem ég hef komið í "heim í heiðardalinn" hefur sömuleiðis blasað við mér samfélag á hraðri uppleið, hröð uppbygging, aukin velmegun og nokkuð blómlegt þjóðfélag.
Reglulega má svo sjá niðurstöður erlendra rannsókna sem segja Ísland eitt af þeim löndum sem best er að búa í, þar sé spilling hverfandi og hér til hliðar má svo sjá að lýðræði er talið standa hvað sterkustum fótum þar.
En reglulega má lesa yfirlýsingar frá samtökum s.s. Þjóðarhreyfingunni (ég hef ekki heyrt öllu "Orwellískara nafn yfir það sem virðist vera fámennur klúbbur óánægðra einstaklinga), hinum ýmsu sérhagsmunasamtökum, sjálfskipuðum "mannréttindastofum" og þar fram eftir götunum, þar sem allt virðist stefna lóðbeint til glötunar, sérstaklega ef ekki verði farið að þeim tillögum sem þessir hópar setja fram.
Hvernig stendur á því að erlendar rannsóknarstofnanir og ýmsir hópar heimamanna hafa svona ólíka sýn á ástand mála?
Getur það verið vegna þess að erlendu rannsóknaraðilarnir hafa engan pólítískan metnað á Íslandi? Eða getur það verið að það spili inn í að þeir eru ekki að leita eftir að Íslenska ríkið fjármagni eitt af neitt af áhugaefnum sínum? Eða spilar það stóra rullu að þeir eru ekki að leitast við að fá kjósendur til að gefa þeim atkvæði sitt í næstu kosningum?
Eða hafa þessir útlendingar ekki hundsvit á Íslenskum málefnum? Skilja þeir ekki sérstöðu Íslands?
Lýðræði næstmest á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrirsögnin hér að ofan er ekki sönn, hún á ekki við nein rök að styðjast, alla vegna ekki það ég veit best. En þeim vex þó stöðugt fiskur um hrygg sem vilja banna slátrun hrossa til kjötneyslu.
Hreyfingin sem berst fyrir þessu mun vera sterkust í Bandaríkjunum, flestir telja hana upprunna í Kalíforníu, en margir vilja auðvitað flytja þessa framtíðarsýn sinna til annara landa, enda hross alls staðar hross, ef svo má að orðið komast.
Ekki verður hjá því komist að skipa starfshóp á Íslandi um hvernig eigi að bregðast við þessari ógn og ekki væri úr vegi að setja nokkur hundruð milljónir í landkynningu og til að kynna gildi hrossakjötsáts. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, enda hafa útlendingar margir dálæti á íslenska hestinum, dást að þeim er þeir keyra um landið og þúsundir komast í snertingu við íslenska hesta þegar þeir kaupa sér reiðtúra, en fjöldi íslenskra fyrirtækja starfa á þeim vettvangi og má rétt ímynda sér þá vá sem þeim er búin ef hrossakjötsáti fer ekki að linna á Íslandi.
Þegar hafa stórstjörnur eins og Willie Nelson og Bo Derek tekið hrossin upp á arma sína og mun án efa fleiri stjörnur leggja þessu máli lið.
Því má svo bæta við að svín ku vera ákaflega greind dýr og hefur frést af nokkrum stórstjörnum sem halda þau sem gæludýr.
Ég hef safnað saman nokkrum fréttum af þessu máli, sem finna má hér, hér, hér og hér.
Að lokum, í fréttinni sem er áföst þessari bloggfærslu kemur fram að japönsk skip hafi lagt úr höfn til að veiða 850 hrefnur og 10 langreyðar, allt í nafni vísindanna. Hefur eitthvað heyrst af því að alemenningur í Bretlandi, Bandaríkjunum, nú eða Evrópusambandinu ætli sér að sniðganga japanskar vörur, eða beita sér fyrir herferð þar að lútandi?
Japanski hvalveiðiflotinn heldur til veiða á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |