Færsluflokkur: Fjölmiðlar
31.10.2015 | 19:14
Allt dýrara á Íslandi miðað við höfðatölu?
Í umræðum um Ríkisútvarpið undanfarna daga hefur oft mátt sjá þá röksemd að eðililegt sé að rekstur slíkrar stofnunar kosti mun meira per íbúa á Íslandi en hjá stærri þjóðum.
Í sjálfu sér er ekki hægt að bera á móti því að ýmis rök styðja við slíkar fyllyrðingar.
Líklega mætti þá segja að býsna margt annað ætti að vera mun dýrara á íbúa á Íslandi en í fjölmennari löndum.
Líklega er sínfónían dýrari á hvern íbúa, listasöfn sömuleiðis, Þjóðleikhúsið, íþróttaiðkun, vegakerfið, heilbrigðiskerfið og svo mætti eflaust lengi áfram telja.
Sannleikurinn er þó líklega sá að svo er í sumum tilfellum, en öðrum ekki.
Það liggur í hlutarins eðli að oftast nær geta Íslendingar ekki leyft sér meira en að eyða svipuðu hlutfalli af þjóðartekjum, eða skatttekjum og aðrar þjóðir til sambærilegra hluta.
Það blasir við að ef flestir hlutir væru dýrari á hvern íbúa en hjá öðrum þjóðum, væru lífskjör Íslendinga verulega slakari en þekkist annars staðar, því þó að þjóðartekjur á einstaklinga séu með ágætum á Íslandi, skara þær á engan hátt fram úr.
Það liggur því í hlutarins eðli að íslendingar verða að sníða sér stakk eftir vexti. Flestum þætti líklega eðlilegt að slíkt snið næði jafnt yfir Ríkisútvarpið og aðra starfsemi.
En vissulega má deila um það eins og flest annað. Það er einmitt það sem er verið að gera þessa dagana og getur varla talist óeðlilegt.
Ríkisútvarpið er að mörgu leyti merkileg stofnun, en flokkast þó ekki undir grundvallarþjónustu ríkisins, eða þá mikilvægustu, alla vegna ekki í mínum huga.
14.5.2015 | 05:09
Fjölmiðlastjórnmálamenn, gjafir, boðsferðir og bitlingar
Það er merkilegt að lesa að til séu fjölmiðlamenn sem eru þess fullvissir að þeir séu fyllilega þess umkomnir að skilja á milli þjónustuhlutverks síns við almenning og þess einstaklings sem í krafti stöðu sinnar og atvinnu þiggur gjafir og/eða bitlinga frá fyrirtækjum og alþjóðlegum samtökum eða ríkjasamböndum.
Þeir eru þess fullvissir um að slíkt hafi ekki áhrif á umfjöllun sínar.
Á sama tíma eru jafnvel þeir fjölmiðlar sem viðkomandi starfa hjá, önnum kafnir við að birta fréttir um óeðlileg tengsl stjórnmálamanna við einkafyrirtæki, sem geri þeim greiða eða þeir hafi þegið frá þeim gjafir eða hlunnindi.
Fjölmiðlarnir álíta að stjórnmálamennirnir geti trauðla varist að láta slíkt hafa áhrif á gjörðir sínar.
Það er varla hægt að álykta á annan hátt en að fjölmiðlamennirnir álíti sig umtalsvert sterkari á hinu siðferðislega svelli en stjórnmálamenn séu.
Það ef til vill skýrir að hluta til, hve algengt er að fjömiðlamenn sækist eftir því að gerast stjórnmálamenn. Þeir gera sér grein fyrir því að þar er þörf fyrir siðferðislega sterka einstaklinga.
Sem aftur leiðir hugann að því að flestir fjölmiðlamenn eru gjarnan þeirrar skoðunar að eigendur viðkomandi fjölmiðils hafi engin áhrif á efnistök viðkomandi fjölmiðils, alla vegna þangað til þeir eru hættir störfum á viðkomandi fjölmiðli.
P.S. Skyldi enginn fyrirtækiseigandi eða aðrir hagsmunaaðilar hafa komist að því að slíkar boðsferðir eru jafn áhrifaríkar og að henda peningunum sínum út um gluggann?
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 05:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2015 | 18:20
Stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn og hagsmunir
Mér er það til efs að meiri "tilfærslur" séu á milli annara stétta en stjórnmálamanna og fjölmiðlamanna, nema ef væri á milli fjölmiðlamanna og almannatengla og ráðgjafa.
Og það leiðir hugann að kröfum sem réttilega gerast æ háværari um að "allt sé upp á borðum" og tengls og "hagsmunir" séu sýnirlegir.
Slíkar kröfur eru heyrast eðlilega oftast um stjórnmálamenn, en er ef til vill eðlilegt að þær séu víðtækari?
Hvað til dæmis um sjálft fjórða valdið, starfsfólk fjölmiðla?
Er ástæða til að gera frekari kröfur um að upplýst sé um hagsmunatengsl þess og tengingar?
Væri rétt að gera kröfu um að fjölmiðlar upplýsi um "feril" þeirra sem skrifa fréttir? Til dæmis hvort þeir hafi starfað í stjórnmálaflokkum, hvort þeir hafi verið eða séu félagar í þessu eða hinu félaginu, eað baráttusamtöku eða öðru slíku?
Væri æskilegt að slíkt birtist á heimasíðu hvers fjölmiðils í ítarlegum búningi, og jafnvel stuttlega í lok hverrar fréttar sem viðkomandi flytur eða skrifar?
Til dæmis eða í lok fréttar kæmi fram að viðkomandi blaðamaður hefði verið framskvæmdastjóri XXX samtaka árin...XXXX eða starfað með þessum eða hinum stjórnmálafloki eða verið t.d. formaður ungliðahreyfingar einhvers stjórnamálaflokksins?
Eða að þeir hafi starfað, eða starfi í frístundum fyrir einhver samtök?
Vissulega er ekki hægt að segja að almenningur eigi kröfu á slíku, nema ef til vill hjá Ríkisútvarpinu, þar sem hann borgar reikninginn hvort sem honum líkar betur eða verr, og hlutleysisskylda er til staðar.
En væri það ekki góð leið til að auka trúverðugleika fjölmiðla að slíkar upplýsingar væru aðgengilegar almenningi, hjá fjölmiðlunum sjálfum?
1.4.2015 | 15:04
Neikvæðar auglýsingar
Ég geri mér vel grein fyrir því að í fjölmiðlumhverfi samtímans er baráttan hörð. Þegar æ færri eru reiðubúnir til þess að greiða fyrir fjölmiðlanotkun, þá verður æ erfiðara fyrir þá að ná til fjármagn, til að veita þá þjónustu, sem við viljum þó svo gjarna njóta.
Ég er mikill notandi "ókeypis" fjölmiðla, bæði Íslenskra og annara.
Ég á auðvelt með að sætta mig við auglýsingar, því ég geri mér grein fyrir því að þær eru órjúfanlegur þáttur ókeypis miðla, og jafnvel þeirra sem þó krefjast áskriftargjalds.
En of ágengar og "ruddalegar" auglýsingar virka neikvætt, í það minnsta á mig, bæði fyrir auglýsenda og fjölmiðil.
Því eru vefir Vefpressunar komnir út af mínum fjölmiðlarúnt.
Ég þoli einfaldlega ekki auglýsingar sem spila síendurtekin skilaboð.
Það má þola þau einu sinni eða svo, en ekki meir.
Enn síður, fá slíkar auglýsingar fá mig til að skipta við viðkomandi fyrirtæki.
31.3.2015 | 12:43
Eru Danskir Sósíaldemókratar orðnir "öfgaflokkur"?
Þessi frétt á vef RUV vakti athygli mína. Þar segir að spennan í Dönskum stjórnmálum fari vaxandi, vegna þess að stjórnarflokkurinn, Sósíaldemókratar hafi unnið á í skoðanakönnunum.
Í fréttinni segir orðrétt:
Á þessu er aðeins ein skýring, segja danskir stjórnmálaskýrendur: Afgerandi og umdeild hægribeygja Helle Thorning Schmidt í málefnum innflytjenda. Á einum mánuði hefur flokkur hennar, Sósíaldemókratar, bætt við sig hálfu þriðja prósenti, fer úr tæpu 21% í 24,4%. Það nálgast að vera sama fylgi og flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Á sama tíma hefur Danski þjóðarflokkurinn, sem hvað harðast hamast á innflytjendum í Danaveldi, tapað 4,5% fylgi milli kannanna, fer úr 21,7% niður í 17,2%. Þetta telja fróðir menn enga tilviljun, og ef til vill má orða það þannig, að það séu ekki kjósendur sem hafa sveiflast til vinstri milli kannanna, heldur sósíaldemókratar sem hafa sveiflast til hægri. Það er hins vegar rétt að hafa í huga, að þetta er engu að síður töluvert meira fylgi en flokkurinn fékk í kosningunum 2011, þegar rúm 12% kjósenda greiddu honum atkvæði sitt.
Sem sé, Danskir Sósíaldemókratar eru að vinna á með harðari afstöðu sinni til innflytjenda.
Þetta rímar nokkuð við frétt sem birtist á Eyjunni fyrir rúmri viku, sem fjallaði um sama efni.
Sumir í Danmörku hafa ásakað Sósíaldemókrata um að sigla á "popuísk" mið og tala niður til innflytjenda og flóttamanna.
Aðrir segja að það sé orðin viðtekin skoðun í Danmörku að herða þurfi innflytjendalöggjöfina, og setja hælisleitendum þrengri skorður.
En á undanförnum mánuðum hefur umræða um "öfga" og "populíska" flokka verið vaxandi, ekki síst í Íslenskum fjölmiðlum og hefur RUV þar að mínu mati farið framarlega.
Skyldu áhorfendur, hlustendur og lesendur RUV, mega eiga von á því að Danskir Sósíaldemókratar verði hér eftir flokkaður sem "öfga" eða "popúlískur" flokkur?
Eða er það aðein gert með forskeytinu "hægri"?
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2015 | 14:05
Ódýr auglýsing sjónvarpsstöðvar?
Þegar ég sá fréttir um meintar efasemdir Árna Páls um "Sambandsaðild" Íslands, hugsaði ég með mér að lengi væri von á einum.
Mér þótti Árni Páll sýna óvenjulegt hugrekki með því að tala á þann veg sem fréttir hljóðuðu á, og allt kom mér þetta verulega á óvart.
En nú er þetta allt borið til baka.
Það kemur mér í sjálfu sér ekki mjög á óvart. Svona beygju taka formenn stjórnmálaflokka almennt ekki. Alla vegna ekki þeir sem eru að sækjast eftir endurkjöri. Stefnan er mörkuð af flokknum.
En þetta vakti áhuga minn og ég fór að reyna að finna eitthvað um viðtalið. Fann þennan stutta bút á YouTube.
Og það er ekki oft sem ég tek undir með Árna Páli Árnasyni (man ekki hvenær það var síðast) en ég geri það nú.
Þetta er fráleit túlkun á því sem kemur fram í þessum bút, en ég segi það með þeim fyrirvara að ég hef ekki séð viðtalið í heild.
Ef til vill var þetta aðeins hugsað sem ódýr auglýsing fyrir nýjan fjölmiðil, en ég verð að segja að slíkar aðferðir vekja ekki traust á miðlinum.
En þetta kom líka stjórnamálamanni sem hefur átt frekar erfitt uppdráttar aðeins í umræðuna, og röng umræða er betri en engin umræða, sérstaklega stuttu fyrir landsþing.
Fráleit útlegging á því sem ég sagði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2015 | 17:38
Hver afhenti hverjum hvað?
Það hefur all nokkuð verið fjallað um hnignun Íslenskra fjölmiðla. Mér sýnist þessi atburður og frásagnir af honum styðja það all nokkuð.
Persónulega verð ég að segja að ég tek undir með mbl.is hér. Hef alltaf heyrt af því að sendiherrar afhendi trúnaðarbréf sín, en ekki öfugt.
En all margir sem starfa hjá "fjórða valdinu", virðast ekki hafa vald á einu eða neinu, og allra síst á Íslenskri tungu, eða almennri skynsemi.
Það er vert að hafa það í huga þegar fjölmiðlar eru lesnir.
Geir hitti Obama í Hvíta húsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2015 | 05:51
Meiri "numb" fréttamennska
Ég bloggaði hér fyrir nokkur stuttlega um frétt sem byggði á "niðurstöðu" vefsíðunnar numbeo.com um gæði Íslensku heilbrigðisþjónustunnar.
En ég sá svo í gærdag að þá var komin frétt á vefsíðu Visis.is, sem var því sem næst samhljóða (það er ekki hægt annað en að velta því fyrir sér hvort að blaðamenn taka svona upp eftir hvor öðrum, eða hvort einhver sendir þetta út?)
Þá var fyrirsögnin að Ísland væri með 25. besta heilbrigðiskerfi í Evrópu, en það 67. á heimsvísu.
Eins og áður er fréttin byggði á vefsíðunni www.numbeo.com
Í fréttinni er ekkert minnst á hvernig vefsíðan kemst að þessari niðurstöðu, eða hvaða "rannsóknir" búa þar að baki. Sem ætti nú að vera lágmarks krafa í vandaðri fjölmiðlun. Ekki væri síðra ef blaðamaðurinn leitaði sér aðeins upplýsinga um slíkt sjálfur.
En þessi niðurstaða byggir á heimsóknum 24. einstaklinga á síðu Numbeo, á síðastliðnum 3. árum. Það gerir að meðaltali 8 einstaklinga á ári. Þó er ekki hægt að segja neitt um hvernig dreifingin er, þeir gætu hæglega allir hafa komið síðasta mánuðuðinn, nú eða þann fyrsta. Síðan segir að niðurstaðan sé byggð á "upplifunum" þeirra.
Með þessar "rannsóknarniðurstöður" segir Numbeo að Íslenska heilbrigðiskerfið sé það 25. besta í Evrópu og númer 67 í heiminum.
Og Vísir "lepur" þetta upp, án þess að útskýra fyrir lesendum hvernig þessi niðurstaða er fengin, eða gera nokkra tilraun til að segja hvað stendur að baki.
Ég held að flestir geri sér grein fyrir því að Íslenskst heilbrigðiskerfi hefur heldur sigið á undanförnum árum. En mér sýnist þó í fljótu bragði að það sé ekkert á við það "hrun" sem er að verða í gæðum á Íslenskum fjölmiðlum.
Mér finnst ekki trúlegt að þeir nái 25. sæti í Evrópu, hvað þá 67. sæti í heiminum, alla vegna ekki miðað við þessa frammistöðu.
Svona vinnubrögð ganga vel þegar skrifaðar eru fréttir af "rauða dreglinum", en persónulega finnst mér rétt að gera meiri kröfur þegar fréttirnar eru um heilbrigðiskerfi.
Ég læt að lokum fylgja hér með tvær fréttir sem ég rakst sömuleiðis á í gær, frá tveimur mismunandi fjölmiðlum, um tvö mismunandi heilbrigðiskerfi í Evrópu.
Úr New York Times um það Gríska.
Og úr The Telegraph um það Breska.
P.S. Myndin er skjáskot af vef Numbeo og rauðu undirstrikanirnar eru mínar.
7.2.2015 | 10:23
Hvað skyldi þurfa marga í að fylgjast með sjónvarpsdagskrám?
Þetta er ágætis dæmi um á hvaða leið "eftirlitssamfélagið" er. Ég velti því fyrir mér hvað margir skyldu vinna við að að horfa á allt sjónvarpsefni sem sýnt er á Íslandi?
Því varla byggir virðuleg nefnd eins og fjölmiðlanefnd úrskurði sína og aðfinnslur eftir sögusögnum? Það hljóta einhverjar að fylgjast með.
Því t.d. kvikmyndaheimurinn er með þeim ósköpum gerðum að oft eru til margar mismundandi "útgáfur" af sömu kvikmyndinni.
Þær eru klipptar "sundur og saman", einmitt til að þóknast mismundandi markaðssvæðum. Svo koma til sögunnar "leikstjóra klippingar" og annað því um líkt.
Jafnvel hafa sumar kvikmyndir verið boðnar í svokölluðum "uncut" útgáfum.
Það hlýtur því að vera ærinn starfi að fylgjast með því sem er í boði á sífjölgandi sjónvarpsrásum.
Hvort að fjölmiðlanefnd hafi svo í huga að gera eitthvað í þeim sívaxandi fjölda kvikmynda á erlendum rásum, sem ná má á Íslandi, hlýtur að vera áleitin spurning.
En það er augljóst að það þarf að gera eitthvað við síbrotaaðila eins og RUV.
Ég legg til að sem fyrsta refsing, þá verði stofnunin svipt útsendarleyfi á fimmtudögum. Láti hún sér ekki segjast, væri hægt að taka af henni starfsleyfi í júlí á hverju ári, uns hún hefur sýnt brotalausa starfsemi í 3. ár.
Ef það dugar ekki, væri reynandi að skylda hana til að senda aðeins út í svart/hvítu.
Stefnir í annað brot hjá RÚV? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2015 | 17:42
"Numb" fréttamennska?
Það vakti athygli mína að sjá Íslenskan fréttamiðil, birta frétt um að heilbrigðisþjónusta á Íslandi væri í 67. sæti í heimsvísu.
Síðan þegar ég las fréttina sá ég að fréttin byggði á vefsíðunnin www.numbeo.com.
Svo vildi til að daginn áður hafði ég fengið í tölvupósti hlekk á síðu sama fyrirtækis, sem átti að sína hvað dýrt er að lifa á Íslandi.
Skemmst er frá því að segja að vinnsluaðferðir sem upplýsingar síðunnar byggja á standast enga skoðun. Það er meira byggt á tilviljunum en nokkru öðru.
Það er ekki hægt annað en að velta því fyrir sér hvað fjölmiðlum gengur til að byggja fréttir á heimildum sem þessum, án þess að útskýra frekar hvernig gagnaöflunin er.
Og hvort að það er tilviljun, að síðan virðist allt í einu "dúkka" upp í umræðunni, er auðvitað vert að velta fyrir sér.
Auðvitað liggur á ýmsum þungt að sýna fram á að Ísland sé "ónýtt". Svona fréttir virka vel í þeim tilgangi, sérstaklega á þá sem lesa aðeins fyrirsagnirnar, sem rannsóknir sýna að eru furðu margir oft á tíðum.