Færsluflokkur: Fjölmiðlar
4.9.2016 | 17:34
Skrýtin og illa skrifuð frétt
Því miður er allt of mikið um fréttir álika þessari, sem þessi færsla er hengd við, í íslenskum fjölmiðlum.
Ég get ekki séð annað en að megintexti hennar sé beinlínis rangur, og í þokkabót skína fordómar þess sem hana skrifar í gegnum textann.
Það er ekki að undra að enginn skuli vera skrifaður fyrir fréttinni.
Bakslag fyrir Merkel
Þýski þjóðernisflokkurinn Annar kostur fyrir Þýskaland eða Alternativ für Deutschland (AfD) náði öðru sæti í fylkiskosningum í Mecklenburg-Vorpommern í norðausturhluta Þýskalands og fór þar með upp fyrir Kristilega demókrata, flokk Angelu Merkel kanslara.
Flokkurinn leggur áherslu á andúð á flóttamönnum og hefur gagnrýnt frjálslynda stefnu Merkel í málefnum flóttafólks.
Í kosningunum hlaut AfD 21% kosningu en þetta er í fyrsta skiptið sem flokkurinn býður fram til fylkisþings í Mecklenburg-Vorpommern. Kristilegir demókratar fengu 19%, en sósíaldemókrataflokkurinn SDP fékk sem áður flest atkvæði og var með 30% fylgi.
Hvergi annars staðar en á mbl.is, hef ég séð fullyrt um úrslit kosninganna í Meclenburg-Vorpommern, heldur hefur alls staðar annars staðar verið talað um útgönguspár.
Þannig hljóðar frétt BBC um sömu kosningar, en hún birtist á vef þess fyrir rúmlega 20 mínútum (þegar þessi færsla er skrifuð):
Angela Merkel's ruling CDU party has been beaten into third place by an anti-immigrant and anti-Islam party in elections in a north-eastern German state, TV exit polls suggest.
The Alternative fuer Deutschland (AfD) party took 21% of the vote behind the centre-left SPD's 30.5%.
The German chancellor's CDU was supported by only 19% of those who voted, according to the exit polls.
The vote was seen as a key test before German parliamentary elections in 2017.
Before the vote in Mecklenburg-West Pomerania, all of Germany's other parties ruled out forming a governing coalition with the AfD.
However, the party's strong showing could weaken Mrs Merkel ahead of the national elections next year.
Mecklenburg-West Pomerania, in the former East Germany, is where the chancellor's own constituency is located.
Under her leadership, Germany has been taking in large numbers of refugees and migrants - 1.1 million last year - and anti-immigrant feeling has increased.
The AfD, initially an anti-euro party, has become the party of choice for voters dismayed by Mrs Merkel's policy.
The CDU has been the junior coalition partner in Mecklenburg-West Pomerania since 2006. Its 19% in the election is its worst ever result in the state, German broadcasters said.
Ég hygg að flestir geti séð að himinn og haf er á milli fréttaskrifanna.
Og andstaða gegn óheftum straumi innflytjenda og barátta gegn Islam er í mínum skilningi ekki það sama og "andúð á innflytjendum". Þar lætur fréttaskrifari sín persónulegu sjónarmið sína í gegn (eða þá að verið er að þýða úr hlutdrægum fréttamiðlum), eða það þykir mér alla vegna líklegra en að hann hafi átt í erfiðleikum með þýðingarvinnuna.
Slík vinnubrögð eru því miður allt of algeng í íslenskum fjölmiðlum (og víðar) en geta ekki talist til fyrirmyndar eða eftirbreytni.
Það breytir engu um hvað okkur kann að finnast um AfD, eða stefnu þess (sem hefur að mínu persónulega mati leitað út í hróann, gagnstætt því sem var við stofnun flokksins), þá á flokkurinn rétt á því sem allir aðrir að fréttir um hann litist ekki af skoðunum þess sem ritar, eins og mögulegt er.
Það á ekki að vera erfitt að gera betur en þetta.
P.S. Það breytir því ekki að ef þetta verða niðurstöðurnar, sem mér þykir ekki ólíklegt að verði í svipuðum dúr, þá er það mikið áfall fyrir Merkel og flokk hennar, ekki síst með tilliti til stefnu hennar í málefnum flóttamanna.
P.S.S. Ég hygg að flestir geti myndað sér skoðun á því hvort að líklegt sé að úrslit kosninganna liggi fyrir, þegar skoðuð er tímasetning fréttar mbl.is.
Hér er svo að lokum texti frá AFP, sem mbl.is fréttin er líklega unnin upp úr, en þar er einnig talað um útgönguspá:
Germany's anti-migrant populists made a strong showing at Sunday's state polls, scoring ahead of Chancellor Angela Merkel's party as voters punish the German leader over her liberal refugee policy.
The xenophobic Alternative for Germany (AfD) obtained around 21 percent in its first bid for seats in the regional parliament of Mecklenburg-Western Vorpommern, according to exit polls shortly after voting ended.
Merkel's Christian Democratic Union, meanwhile, garnered just 19 percent in its worst ever showing in the north-eastern state, while the Social Democrats maintained top place with around 30 percent.
Calling it a "proud result," Leif-Erik Holm, AfD's lead candidate said: "And the cream of the cake is that we have left Merkel's CDU behind us... maybe that is the beginning of the end of Merkel's time as chancellor."
Although the former Communist state is Germany's poorest and least populous, it carries a symbolic meaning as it is home to Merkel's constituency Stralsund.
The polls are also held exactly a year after the German leader made the momentous decision to let in tens of thousands of Syrian and other migrants marooned in eastern European countries.
Although she won praise at first, the optimism has given way to fears over how Europe's biggest economy will manage to integrate the million people who arrived last year alone.
Her decision has left her increasingly isolated in Europe, and exposed her to heavy criticism at home, including from her own conservative allies.
- 'No money for us' -
In the sprawling farming and coastal state of Mecklenburg-Western Pomerania, where economic regeneration and jobs used to top residents' concerns, the issue of refugees and integration has become the deciding factor for one in two voters.
"I am voting AfD. The main reason is the question over asylum-seekers," said a pensioner and former teacher who declined to be named.
"A million refugees have come here. There is money for them, but no money to bring pensions in the east to the same levels as those of the west," he said, referring to the lower retirement payments that residents of former Communist states receive compared to those in the west.
Compared to other parts of Germany, the northeastern state hosts just a small proportion of migrants under a quota system based on states' income and population -- having taken in 25,000 asylum seekers last year.
Most of them have already decided to abandon the state, preferring to head "where there are jobs, people and shops," said Frieder Weinhold, CDU candidate.
But he acknowledged that the "migration policy has sparked a feeling of insecurity among the people."
After a series of attacks by asylum-seekers in July -- including two claimed by the Islamic State organisation -- the mood has also darkened.
If the results were confirmed, the AfD, which was founded in 2013, would enter yet another regional parliament.
The party is now represented on the opposition benches of half of Germany's 16 regional parliaments.
- 'No solutions' -
Leading members of the party have sparked outrage over insulting remarks, including one disparaging footballer Jerome Boateng, of mixed German and Ghanian descent, as the neighbour no German wants.
Days ahead of Sunday's vote, Merkel urged the population to reject AfD.
"The more the people who go to vote, the less the percentage won by some parties that, in my view, have no solution for problems and which are built mainly around a protest -- often with hate," she said.
The chancellor, who is attending the G20 summit in the Chinese city of Hangzhou, did not vote in the polls as her main residence is in Berlin.
Bakslag fyrir Merkel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt 6.9.2016 kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.7.2016 | 18:51
Tveir "yfirburðamenn" ræða saman
Athygli mín var vakin á því að horfa mætti á athyglisvert viðtal á vef sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar.
Eins og sá sem sendi mér hlekkinn orðaði það, þá má þar sjá tvo "yfirburðamenn" ræða saman, og eru þeir ekki í vandræðum með það að leggja almenningi línurnar.
Persónulega þá skellti ég oftar en einu sinni upp úr þegar ég horfði á "spekingana spjalla", enda voru þeir ekki í vandræðum með að kveða upp úr með hvað væri að fjölmiðlum, bæði íslenskum og erlendum, né heldur virtust þeir vera í vandræðum með að úrskurða um "grunnhyggni" almennings.
Að sjálfsögðu voru þeir ekki í vandræðum með að segja hvaða "línu" ákveðnir fjölmiðlar fylgdu, nema að sjálfsögðu sögðu þeir ekkert um hvaða "hagsmunum" sá fjölmiðill sem þeir voru staddir á fylgdi, eða hvaða "eigendahagsmunum" hann þjónaði.
Það kann ef til vill að vera best að vera ekki dómarar í eigin sök.
En ekkert var rætt um hvort að það sakaði trúverðugleika fjölmiðla að starfsfólk þeirra (eða verktakar) væru stjórnendur umræðuþátta "eina vikuna" en frambjóðendur í prófkjöri stjórnmálaflokka "hina vikuna".
Slíkar samræður enda varla á færi "yfirburðamanna".
Til slíks þurfa einstaklingar meira en yfirburði.
6.7.2016 | 18:14
Týpísk "ekki frétt" um lítið sem ekkert
Það er mér hulin ráðgáta hvers vegna miðill sem mbl.is hefur "ekki frétt" sem þessa undir viðskiptum, en ekki "fólk" eða "Smartlandi".
Smá "rant" leikara sem hefur lítið til málanna að leggja annað en sleggjudóma, er að mínu mati týpísk "ekki frétt".
Ef vil vill má þó virða mbl.is, það til vorkunnar að fréttir af sama stofni hefur mátt lesa í ýmsum erlendum fjölmiðlum.
Ef til vill er þetta gott dæmi um hve langt fjölmiðlamenn seilast til að koma að skoðunum sem samrýmast þeirra eigin.
En ef vilji er til þess að fjalla um UKIP og Nigel Farage er að mínu mati eitt atriði sem er morgunljóst.
UKIP bíður á næstu þremur árum að eitt af eftirfarandi: 1) Leggja flokkinn niður. 2) Endurskipluleggja flokkinn og baráttumál hans. 3) Sigla hægt og hljótt inn í haf gleymskunnar.
Það verður að hafa í huga að UKIP hefur engan beinan aðgang að stjórnvaldsákvörðunum í Bretlandi. Flokkurinn hefur einn þingmann og hefur engin áhrif í breska þinginu.
Lang stærsta baráttumáli flokksins (úrsögn Brelands úr "Sambandinu") hefur nú verið náð og því erfitt að sjá flokkinn halda áfram nema með mikið breytta stefnu.
Aðal "powerbase" flokksins hefur byggst upp í kringum kosningar til Evrópusambandsþingsins, þar sem flokkar eins og UKIP geta gert "gott mót" (vegna hlutfallskosninga), öfugt við einmenningskjördæmi eins og í Bretlandi, þar sem flokkar eins og UKIP eiga yfirleitt erfitt uppdráttar.
Persónulega finnst mér því líklegast að dagar UKIP séu taldir - í árum en ekki áratugum. Fljótt eftir að núverandi kjörtímabili til Evrópusambandsþingsins lýkur, myndi ég reikna með að flokkurinn "hverfi" á einn eða annan hátt.
En það verður ekki frá UKIP og Nigel Farage tekið, að áhrifin hafa verið mun meiri en eiginleg stærð flokksins hefur gefið til kynna.
Það er ólíklegt að yfirvofandi úrsögn breta úr "Sambandinu" hefði komið til sögunnar án þeirra.
Það er á engan hátt óeðlilegt, eða að það teljist flótti, þó að Farage segi af sér við þessar aðstæður.
Hans verki er lokið. Líklega flokksins einnig.
Höfuðrotta stekkur frá sökkvandi skipi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt 7.7.2016 kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.12.2015 | 07:24
Öfga vinstri skríll?
Ég hef stundum minnst á það áður hér á bloggi mínu að mér þykir orðnotkun fjölmiðla gjarna nokkuð mismunandi eftir því hvort að um hægri, eða vinstrisinnaða hópa er að ræða. Reyndar má taka undir að nokkru leyti með þeim sem segja slík hugtök úrelt, en þau eiga sér þó það djúpar rætur að ég á erfitt með að sjá að þau hverfi úr málinu.
En lítum aðeins á fréttina.
Eftir því sem ég get næst komist (með því að lesa aðrar fréttir um sama atburð) þá er rétt að tala um að mótmælin hafi verið gegn samkomu eða hópgöngu hægri öfgamanna.
Flestar fréttir tala reyndar um göngu nýnazista sem er ef til vill meira upplýsandi. Það er eðlilegt að tala um slíkt sem öfga, og hefði fyrir því að tala um þá sem hægri menn, þó að eðlilega hafi verið deilt um það í gegnum tíðina og sé enn.
En 200 nýnazistar fara í göngu gegnum hluta Leipzig.
Eins og oft er boðað til and-mótmæla af hálfu hinna ýmsu samtaka. Það er sjálfsagt og að flestu leyti til fyrirmyndar. Að berjast gegn öfgum er gott markmið.
En hvað köllum við það þegar and-mótmælin leysast upp í skrílslæti með þeim afleiðingum að 69 lögregulumenn eru slasaðir, tugir lögreglubíla eru skemmdir og umtalsvert annað eignatjón á sér stað?
Er þá ef til vill betur heima setið, og hægri öfgamnennirnir gangi óáreittir?
En hvað myndum við vilja kalla óeirðaseggina?
Fréttin talar einungis um að lögreglumenn hafi slasast, "..í átökum við vinstrisinnaða mótmælendur ...".
En væri réttara að tala um "öfga vinstrimenn"? "Ofbeldisfulla vinstrimenn"? Gæti "herskáir vinstri öfgamenn", náð yfir hópinn? Eða færi best á því að nota "öfga vinstri skríll", eins og ég gerði hér í fyrirsögninni?
Það er bæði gömul saga og ný að pólítísk barátta fer ekki síst fram í orðum og orðnotkun.
Og það er vissulega betri aðferð en skrílslæti og ofbeldi á götum úti.
En það sem er svo það óþægilegasta við þessa frétt er hvernig hún kemur eins og óþægilegt bergmál frá fortíðinni, þegar öfgahópar til hægri og vinstri börðust á götum úti og í samkomuhúsum.
Þá þótti flestum flokkum í Þýskalandi nauðsynlegt að hafa "militant" arm í flokki sínum.
69 þýskir lögreglumenn slösuðust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.12.2015 | 10:23
Eiga íslenskir stjórnmálamenn kröfu á Facebook?
Hér og þar á netinu hef ég rekist á umfjöllun um að Össur Skarphéðinsson hefi verið "sviptur" aðgangi sínum að Facebook.
Tala margir eins og að um sé að ræða hina mestu lýðræðisvá og ógni bæði frjálsum skoðanaskiptum og tjáningarfrelsi.
Sumir, þar á meðal Össur, tala um að skoða verði að setja lög á starfsemi slíkra fyrirtækja.
Það væri í senn fróðlegt, skondið og sorglegt ef Alþingi íslendinga myndi setja lög sem skylduðu samfélagsmiðla til að halda halda öllum "reikningum" opnum, nema að undangengnum dómsúrskurði á Íslandi.
Eða ættu slik forréttindi eingöngu að vera fyrir þá sem gætu fært sönnur á að þeir væru stjórnmálamenn?
Og hvað með þá miðla sem "starfa" í raun ekki á Íslandi? Ætti þá einfaldlega að banna íslendingunum að nota þá, ef þeir virtu ekki íslensk lög?
Eins og ég lít á málið eiga íslendingar, eða aðrir, hvort sem þeir eru stjórnmálamenn eða gegna öðrum störfum, enga kröfu á hendur fyrirtækjum sambærilegum Facebook, um að aðgangur þeirra sé jafn, stöðugur og óslitinn.
Ekki frekar en þeir eiga heimtingu á því að vefsvæði eins og mbl.is, visir.is, nú eða blog.is, birti allt sem þeim dettur í hug að setja fram.
Það er reyndar ekki síst vegna kröfugerða um ábyrgð og að ekki eigi að birta "vafasamt" efni, s.s. eitthvað sem felur í sér jafn teigjanleg hugtök og mannfyrirlitningu, klám, hatur o.s.frv. að sakleysingjar eins og Össur verða fyrir lokunum.
Því miðlar sem eðli málsins samkvæmt lúta ekki stöðugri ritskoðun, eru sífellt hræddir um að "uppþot" verði vegna efnis sem einhver hefur póstað á síðu sína og uppfyllir ekki "standard dagsins" um pólítíska rétthugsun.
Þannig er erfitt fyrir tölvuforrit að greina á milli berbrjósta "pin-up stúlku" og "samfélagslegrar byltingarkonu" sem birtir mynd af geirvörtum sínum.
Það er því affarasælast að banna hvoru tveggja, enda eiga bæði athæfin sér andstæðinga, þó líklega sé um ólíka hópa að ræða.
Þess vegna eru miðlar líkt og Facebook einnig með sjálfvirka lokun, ef ákveðinn fjöldi kvartana berst, og er líklegt að Össur hafi orðið fyrir barðinu á á slíku.
Það þýðir einfaldlega að hópur einstaklinga getur gert Facebook notendum lífið leitt með því að sammmælast um að kvarta, jafnvel þó að það sé að tilefnislausu.
Þeir sem fara fram á leiðréttingu sinna mála, eins og Össur gerði, fara síðan líklegast í nánari skoðun, og fá aðgang sinn opnaðan, eins og mér skilst að hafi verið raunin með Össur.
Allt eftir (Face)bókinni.
En að sjálfsögðu fagna allir stjórnmálamenn fjölmiðlaumfjöllun og fyrir marga þeirra er það plús að geta mátað sig í hlutverki fórnarlambs, þó ekki nema stutta stund.
Í þessu samhengi má minnast á það að margir íslenskir fjölmiðlar hafa valið þá leið að einungis þeir sem eru skráðir á Facebook geta gert athugasemdir við fréttir og greinar.
Þannig er ég og aðrir þeir sem ekki eru skráðir á Facebook útilokaðir frá "umræðunni".
Ætti ég að líta svo á að þetta sé tilraun til þöggunnar? Beinist þetta gegn mér persónulega?
Ætti ég að reyna að hafa áhrif á alþingismenn um að þeir setji lög sem skylda íslenska fjölmiðla til að heimila þeim sem ekki hafa Facebook aðgang að gera athugsemdir?
Auðvitað ekki.
Það að vera ekki með Facebook síðu er mitt val. Rétt eins og þeir sem slíkt hafa, hafa slíkt kosið.
Fjölmiðlaeigendur hafa svo líklega kosið þá lausn, til að reyna að hafa einhverja stjórn á "kommentakerfinu", sem fyrir þá hefur verið einföldust og ódýrust.
Það útilokar vissulega einhverja einstaklinga frá því að tjá sig, en það er ekki tilraun til þöggunar, það er ekki aðför að lýðræðinu.
Það er vel þess virði að velta því fyrir sér hverju við teljum okkur eiga "rétt á", eða "kröfu til".
Slík mál er þarft að ræða, hvort sem sú umræða fer fram á Facebook, í "kommentakerfum", eða annars staðar.
Til dæmis í kaffistofum eða heitum pottum.
6.12.2015 | 16:57
Er Sósíalistaflokkurinn stærsti flokkur Frakklands? Eða eiga íslenskir fjölmiðlar við vanda að stríða?
Ég verð að viðurkenna það á mig að vera það sem oft er kallað "fréttafíkill". Ég þvælist um netið og les fréttir hér og þar og nýt þess að sjá mismunandi sjónarhorn.
Og íslensku vefmiðlarnir eru alltaf með í rúntinum. Þar má oft finna eitthvað sem mér þykir áhugavert, en að öðrum ólöstuðum þykir mér mbl.is hafa þar staðið upp úr.
Þó hefur mér heldur þótt halla undan fæti, hjá íslensku miðlunum.
Ágætis dæmi er umfjöllun um frönsku héraðskosningarnar í dag.
Mér finnst kosningarnar nokkuð áhugaverðar og hef lesið umfjallanir um þær víða. Það vakti því athygli mína þegar mátti lesa á mbl.is í morgun (sjá viðhengda frétt) að samanlagt væri Þjóðfylkingin og Lýðveldisflokkurinn (Les Républicains) með 30% fylgi í skoðanakönnunum og síðan kæmi Sósíalistaflokkurinn með 22%. Af því hefði mátt skilja, að annaðhvort væri um að ræða sameiginlegt framboð Þjóðfylkingarinnar og Lýðveldisflokksins, eða að Sósíalistaflokkurinn væri stærsti flokkur Frakklands með 22% atkvæða.
Hvorugt er þó rétt, heldur hafa Þjóðfylkingin og Lýðveldisflokkurinn sitthvor 30% í skoðanakönnunum. Flokkarnir tveir berjast um forystuna og ef ég hef skilið rétt hefur Þjóðfylkingin betur víða í hinum "dreifðari byggðum, en Lýðveldisflokkurinn í þéttbýlinu.
En fréttin er frekar illa unnin og má segja að setningin "Talið er að báðir flokkar muni sigra í meirihluta héraða.", gefi tóninn.
En hafi ég verið hissa á því að sjá framsetninguna á mbl.is, varð undrunin margföld þegar ég sá sömu "þýðingarvilluna" endurtekna á Vísi, síðar í dag.
Báðar fréttirnar vísa i sömu fréttina á vef BBC, en hvorugum miðlinum tekst að koma upplýsingunum rétt frá sér.
Þó að varasamt sé að fullyrða um mál sem þetta, verð ég að segja að ég hef það á tilfinningunni að ekki sé um tilviljun að ræða, að sama villan sé í báðum miðlum.
En í hvorugu tilfellinu getur fréttin talist miðlunum til sóma.
Þjóðfylkingin býst við sigrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt 7.12.2015 kl. 05:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.12.2015 | 08:53
Hver skrifaði greinina? Prófessorinn eða stjórnmálamaðurinn sem íslendingar höfnuðu?
Það hefur oft verið sagt um íslendinga að þeir séu í það minnsta í tveimur störfum hver.
Því er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hver skrifaði greinina á vef Vox? Var það Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor, eða var það stjórnmálamaðurinn Þorvaldur Gylfason, sem íslenska þjóðin hafnaði með svo eftirminnilegum hætti í síðustu kosningum, ásamt þeim flokki sem hann tók þátt í að stofna.
Ef minnið svíkur mig ekki, starfaði Þorvaldur reyndar með tveimur flokkum fyrir síðustu alþingiskosningar, en hvorugur þeirra hlaut brautargengi.
En vissulega er erfitt að bera saman tvær þjóðir í efnahagslegu tilliti. Það eru svo margir þættir sem hafa þar áhrif.
Gjaldmiðill er aðeins einn af þeim.
En það er ekki eingöngu Ísland í þessum samanburði sem hefur notið þess að gengi lækki.
Það hefur Írland auðvitað gert sömuleiðis.
Því tveir stærstu útflutningsmarkaðir íra eru Bandaríkin og og Bretland. Samanlagt eru þessi ríki með nálægt 40% af útflutningi íra.
Sem hefur gert það að verkum að Írland hefur notið góðs af því hvað euroið hefur tapað miklu af verðgildi sínu á undanförnum árum.
En hvernig þessi útflutningur er að hluta til kominn vegna "skattskjóls" sem írar glaðir veita, verður svo aftur til þess að áhrifanna gætir ekki eins mikið hjá almenningi.
Í og með þess vegna er atvinnuleysi ennþá mikið hærra á Írlandi en á Íslandi, þrátt fyrir að fólksflótti þar hefi verið verulegur.
"Nettó brottflutningur" frá Írlandi var t.d. sá mesti í Evrópu árið 2012.
Hér má einnig sjá að "nettó brottflutningur" frá Íslandi varð skarpari (2009), en frá Írlandi, en jafnaði sig fljótar og er mikið minni í heildina.
Sjálfstæður gjaldmiðill mikilvægur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2015 | 13:29
Forseti Íslands er ekki ráðinn
Ég mun líklega seint verða talinn stuðningsmaður Ólafs Ragnars Grímssonar. En ég hef þó kosið hann einu sinni.
Það var í síðustu forsetakosningum.
Þá eins og í mörgum öðrum kosningum þá fannst mér í sjálfu sér enginn verulega álitlegur kostur og þá vel ég þann skársta. Þannig gerist það oftast í kosningum og ég hef trú á því að það gildi um fleiri en mig.
En forseti Íslands er ekki ráðinn eða skipaður. Hann er kosinn beint af íslensku þjóðinni.
Það er í raun ótrúlegt að margir virðast ekki skilja lýðræðið. Það er ekkert ólýðræðislegt við það að maður á áttræðisaldri verði kjörinn forseti.
Það sem þarf til að svo verði, er að hann njóti stuðnings stærsta hluta kjósenda, njóti meira fylgis en aðrir frambjóðendur. Flóknara er það nú ekki.
Það missir engin kjörgengi vegna aldurs, ekki til forseta, Alþingis né sveitarstjórna.
Það er heldur ekkert sem segir að óeðlilegt sé að eintaklingar sitji lengi, ef þeir njóta stuðnings kjósenda.
Lykilatriði hér er stuðningur kjósenda, það er lýðræði og það er ekkert "bara".
P.S. Ég hvet lesendur til þess að reyna að ímynda sér "fjaðrafokið" í fjölmiðlum, hjá álitsgjöfum og á samfélagsmiðlum, ef einhver hefði látið hafa eftir sér á síðasta kjörtímbili Alþingis, að það væri skelfilegt að hafa sjötuga konu sem forsætisráðherra, sem í þokkabót væri búinn að sitja á þingi í næstum 35 ár.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.11.2015 | 18:05
Skrýtin frétt
Ég verð að viðurkenna að mér hefur alltaf þótt það frekar skrýtið að banna einstaklingum að hafa ranga skoðun, jafnvel á sögunni.
Þannig finnst mér einstaklingar sem afneita helförinni fyrst og fremst gera lítið úr sjálfum sér og greind sinni. Rétt eins og þeir sem afneita voðaverkum kommúnismans.
Munurinn á þessu tvennu er þó ef til vill fyrst og fremst sá að all víða er það fyrrgreinda bannað. Það seinna kann þó að vera bannað einnig á einstaka stað.
En í raun er óþarfi að mínu mati að slíkt varði við lög. Eins og áður sagði dæmir slík vitleysa sig sjálf.
Hvort að manngerð hungusneyð í Ukrainu hafi átt sér stað, eður ei, er að mínu mati engin spurning, en ekki ástæða til fangelsisvistar þó að einhver sér annarar skoðunar.
Það sama gildir um Helförina. Þar gildir engin vafi um sannleiksgildið, en vitleysingar munu alltaf verða til og afneitarar sömuleiðis.
En orðalag þessarar fréttar mbl.is vekur vissulega athygli mína.
Síðast málsgreinin vekur í raun furðu mína.
"Talið er að um 1,1 milljón,flestir evrópskir gyðingar, hafi horfið á árunum 1940-1945 í Auschwitz-Birkenau búðunum áður en þær voru herteknar af her Sovétríkjanna."
Gyðingarnir í Auschwitz "hurfu" ekki, þeir voru myrtir. Myrtir með skipulögðum og iðnvæddum hætti. Það var engin tilviljum og það er enginn vafi á hvernig á því stóð. Þeir hurfu ekki.
Það má síðan einnig deila um orðalagið að her Sovétríkjanna hafi hernumið búðirnarar í Auswitch. Réttara væri að segja að hann hefi frelsað þær.
Vissulega má margt misjafnt segja um framgöngu Rauða hersins á leið hans til Berlínar, en hann frelsaði vissulega stór landsvæði undan helsi nazista þó að stundum hafi hernám fylgt í kjölfarið. En ég tel ekki rétt að segja að hann hafi hernumið Auscwitch.
Þó að ef til vill sé þetta ekki stórkostlegt mistök, eru þau of stór fyrir fjölmiðil sem er vandur að virðingu sinni
P.S. Mbl.is ætti að leiðrétta þau sem fyrst.
Nasista-amma afneitar helförinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2015 | 18:42
Nýju tímariti andstæðu euroinu hleypt af stokkunum
Út er komið nýtt tímarit sem fjallar um galla eurosins hefur verið hleypt af stokkunum,og má m.a. finna það á netinu.
Tímaritið sem er gefið út af "þankatanknum" New Direction, sem er stútfullt af áhugaverðum greinum, má hlaða niður án endurgjalds (PDF).
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)