Færsluflokkur: Menning og listir

Meira af afneitun

Ég bloggaði í gær um ráðstefnu þá sem haldin var í Íran og snerist að stóru leyti um afneitun Helfararinnar.

Ég rakst síðan á í dag, fína grein eftir Ayaan Hirsi Ali á vef Interational Herald Tribune.  Það er óhætt að hvetja alla sem áhuga hafa fyrir efninu til að lesa greinina, enda persónulegar reynslusögur gott innlegg í umræðuna.  Ali hefur verið óhrædd við að gagnrýna trúbræður sína og systur, og hefur verið hundelt fyrir.

En grípum niður í greinina:

"I told my half-sister all this and showed her the pictures in my history book. What she said shocked me more than the awful information in my book.

With great conviction my half-sister cried: "It's a lie! Jews have a way of blinding people. They were not killed, gassed nor massacred. But I pray to Allah that one day all the Jews in the world will be destroyed."

My 21-year-old sister did not say anything new. My shock was partly at her reaction in the light of so much evidence and partly because of the genocides of our own time.

Growing up as a child in Saudi Arabia, I remember my teachers, my mom and our neighbors telling us practically on a daily basis that Jews were evil, the sworn enemies of Muslims who's only goal was to destroy Islam. We were never informed about the Holocaust.

Later in Kenya, as a teenager, when Saudi and other Gulf philanthropy reached us in Africa, I remember that the building of mosques and donations to hospitals and the poor went hand in hand with the cursing of Jews. Jews were said to be responsible for the deaths of babies, epidemics like AIDS, for the cause of wars. They were greedy and would do absolutely anything to kill us Muslims. And if we ever wanted to know peace and stability we would have to destroy them before they would wipe us out. For those of us who were not in a position to take arms against the Jews it was enough for us to cup our hands, raise our eyes heavenward and pray to Allah to destroy them.

Western leaders today who say they are shocked by the conference of President Mahmoud Ahmadinejad of Iran denying the Holocaust need to wake up to that reality. For the majority of Muslims in the world the Holocaust is not a major historical event they deny; they simply do not know because they were never informed. Worse, most of us are groomed to wish for a Holocaust of Jews."

"I cannot help but wonder: Why is there no counter-conference in Riyadh, Cairo, Lahore, Khartoum or Jakarta condemning Ahmadinejad? Why is the Organization of the Islamic Conference silent on this?

Could the answer be as simple as it is horrifying: For generations the leaders of these so-called Muslim countries have been spoon-feeding their populations a constant diet of propaganda similar to the one that generations of Germans (and other Europeans) were fed that Jews are vermin and should be dealt with as such. In Europe, the logical conclusion was the Holocaust. If Ahmadinejad has his way, he will not wait for compliant Muslims ready to act on his wish."

Greinina í heild má finna hér.

 

 


Fucking - ekki svona hratt

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_fucking_nicht_so_schnell.jpg

Þegar ég las þessa frétt kom mér í hug bær í Austurríki, en myndir af bæjarskiltum hans hafa farið marga hringi á netinu.  Það getur verið erfitt að búa í bæjum með skrýtnum nöfnum, og hefur það einnig í för með sér aukna glæpi, í því formi að óprúttnir aðilar fá mikla löngun til að stela skiltum með nöfnum bæjarins.

Ég er auðvitað að tala um bæinn Fucking, en þar hafa menn stundum viljað skipta um nafn, en hitt er þó líklegra að nafnið hafi í för með sér aukinn ferðamannastraum.

Uppruni nafnsin, alla vegna ef marka má Wikipediu, er frá manni að nafn Focko, og þýðir fólkið hans Fockos. 

Hér er svo einnig smá fróðleikur.


mbl.is Íbúar vilja breyta dónalegu bæjarnafni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrás jólaveinanna

Útrás jólasveinanna hefur orðið vart hér í Kanada.  Það er morgunljóst að "Foringinn" fékk í fyrsta sinn á ævinni í skóinn í morgun, og þótti það ekki með öllu ónýtt.

Það er því ljóst að markaðsvæði Stekkjastaurs hefur tognað verulega og alþjóðlegt yfirbragð er komið á "reksturinn", enda var litla bókin sem lá í skó drengsins í morgun á Eistnesku.

Hvernig þeim á eftir að vegna í samkeppninni við Sankti Kláus og hina Eistnesku "jólaálfa", eða  "Pakkapikku" sem keppa um markaðinn hér á heimilinu á eftir að koma í ljós. 

Staðan er þó Íslendingunum hagstæð um þessar mundir, þeir hafa samið um einkarétt á skógjöfum, en "Pakkapikkúarnir" hafa tekið yfir súkkulaðimánaðardaginn og líklegast er að jólagjafir verði á einhvern hátt "joint venture", en samningar þar að lútandi eru vel á veg komnir, en eftir á þó að ganga frá ýmsum lausum endum.


mbl.is Stekkjastaur kom fyrstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

´Tis the season to be jolly - Spakmæli dagsins

Ég fékk þetta spakmæli sent í póstinum í dag.  Það á enda afar vel við nú í skammdeginu þegar farið er að kólna.  Einfalt að útbúa og uppfyllir flestar þarfir.

Það er aðeins Irish Coffee, sem inniheldur í einu glasi alla fjóra mikilvægustu fæðuhópana, áfengi, koffín, sykur og fitu.

                                                                    Alex Levine (hver sem það nú var eða er)


Hættum þessu rugli.

Það er löngu tímabært að leggja þessa nefnd niður. Kominn tími til þess að hætta þessu rugli.

Þó að mér þyki ákaflega vænt um Íslenska nafnahefð og hafi lagt mig fram við það að viðhalda henni hér í Vesturheimi, mín börn eru Tómasarbörn, en það þýðir ekkert að ætla að varðveita einhverja hefð, gegn vilja landsmanna.

Þess vegna á að gefa notkun ættarnafna frjálsa, ef Íslendingar hafa almennt ekki áhuga á að viðhalda hefðinni, á ekki að neyða þá til þess.  Það er fullt af fólki með ættarnöfn á Íslandi (það má finna þó nokkur til dæmis á Alþingi) og því ekki ástæða til að meina fólki að taka slík nöfn upp.

Skírnarnöfn eru svo annar skrítinn kapítuli, auðvitað á að gefa val á nöfnum alveg frjálst.

Ekki myndi ég skíra mín börn, Mosa eða Sveu, en það þýðir ekki að það sé hin eina rétta skoðun í málinu.  Almenningur verður að fá að ráða þessu sjálfur.

Nafnið Kjarrval (ekkert skylt Kjarval) er vel þekkt í minni fjölskyldu og bera þó nokkrir einstaklingar það nafn.  Þýðir það að þær fjölskyldur þar sem nafnið er þekkt, fá "einkarétt" á nafninu, þar sem það er ekki fært í mannanafnaskrá?

Einn besti vinur minn heitir Aðils að millinafni, og hefur gert það frá því að ég kynntist honum og líklega nokkuð lengur, er það ekki fullgilt nafn?

Leggjum mannanafnanefnd niður, afnemum lög um mannanöfn og takmarkanir á eftirnöfnum, gerum nafnabreytingar eins auðveldar og hugsast getur (það er jú kennitalan sem gildir) og leyfum almenningi að ráða.

 


mbl.is Nöfnin Malm og Aðils fengu ekki samþykki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmargir miðlar

Eins og frem hefur komið í fréttum og ég reyndar bloggaði um fyrir stuttu, er komin ný alþjóðleg fréttarás, þar sem litið er á fréttirnar frá Frönskum sjónarhóli.  Rásin er samvinnuverkefni Group TF1 og Franska ríkissjónvarpsins og kemur Franska ríkið til með að borga brúsann, svona alla vegna að mestu leyti.

En það hefur fjölgað alþjóðlegu fréttarásunum og er jafnvel útlit fyrir að svo verði frekar.  Allir þekkja CNN og BBC, nú hefur eins og áður sagði France24 (þessi rás er sögð hafa verið sérstakt áhugamál Chirac forseta og hefur ýmist verið kölluð "Chirac TV" "Jaques TV" eða "Not The English News") bæst í hópinn og sömuleiðis alþjóðleg rás Al Jazeera.  Fyrir u.þ.b. ári byrjaðu Rússar að senda út alþjóðlega fréttarás, Russia Today en hún hefur ekki vakið mikla athygli og þykir hlutdræg.

Iran er sagt vera að undirbúa fréttarás, sem yrði kölluð "Press" og Kínversk stjórnvöld eru sömuleiðis sögð vera að hugleiða að setja á stofn rás.  Verða ekki allir að eiga eina?  Sömuleiðis eru víst einhverjar þreifingar um að setja á sérstaka fréttarás fyrir Afríku, én fjármögnun mun víst vera meira vandamál þar.

Sömuleiðis berast svo fréttir af mikilli útþennslu á Íslenskum fjölmiðlamarkaði, þó þar sé þennslan einskorðuð við prentmarkaðinn.  Ljósvakamarkaðurinn þykir varla árennilegur þar.

En nýtt vikublað, og líklega tvö ný dagblöð (þó að þau að einhverju marki byggi á gömlum grunni) er ekki lítil viðbót fyrir þjóð sem eingöngu telur u.þ.b. 300.000.

Það er nokkuð merkilegt að þetta skuli allt vera að gerast í einu, en líklega þykir mörgum að einhver "eyða" sé á markaðnum, en ólíklegt verður að teljast að öll áform gangi upp.

Það er þó ljóst að nýju alþjóðlegu fréttarásunum er ekki ætlað að skila hagnaði, þeim er ætlað að skila áhrifum.  Hvað Íslensku miðlana varðar, þá veit ég minna um það, en líklega er þeim þó ætlað hvoru tveggja.  Það hafa líklega fáir hug á því að borga lengi með blöðum á Íslenskum markaði, en það hafa  fáir efnast á blaðaútgáfu á Íslandi, en það er ekki hægt að neita því að útgáfunni geta fylgt áhrif.

 
mbl.is Viðskiptablaðið fimm sinnum í viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af blæjum

Þó nokkuð hefur verið rætt um blæjur, notkun þeirra, hvort eigi að banna þær eða hvort þetta sé einfaldlega þægilegur og þjóðlegur klæðnaður fyrir ákveðinn hluta jarðarbúa.

Persónulega verð ég að segja að ég er ekki yfir mig hrifinn af þessum klæðnaði, en ég hef aldrei verið talinn neitt "átoritet" hvað tísku eða klæðnað snertir.  En mér finnst út í hött að banna eigi einhvern klæðnað, eða klæðaleysi ef út í það er farið.  Það er rétt að hver hafi sína hentisemi í þessum efnum.

En auðvitað verðum við að gera okkur grein fyrir því að þetta getur valdið ákveðnum vandræðum og ennfremur þurfum við að velta okkur fyrir því hvort ekki sé réttlætanlegt að banna "blæjuklæðnað" undir einhverjum kringumstæðum.

Það koma til dæmis upp ýmsar aðstæður í vestrænum löndum, sem eru ekki vandamál í upprunalöndum "blæjuklæðnarins".  Væri til dæmis ekki réttlætanlegt að banna "blæjuklæðnað" við stjórn ökutækja?  Í það minnsta sumar tegundir "blæjuklæðnaðar" skerða sjónsvið þess sem klæðist honum.

Hvernig brygðumst við við, ef við heyrum að "blæjuklæddum" einstaklingi væri neitað um afgreiðlu í verslun, þegar hún vildi borga með kredit eða debetkorti?  Myndir á þessum kortum eru ekki bara til að sýna hvað við lítum vel út, heldur gegna líka hlutverki öryggis sem persónuskilríki.  Væri hægt að leyfa blæjuklæddum einstaklingi að taka fé út af bankareikningi?

Væri rétt að neita "blæjuklæddum" einstaklingum um að kaupa til dæmis tóbak eða áfengi, þar sem ekki væri hægt að taka mark á persónuskilríkjum?

Hvaða reglur ættu að gilda hvað varðar lögreglu?  Hvenær gæti lögregla krafist þess að blæjan verði tekin niður og hvernig ætti að standa að því?

Sjálfsagt má ímynda sér fleiri kringumstæður þar sem "blæjuklæðnaður" getur valdið vandræðum, en auðvitað þarf fyrst og fremst að reyna að ræða málin áður en þau verða að vandræðum.


mbl.is Kona með blæju mun flytja jólaávarp Channel 4
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En auðvitað er þetta RUV að kenna

Ég hef fylgst með nokkurri undrun með þróun umræðu um RUV, veru þess á auglýsingamarkaði og stöðu samkeppnisaðila þeirra.

Hver þingmaðurinn og ráðherrann á fætur öðrum eru teknir í viðtöl í hinum ýmsu þáttum Stöðvar 2, og barið á þeim varðandi RUV, þannig að tilfinningin sem áhorfendur fá, er að RUV sé hreinlega að drepa alla keppinauta sína, mest aðkallandi sé að koma því af auglýsingamarkaði.  Stöð 2 og 365 veldið allt geti hreinlega ekki keppt við "Risann" og því sé viðvarandi taprekstur á fyrirtækinu og ekki gæti hreinlega stefnt í þrot.

Ég er reyndar þeirrar skoðunar að best færi á að selja RUV, en það er önnur saga sem ég blogga ef til vill um síðar, en ég kaupi samt ekki þessar röksemdafærslur að RUV sé stærsta ógnin sem standi að öðrum ljósvakamiðlum.

Nefnum nokkur dæmi.

Það er farið í risafjárfestingu, startað nýrri fréttastöð.  Til verksins er fenginn fréttamaður sem stuttu áður hafði hrakist úr starfi vegna ónákvæmni í vinnubrögðum og að því er hægt var að álíta, að láta tilganginn helga meðulin.  Tilraunin var skammvinn, fréttastöðin var lögð niður en líklega tapaði fyrirtækið hundruðum milljóna króna.  Þá geri ég ekki einu sinni tilraun til þess að verðmeta trúverðugleikatapið sem stöðin olli fyrirtækinu.

En það er auðvitað RUV að kenna að illa gengur að ná endum saman.

Það er keypt prentsmiðja í Bretlandi. Síðan á að selja hana nokkrum mánuðum síðar.  Líklega með hundruð milljóna tapi, ef ekki milljarða.

En það er auðvitað RUV að kenna að illa gengur að ná endum saman.

Það er startað nýrri sjónvarpsstöð, sem sendir út frítt. Eftir því sem mér hefur skilist þá skilar hún litlu í kassann og hefur jafnvel verið rekin með tapi.  Hún heggur að öllum líkindum skarð í bæði áskrifendur, áhorf og auglýsingasölu á Stöð 2.

En það er auðvitað RUV að kenna að illa gengur að ná endum saman.

Í uppboði gegn annari frjálsri sjónvarpsstöð er verð á Enska boltanum keyrt upp úr öllu valdi.  Margir efast um að mögulegt verði að láta það dæmi skila hagnaði.

En það er auðvitað RUV að kenna að illa gengur að ná endum saman.

Það er keypt tölvufyrirtæki á því sem margir telja uppsprengt verð (allt betra en að keppinauturinn kaupi fyrirtækið), útlit er fyrir að tap á því ævintýri kosti stórar upphæðir.

En það er auðvitað RUV að kenna að illa gengur að ná endum saman.

Staðreyndin er sú að vissulega nýtur RUV forskots, ríkisfyrirtæki gera það öllu jafna.  Þó ekki meira forskots heldur en að vitað var þegar 365 (eða öll þau fyrirtæki sem eru fyrirrennarar þess) var sett á laggirnar. 

Vandi 365 er fyrst og fremst sjálfskaparvíti.

Það eru teknar rangar ákvarðanir, boginn spenntur allt of djarft, allt of mikið fé sett í óraunhæfar hugmyndir og í hendur manna sem ekki kunna með það að fara.

En auðvitað er það RUV að kenna að illa gengur að ná endum saman.

Mín skoðun er að Dagsbrúnar/365 fólki myndi gefast betur að líta í eigin rann, og vinna út frá því sjónarmiði, að örlög þeirra séu í þeirra eigin höndum, en stjórnist ekki af því hvað gert verður eða ekki gert við keppinautinn með lagasetningum.

Ég man þá tíð að bæði fréttastofa Stöðvar 2 og Sjónvarpsins voru með um og yfir 40% áhorf, og Stöð 2 hafði jafnvel heldur betur á stundum.

En hvernig er staðan nú?  Fréttastofa NFS/Stöðvar 2 var síðast þegar ég vissi (í sumar) hálfdrættingur á við fréttstofu Sjónvarpsins, og náði ekki nema rétt ríflega 20% áhorfi, á meðan Sjónvarpið er rétt undir 40%.

Fréttastofa NFS/Stöðvar 2 hefur sem sagt tapað u.þ.b. helmingi af áhorfi sínu á fáum árum.

Það þarf ábyggilega meira en þá "andlitslyftingu" sem fréttirnar hafa nú nýverið fengið.  Ég held að það þurfi að stokka þær upp frá grunni og leggja áherslu á það að segja fréttir, það er ekki tilgangur fréttastofa að fella ríkisstjórnir, til þess fara menn í framboð.  Það þarf sömuleiðis að ritstýra fréttum með þeim hætti að ekki sé um hagsmunatengsl að ræða hvað varðar fréttamanninn og þeirra persónulega skoðun skíni ekki í gegn.

Ekkert er mikilvægara fyrir Stöð 2 en fréttastofan, að hún sé trúverðug, njóti trausts og byggi upp áhorf.  Fréttirnar eru grunnurinn að því að stöðin sé öflug. 

Njóti fréttastofan ekki trausts, nýtur sjónvarpsstöðin ekki trausts.


Heimurinn með augum Frakka

Þetta er auðvitað ágætis viðbót, sem að Chirac lætur Franska skattborgara greiða fyrir okkur hin. 

Þetta er áhugaverð tilraun, að leggja áherslu á útsendingar á netinu og sýnir hvað hlutirnir hafa breyst og hverju háhraðatengingar breyta landslaginu bæði á netinu og í fjölmiðlun almennt.  Þó verður stöðin einnig send út um gervihnetti og mun sjást á kapalrásum og nást á loftnet víða um heim.

Sjá nánari upplýsingar um stöðina á Wikipedia.

Ég trúi því þó varla þeim upplýsingum sem koma fram Wikipedia, að "budgetið" eigi ekki að vera nema 80 milljónir Evra á ári, ekki nema um 7400 milljónir ISK.  Ég held að það hljóti að vera rangar upplýsingar.

"Setuppið" er velþekkt, fréttalesari fyrir sitjandi fyrir framan glervegg, þar sem sjá má fréttamenn að störfum og hlaupa fram og til baka.  Þetta virðist eiga að vera 3. rásir, ensk, frönsk og arabísk, en þó virtist enska rásin og sú arabíska vera samkeyrðar á ensku þegar ég skoðaði málið. Mér skilst að arabíska rásin eigi að byrja útsendingar á næsta ári.

Vefsíðan kemur ekki upp í fullri útgáfu fyrr en á morgun, en útsendingar eru þegar hafnar.

Þó að sumir fréttaþulirnir tali enskuna með full miklum frönskum hreim, er þetta fín víðbót í flóruna.

Vefsíðan er:  http://www.france24.com 

 


mbl.is Ný alþjóðleg sjónvarpsfréttastöð hefur útsendingar frá Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súludans án virðisaukaskatts. Stéttin stendur höllum fæti á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin!

Þegar ég heimsótti vefsíður Times, nú sem oftar vakti frétt um Norska súludansstaði nokkra athygli mína.  Þarlendir dómsstólar hafa víst nýverið úrskurðað að súludans skuli njóta skattfríðinda til jafns við aðrar listgreinar.

Það má því líklega svo notaður sé vinsæll "frasi", segja að súludansarar njóti ekki sömu stöðu og "kollegar" þeirra í nágrannalöndunum.  Nú vantar bara ábyrga frétta og stjórnmálamenn til að taka málið upp.

Eða eins og segir í fréttinni:

"Striptease, the tantalising dance pioneered by Salome in the Old Testament, is an art form that ranks with opera and ballet, according to a Norwegian court. As a result, strip clubs will be freed from paying the country’s hefty 25 per cent VAT.

The ruling has been a triumph for the young women of the Diamond GoGo Bar in Oslo who had complained that they were being disadvantaged compared to tax-free sword swallowers and stand-up comics.

The last straw came when they heard that tickets for the Chippendales, a male strip act, were exempt from Value Added Tax because of their artistic merit. The Norwegian Council for the Equality of the Sexes took up the strippers’ cause."

"The case has been bouncing back and forth between the courts after a district court ruled in favour of the strip club in May 2005. The state of Norway appealed to the High Court - and this week lost again.

"Striptease, in the way it is practised in this case, is a form of dance combined with acting," said the judges who ruled on the matter, thereby comparing the act to other stage performances which are exempt from VAT.

The Norwegian state is considering whether to take the matter to the Supreme Court.

It was not clear whether the three judges had conducted field research before reaching their verdict. Certainly they made a clear distinction between "banal and vulgar" striptease - in which there is physical contact between dancers and the audience - and artistic dance. "

Fréttina má finna hér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband